Tíminn - 28.06.1961, Page 11
90TM INN, miðvikudaginn 28. Jfihl 1961.
11
Myndin sýnir kviðdómendur ( máli Brevings, þar sem þeir eru að átta sig á afstöðunni á sundinu, þar sem báturinn fórst. Það er Tage Sinding, rlklssaksóknari, sem bendir út yfir sundið.
Fyrir réttri viku, miðviku-
daginn 21. júní, kl. 3.30 síS-
degis féll dómur í máli
danska skipasmiðsins Brev-
ing, sem við höfum rakið hér
á 11. síðunni áður. Það var
undirrétturinn í Óðinsvéum,
sem dæmdi, og var Breving
sekur fundinn um að hafa
ráðið bremur mönnum bana,
en sýknaður af einu dráp-
inu, sem hann var kærður
fyrir. Hann var einnig talinn
sekur um fleiri glæpi.
Kviðdómurinn var fullar tvær
klukkustundir að komast til botns
í málinu, en þær spurningar, sem
þeir áttu að taka afstöðu til,
mru þessar:
— Er Breving sekur um að
hafa valdið konu sinni, Bang
Hansen og Torben Bebe bana,
annað hvort með því að gefa
þeim eitur á siglingu á Litla-
Belti eða á annan hátt að hafa
verið valdur að því, að þau
gátu ekki veitt mótspyrnu, og
síðan kastað þeim í hafið?
— Er hann sekur um að hafa
valdið syni konu sinnar.
Johnny, bana?
— Er hann sekur um að hafa
kveikt í bát sínum, sem var
tryggður fyrir 2500 krónur
(danskar)?
— Er hann sekur um innbrot
og þiófnaði (Og síðan listi um
það, sem hann átti að hafa
stolið)?
Og svo var ein viðaukaspurn-
jng; í ágúst 1960 var flakinu af bát Brevings lyft upp á yfirborðið, og þar með var rannsókn málsins sett I fullan gang. Nú, tæpu ári síðar, er dómur-
— Hafi hann gert þetta, var Inn fallinn.
hann þá svo vanheill á geðs-
Breving dæmdur í
ævslangt fangelsi Atéwn
munum, að það gæti orðið til
mildunar dómsins?
Sekur fundinn
Oddviti kviðdómsins las spurn-
ingarnar og gaf svörin. sem öll
A5 þúa
eða þéra
Afgreiðslustúlka á Stóra-Beltis-
ferjunni „Dornning Ingrid“ hefur
krafizt skaðabóta fyrir líkamlega
þjáningu. sem hún hafi hlotið af
völdum farþega.
Atvik málsins voru þau, að far-
þeginn, ung stúlka, skvetti úr vel
heitum kaffibolla framan' í af-
greiðslustúlkuna. Ástæðan var sú,
að afgreiðslustúlkan hafði þúað
þessa kynsystur sína, vegna þess,
hve ungleg hún var, en í ljós
kom, að hún var hvorki meira né
minna en 20 ára!
voru jákvæð. Bak við þau öll stóð
meira en helmingur kviðdóm-
enda. Aðeins með tilliti til Tor-
ben Bebe höfðu kviðdómendur
svarað: Saklaus. Það var vegna
þess, að lík Torbens hafði aldrei
fundizt, og því gegndi nokkuð
öðru máli um hvarf hans en lát
hinna.
Ekki geöbilaður
Að þessu loknu hófust umræð-
ur um það. hve þungur dómur
Brevings skyldi verða. Ríkissak-
sóknarinn sagði, að af hálfu
ákæruvaldsins yrði krafizt lífs-
tíðarfangelsis. því glæpur sá, sem
hér um ræddi. væri svo grófur og
ógeðslegur. að ekki kæmi til
greina að dæma manninn til
vörzlu á geðvekirahæli. Hið eina
réttlætanlega væri lífstíðarfang-
elsi. Máli sínu til sönnunar taldi
hann upp nokkra glæpamenn.
sem höfðu reynzt vanheilir á
geðsmunum. en vegna eðlis glæp
anna ver-ð dæmdir í annað hvort
16 ára eða lífstíðarfanglsi. —
Þegar kviðdómurinn, sagði hann
að lokum. svarar viðauka-
spurningunm jákvætt, þýðir það,
að hann skoðar Breving ekki með
fullu viti. En nú á að taka af-
stöðu til þess, og það mun verða
gert. Ég fyrir mitt leyti álít hann
ekki geðbilaðan.
Ævilöng fangelsisvist
Verjandanum fórust orð m. a.
á þá leið. að ekki yrði komist hjá
því að taka tillit til hinna ýmsu
manna, sem hefðu álitið Breving
vanheilan á geðsmunum. svo sem
kviðdómendurnir, ýmsir geðlækn-
ar og fleiri, sem hann taldi upp.
Að því loknu kvað dómsforseti
upp úrskurðinn, sem hlióðaðiupp
á ævilanga fangelsisvist.
Sjálfur sat Breving kyrr í
stúku sinni, en var mjög fölur
Þegar dómsforsetinn spurði,
hvort hann hefði nokkuð að
segja, neitaði hann því.
Ba3 um frest
í lokin upplýsti dómsforseti, að
hægt væri að áfrýja málinu til
hæstaréttar. en þó aðeins með til
liti til refsingarinnar, væri áfrýj-
að innan 14 daga. En sektarúr-
skurðinum yrði ekki áfrýjað.
Hann spurði Breving, hvort hann
óskaði að taka afstöðu til þess
nú, hvort hann vildi áfrýja, eða
hvort hann vildi fá umhugsunar-
frest. Eftir stundarþögn bað
Breving um umhugsunarfrest.
„Sama hvað ég geri ..."
Daginn áður hafði Breving
staðið upp í stúku sinni og tekið
að tala um sjálfan sig: — Það er
ekki þægilegt að heita Breving
og standa hér sem hinn ákærði.
Láti ég ekki á mér sjá hvort mér
líkar betur eða ver, er ég kall-
aður tilfinningalaus, gráti ég, er
það leikaraskapur og fals. Það er
sama hvað ég geri, það er allt
lagt út á versta veg. Síðan talaði
hann um fyrri dóma sem hann
hefði hlotið, um veru sína á geð-
veikrahælinu, og endaði með
þessum orðum:
— En eitt veit ég með vissu.
Ég drap ekki þessar fjórar mann-
eskjur. Ég segi það satt, þótt ég
sé sá eini, sem veit það. Það er
kannske hægt að dæma mig fyrir
það, en það er ekki hægt að
hrófla við þeirri vissu minni.
Loftkældir
skór
Fáum við bráðum loftkælda
skó?
Hinn norski skóframleiðandi
Truls Larsen hefur nú fundið upp
nýjung í skógerð, sem að hans
áliti mun valda byltingu í þeim
iðnaði. Það er loftkældur skór.
Inn f sóla skósins setur Larsen
þunna gúmmíslöngu, sem opnar
loftrás í sjálfum skósólanum.
Loftstraumurinn, sem þannig
leikur um fótinn, varnar fótraka,
bæði vegna vætufæris og svita.
— Norðmenn eru þcgar teknir að
framleiða sólann, og Þýzkaland
hefur fengið áhuga fyrir uppfinn-
ingunni. Væri þetta ekki athug-
andi fyrir íslenzka skóframleið-
endur?
j