Tíminn - 15.07.1961, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.07.1961, Blaðsíða 4
Gicinarhöfundur (með sjónauka um öxli on Þorarinn sonyr hans /'ru að spyrja Eyjólf Halldórsson úr Dölum um nágrennið. — Vala hnjúkur til haegri í baksýn. sáu menn ekki betur en bar dreifði hóourinn sér um í skó| • dreifði hópurinn sér um í skóg — ............ --- TÍMINN, laugardaginn 15. júlí 1961. Laugardaginn 1. júlí fór ég meS konu mína og börn austur í Þórsmörk. Þar vorum við í átta daga. Við fórum á vegum Ferðafélags íslands. Lagt var af stað kl. 2 eftir hádegi frá Aust- urvelli. Veður var ágætt, logn og sól og allir í bezta skapi. Segir ekki af ferðum okkar fyrr en við Krossá. Þar var staðnæmst og farangur okkar færður yfir á vörubíl, sem flutti vistir og farangur húsvarðar, sem er Jóhannes skáld úr Kötl- um. Var hann með í bílnum. ásamt konu sinni og dóttur, sem heitir Þóra og er 13 ára. Vörubíllinn og annar bíll, er flutti fólk frá fræðslumálaskrif- stofunni, héldu áfram upp með Krossá, en okkar bíll flutti okk ur fram í Húsadal, en þaðan gengum við svo yfir í Langadal að Skagfjörðsskála. í skálanum voru fyrir ein hjón, er höfðu dvalið þar í vikutíma. Allt var hreint og þvegið út úr dyrurn og sjóðandi vatn í kaffi á elda- vélinni. Skrapp ég í Skáldagil Eftir að hafa valið sér rúm og borðað kvöldverð gengu en kom brátt aftur með fullt fangið af kalviðarkvistum, og gerðu menn síðar bál á grund- inni niður undan bænum. Hófst þá kvöldvaka að fornum sið með sögum og söng og var af hin bezta skemmtan, og varð fáfróður almúgi vísari um margt. Dáðust múgamenn áð andagift þeirra, og, sumir full- yrtu, að þar mætti líta menn svo úttroðna af vizku, að þeir hefðu ekki séð niður á fætur sína í mörg ár. Draugar og menn Sagðar voru sögur af frægum mönnum og draugum, og vax® ekki alltaf greint á milli, hvort það var heldur draugur eða maður, er mestrar virðingar naut í frásögninni. í þessum flokki sögumanna var hinn þjóð kunni rithöfundur Guðmundur Hagalín, og þó að hér væru sam ankomnir snjallir sögumenn, held ég að Hagalín hafi verið beztur. Ein af sögum hans var um það, hvernig Vestfirðingar lækn uðu hrossasótt hér áður fyrr, og var lýsingin svo áhrifarík, að litlu munaði, að liði yfir eina óspjallaða mey, er hlýddi á mál hans. Þaina skemmti einnig hinn skemmtilegi Gestur Þor- grímsson. Hann seiddi fram i'addir frægra söngvara, svo að Skagsfjörðsskíli i Þórsmörk — sér yfir Krossá til Evja'fjallajökúls. lægi björgunarskúta fyrir mörg um festum, sumir sögðu þó, að þetta væri bára tjald, en skips- höfnin var að skreiðast út úr káetunni. Fyrstur fór Hagalín, enda gamall og reyndur sjómað Eins og í Eden væri menn á vit náttúrunnar og teyg uðu að sér ferskt fjallaloftið, blandað birkiangan og blóma- ilmi. Skammt frá skálanum er fagurt gii, Skáldagil*heitir það. Þar er fagurt um að litast og friður sem í Eden væri. Þó get- ur vitanlega einhver freistari leynzt á bak við hin grænu tré og hampað þar sínum ástarepl- um, en ekki má neinn væna mig um að hafa verið að huga að slíku. Ég var aðeins að skerpa rímhneigð mína í lundi skáldanna: Til að hressa hugarspil viS hollar kringumstæður skrapp ég út í Skáldagii að skara í andans glæður. Klukkan um níu á sunnudags- morguninn var farið með okkur vikudvalargestina í gönguför, er tók um 3 tíma. Leiðsögu- maður okkar var Jóhannes Kol- beinsson, þaulvanur leiðsögu- maður. Sól var á og bezta veð- ur. Eins og ég gat um áður, var með okkur í Mörkina þriðji bíll inn. Var hann yfirfullur af for- /stjórum og prófessorum, enda var hér um að ræða hvorki meira né minna en allt fræðslu málaskrifstofuskólakeifisstarfs- liðið frá hinu íslenzka lýðveldi, landinu, sem allur heimurinn kallar hinu dýrðlega nafni: Sögueyjuna. Ja, þvílík dýrð, drottinn minn! Hvað eru þessar vasabækur hans Árna Magnús- sonar í Kaupmannahöfn á við slíka lifandi og talandi upplýs- ingu í tæru fjallalofti Þórsmerk ur? Ekki baun, lagsmaður, ekki hálfbaun, ekkert, gersamlega ekki nokkur skapaður hlutur. Það kom líka vel í ljós, þegar kvöldhúmið hjúpaði Mörkina á sunnudagskvöldið, að hér var ekki um neina skynvillu að ræða. Undir stjórn hins rögg- sama fararstjóra síns, Runólfs Þórarinssonar frá Látrum, Jóhannes Kolbeinsson leiösögumaður situr með húfu og stat i hendi og er að segja fólkl sinu frá staðháttum í Mörkinni. undir tók í fjöllunum umhverf- is allt Goðaland, og sjálf Krossá stóð á öndinni, svo að ekkert heyrðist til hennar, þegar hæst lét í Gesti. Hann spilaði einnig á balalæka, sem var svo fíngert, að það var ekki eingöngu að strengirnir sæjust ekki, það var ekki nokkur leið að koma auga á sjálft hljóðfærið. Þá hylltu ungar konur og meyjar farar- stjóra sinn, Runólf, með því að slá hring um hann og dansa og syngja vikivaka, er saminn var honum til heiðurs, en karlmenn irnir í hópnum sæmdu hann heiðursmerki, og nældu í barm honum, þar sem hann stóð skammt frá og'rýndi í seiðandi glpðurnar af kulnandi bálinu. Enda munu fáir fararstjórar taka hlutverk sitt jafn hátíð- lega og hann og vera jafnvel útbúnir og hann var á öllum sviðum. Það sást bezt, er menn komu á fætur á sunnudags- morguninn í sól og blíðu, því að uppi í birkiskógi í hlíðinni ur frá skútuöldinni, næsiur íór Bjarni Vilhjálmsson, skjalavörð ur, og því sjálfsagður við sjó- kortin og radarinn, en síðastur fór Runólfur fai’arstjóri, en hann virtist vera skipstjórinn. Það er skipstjóra siður og skylda að fara síðastir frá borði, ef um lífshættulegt ástand er að ræða. Það var eins og skóg- arþrestirnir misstu flugið við þessa nýstárlegu sjón, svo hissa urðu þeir. Hornstrendingar í Húsadal Áður en gengið var til hvílu á laugardagskvöldið, fórum við hjónin ásamt börnum okkar og nokkrum öðrum yfir í Húsadal. Þar var glatt á hjalla. Farið í leiki, dansað og spilað á har- moníku, þarna var þá heilt hreppsfélag norðan af Horn- ströndum, eða um 90 manns. Undanfarið hafa sumir velt því fyrir sér, hvað hafi orðið um allt það fólk, sem byggði Horn- strandir og Jökulfjörðu, og hafði séra Jónmund Halldórs- son fyr’ir sálnahirðír. Ekki svo að skilja, að menn hafi bein- línis haldið, að klerkur hafi komið því fyrir kattarnef, held ur hitt, að Kanar voru þar eitt sinn á skyttiríi, og eftir það feást ekkert kvikt norður þar. En nú er þessi gáta leyst. Þeir eru sem sé í Húsadal í Þórs- mörk, prestlausir og líklega hundheiðnir, en Hjálmar Gísla- son, gamanleikari, sér þeim fyr- ir andlegu fóðri og veitir þeim sína föðurlegu blessun. Á þriðjudaginn gerðist fátt tíð- inda, einhver stóisk ró hvíldi yfir hexberginu okkar um morg uninn og fóru sumir síðla úr pokum sínum en dormuðu fram eftir. Jóhannes skáld úr Kötl- um, sem nú er eins og undan- farin sumur, húsvörður skálans, leit inn og sá, hvar ung stúlka lét fara vel um sig í rúminu sínu. Skáldið horfði um stund á ungfrúna en mælti svo: HeyrSu, hjartans Úlla hvað ert þú að núlla réttast væri að rúlla ! rúmið þitt og lúlla. Við þessi orð skáldsins vakn- aði Úlla, klæddist, gekk til laug ar og greiddi sitt glóbjarta hár, en þó andlit sitt í hjalandi bæj- arlæknum, en silfurskærir drop ar hrísluðust um herðar henni og háls. Svo sem hálftíma síð- ar var allt kvenfólkið komið í sólbað fyrir utan stofuglugg- ann, en ég flúði út í skóg, fór þar úr; öllum fötum og orti há- stemmd náttúruljóð. En í litlu Ijóði, sem ég lét í gestabókina, ipá lesa þessa vísu sem lýsingu á þessari athöfn: Nokkra daga sól við sáum, sviptum klæðum af oss þá. Upp í loft við ýmist lágum, eða lögðumst magann á. Eyféimerkurherdeild — efta hvaíí? Klukkan um 7 á miðvikudags- kvöldið gat að líta allstóra sveit manna, er lagði leið sína niður dalinn. Af útbúnaði þeirra varð helzt ráðið, að einhver eyði- merkurdeild úr frönsku útlend ingahersveitinni væri á ferð. Svo miklir vor’u þeir fyrirferð- ar með tjöld sín og farangur allan, en viti menn, þetta var þá sveit lögreglumanna úr höf- uðstað landsins undir skeleggri stjórn Jakobs Jónssonar, varð- stjóra. Voru menn hans allir hinir vöskustu kappar, þreknir um hei’ðar og vel vaxnir. Jakob var hinn ljúfasti í viðmóti og trúði okkur fyrir því, að hann hefði ungur dvalið í Þingeyjarsýslu og fengið þar þrek sitt og áræði, enda hefði sig ekki mun- að um það á yngri árum að ganga 75 km. á dag, er hann var norður þar. Eins og ósjálf- rátt datt mér þá í hug gömul vísa um annan Þingeying, er kveðin var fyrir tæpri öld: Óð í mjaðmir fre'ðna fönn, færði Dönum risatönn og átján punda úf úr skessu, er áftl hann við á Þorláksmessu. Vií álfamessu Eigi voru þeir kumpánar djarftækir til kvenna vorra, enda hafði hver það með sér að heiman tekið, er átti, en lausingjar voru ekki í liði kappa utan kappar no.tkrir úr íþróttum, en þeim er annað slagið hleypt til útlanda, er þeir gerast óstilltir nokkuð, og eru þeir þá jafnan gæfir sem lömb, er þeir koma aftur, sem hafi þeir fengið úrlausn nokkra sinna vandkvæða. Eigi vitum vér heiti þeirra, er Jakobi fylgdu í ferð þessari, utan að Þórir Þorsteinsson hinn fótfrái var meðal þeirra. Nutum vér hans fulltingis til að koma kven fólki voru yfir Krossá, en það vildi hlýða messu með álfum, er kirkju eiga hinum megin dalsins. Reyndist hann í alla staði hinn röskasti, sem vænta mátti, og var honum þörf að hlýða messu, því að blendinn var sá í trúnni og vanaii orðinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.