Tíminn - 15.07.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.07.1961, Blaðsíða 14
14 T f M I N N, laugardaginn 15. júlí 1961. Þeir voru ekki rnargir aðr-| ir J>ar í sveit, sem stóðu sig betur fjárhagslega. Flestir bændur miklu tæpar staddir. Það var bezt að lofa þeim Sjávarbakkahjónum að eiga sig, í það minnsta meðan hvorugt kvartaði. Börnin voru að sönnu orðin fleiri en hann hafði búizt við í, fyrstu. En skuggi gæti það ekki heitið á heimilinu, svo vel væru þau gerð og efnileg. Þá lét hann sig það engu skipta, þó að þrá látur orðrómur talaði um ást lítið hjónalíf. Hjónin nálg- uðust þó hvort annað. Það sýndu börnin, sem látlaust fæddust. En barneigninni hlaut senn að ljúka. Ásrún var komin hátt á fimmtugs- aldur. En Ásrún átti nú samt eftir að eiga þrjú börn enn öllum til undrunar, jafnt hreppstjóranum sem öðrum. Þegar hún gekk með seinasta bamið, var hún fimmtug. Hún gat ekki betur gert. VII Á útmánuðum, ; veturinn Ásrún gekk með síðasta barn sitt, andaðist Lilja gamla. Hún hafði verið hið mesta dyggðahjú, notinvirk, síúðr- andi og nærfærin við bömin. Þau hændust að henni. Ásrún leyfði þeim aldrei að hanga í sér. Hún þreif þau vel, en átti mjög takmarkaða hlýju, bæð'i við börn sín og aðra. Þar var Óskar henni langt um fremri, enda var svo komið, að hann mátti sinna þeim nætur sem daga. — Eg kæmi fengu í verk, ef ég léti börnin hanga í mér, var Ásrún vön að segja. — Þau geta snýtt úr sér skælurnar, hjálpað hvert öðru og skammazt til að vera góð, bætti hún við. Og jafn- vel var sagt, að hún hefði átt það' til að ryðja börnunum út úr eldhúsinu og skella hurð- inni í lás, er hæst lét í öng- unum litlu. Þá var Lilja jafnan komin á vettvang, dró börnin til sín og lægði harmahljóðin með hlýju sinni og léttlyndi, sem. aldrei brást, er börnin áttu 1 hlut. Nú var hún dáin, og það hafði borið að í einni svipan. j Hún stóð upp frá rokknumj sínum með stóran, nýundinnj bandhnykil í hendinni. En er hún beygð'i sig eftir lárnum, sem geymdi nýtt verkefnij kembur, sem húsbóndinn hafði látið í hann kvöldið áð- ur, fékk hún yfir höfuðjð, gat með naumindum komið sér upp í rúmið og var örend eft ir örskamma stund. Óskar smíðaði vandaða kistu og gerði útför hennar rausnar- lega. Meðal þeirra fáu, sem komu að jarðarför gömlu kon unnar, voru hjón innan úr tíal. Sigurður og Elín hétu þau. Sigurður var líkmaður. Hann hafði oft fengið sér róð ur frá Sjávarbakka er fiskur rúnu, að hún falar r-Tallfriði, ákveður 15—20 kr. árskaup, og ræður hana að Siávar- bakka með samþykki Sigurð ar, sem þó var tregur að sleppa hendinni af eftirlætis- barninu. Óskar var ekki ■ til kvaddur. Ásrún var i seinni tíð farin að segja bónda sín um fyrir verkum. Og þó að menn drægju í efa, að hún hefði full ráð á heimilinu, lét hún sjálf í það skína út á BJARNÍ 1!« ÚR FIRÐI: ÁSl r 1 m IEINUM var í firðinum. En Elín kynnt ist Lilju á uppvaxtarárum sínum, og festi tryggð við hana, sem entist ævilangt. Þá þekkti Ásrún hjón þessi vel. Þau höfðu verið vinnuhjú á Sjónarhóli allmörg ár, eink um Elín, og þá samvistum við Ásrúnu. Og það orð lék á, að' Ásrún hefði haft hug á Sigurði, en Elin orðið hlut' skarpari. Hvort sem hæft var í því eða ekki, taldi Ás-j rún Elínu vinkonu sína. Þeg| ar þær nú hittust við jarðar-, förina, bar margt á góma. El- ín staðfesti orðróminn um það, að þau hjón ætluð'u að( bregða búi um vorið og fara í húsmennsku að Nesi til Ey- vindar gamla. Þau Elín áttu fjögur börn. Elzt var stúlka, sem Hallfríður hét, sextán ára, þá drengur, Jón að nafni,1 15 ára. Enn drengur, sem Marteinn hét, 14 ára og loks stúlka 6 ára, er Ingunn hét. i Höfðu þau hjón ráðið dreng- ina í ársvist, ætluð'u að hafa I yngstu dótturina með sér og Sigurður vildi einnig, að Hall fríður færi með þeim að Nesi. Hann unni henni mjög. En Eyvindur vildi ekki greiða henni kaup að óreyndu. Það líkaði Elínu illa. Og nú er ekki að orðlengja það. Það fór svo vel á með þeim Ás- við, að svo væri. Þessi vist- ráðning var að hennar hálfu, ein sönnun þess, hve mikils hún mætti sín. Um kvöldið, þegar hjónin voru gengin til náða, að venju hvort í sínui rúmi, sagði Ásrún bónda sín um hvað gerzt hafði um dag! inn um vistráðningu Hallfrið J ar. Óskar varð fár við, og kvað þau lítið gagn hafa af ungl- ingsstelpu, eftirlætisbarni úr heimahúsum, sem fátt kynní til verka. ' Ásrún taldi þó „betra að veífa röngu tré en öngvu“, sagðist hún ógjarnan trúa því, að telpan gæti ekki tek ið til höndunum. Hún væri af því fólki komin, sem bæði kynnu til útiverka og væri iðjusamt og duglegt. — Láttu allar hrakspár biða, þar til þú sérð, hverju fram vindur, mælti hún. — Kannski þú haldir, að mér sé aldrei nóg boð'ið? Eg geng enn með barni. Níu eru þau fyrir og ekkert úr ómegð. Það má öllum ofbjóða. — Eg held það hefði veriðj betra að ráða til sín eldri kvenmann. Þér lætur lítt að stjórna börnum. Og Hallfríð- ur er barn, þótt hún sé sext- t án ára. Meira að segja barn úr foreldrahöndum". i — Þetta er ekki nýtt aö heyra. Eg kann ekki börn upp að ala, segir þú, og þó hefur bú látlaust sótt á um það að fjölga börnnm mínum. Þú meinar þetta ekki. Það veit ég með vissu. En því þá allt- af að vera að halda þessu fram? Það' var æsing og þungi í rómi Ásrúnar. Óskar svaraði þessu engu.' Hjónin þögðu bæði um stund. — Veiztu um nokkurn kven mann, sem við hefðum getað. fengið? spurði Ásrún allt í einu og var nú rómurinn eðli legur. — Mér hafði dottið Sigríð-1 ur á Hamri í hug, sagði Ósk-; ar. — Sigga gamla á Hamri. Það var auðvitað, að þú hitt ir á kvensnift, sagði Ásrún háðsk. — Þá vildi ég heldur hana Borgu í Búrseli. Hún kann þó á rokkinn og prjón ar mikið, þó að málgefin sé og óhreinlynd. — Sigríður á Hamri er not invirk, vön eldhússtörfum og barngóð. Það segja allir, sagði. Óskar. — Barngóð, segir þú. Það er eins og þér finnist allt und ir því komið að dekra við börnin. Eg er viss um, að börnunum er það eins hollt að kynnast undir eins lífinu eins og |iað er. Það fer lítið fyrir gælunum, þegar út í lífið er komið. — Jæja, kannski, sagði Óskar þurrlega. — Þú segist vera búin að ráða vinnukonu. Það er útrætt mál. Verði þér að góðu. Svo ekkert meira um þetta. Eg vil far'a að sofa. Og húsbóndinn sneri sér til veggjar, hlúði að börnunum tveim, sem hjá honum sváfu og sofnaði von bráðar. Ásrúnu gekk illa að sofna. Hún var þreytt eftir ferðina og undanfarið erfiði, sem var meira vegna dauðs- j fallsins, og svo var hún ófrisk, að vísu var það lítt á- berandi enn. Hún vissi þó, hvað henni leið og kenndi vanlíðanar. Hún svaf ein í rúmi. Hún hafði aldrei látið neitt barnanna sofa hjá sér. Þann munað varð hún að veita sér húsmóðirin á Sjáv- arbakka. í seinni tíð sváfu tvö börn hjá pabba sínum. Þangað voru þau alltaf flutt undir eins og þau yfirgáfu vögguna. Oft hafði það kost-1 22,00 að Óskar talsvert erfiði, að 22J0 fá börnin til þess með góðu,1 24,00 aö fara úr rúmi sínu, er önn ur minni þörfnuðust værðar hjá honum. Þetta varð hann þó að gera. Og það var hann, en ekki móðirin. sem sinnti börnunum um næturna, und ir eins og þau voru vanin af brjósti. VIII Óskar sótti vinnukonuna 14. maí. Þann dag tvístraðist heimili Sigurðar. Drengirnir voru sóttir um miðjan dag- inn. Þeir voru á förum, þegar Óskar kom eftir Hallfríði. Honum dvaldist lengi frammi í dalnum. Hallfríður fór sér að engu óðslega með heiman búnaðinn. Hún fór fyrst að taka sig saman, er bræður hennar voru farnir. Hall- fríður var þroskamikil eftir aldri, stór eins og fullvaxta kvenmaður, en þó nokkuð grönn. Hún var með mikið, jarpt hár, bjartan hörunds- lit, prýðilega vaxin, bar sig vel, var sjáanlega að verða fullvaxta stúlka. Foreldrar hennar hjálpuðu til við heim anbúnaðinn. Þau voru alvar- leg mjög, og litla Ingunn grét mikið þennan dag. Loks var allt tilbúið. Laugardagur 15. júli: 8,00 12,00 12.55 14.30 14,40 16.30 18.30 18.55 19,20 19.30 20,00 20,35 21,05 21,25 Morgunútvarp. Hádegisútvarp. Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). í umferðinni (Gestur Þorg-ríms son). Laugardagslögin. Veðurfregnir. Tónleikar. Tilkynningar. Veðurfregnir. Fréttir. „Leikfangabúðin" — ballett- svíta eftir Rossini-Respighi. — RIAS-sinfóníuhljómsveitin leik u-r. Ference Fricsay stjórnar. Upplestur: Svala Hannesdóttir les kafla úr bókinni „Leyndar- mál Lúkasar" eftir Ignazio Silone í þýðingu Jóns Óskars. Einleikur á píanó: Halina Czerny-Stefanska leikur verk eftir Chopin. Leikrit: „Gleðilegir endurfund ir" eftir Dorothy Turnock. — Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Steph- ensen. Fréttir og veðurfregnir. Danslög. Dagskrárlok. vwíKm VÍÐFFÖRLI * Hvíti hrafninn 138 Eitt andartak var eins og þeir væru allir lamaðir. Mennirnir litu á Eirík, eins og hann væri þeirra eina von. — Nei, frekar skulum við vopnbitnir verða en brenndir inni. sagði Ragnar hás. — Bíðið við, kallaði Bryan. Að utan heyrð- ist mikill vopnagnýr. — Pabbi, hrópaði Bryan. Eiríkur opnaði var lega dyrnar og gægðist út. — Alt- han, hrópaði hann, því að það var hann, sem þar var í broddi fylk- ingar fyrir hermönnum Hrafnsins. Ervin kom nú til þeirra og sagði föður sínum, að mesta orrahríðin væri nú afstaðin, og nú væri hvergi barizt nema á kastalahlað- inu. Seathwyn væri að reyna að leggja hliðin undir sig, svo að hann geti komið öllum sínum her að. Eiríkur ákvað nú að líta eftir hin- um særðu, og þeir fóru allir niður í kjallarann. — En hvar er Mork- ar? spurði hann. — Morkar er horfinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.