Tíminn - 11.06.1961, Qupperneq 8

Tíminn - 11.06.1961, Qupperneq 8
I^ÍMJTN.N, snnaodaginn 11. júní 1961. 8 / Tarjei Vesaas er bóndasonur/ '/ frá Vlnje á Þelamörk li Noregi.) /Hann hefur ritað fjölda skáld-/ /sagna og smásagna og verið/ /sæmdur alþjóðlegum bókmennta ) /verðlaunum. Vesaas fer sjaldan ) ) út fyrlr takmörk heimahaganna ) /þogar hann velur yrklsefnl, en) /táknmál hans er alþjóðlegt og) Jspannar hið sam-mannlega. A3 p ) éta eða verða étinn er hið endurp ) iekna stef þessarar sögu sem ger^ ) Ist ( miskunnarlausri veröld. TTANN var á stóru heimili sól- “ armegin í skógivaxinni brekku. Bakvið það var dimmur greniskógur en sunnanámóti var opið fyrir sólu. Þúfan bar þess merki að þeir, sem höfðu byggt hana, kunnu til verka. Einhver hafði vandað sig og lagt tvær fyrstu flísarnar í kross. Nú voru þar sjö hundruð dyr sem opnuð- ust útí sólskinið. Gegnum þessar dyr stóð straumur iðandi lífs. Inn með mat og timbur. Út aftur til að ssekja meiri mat og timbur. Maurarnir streittust við þar til grípurnar slitnuðu af þeim. Þeir skokkuðu útí þrautnýtta blá- berjarunnana umhverfis þúfuna. Jarðskorpan milli runnanna var troðin eítir endalausar lesta- ferðir. Þar heyrðist dálítil suða frá skokkandi maurafótum þeg- ar veður var gott. Undir þúfunni óx toppur af grænu, safaríku grasi. Það var gróskumikið og angaði af maurasýru. Hér voru allir vaskir. Þeir renndu sér hver yfir annan til að vera fyrstir við hverskonar áhættustörf. Þannig streittust þeir meðan nokkurt líf var í þeim. Þeir sneru oft til baka með stór skörð í bolbrynjuna eða brjóstbryrjuna, en þeir kærðu sig kollótta. Rigping var það eina sem hamlaði þeim. í rigningu hljóðnaði í þúfunni einsog lífið væri smámsaman að fjara út. Þar sat kannski ein- hver í dyrunum og klippti tómt með þungum kjálkunum. En þeg- ar upp stytti komst allt á ferð og flug aftur. T flaustrinu kom fyrir einn þeirra að hann fékk trébjálka í hausinn um morgun snemma þar sem hann var að byggja eitthvað. Hann kippti sér ekki upp við það. Þvert á móti. Hann hristi sig bara og fylltist meira kappi. Hann skellti skoltum svo small í hærra en fyrr og hring- snerist litla stund. Andartak hélt hann lengra innávið, inní djúpið. Athuga sinn gang þar. Því þar var orsakanna að leita. Annars fór hann aldrei svo langt. Það sem hann fann af mat og timbri afhenti hann við dyrnar. En nú — nei, hann sneri við. Það var of þröngt. Sólin logaði á himninum, þangað gat hann farið. Þar gæti hann kannski fengið að reyna krafta sína. Til að staðreyna hann væri fær um^-alltr.-.þyrjaði hann að slást við tvo aðra maura og beit þá sundur í miðju. Svo hélt hann útí heiminn. Það hafði rignt um nóttina. Allt var að vakna. Sólkringlan var nýrisin uppyfir ásinn. Hann hélt í skini hennar niður brekk- una. Enginn stöðvaði ferð hans. Það mátti heldur enginn vera að því. Hér voru þúsundir ann- arra á leið út — að sækja mat og við til þarfa heimilisins. Það ætlaði hann ekki. Hann mætti vinnufélögum sínum á heimleið. Þeir komu úr runnunum frá grasinu og döggunum. Þeir voru slæptir að sjá og streittust áfram votir. Báru þungar byrðar. Hann kom úr þúfunni og var þurr og fjörugur. Þurr og stæltur og kjarkaður og bauð öllu byrgin. Allt voru ó- vinir. Hann kjamsaði á loftinu. Inní þúfunni var loftið súrt og kæfandi M- hérna í grasinu var það alltoymilt. Loft handa börn- um. Hann var reiður yfir loftinu. Hann vöknaðl líka í fæturna af dögginni sem ekkl var með öllu horfin, en hann hélt sína leið. Hér í grasbrúskunum framan- við þúfuna sá hann marga af vinnufélögum sínum. Þeir höfðu allir verið að afla fanga og báru og drógu. Ríkið óx. Einn kom með unga blaðlús sem hann hafði rænt. Hann gekk hröðum skrefum og bar sig vel. Eftir honum kom félagi með út- lendan maur, bitinn til dauðs. Sá maur hafði átt blaðlúsina. Nú átti að éta hann, og ekki meira með það. Sigurvegaramir litu hvorki til hægri né vinstri. Sterki maurinn var nýbúlnn að éta svo hann hirti ekki um að ræna þá. Hann hélt áfram. Margvíslegt var það sem bar honum fyrir sjónir. Hann kom inní skóg af háu grasi. Þar gekk hann framá lítinn og berskjald- aðan maur er sat þar og hugs- aði. Át hann. Það var lítilfjör- legur matur. Hann hélt áfram í bræði sinni. Hér var þó eitthvað sem var meiri matur í: ljósrauð lirfa. Maurinn hjó skoltunum í lirfuna svo hún hringaði sig. Það urðu myndarleg átök. Maurinn not- aði sýruna en andstæðingurinn var of sterkur og boraði lausa endanum ofaní jörðina og dró maurinn. Hann slitnaði frá tak- inu um jarðskorpuna um leið og lirfan hvarf, og auk þess fékk hann rispu þvert yfir bæði aug- un svo það var einsog bjálki yfir öllu sem hann sá eftir það. Hann var illur nú. Skellti skoltum og stikaði. Vei þeim næsta! Og sá næstl var ekki langt undan. Stór og þungur skapnað- ur á vegi hans. Snígillinn var úti; hann lá einsog bölti á jörð- inni, glansandi af fitu í mjúku grasi. Var með vinaleg augu á hornunum og húsið sitt á bak- inu. Maurinn óð fram og hjó skolt unum í kjötið. Það bragðaðist vel. En hin vinalegu augu hurfu samstundis. Allur þessi- gorlini búkur fór að dragast saman og þrýsta áér inní húsið. Maurinn hafði gott tak og sleppti ekki. Hann gróf skoltana dýpra og klemmdist inní ^iinn mikla lík- ama í húsdyrunum. Það varð kæfandi þröngt um hann. Hann langaði til að æla en vantaði svigrúm jafnvel til þess. Um stund leit út fyrir hann mundi renna inní undarlega snigil- ganga og farast þar. Hann krafs aði og beit og var þungt um andardrátt og varð að sleppa takinu og bakka út. Öskureiður kraflaði hann sig útúr þessari mjúku leðju og| komst aftur undir bert loft kám aður í fitu um allan skrokkinn. Hann varð að doka við til að ná andanum. Varla hafði hann áttað sig fyrr en lítið og aumlegt kvik- indi kom uppúr jörðinni og byrjaði að éta íituklístrið af brynju hans. Maurinn krafsaði sig með einni löppinni og náði þeim hungraða og át hann. Hann var alveg bragðlaus. Með illsku hljóði skellandi skoltum hélt hann áfram sína leið. Sníg- illinn skaut út öðru auganu og horfði á eftir honum. fÖRÐIN hafði þornað vel nú. Droparnir af stráunum angr- uðu hann ekki meir. Nú var það einsog vera bar. Þurrt og heitt. Maurinn hélt áfram skröltandi í vígamóð. Hann kom auga á strá og á- kvað þegar að fara með það heim. Það var ekkert öðruvísi en önnur strá, en það skyldi með. Augu hans höfðu séð það. Stráið var langt, það var líka þungt að lyfta því, en hann gat dregið það ef hann gekk afturá- bak. Hann togaði og bakkaði. Það gekk illa og stráið stóð oft Tarjei Vesaas: þungir í eftirdragi, en hann gat ekki sleppt þeim. Öðru hvoru varð hann að ganga afturá bak. Þá gekk það. Sólin steikti hann. En af því jókst honum móður. Eitthvert smákvikindi kom á hlið við hann og bar sig til að skipta sér af þessu og jafnvel að smakka á kjötbyrðum hans. Hann varð að stanza til að éta ræfilinn. Það var í meira lagi bragðvont, og hann spratt upp í nýjum ofsa, hristi sig og gáði hvað eftir væri í sýrugeyminum. Það var slatti. Svo hélt hann á- fram. Nú kom hann að gjá með lóð- réttum veggjum og vatn lengst niðri. Hann hikaði ekki andar- tak en byrjaði strax að fika sig niðureftir gjáveggnum með byrði sína. Þungi hennar var í þann veginn að fella hann í hverju spori, en honum tókst að rétta sig af og halda sér föstum. Neðar reyndist veggur- inn of sléttur; hann missti fót- festuna og hrapaði. Það var hátt fall og af því hann var með kjötbyrðarnar, braut hann af sér einn fótinn á steini í vatns- skorpunni þar sem hann skall Sterki maurinn fast á öðrum stráum. En það mjakaðist. Ókunnugur maur kom fram undan visnuðu laufblaði og fór að toga í hinn endann á stráinu. Það leit út fyrir honum væri lífsspursmál að ná þessu strái. Sá sterki froðufelldi af illsku og togaði sín megin svo hann fann hvernig hann teygðist um mittið. Þetta var þýðingarlaust reiptog. Stráið hreyfðist ekki úr stað en jagaðist aftur og fram. Meðan þeir streittust við, kom þriðji maurinn og sá stráið. Hann ákvað líka það væri hans og beit sig fastan í endann sem sá sterki togaði í. Þá þoldi sá sterki ekki mátið. Hann réðist á þá, fyrst þann næsta, svo á hinn og beit þá sundur einn af öðrum. Sjálfur fékk hann nokk- ur óþægileg bit en kærði sig kollóttan. Stráið lét hann liggja. Skyndilega var honum alveg sama um það. Lítið dýr kom uppúr jörðinni og byrjaði af mikill græðgi að éta sundurbitna maurabúkana. Sá sterki slæmdi kvikindið og át það. Það var óbragð að því, og hann varð öskureiður. Hann reyndi að taka alla fjóra maura partana með sér þegar hann fór, en heppnaðist aðeins að flytja tvo. Illur var hann. Nú var sól- in steikjandi heit á himnir.um. Hann kraflaði sig áfram gegn um grasið. Maurapartarnir voru niður. Fóturinn datt í vatnið en sjálfur var hann á þurru. Nú, jæja — hvað ragaði um ein löpp. Hann átti margar eftir. En hann sá lítið skeldýr kom uppúr skítugu vatninu og greip fótinn sem flaut, og stakk sér á kaf með hann. Þá reiddist hann aftur og henti kjötbyrðunum og réð útí vatnlð til að éta skel- dýrið. En í þetta sinn hafði hon- um skjátlazt. Hann var fær á þurru landl, en hér lá hann bjargarlaus og krafsandi. Það var straumur í vatninu, það barst hægan niðurávið og hann flaut. Hann illskaðist og barðist á móti, en vatnið rann mjúklátt og tók hann með sér. i En nú keyrði um þverbak: Eitthvert óþekkt dýr kom úr djúpinu og beit í magann á hon- um og fór að éta hann. Hann krafsaði og vatt sig til og frá, en dýrið sat kyrrt. Nú þurfti hann á allri sinni hreysti að halda. Hann sparkaði heiftar- lega frá sér og heppnin var með honum. Straumurinn bar hann í land á mjóum odda. En ótugtar- kvikindið hékk undir honum að éta hann. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann komst á fasta jörð var að slíta af sér þessa afmán og éta hana almennilega. Hann var svo reiður hann tók ekki ! eftir hvernig það var á bragðíð, I og síðan stökk hann upp lóðrétt an gjávegginn í einum spretti án þess að nema staðar eða hvílast. Þegar hann kom upp fannst honum nú væri gott að hvíla sig ofurlítið. En slíkt var ekki til að tala um. 1 þess stað fann hann svert strá að draga, og svo þungt hann varð að ganga aft- urá bak til að koma því með sér. Það gekk hægt en illskan og krafturinn ólmaðist í honum. Fótarins saknaði hann lítið, hann átti fimm eftir. SÓLIN var brennandi heit. Grasið á jörðinni heitt og þurrt og það hressti hann eftir bleytusullið. Hann dróst áfram pieð risastráið. En það ieið ekki á löngu þartil nýr viðburður kom til sögunnar: Hann gekk framá lítinn gulan vanskapning, sem lúrði í gras- inu. Ljósgulan eiturmaur. Svo- leiðis skepnum var hann ekki hrifinn að mæta. Hann gáði, og fann lítið var eftir í sýrugeym- inum. Sá litli hreyfði sig ekki. En hann var vel útbúinn, það vissi sá sterki mæta vel. f það minnsta vildi hann gera út um þetta og réð til bardaga. En það var óforsjálni af honum, því sá guli var eldsnar, hann renndi sér undir þann sterka og gaf honum tvær brennandi eiturstungur. Þann sterka svimaði, og hann gat ekki notað sýrugeyminn. Hann lá eftir með lemjandi kvalir í hausnum og máttlausa fætur. Sá guli skipti sér ekki meir af honum, var víst hræddur við stóru skærin. En svo kom lítið dýr úr jörðinni og fór að éta af þeim sterka. Þá kom sá guli til og át dýrið. Og þá gerði hann einnig sín mistök. Hann kom of nærri, þangað sem hann átti ekki að fara. Ein skærin á þeim sterka opnuðust hægt og klipptu. Sá guli fór í tvennt. Skærin héldu áfram að vinna þartil báðir gulu partarnir voru étnir upptil agna. Þetta var bragðverra en nokk- uð annað, en það hafði lífgandi áhrif. Nú færðist kraftur í dofna limina og um leið brúspr'i yfir- þyrmandi heiftin upp. Ennþá var lítið og frekt kviklndi að éta hann. Hann gleypti það áð- ur en það deplaði augunum. Svo hélt hann áfram, fram, framl Og náði sér í annað strá til að hafa eitthvað að streða við. Eitthvað óhemju stórt og rautt var fyrir framan hann. Það var kýr, sem var að hvíla sig. Maurinn óð þegar fram og fór að bíta í hana, en gat ekki losað nokkra ögn. Bræðin sauð. í sama bili sneri kýrin sér í leti- legri vellíðan og lagðist ofaná hann. Það varð koldimmt og honum var þrýst niðurí grasið og hann var að rifna af reiði. Hann sparkaði og kraflaði. Út- flattur. Kraflaði og boraði sér framá milli niðurbældra stráa. Loksins komst hann aftur framí dagsljósið, og var ekki eins flatt ur og hann hafði haldið. En ekki var hann vel góðui . Hann greip heljartaki í beljuna og togaði af öllum mætti. Hún hreyfist ekki. Þá tæmdi hann sýrugeyminn yfir hana. Svo fór hann. Hann var illur og sulturinn skar hann. Nú var gott að fá sér blóð- sadda gaddflugu. Hér lá ein og, hafði drukkið sig fulla af kýr- blóði. Maurinn réðst á hana og klippti af henni þar sem hún var aumust fyrir. Svo var bara að éta. Maurinn át bita eftir bita og tók leifarnar með sér þegar hann hafði innbyrt nægju sína. Þær voru þungar í eftir- dragi, en það mjakaðist. Þetta var drjúgur spotti. Og græn smálirfa var þar, og hann (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.