Tíminn - 28.06.1961, Side 2
2
T í MIN N, miSvLkudagmn 28. júnf^L96t
Félagið fékk vinn-
ingsmiðann í bréfi
Óþekktur eigandi mitSans gaf vöggustofu Thor-
valdsensfélagsins happdrættisbílinn
Þann 23. þ. m. barst Thor-
valdsensfélaginu í Reykjavík
bréf. Var í því happdrættis-
miði nr. 9445 í happdrætti fé-
lagsins. Dregið var í happ-
drættinu 19. júní s. I. og kom
vinningurinn, Volkswagen-bif-
reið, árgerð 1961, einmitt á
þennan miða. Aftan á miðann
var ritað: „Áheit á vöggustofu
Thorvaldsensfélagsins. Gæfa
og guðsblessun fylgi félaginu
í starfi þess í framtíðinni.
Gamall velunnari félagsins."
Á 16. síðu blaðsins er mynd af fólki,
sem nýtur sólar og sumars I Naut-
hólsvíkinhl, en hér birtum við mynd
af einum, sem ekki lætur sér nægja
neitt letilegt. Þetta er sjóskíðamað-
inn Haukur Hjaltason, sem ásamt
tveim bræðrum sínum stendur fyr-
ir sjóskíðamennti í Nauthóisvikinni.
I
Félagskonur í Thorvaldsensfé-
lagiuu skýrðu blaðamönnum frá
þessari höfðinglegu gjöf í gær.
Báðu þau blöðin að færa þessum
göfu'ga og góða velunnara félags-
ins þeirra innilegustu og beztu
þakkir. Sögðu þær, að sá stórkost
legi velvilji og hlýhugur, sem birt
ist í þessari gjöf, yljaði þeim og
lyfti fram til dáða.
Enn fremur vildu f'élagskonur
þakka öllum stofnunum og ein-
staMingum sem styrktu happ-
drætti þeirra. Var það stofnað til
ágóða fyrir vöggustofu, sem fé-
lagið hefur £ smíðum við Hlíðar-
enda. Er sú bygging orðin fok-
held, og áherzla er lögð á, að
hægt verði að taka hana í notk-
un um miðjan æsta vetur. Verð-
ur þar rúm fyrir 32 böm.
Thorvaldsensfélagið er ekki
stórt, aðeins 38 konur eru starf-
andi í því. Allar vinna þær til
skiptis í Thorvaldsensbazarnum í
Austurstræti, sem félagið rekur.
Einnig hafa þær ýmsar aðrar fjár
öflunarleiðir, s.s. hin vel þekktu
jólamerki. Formaður félagsins er
frú Svanfríður Hjartardóttir, og
núverandi formaður fjáröflunar-
nefndar frú Sigurlaug Eggerts-
dóttir.
Ótrúlegt er, hvað miklu þetta
fámenna félag hefur áorkað. Á
það þó vafalaust eftir að gera
ýmislegt fleira, því bjartsýni og
stórhugur eru þar ríkjandi. Nú
í vor hyggst það halda bazar, og
munu Reykvíkingar þá eflaust
styrkja gott málefni eins og oft
áður.
Happdrættisbifreiðin, sem hinn
óþekkti velunnari félagsins gaf,
er þegar seld fyrir 130 þúsund.
Er það góð og óvænt viðbót í
sjóð vöggustofunnar og öllum fé-
lagskonum til mikillar gleði.
„Á morgun förum við í okkar
árlegu skemmtiferð", sögðu þær,
„og aldrei höfurn við farið eins
ánægðar og léttar í lund og nú.“
Fyrirlestur um
náttúruvernd
Náttúruverndarx'áð íslands og
Hið íslenzka náttúrufræðifélag
boða sameiginlega til fundar í há-
tíðasal háskólans á fimmtudags-
kvöldið, og mun bandarískur nátt-
úruverndarfrömuður, Richard H.
Pough, flytja þar erindi um nátt-
úruvernd í Bandaríkjunum og
sýna litskuggamyndir.
Fyrirlesturinn hefst klukkan
hálf-níu og verður fluttur á ensku.
Öllum er heiimill ókeypis að-
gangur,
Framlög til A.S.Í.
Meðal framlaga, er borizt hafa
til fjársöfnunar A.S.f. til styrkt-
ar verkfallsmönnum eru m. a.
þessi:
Frá Starfsstúlknafélaginu Sókn
kr. 5.000.00 — Frá Sveinafélagi
húsgagnasmiða kr. 10.000.00. —
Frá Iðju, fél. verksmiðjufólks,
Hafnarfirði kr. 2.000.00. — Frá
Verkalýðsfélagi Presthólahrepps,
Kópaskeri, kr. 1.500.00.
Nýtt kaupfélag
í Grundarfirði
Nýlega var stofnað Kaupfé-
lag Grundfirðinga í Grafar-
nesi, en þar var áður útibú
frá kaupfélaginu í Stykkis-
hólmi, og eru menn í Grafar-
nesi og nágrenni mjög ánægS-
ir með þessa breytingu.
Lengi hefur gengið erfiðlega að
koma félagsstofnun þessari í
kring, en málið mætti talsverðri
mótspyrnu. Heimamenn töldu hag
sínum betur borgið með því að
hafa eigin félag en útibú félags,
sem hafði aðalstöðvar sínar ann-
ars staðar, og nú þegar stendur
starf Kaupfélags Grundfirðinga
með blóma og hefur aðsetur í góð-
um húsakynnum. Framkvæmda-
stjóri þess er Húnbogi Þorsteins-
son.
Mjólkurbú og bættar
samgöngur
Grafarnes er vaxandi kauptún,
þar sem grós'ka er í atvinnulífinu.
| Verið er nú að undirbúa stofnun
l mjólkurbús, og verður bygging
j hús fyrir þá stofnun hafin í sum-
! ar. Nýlega hófst vinna við vegar-
lagningu fyrir Höfðann til Ólafs-
víkur, og verður það hin mesta
I samgöngubót. Þetta mál hefur ver-
í ið lengi á döfinni, en fé hefur
I til þessa skort til framkvæmd-
i anna. P.Þ.
Ættu niöjar víking-
anna að lita sig?
Vörubifreiðin frá , Sindra verði", biður Einar Ásmunds-
fór í gærmorgun samkvæmt son í Sindra fyrir eftirfar-
áætlun norður í land full- andi:
fermd af járni til kaupfélag-
anna. — Vegna fréttar, sem
birtist í Tímanum í gær undir
fyrirsögninni „Á verkfalls-
IS
10 bækur — ca. 2000 blaðsíður — á aðeins 137 krónur!
Lágt bókaverð:
Klefi 2455 í dauðadeild
áður 60 kr- — nú 30 kr.
Denver og Helga
áður 40 kr. — nú 20 kr.
Dætur frumskógarins
áður 30 kr. — nú 20 kr.
Rauða akurliljan
áður 30 kr. — nú 20 kr.
1 örlagafjötrum
áður 30 kr. •— nú 20 kr.
Svarta leðurblakan
áður 12 kr. — nú 7 kr.
t tómstundum I—IV
bráðskemmtileear stnásögur
eftir ýmsa höfunda
Votur kSttur — Þrir draumar — Óhapp i eySimörkinni — Moð kyeðju frá vin-
konu — t greipum dauðana — Játning lögfrœðingslna — Ástin er uppfinninga-
söm — Sigurvegarinn — Hvíta strikið — Launráð •— Eg hcfni . . . —- Grípið
þjófinn — Hver var Jóhann? — Maðurinn við gröfina — Kvcnkostur — Lif
í baðklefa. — Þessar smásögur eru i 1.—4. hefti ,,í TÓMSTUNDUM"
Þetta er álíka verð og ein meðalstór bók kostar í bókabúðum.
8 Athugið, að vegna mikillar sölu er orðið lítið eftir af sumum
bókunum. ★ Bækurnar sendast gegn eftirkröfu.
Sögusafnið
Pósthólf 1221. — Simi 10080.
Reykjavik
Þeir sem panta 5 eintök eða meira af hverri bók, fá 20%
afslátt. 1 Reykjavík fást bækurnar í Bókhlöðunni, Laugav. 47
Urslit í Landsprófs-
deildum Gagn-
fræðaskóla Aust-
urbæjar
í Gagnfræðaskóla Austurbæjar
gengu 58 nemendur undir lands-j
próf miðskóla. Úrslit urðu þau,'
að 54 stóðust miðskólapróf, þarj
iaf 39 með framhaldseinkunn í|
j landsprófsgreinum (6 og þar yfir).;
Þrír nemendur hlutu ágætis-!
'einkunn í landsprófsgreinum:
IGunnar Axel Sverrisson, 9,19,
'Borghildur Einarsdóttir, 9,29, og
j Sigmundur Sigfússon, 9,49 og
ihlutu þessir nemendur verðlauna-
ibækur frá skólanum fyrir ástund-
un og ágætan námsárangur.
Málverkasýning
i
Sólveigar Eggerz,
á Akranesi
Akranesi, 28. júni—
Sólveig Eggerz Pétursdóttir list
málari opnaði málverkasýningu í
Iðnslcóla Akraness sl. laugardag.
Þar eru sýndar um 60 myndir,
flest vatnslitamyndir en einnig
nokkur olíumálverk. All margar
myndirnar eru frá Akranesi og
úr Hvaifirðinum. Að efnisvali eru
myndirnar mjög fjölbreyttar. Mik
ið af landlagsmyndum, einkum
frá byggðunum við Faxaflóa, skip
um, dýrum og blómum.
Þar sem talað er um verkfalls-
brot, þ^ er það alrangt. Þeir menn,
sem vinna í Sindra nú, eru í eng
um þeim félagssamtökum, sem
eru í verkfalli. f fyrsta lagi er hér
um að ræða syni Einars Ásmunds-
sonar, sem jafnframt eru meðeig-
endur í fyrirtækinu, þá eru af-
greiðslumenn, sem eru í verzlunar
mannasamtökunum, iðnaðarmenn,
sem vinna samkvæmt Iðjutaxta,
verkstjórar og nemendur á véla-
verkstæði og auk þess eru verka-
menn, sem unnið hafa lengi hjá
fyrirtækinu og eru búsettir utan
Reykjavíkur og eru í verkalýðs-
félagi sínu byggðarlagi, eins og
Hlíf í Hafnarfirði.
Ef hér væri um einhver brot að
ræða frá okkar hendi, þá væri
mjog auðvelt fyrir verkfallsstjórn
ina að kæra brot okkar til lög-
legra yfirvalda og láta þau stöðVa
þessa afþrotamenn okkar og dæma
okkur eftir landslögum til fjár-
útláta eða ef sakir reynast miklar
í enn þyngri refsingar. Þetta er
elnföld og auðveld aðferð, sem
við mundum hlita. og sæmandi
réttnrriki.
Hinu munum við alls ekki hlíta,
að það komi hópar manna, sem
kalla sig verkfallsverði og hafa
í frammi hótanir um limlestingu
á mönnum og eyðileggingu á vél-
um og verkfærum og algera bann
færingu og útilokun á öllum svið-
um þjóðlífsins, ef ekki sé látið að
vilja þeirra um algera stöðvun.
Að vfsu hafa margir orðið að hlita
þessu, sem þeir halda, að sé eitt-
hvað ofurvald í þessu okkar frum
stæða réttarríki, sem virðist verða
að sækja samanburð til einhverra
nýstofnaðra Afríkuríkja.
En meðal annarra orða: Væri
ekki rétt að gefa út bráðabirgða-
lög um, að skylda, að allir íslend
ingar, afkomendur hlnna ljós-
hætðu víkinga, sem stofnuðu fyrst
ir lýðveldi fyrir þúsund árum,
lituðu sig svarta.
’Mnar Ásmundsson.
Svik og dóna-
skapur, segir
Castró
NTB—Havana, Kúbu, 27. júní.
Fidel Castró, forsætisráðherra
j Kúbu, hélt ræðu í dag, þar
jsem hann bar bandarísku
i sendinefndinni, sem kom til
Kúbu til samninga um skipti
á föngum og dráttarvélum, á
brýn að hafa beitt svikum og
sett sér dónalega úrslitakosti.
Sagði Castro, að tilboð nefnd-
arinnar væri hlægilegt og nægði
engan veginn til þess að bæta
þann skaða, sem innrásin á Kúbu
hefði valdið kúbönsku þjóðinni.
f útvarpsútsendingu kúbanska
útvarpsins Var það hvað eftir ann
að endurtekið í dag, að Castró
færi fús til þess að láta 1197 fanga
lausa, ef Bandaríkim borguið'u
Kúbu fullar skaðabætur fyrir tjón
ið, sem innrásin olli.
Blaðamaður flyt-
ur erindi um
Afríkuríkin
Hingað er kominn danskur blaða
maður, Jörgen Schleimann. Hann
mun í dag kl. 6 flytja erindi á veg-
um Stúdentafélags Reykjavíkur í
félagsheimili V.R., Vonarstræti 4,
sem hann nefnir: Um jákvæða og
neikvæða hlutleysisstefnu, stjórn-
málaleg vandamál nýju Afríku-
ríkjanna.
Schleimann hefur ferðazt mikið
um í Afríku og rætt við stjórn-
málaleiðtoga þar. Meðal annars
átti hann hið fræga viðtal við Se-
| kou Touré, forseta Guineu, þar
| sem hann mælti í fyrsta skipti
opinberlega gegn heimsveldis-
stefnu kommúnista.
Schleimann er sérfræðingur í
stjórnmálum Afríkuríkjanna og
hefur ritað mikið um þau mál.
Það er því ekki að efa að erindi
hans verður mjög fróðlegt. Schlei-
mann mun einkum ræða muninn
á hlutleysisstefnu Afríkuríkjanna
og Evrópuríkjanna. Öllum er heim
ill aðgangur.
Brezki togarinn
(Framhald ai 1 síðu).
mn hefði haldið á eftir togaran-
um, og var erindið að tala við
skipstjórann í hátalara og ámin-na
hann. Þegar Óðinn nálgaðist tog-
arann, beygði hann og reyndi að
sigla á varðskipið, bótt þvð tæk-
ist ekki.