Tíminn - 11.06.1961, Blaðsíða 14
r
TÍMINN, Iaugardaginn lO. júnl 1961.]
— Bara það, að hér hefðu
viljað til slys. Ungur maður
og ung stúlka hefðu hrapað
í hyldýpið.
Hún leit á hann. Andlitið
varð hörkulegt, svitaperlur
spruttu út á augnabrúnunum.
— Robeft!
Ósjálfrátt rétti hún út hönd
ina til hans. — Vertu rólegur.
Eg veit það hlýtur að vera
óbærilegt fyrir þig, þó ekki sé
nema minnst á það. Eg hefði
aldrei átt að segja neitt.
Hann greip um höndina á
henni og þrýsti hana svo fast
að henni lá við hljóðum. En
svipurinn breyttist ekki og
hann starði í áttina að hyl-
dýpinu:
— Shirley, á vissan hátt þyk
ir mér vænt um að þú minntist
á þetta. Eg get talað við þig
um hluti sem ég ræði ekki við
aðra. Það gleður mig að þú
sagðir mér það. Ef þú hefðir
þagað, þá hefði það verið brot
á gagnkvæmu trúnaðartrausti
okkar og það hefði verið mér
óbærilegt.
Hönd hennar skalf og hún
var ekki vitund hrærð að
heyra þessi hlýlegu orð, þessi
orð, sem hún hafði eitt sinn
þráð aö heyra.
Hann hélt áfram: — Nú
skal ég segja þér allt af létta.
Það sem ég veit. Svo tölum við
aldrei framar um þetta. Ungi
maðurinn, James Atwell átti
enga foreldra en unga stúlk-
an átti föður og bróður. Eg
skrifaði þeim að sj álfsögöu og
lét í Ijós sára hryggð okkar
mömmu, þau svöruðu og sök-
uðu okkur nánast um það
hvernig fór. Eins og ég eða
mamma hefðum átt nokkurnj
þátt í því, að þessi heimski
og móðursjúki stelpukrakki
fleygði sér fram af brúninni.
Auðvitað var það gert í sorg
og örvilnun eftir slysið sem
varð kærasta hennar að bana.
Við gerðum allt fyrir hana eft
ir að hann fórst. Mamma
fylgdi.henni hvert fótmál og
við bjuggumst við að annað
hvort foreldrar hennar eða
bróðir mundi koma og taka
hana með sér, en þau létu
okkur um það. Svo hvarf hún
eitt kvöldið og við sendum
þjóninn út að leita, síðan köll
uðum við á lögregluna. Næsta
morgun fannst lík hennar í
gilbotninum, næstum á sama
stað og lík unnustans hafði
fundizt.
— En — en hræðilegt, sagði
Shirley.
Hann kinkaði kolli: — Þann
ig vildi hún það. En það var
ekki fallega gert gagnvart mér
og mömmu. Mamma hefur
Jennifer Ames:
Grímuklædd
hjðrtu
10.
ekki veriö mönnum sinnandi
síðan. Hún sakar sjálfa sig um
að hafa sleppt hendinni af
stúlkunni ofurlitla stund.
— Eg get ímyndað mér
hvers konar áfall þetta hefur
verið fyrir mömmu þína, hvísl
aði Shirley, — en það hlýtur
einnig að hafa verið hryllilegt
fyrir vesalings Aleen Jack-
man.
Hann staröi á hana gráblá-
um augum sínum. — Þú veizt
hvað hún hét?
Hún stamaði: — Eg — ehe
— maðurinn sem sagði mér
söguna, hann nefndi hana á
nafn.
— Þekkti hann hana? Kann
ske var hann vinur hennar
eða náinn ættingi?
Rödd þans og augnaráð var
orðið einkennilegt, og henni
var orðið erfitt um andar-
drátt.
— Nei, hann hafði aldrei
hitt hana. Hann hafði bara
heyrt söguna einhvers staðar.
— Ó, ég get skilið að fólk
endist til að tala um þetta
fram og aftur. Þetta hlýtur
að hafa verið upplagt efni í
rosafrétt handa blöðunum, en
vinir okkar á blöðunum hér
hafa sýnt okkur mömmu mik
inn skilning. Þegar þeir urðu
þess áskynja hvað við tókum
þetta nærri okkur, ákváðu
þeir að gera eins lítið úr þessu
og hægt var. Það var mjög
vingjarnlega gert.
Paul hafði gefið í skyn að
blöðin í grenndinni hefðu
reynt að kv.eða söguna niður
og hann var hissa á þvi að
nokkur skyldi þegja yfir svo
góðu efni.
— Nú veiztu allt. Gerðu það
fyrir mig að minnast ekki á
það frekar. Við skulum ekki
einu sinni leiða hugann að
því. Það er útrætt mál.
Hann brosti og sleppti af
henni hendinni. Höndin á
henni var orðin tilfinninga-
laus af dofa, svo fast hafði
hann þrýst hana.
En Shirley var ljóst að
þetta hræðilega mál var
hvergi nærri útrætt. Hvernig
gat það verið útrætt þegar
John Jackman, bróðir hinnar
látnu, var svo að segja utan
við dyrnar? Þegar John Jack-
man hafði ekki heimsótt höll
ina en bjó undir fölsku nafni
á hótelinu! Er þau höfðu lok-
ið tedrykkju langaði Shirley
að fara í gönguferð.
— Það er skiljanlegt. Svona
ung og hraust stúlka, kærir
sig ekki um að sitja yfir gömlu
farlama fólki eins og mér og
mömmu allan liðlangan dag-
inn.
— Vbrtu nú ekki að þessu
bulli, Robert. Þú ert nú ekki
mörgum árum eldri en ég,
sagði Shirley reiðilega.
— Ekki kannski að árum,
en mér finnst ég vera orðinn
afgamall, svaraði hann, —
þegar líkaminn er ekki burð-
ugri en þetta. Það er af sú
tíð sem við mamma geystumst
hér upp og niður f jallshlíðarn
ar, ekki satt?
Greifynjan hló óstyrkum
hlátrl. Shirley tók eftir því að
hún var miklu óstyrkari í dag
en í gær. í gær hafði hún látið
móðan mása en nú sat hún
þögul. Og áður en hún opnaði
munninn til að tala, skotraði
hún augunum alltaf til Ro-
berts eins og hún vænti það
an bendingar. — Eg verð að
taka undir það með þér, að
það var mun skemmtilegra að
lifa í gamla daga, sagði hún
lágt, — það er ekki eins og
þegar ég lék í Þjóðleikhúsinu
í París. Eg hitti pabba þinn,
Robert, meðan ég lék þar.
— Það er ég búinn að heyra
svo oft, mamma. Þegar konur
eru komnar á aldur mömmu
hugsa þær ekki um annað en
fortíðina, og það finnst mér
heimskulegt.
— En hvað hefur maður til
að lifa fyrir nú orðið, drengur
minn? Hvað er lífið nú ann-
að en raunir og áhyggjur,
sagði hún og næstum því hróp
aði. Þaö voru ekki aöeins orð
in, heldur hljómurinn i rödd-
inni sem gerði Shirley bylt
við.
— Mamma, mamma, þú ert
ekki með sjálfri þér. Ofþreyta!
Farðu upp í herbergi þitt og
hvíldu þig.
Hann skipaði henni fyrir
eins og rakka og augnaráð
hans var hart og kalt.
— Já, drengur minn, —
Hún seig aftur á bak í stól-
inn og dró djúpt andann.
Skyndilega var hún gömul og
hrum. — Fyrirgefið ungfrú,
ég er eins og Robert sagði, úr-
vinda af þreytu. Nú fer ég
upp. Hún reis á fætur og gekk
í áttina að dyrunum, Robert
réttist við í sætinu eins og
hann vildi þjóta til og opna
fyrir hana dyrnar en muldr-
aði aðeins: — Eg má ekki
ganga mikið meira en það
allra nauðsynlegasta.
— Vitaskuld ekki, sagði
Shirley. Hún spratt á fætur
eins og örskot og opnaði fyrir
gömlu konuna.
— Þakka þér fyrir, sagði
Robert, — það þykir örðugast
að geta ekki verið riddaraleg-
ur. Veslings mamma, þú mátt
ekki dæma hana of hart. Þessi
heimur sem hún hrærist í nú,
er alls óskyldur heimi fortíð-
arinnar. Og mamma er á þeim
aldri að hún á erfitt með að
sætta sig við hlutina.
— Það get ég vel skilið, og
ég veit að amma þín hefur
orðið margt að þola síðustu
daga. í
— Eg vissi að þú myndir
skilja allt og þess vegna er
svo gaman að sjá þig aftur.
Hann tók í höndinni á henni
og hún minntist þess hvað
hún titraði af sælu áður fyrr
heima þegar hann snart
hönd hennar. En nú kippti
hún að sér hendinni og sagði:
— Ef ég ætla mér út í göngu
ferð er bezt fyrir mig að hypja
mig strax.
— Auðvitað, svaraði hann,
— þú verður að hreyfa þig og
svo hefurðu gott af dálítilli
loftslagsbreytingu.
Hún hljóp upp eftir forn-
legum stiganum í herbergi
sitt, vistlegt og hlýlegt, með
frönskum gluggum út að litl
um svölum. Húsgögnin voru
kjörgripir, en gluggatjöld og
góifteppi slitin og snjáð pins
og jiiðri. Hún hafði ekki enn-
þá farið út á svalirnar og
kærði sig ekki um það. Þær
sneru út að hyldýpinu mikla.
ÚTVARPIÐ
Sunnudagur 11. júnl:
8.30 Lífleg morgunmúsik.
9.00 Fréttir.
9.10 Morguntónleikar.
10.10 Veðurfregnir.
11.00 Messa í Dómkirkjunni (Séra
Harald Hope frá Noregi pré-
dikar; séra Óskar J. Þorláks-
son þjónar fyrir altari. (Organ
leikari: Dr. Páll ísólfsson).
12.15 Hádegisútvarp,
14.00 Miðdegistónleikar.
15.30 Sunnudagslögin.
16.30 Veðurfregnir.
17.30 Barnatími (Helga og Hulda
Valtýsdóttir).
18.30 Miðaftanstónleikar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Lífsspeki f léttum tón: Sveinn
Einarsson fil. kaud. kynnir
sænskan vísnasöng.
20.30 Kórsöngur: Dómkórinn (
Reykjavík syngur norsk og ís-
lenzk þjóðlög. Söngstjóri: Dr.
Páli ísólfsson Einsöngvari:
Guðmundur Jónsson.
20.50 „Á Þingvelli 984“, sögulegui'
leikþáttur eftir dr. Sigurð
Nordal (Hljóðr. í Þjóðieikhús-
inu 2. þ. m.). — Leikstjóri:
■Lárus Pálsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Panslög.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 12. iúnl:
8,00 Morgunútvarp.
8.30 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
12.55 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Veðurfregnir.
18.30 Tónleikar: Lög úr kvikmynd-
um.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Um daginn og veginn (Vignir
Guðmundsson blaðamaður).
20.20 Einsöngur: Pétur Á. Jónsson
óperusöngvari syngur.
20.40 Úr heimi myndllstarinnar
(Hjörleifur Sigurðsson list-
málari).
21.00 Frá Eastman-tónlistarhátiðinni
í Bandarfkjunum 1959.
21.30 Útvarpssagan.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Um fiskinn (Thorolf Smith).
22.25 Kammertónleikar.
23.05 Dagskrárlok.
EIRÍKUR
VÍÐFFÖRLI
Hvíti
hrafninn
110
Hinn djarfi flótti Eiríks vakti að-
dáun hjá mönnum Morkars, svo
þeir héldu niðri í sér andanum
meðan þeir biðu eftir að sjá; hvort
han slyppi lifandi frá þessu. Þegar
Eiríkur að lokum var kominn nið-
ur, var hann allur lurkum laminn
og barinn, en lífi hans var borgið
—. í bili. Hann reis á fætur og
hljóp inn í skóginn, þar sem hann
var nokkurn veginn öruggur. Fyrr
eða síðar kæmu mcnn Morkars á
eftir honum, en þeir kæmu ekki
sömu leið og hann, svo hann hafoi
gott forskot. Þegar hann í síðasta
sinn leit til kastalans, sá hann
hvar hermennirnir þyrptust út.
Hann flýtti sér þess vegna lengra
inn í skóginn, en lágt blístur kom
honum til að litast um. Þá sá
hann, að þrír hermenn með al-
væpni höfðu umkringt hann.