Tíminn - 15.07.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.07.1961, Blaðsíða 8
8 T f MIN N, Iaugardaginn 15. jfilí 1961Í Allt brjálað á Raufar- höfn! Það er saltað á flest- um plönum og löndunar- tækin fjögur eru öll í gangi, fleiri og fleiri bátar lilkynna komu sína og síld- arleitin sendir frá sér frétt- ir um meiri síld. Það er unnið baki brotnu til sjós og lands, ys og þys á plön- unum þar sem stúlkurnar keppasf við að salta, ær- andi vélargnýr frá verk- smiðjunum og reykjar- mökkinn ber hátt við him- inn. Þannig var umhorfs á Rauf- arhöfn þegar blaðamann Tím- ans bar að garði í fyrradag. Samkvæmt reglum Síldarskipin liggja hvei't ut- an á öðru drekkhlaðin við bryggjur og bíða þess að kom- ast að, kallinn í brúargluggan- um klæjar í lófana, kokkurinn stiklar eftir bryggjunni með stóran mjólkurbrúsa og gefur stúlkunum auga um leið og hann fer hjá. En þær gefa sér engan tíma til að líta upp, bregða hnífnum í vígamóði ör- ar en auga á festir, hausarnir fjúka hver af öðrum og síldinni er sópað í snatri ofan í tunn- urnar. En allt samkvæmt regl- um síldarútvegsnefndar samt sem áður. Þrærnar fyllast Smástrákur æðir um planið og hrópar hástöfum: „Það vant- ar ÖLLUM salt!“ Nóg að gera fyrir karlmennina sem moka saltinu í fötur og hella því í kassana hjá stúlkunum og raunar einnig verkefni fyrir barnakennarann í plássinu á komandi vetri. Ef stráksi verð- ur þá ekki kominn á sjóinn. Mest af síldinni fer þó í bræðslu og löndunartækin fjögur hafa varla undan að soga í sig síldina úr lestum skipanna og spýta henni út úr sér í þrærnar. Enda eru þrærn- ar óðum að fyllast og sama er að segja um þá gríðarstóru síldargeyma sem byggðir voru á síðastliðnu hausti og eru nú teknir í gagnið í fyrsta sinn. Kappsigling Úti á innsiglingunni er háð æðisgengin kappsigling. Bát- arnir fá löndun eftir því hve- nær þeir koma að og því má nærri geta að ekki er slakað á vélaraflinu. Þessa stundina gef- ur að líta sjaldgæfa sjón: fjög- ur skip í einu í rennunni. Tvö þeirra eru á útleið, hin tvö á leið inn, bæði drekkhlaðin og sigla á fullu. Aflinn er svo mikill að þilfarið nemur við sjávarborð, samt sem áður eru vélarnar knúnar til hins ýtr- asta og það ólgar og freyðir fyrir stafni. Lengi vel má ekki á milli sjá hvort verður á und- an, þar til sýnt þykir að „Giss- ur hvíti“ nær bryggjunni fyrr. Og rétt í þann mund sem síð- ara skipið rennir að, birtast fleiri fyrir höfðann. Kraftblökk Garðar skipstjóri á „Höfr- ungi 11“ gefur sér tóm til að rabba stundarkorn við okk- ur meðan hann bíður eftir löndun. Þeir eru nýkomnir inn meg 2500 tunnur. Þeir höfðu líka landað í gær. í þetta skipti fer allur aflinn í bræðslu. Höfr- ungur er rúmlega 200 lesta skip, útbúinn kraftblökk. — Það er allt annað líf, segir Garðar skipstjóri, ekki hægt að líkja þvi saman hvað kraft- blökkin er betra verkfæri en nótabátar og allt það drasl. Við fengum þetta í þrem köstum. — Og síldarleitartæki? — Já, Simrad, það hefur reynzt vel. Við höfum náð síld á 18 faðma dýpi, það var reynd- og varla matfriður -bara síld - GarSar (Ljósm. skipstjóri : Ó.S.) á Höfrungi II. ar fyrir sunnan. Við vorum lengi á síld fyrir sunnan og fór- um seint norður. Höfum fengið 5Ö00 mál í allt. Strákarnir segja mér að hásetahlutur sé orðinn 27000 krónur. rassmn — 5 tíma og síðan á að stíma béint á miðin aftur. Sífellt fjölgar bátunum sem bíða löndunar enda þótt landað sé 1000 málum á klukkustund á fjórum stöðum. Krúsjov mundi semja Á söltunarplani „Borga“ er verið að landa úr „Snæfellinu“, Þorsteinn Hallsson planstjóri segir okkur að nú eigi að fara að salta, þótt síldin sé raunar nokkuð misjöfn að stærð. Stúlkurnar eru ekki komnar enn á vettvang en strákamir eru í óða önn að fylla allt af síld og birgja þær upp af salti. Fjórar konur standa þó í öllum hertygjum við tunnustafla og brýna hnífa. — Við höfum^ verið að salta á planinu hjá „Óðni“, segir ein þeirra. — Við erum bara að harka hérna, bætir önnur við, hvar er nú kallinn sem við töluðum við? Hann verður að segja okk- ur hvar við eigum að vera. — Er það ekki þessi? Hann er svo beinn í baki, hann hlýtur að ráða öllu hér? spyr sú þriðja. — Beinn í baki? Nei, það eru undirtyllurnar ævinlega, segir frú Magnea Magnúsdóttir frá Akureyri. Hún er í óða önn að brýna kutann sinn, það er varla eftir af hnífnum nema bakkinn. — Ég er búin að nota þenn- an allan minn búskap, segir hún, það eru eitthvað milli 10 og 20 ár. — Þurfið þið sjálfar að leggja til hnífana? spyr fáfróð- ur blaðamaðurinn. — Blessaður vertu, við leggj- um til allt nemá síldina og tunnurnar. Guðbjörg Benedikts'dóttir myndhöggvari hefur lokið við að brýna sinn hníf og strýkur þumalfingri eftir egginni til að prófa bitið. Mohamed Mohey Abdul-Hamid færir Hrönn Kjartansdóttur salt. (Ljósmyndir: Óskar Sigvaldason). Neil Hanson Breti í landhelgi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.