Tíminn - 15.06.1961, Qupperneq 1
86 ára gamalt
hákarlaskip á sjó
Áskriftai’sítninn er
1-23-23
lðð: tbl. — 45. árgangur.
Ófeigur frá ÓfeigsfirSi dreginn ati Reykjum í Hrúta-
firíi, þar sem nú er veríð atS byggja yfir skipitf.
Húsmæðraskóla Reykjavíkur var sagt upp í gær, og um leið lét eizti kennari skólans, Ólöf Blöndal, af störfum.
Nemendur gáfu henni bækur að skilnaði. Að gömlum og góðum íslenzkum hætti tjáðl hún þakklæti sitt og vinar-
hufl í garð nemenda sinna með því að kyssa stúlkuna, sem afhenti henni gjöflna. (Ljósmynd: TÍMINN —GE).
60 undirskriftir —
afhending hindruð
Kaupmannahöfn, 14. júní — einkaskeyti.
Um hádegisbiiið í dag höfðu 57 þingmenn
undirritað kröfu um það, að handritalögin
yrðu ekki staðfest fyrr en þau hefðu verið
samþykkt að nýju að ioknum nýjum kosn-
ingum. Var þá af fremsta megni leitazt við
að fá þrjá þingmenn, er á vantaði til þess,
að slík krafa hefði gildi, og tókst Poul
Möller og þeim, sem harðast gengu fram í
málinu gegn íslendingum, að ná því marki
klukkan fimm.
Meðal þeirra, sem hafa skrifað undir
þessa kröfu, eru allmargir þingmenn, er
greiddu atkvæði með sjálfum lögunum á
þingi, og rökstyðja þeir þetta svo, að þeir
séu andvígir starfsaðferðum Jörgensens
menntamálaráðherra.
Kosningar verða ekki í Danmörku fyrr
en að rúmum þremur árum liðnum, nema
þingrof komi til.
Stöðvunin nær til þeirra handrita, sem
eru í Árnasafni, því að hún byggist á því,
að handritalögin séu eignarnámslög. Aftur
á móti eru handritin í Konunglegu bókhlöð-
unni, .þar með talin Flateyjarbók, eign
danska ríkisins, og ættu því þessar undir-
skriftir ekki að hafa áhrif á afhendingu
þeirra.
Síðast liðinn laugardag var
hið nafnkunna hákarlaskip, Ó-
feigur, sótt að Ófeigsfirði á
Ströndum og flutt inn að
Reykjum í Hrútafirði, þar sem
það verður varðveitt fram-
vegis. Er nú verið að byggja
þar yfir það skýli. v
Nokkrum gömlum skipum frá
þeim tíma, er ekki var á annað
að treysta en seglin og árarnar,
hefur nú verið komið fyrir í söfn
um til varðveizlu. f sjóminjasafn
inu í Reykjavik er Engeyjarskip,
. Pétursey í byggðasafninu í Skóg-
| um, og í Vestmannaeyjum og á
Eyrarbakka eru skip einnig varð-
yeitt. Loks fær nú hákarlaskipið
Öfeigur varanlegan samastað á
Reykjum.
Blaðið átti í gær tal við Pétur
Guðmundss’on, bónda í Ófeigs-
firði, og sagðist honum frá á
þessa Ieið:
Ófeigur er nú 86 ára gamalt
skip. Guðmundur Pétursson í
Ófeigsfirði lét smíða það úr rekg-
! viði árið 1875, og var síðan notað
til hákarlaveiða allt frarn til árs-
ins 1915. Voru á því tíu til tólf
menn í hákarlalegum, og bar það
þá um fimmtíu tunnur af lifur.
Síðan var það notað til flutn-
inga, og var þá stundum farið
á því með rekavið yfir Húnaflóa,
einkum til Blönduóss og Hvamms
tanga. 1933—1934 var alveg hætt
að nota skipið, og loks gaf Pétur
í Ófeigsfirði það til varðveizlu.
Teikningar af því og öllu, er því
heyrði til, voru gerðar, en flest
það, sem fylgdi skipinu og há-
karlaútveginum, er nú farið for-
görðum. Þó er enn til í Ófeigs-
firði stór lifrarsár og pottar til ■
bræðslu.
Það var Jóhann Guðmundsson,
skipstjóri á Hólmavík, er sótti
skipið til Ófeigsfjarðar á laugar-
daginn. Var það haft í togi aftan
í vélbátnum og því haldið uppi
með belgjum. Skilaði Jóhann því
að Reykjum í Hrútafirði á mánu-
daginn.
„Eg veit ekkert
um það”
Kaupmannahöfn, 14. júní —
einkaskeyti. — Dönsku blöðin
skrifa nú um það, að Jörgen
Jörgensen, menntamálaráð-
herra, verði útnefndur heiðurs-
doktor við Háskóla íslands á
laugardaginn.
Venja er, að slíkt sé áður
gcrt hlutaðeigandi manni kunn-
ugt, en Jörgensen hefur neitað
því í viðtali við blöðin, að há-
skólinn hafi leitað hófanna um
slíkt við hann.
„Ég veit ekkert um það, og
hef ekkert frá íslandi frétt“,
sagði menntamálaráðherrann.
Aðils.
Dálkur úr Flateyjarbók.
150 milljónir á viku
Stjórnarblöðin halda áfram að birta ýmsa fáráulega út-
reikninga um þær álögur, sem leggjast muni á atvinhuvegina,
vegna samkomulags samvinnufélaganna og verkalýðsfélaganna.
Ef nánar vikið aW þessum talnablekkingum þeirra á 5. síðu
Tí.mans í dag.
En eitt forðast stjórnarblöðin að nefna í þessu sambandi:
Hvaða lausn var betri fáanleg en sú, sem fólst í samkomulagi
samvinnufélaganna og verkalýðsfélaganna, eftir að ríkisstjórn-
in var búin að kalla fram allsherjarverkföll með kjaraskerðingar
stefnu sinni og búið var að fella málamiðlunartillögu sátta-
semjara? Átti kannski að reyna að brjóta verkamenn á bak
aftur með löngu verkfalli?
Og hvað hefði það kostað? Þjóðarframleiðslan mun nú
vera um 7500 millj. kr. á ári, eða 150 millj. kr. á viku. Sam-
kvæmt því geta menn reiknað, hvað' langt verkfall hefði kostað,
en allsherjarstöðvun hefði orðið í landihu, ef samkomulag sam-
vinnufélaganna og verkalýðsfélaganna hefði ekki komið til sögu.
Þeirri staðreynd verður því ekki hrundið ,að samkomulag
þetta var bezta fáanlega lausnin, eftir að ríkisstjórnin var búin
að koma öllu í strand, og hefur forðað þjóðinni frá mörg hundr-
u« milljóna tjóni, sem myndi hafa hlotizt af löngu allsherjar-
verkfalli.
Talnablekkingar
ríkisstjórnarinnar,
bls. 5.
Fimmtudagur 15. júní 1961.