Tíminn - 04.06.1961, Síða 11

Tíminn - 04.06.1961, Síða 11
TÍMINN, aunnudaginn 4. júiií 1961. T1 Þa5 vaf æði fjörugt í Stokk- hólmi á laugardaginn annan er var.1 Þá tók lögreglan 161 mann úr umferð fyrir ölvun á almanna færi, en annað eins hefur ekki sézt í „kjallaranum“ hjá þeim sænsku árum saman. Einn þeirra, sem þeir tóku, var 30 ára gamall trésmiður, sem hafði „dottið í það“ á leiðinni heim til sín. Hann var þó ekki mjög slæmur, og (Framhald á 15 síðu) Skoda er farinn að framleiða stafionbíla, sem líta að mestu út eins og Skoda Oktavia, sem er þekktur bíll hér heima. — Og nýjar geríir koma á markafönn 11. síðcm * Og loks: Simca er með leynd að vinna að því að fullgera lítinn fjögurra dyra bíl með lbftkæld- um tvígengismótor. Þessi litli Simcabíll á að vera til samkeppni við hinn litla Renault og Citroen 8 CV — sem #r óþekktur hér heima. 20 bílar á 42 fermetrum Svisslendingar hafa nú komið fram í dagsljósið með nokkuð góða lausn á vandamálinu varð- andi lagningu bíla. Þeir hafa fundið upp bílalyftu, sem helzt væri hægt að líkja við Parísar- hjól, nema hvað hún er ekki á hjóli, heldur færibandi. Sá, sem vill koma bílnum sínum í geymslu, ekur inn í klefa á band inu, en þegar hann er farinn út, færir fótósella klefann einni „hæð“ ofar, þannig að næsti klefi liggur tilbúinn til þess að aka inn í. Fótósellan gætir þess lika, að færa ekki, meðan nokk- ur maður er inni í klefanum hjá bílnum. Þegar maðurinn kemur aftur, getur hann rennt bandinu til, þar til rétti bíllmn kemur. Þá þarf hann ekki að gera annað en að stinga því gjaldi, sem þá er á hann fallið, reiknað út sam kvæimt tímalengd, í þar til gerða rifu, og þá opnast dymar og hann getur ekið brott. Hægt er að gera þessa bílalyftu svo úr garði, að ekki þurfi eftirlits- mann við hana. Nú er verið að gera fyrstu bíla lyfturnar af þessari gerð í Þýzka landi og Ítalíu. Sagt er, að þessi aðferð taki ekki nema einn tí- unda þess grunnflatar, sem þyrfti ef leggja ætti bílunum hlið við hlið. Þannig er hægt að leggja 20 bílum á svæði, sem er ekki nema 6x7 metrar að flatar- máli. Þa8 er allt útlit fyrir, að árið 1961 ætli að leiða í Ijós meira af nýjum bílmódelum en mðrg undanfarin ár. Nú ætlum við okkur það mikla verkefni að segja svolítið fyrir um það, hvernig þessi nýju bílmódel munu verða, og styðjumst þar við það, sem við höfum undanfarið séð á síðum bílablaðanna er- lendu: Við höfum þegar sagt frá nýja Volkswagenbílnum, en hann mun koma á markaðinn í haust. Um Ieið kemur nýr Ford Konsúll, tegundin ber einkennisnúmerið 315, en blöðin eru þögul um það, hvernig sá bíll muni líta út, og sömuleiðis heyrist fátt um hið nýja útlit Ford Zephyr og Zodiac. Þetta er nú um brezka Fordinn, en í Bandaríkjunum mun Ford koma á markaðinn með nýjan bíl, sem heitir Cardin- al. Hann verður heldur minni en Ford Falcon, með mótorinn fram- an í og framhjóladrif. ★ Austin kemur með nýja gerð af Sprite, og reiknað er með að um leið komi á markaðinn ný gerð af MG, en hann hefur alltaf verið svo að segja nákvæmlega eins og Austin Sprite, að undan- teknu nafninu og örlítið að breyttri vasskassahlíf. ★ Þá hefur Studebaker látið það frá sér fara, að þaðan muni koma smábíll. Hann er sagður vera eins og DWK' junior að framan, Fíat Lögregluþjónn í gráum buxum 1300 í miðjunni og Chevrolet Corvair að aftan. Þar er mótor- inn staðsettur, 70 hestöfl, og tal- ið er að bíllinn verði í flestu til- liti ákaflega líkur Corvair. ★ Mercedes Benz vinnur nú að breytingum á 180 og 190. Talið er, að Daimler Benz fylgi for- dæmi hins ítalska Fíats að því leyti, að láta bílana líta eins út, þótt þeim sé breytt að einhverju leyti, en láta mismunandi stærð- ir og skraut gera mismuninn. ★ Úr því að við minntumst á Fíatinn, er ekki úr vegi að geta þess, að nú er væntanlegur nýr Fíat 500. En hann á að verða ákaflega líkur því sem var, lík- lega jafnfrábrugðinn gamla 500- módelinu og 600 D er frábrugð- inn 600! ★ Vauxhall Velox mun einnig breyta um útlit, og verður að líkindum ekki ósvipaður hinum nýja Volkswagen, ákaflega straumlínulagaður með stóra og þægilega glugga. ★ Volvo er að endui'bæta Amazon bílinn. Helztu breytingar eru þær, að hinn nýi hefur aðeins tvær dyr í staðinn fyrir fjórar áður, en ekki er reiknað með öðrum stórfelldum breytingum. Ekki verður öðru breytt en út- liti. ★ NSU Prinz er lítt þekktur hér heima, nema þar sem Ómar Ragnarsson hefur látið sjá sig á sínum gula prinsi. Nú er von á nýrri gerð af NSU Prinz, stærri, með endurbættum mótor, og gei'ður í svokölluðum sápukassa- stíl, en táknrænn bíll fyrir þann stíl er Chevrolet Corvair. Það er orðið langt siðan, að = við höfum birt mynd af ís-1 lenzkri hljómsveit hér á síð-jj unni, en hér bætum við úrj þeirri vanrækslu með því aðí birta stóra mynd af hljómsveit? Finns Eydal. Og ekki dugir? annað en láta einhverja frétt afj fyrirtækinu fylgja. — Eins ogj menn muna, var skipt nm nokkra meðlimi hljómsveitar- innar síðast liðið haust, og um Ieið breyttist nafnið úr Atlantik kvintett í Hljómsveit Finns Ey- dal. Um leið flutti hljómsveitin verksvið sitt frá Akureyri til Suðurlandsins, og lék í vetur f Silfurtunglinu og í Stork- klúbbnum, og núna tvo síðustu mánuðina á Keflavíkurflugvelli. Nú er hljómsveitin á förum til Akureyrar, og mun nú aftuTi hverfa til síns fyrra nafns, og' nefna sig Atlantik kvintett. Um leið koma tveir nýir meðlimir í hópinn, sem rcyndar eru ckki nýir í Atlantik, það eru þeir Ingimar Eydal og Óðinn Valdi- marsson. Atlantik kvintett mun: í sumar leika í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Síðasta frægðarverkj hljómsveitar Finns Eydal hér fl Reykjavík var að leika inn áj þrjár hljómplötur með söng þeirra Helenu Eyjólfsdóttur og Óðins Valdimarssonar. Þar eru m. a. lög úr gleðileiknum Allra meina bót, nýtt lag eftir Jón j Sigurðsson og loks lagið Bjór- kjallarinn (Im tiefen Keller ..) en það lag hefur náð miklum vinsældum í útfærslu hljóm- sveitarinnar. lyöturnar eru gefnar út á ve’um fslenzkra tóna. Bílarnir breyta um útlit i ár Hinn nýi Austin Sprite. MG er sagSur vera alveg eins, nema hvaS vatnskassahlífin (griiliS) er öSru vísi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.