Tíminn - 15.06.1961, Síða 6
6
TÍMIJÍN, fimmtudaginn 15, júní 19g>.
Jón Jónsson:
Alþýðuflokkurinn
ber ábyrgðina —
Þegar launþegarnir eru orðnir a^-
krepptir sökum kjaraskerðingar,
komast þeir í sjálfsvarnaraðstöðu
og þeir eru neyddir til þess að
beita sínu eina vopni, verkfallsrétt
inum.
Þannig standa málin í dag,
verkalýðurinn hefur mátt þola
hvert arðránið á fætur öðru,
þannig að hinn almenni launþegi
er orðinn alger vinnuþræll, sem
verður að strita fjarri heimili sínu
myrkranna á milli og uppskera að-
eins þau laun, sem nægja fyrir
helztu nauðsynjum. Flest öll þæg-
indi sem nútíma þjóðfélag hefur
upp á að bjóða, svo og félagslegt
öryggi eru að hverfa út í grámóðu
dýrtíðar og lamaðs kaupmáttar.
Framleiðsla, atvinna og kaupgeta
dragast saman jöfnum höndum,
það er nú þegar farið að bera á
því, að menn fái ekki eftirvinnu
þá, sem þeir fengu í stað kjarabóta
á sínum tíma, þannig er alþýðan
að nálgast stig fyrir stig ördeyðu
og fátækt. Það er mál manna, að
íhaldsflokkurinn hafi frá önd-
verðu, er hann stofnaði ríkisstjórn
með Alþýðuflókknum, ætlað að
skapa hér visst atvinnuleysi til
þess að lama kjark og mótstöðuafl
iaunþega, svo að síður væri hætta
á, að verkalýðurinn stæði saman
og flokkar alþýðunnar tækju
landsmálin í sínar hendur. Virðist
þetta áform íhaldsins því miður
vera á góðri leið að því voðatak-
marki. Því verður ekki trúað, að
Alþýðuflokkurinn ætli sér að launa
þá atkvæðaaukningu, sem hann
fékk í síðustu tveim kosningum
með því gerræði, að tryggja braut-
argengi íhaldsins öllu lengur.
Aukning sú, er Alþýðuflokkurinn
hlaut við fyirnefndar kosningar,
var mikið til á kostnað Sjálfstæð-
isflokksins. Geta forráðamenn Al-
þýðuflokksins ekki ímyndað sér,
að þeir menn sem kusu þá, ýerði
svolítið undrandi og gramir þegar
þeim verður það ljóst, að þeir kusu
íhaldið í gegnum Alþýðuflokkinn,
þegar allt kom til alls? Þetta ættu
þingmenn flokksins að hugleiða
vel og vandlega.
Forfeður okkar bjuggu við ofríki
þessara svokölluðu höfðingja og
embættismanna öldum saman.
Höfðingjarnir svokölluðu voru
stórbændur, sem komizt höfðu í
álnir á kostnað þeirra, sem minni-
máttar voru, svo og hinna, sem
ekki lögðu allt upp úr veraldlegum
auði og urðu þar af leiðandi undir
í lífsbaráttunni. Þessir höfðingjar
svokölluðu lögðu undir sig flestar
sveitir landsins og nutu stuðnings
embættismanna, erlendra sem inn-
lendra, örlögum alþýðumannsins
Ihéldu aðilar þessir í höndum sér
og notuðu vald sitt óspart, þegar
þeim bauð svo við að horfa og
i þeim bezt hentaði.
Forfeður okkar bjuggu við sult-
arkjör, lærum af þeim, heiðrum
baráttu þeirra og minningu, með
því að nota þann arf sem þeir
skildu eftir handa okkur, en það er
sagan og máttur þekkingarinnar,
byggð á reynslu þeirra lífs. Það á
að vera stolt íslendinga, sem fyrir
stuttu hafa heimt frelsi sitt og full-
veldi frá erlendum auðmönnum og
valdaseggjum, að hér festi ekki
rætur valdaaðstaða íhaldsins, sem
er flokkur auðmanna landsins.
ísland háði ekki langa og sársauka-
fulla baráttu fyrir frelsi sínu til
þess eins að flytja það yfir í hend-
ur íslenzkra auðmanna, sem lifa í
þeirri trú, að auður og hagsæld
eigi að safnast á hendur fárra út-
valinna manna í þjóðfélaginu. Ef
hér á aftur að rísa upp, nú í skjóli
íhaldsflokksins, sá bölvaldur, sem
réði ríkjum, einráður, heimtufrek-
ur og drambsamur, stöndum við á
þröskuldi nýrrar baráttu, sem allir
hugsandi íslendingar verða að taka
þátt í. Það er mjög íhugunarvert
fyrir launamenn, sem hingað til
hafa kosið íhaldið, og verið þar
með vatn á myllu pólitískra áhrifa
auðvaldsins, að þeir skoði hug
sinn og spyrji sjálfa sig, hvernig
þeir eigi heima í yfirlýstum stjórn-
málaflokki milljónamæringa, verk-
smiðjueigenda, stórkaupmanna og
annarra slíkra manna. Launþegar
mega vita það, að hagsmunir
íhaldsins eru miðaðir við stefnu
og brölt þeirra ríku, en ekki með
hagsmuni launþeganna fyrir
brjósti, þvert á móti berst íhaldið
lymskulegri baráttu gegn verka-
lýðnum. Færi vel, ef augu launa-
manna opnuðust fyrir hinum forna
og nýja andstæðingi, auðvaldinu.
Eins og fyrr segir, eiga lágtekju-
menn ekki samleið með ríkisbubb-
um íhaldsins. Þeirra hagsmunir
eru i að gjalda sem minnst fyrir
vinnu verkalýðsins, og þeir fyrir-
líta launþegasamtök og samvinnu-
hugsjónina í hverri mynd, því að
slík samtök manna óttast íhaldið
framar öllu.
í okkar unga lýðveldi er eitt fyr-
ir utan fjöllin, dalina og hafið í
kring, sem er gamalt og gróið, en
það er vitund manna um fjötra
auðvalds og yfirdrottnunar. f hug-
um manna skiptir það engu máli,
af hvaða þjóðerni það er. fbúum
landsins hefur aldrei verið auð-
veldara en nú á tímum að tryggja
sér og sínum glæsilega framtíð á
jafnfréttisgrundvelli þegnanna
allra, sem eiga landið sjálfir og
ættu ekki að þurfa að vera háðir
úthlutun gæða þess af hálfu
manna, er þykjast vera til þess
fæddir að troða á eignarrétti sam-
landa sinna á ýmsan hátt og
þrælka þá.
Það er haft eftir mönnum þeim,
sem börðust hvað mest í því að
ryðja grýttan veginn að frelsi
[landsins, að verstu björgin í göt-
unni hefðu verið, ekki Danir sjálf-
ir, heldur íslendingar þeir, sem
Jekki vildu burt dönsku fjötrana.
ÍÞessi orð standa öhögguð. Það
Jverður Alþýðuflokknum til sóma,
ef hann nú heggur á taugar þær,
sem binda saman skútur núverandi
stjórnarfars, annars mun íhaldið
kjöldraga hann í ásýnd alþjóðar og
Alþýðuflokkurinn hafa lítinn sóma
af, og jafnvel taka á sig þá ábyrgð
að hljóta nafn þeirra íslendinga,
sem töfðu fyrir frelsissókn okkar
fyrr á tímum.
Jón Jónsson.
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartanlega þökkum við hjónin öllum þeim mörgu,
nær og fjær, fyrir þann hlýhug er okkur var sýnd-
ur, með heimsóknum, stórgjöfum, blómum og
skeytum á 'sjötíu ára afmælum okkar, 4. apríl og
5. júní s.l.
Eyjólfur V. Sigurðsson,
Sigríður Böðvarsdóttir,
Fiskilæk.
„•w*v*v«v*v*v*v*v«v*v*v*w»v»v*v*v*v*v*v»v*v«v
Hugheilar þakkir öllupi þeim, er sýndu mér vin-
áttu og hlýhug á. áttræðisafmæli mínu, 31. maí
síðast liðinn.
Rannveig Gísladóttir,
Urriðafossi.
Fyrir 17. jum
Drengjajakkaföt
Stakir drengjajakkar
Drengjabuxur
Drengjaskyrtur
Drengjapeysur
Telpnadragtir
Stuttjakkar
Saumlausir nælonsokkar
Verð frá kr. 45,00
Flestar vörurnar með gamla
verðinu.
PÓSTSENDUM
yfottte
Vesturgötu 12.
Sími 13570
Vörubifreið - Kýr
Til sölu er vörubifreið, ár-
gerð 1953. Til greina kem-
ur að taka allt að 10 kýr
upp í söluverðið. Uppl. gef-
ur Sverrir Meyvantsson,
Brandshúsum, Gaulverja-
bæjarhr. Árn.
Rauðnössóttur hestur
tapaðist úr girðingu í Mos-
fellssveit, Mark lögg aftan
hægra, bitar tveir framan
vinstra og fjöður aftan
vinstra.
Hesturinn er 5 vetra, ójárn
aður. Þeir, sem kynnu að
verða hestsins varir, eru
vinsamlegast beðnir að láta
vita um Brúarland.
Kostak jör
Ódýra bóksalan Dýður yður hér úrvaJ skemmti-
bóka á gamla !ága verðinu Bækur þessar fást
yfirleitt ekki í Dókaverzlunum og sumar þeirra
á þrotum hjá foriaginu. Sendið pöntun sem fyrst.
Borg örlaganna. Stórbrotin ástarsaga e. L. Brom-
field, 202 bls. ófc. kr. 23.00.
Nótt í Bombay, e. sama höf Frábærlega spenn-
andi saga frá Indlandi, 390 bls. ób. kr. 36 00
Njósnari Cicerós. Heimsfræg og sannsöguleg
njósnarasaga úr síðustu hermsstyrjöld, 144 bls.,
ib. kr. 33.00
Á valdi Rómverja. Afar spennandi saga um bar-
daga og hetjudáðir. 138 bls ib. kr. 25.00
Leyndarmál Grantleys, e. A. Rovland. Hrífandi,
rómantísk ástarsaga, 252 bls. ób. kr. 25 00.
Ástin sigrar allt, e. H. Greville. Ástarsaga. sem
öllum verður ógieymanleg 226 bls ób. kr. 20.00.
Kafbátastöð N. Q. Njósnarasaga, viðburðarík og
spennandi. 140 bis. ób. kr 13.00.
Hringur drottningarinnar af Saba. e. R. Haggard,
höf. Náma Salómons og Allans Quatermains.
Dularfull og sérkennileg saga 330. bls. ób kr.
25.00..
Farós egypzki. Óvenjuleg saga um múmíu og dul-
arfull fyrirbrigð’ 382 bls. ób. kr. 20 00
Jesús Barrabas. Skáldsaga e. Hjalmai Söderberg.
110 bls. ób. kr 10.00
Dularfulla vítisvélin. Æsandi leynilögregiusaga.
56 bls. ób. kr 10.00
Hann misskildi mágkonuna. Ásta- og sakamálasaga.
44 bl. ób. kr. 10 00.
Leyndardómur skógarins. Speanandi astarsaga. 48
bls. kr. 10.00
Tekið í hönd dauðans. Viðburðarík sakamálasaga.
48 bls. ób. kr 10.00
Morð í kvennahóp*. Spennandi saga með óvæntum
endi. 42 bls. ób kr. 10.00.
Morð Óskars Brodkins. Sakamálasaga. 64 bls kr.
10.00.
Maðurinn í ganginum. Leynilögreglusaga. 60 bls.
kr. 10.00.
Loginn helgi e Selmu Lagerlöf 64 bls. ób kr.
10.00
Njósnari Lincolns. Spennandi saga úr þrælastríð-
ínu 144 bls. ib kr. 35.00
Kvikseftur. Spennandi sakamálasaga * stóru broti.
124 bls. kr. 15.00.
Smásögur 1—3 96 bls. kr. 10 00
Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merkið x við
þær bækur, er þér óskið að fá sendar gegn póst-
kröfu. Merkið og skrifið nafn og heimilisfang
greinilega.
NAFN
Odýra bóksalan Box 196, Reykjavík
,VN.X.-V>..VV.VN.-N..X.VV-VV.\..VV»
ALLT Á SAMA STAÐ
VHIZ
VENTLASLÍPIMASSI
BREMSUVÖKVI
BÓN O. FL.
WHIZ merkið er trygging
fyrir góðri vöru.
Egili Vilhjálmsson h.f.
Laugavegi 118. síœJ 22240