Tíminn - 15.07.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.07.1961, Blaðsíða 1
Bezti þerrir sumarsins í gær var sólskin og hiti og brakandi þerrir um allt Suð- urlandsundirlendið. „Þetta er fyrsti góði þurrkdagurinn í sumar," sagði fréttaritarinn á Selfossi blaðinu i gær. ... ' .1 í fyrradag var sæmilegur þurrk- ur á vesturhluta þessa svæðis, en hann náði ekki nema austur í miðjan Flóa. í gær náði hann um. allt Suðurlandsundirlendið og var! heitur og góður. Mál til komið Það var mál til komið, að veður- farið batnaði. Hey það, sem bænd- ur áttu flatt, var farið að blikna og skemmast, enda hefur varla verið mögulegt að fullþurrka neitt úti síðan í júní vegna þurrkleysis. Auk þess hafa bændur hlífzt við að slá í óþurrk’um, svo að gras er víða orðið fullmikið sprottið, enda : þótt sprettutíð hafi verið nokkuð ; köld lengi sumars. „Þetta hefur verið afleit tíð og i er þegar búin að valda tjóni,“ | sagði fréttamaðurinn. Þesr eru sex, ein frá hverju Norð urlandanna. Fánarnir eru einnig sex á Melaskólanum, einn frá hverju landi, en ekki í sömu röð og stúlkurnar. Og nú geta les- endurnir spreytt sig á að geta, hver stúlkan sé frá hvaða landi. (Ljósm.: Tíminn, IM). Krafan er: Togarana austur! Sjór svartur af síld vií Austfirði, — löndunarbið dögum saman, tunnulaust í landinu — en í Reykja- vík liggja 4 togarar viÖ bryggju á ríkisframfæri. Mönnum svíður sárt fyrirhyggju- leysi stjórnarinnar í síldarmálun- um. Sjór er svartur af síld fyrir Austurlandi. Tunnulaust er að verða og skipin, sem leigð höfðu verið til að flytja síldina af miðan- um í þær verksmiðjur, er fjærst eru, hafa verið send utan í ofboði til að sækja tiltölulega fáar tunnur. Síldarverksmiðjurnar á Austur- ; landi eru litlar og fáar, og lönd- I unarbið er nú á öllum höfnum ; austan lands svo að mörgum sólar- hringum skiptir. Hvern sólarhring, sem skipin verða að bíða teppt í höfn tapar þjóðarheildin milljóna- tugum. Hér í Reykjavík liggja nú a. m. k. 4 togarar, sem eru á framfæri ríkisins, — liggja bundnir við bryggju, grotna niður og sjúga til sín almannafé. Þessir togarar eru allir hinir hentugustu til síldar- flutninga. Togarinn Sigurður ber t. d. ekki minna en 4—5 þúsund mál, og ganghraði skipsins er 16 mílur. Væri ekki viturlegt að rík- issjóður reyndi að nýta þessi skip, sem eru á framfæri hans, með því að senda þau austur til þess að ! flytja síldina í verksmiðjurnar á Norðurlandi og bjarga þannig I óhemjuverðmætum, sem eru >inn- 1 an seilingar nú? Ríkisstjórninni (FramhaJd á 2. siðu). „Þetta er pó allt sama sólin” 50 ungmenni frá norrænum lý'ðháskóla i heimsókn á Islandi .. 1 — Er sólin eins falleg á íslandi — Af hverju spyrja allir fslend- og í Noregi? ingar um það? — Þetta er allt sama sólin. — Þeim þykir svo vænt um — Hún er ekki eins rauð í Nor- landið sitt. egi. — Norðmönnum þykir líka vænt — Jú, miklu rauðari við heims-[um landið sitt. skautsbauginn. I — Tala þeir aldrei um Noreg? — Er það þess vegna, sem þú| — Jú, stundum. ert svona rauð í kinnum? — Nei, það er af því að ég púðra mig. — Nú ertu að gabba. — Já. — Finnst þér íslenzkir karl- menn ekki fallegir? — Þú ert ekkert fallegur. — Það finnst kærustunni minni. — Það er ekkert að marka það. — Er bara að marka þig? — Já. — Finnst þér fallegt á íslandi? — Hvað þykir þér fallegast á íslandi? — Stúlkurnar. — Eru þær fallegri en fjöllin? — Það er ekki hægt að bera stúlkur og fjöll saman. — Sumar þeirra eru kjötfjöll. - Ha? - Kjötfjöll. — Það skil ég ekki. — Veiztu hver Snorri Sturluson var? - lá er góður! — Má taka mynd af þér? — Nei, alls ekki. Ég kem ekki út á myndum. — Hvernig þá? — Ég er ljót á myndum. — Ekki á íslenzkri mynd. — Taktu mynd af fjallinu þarna í staðinn. — Á ég svo að setja nafnið þitt undir hana? — Þú sagðir áðan að kvenfólk væri fjöll. — Ég var að gera að gamni mínu. — Nei, takk, góði. ☆ Þessa ungu og svaraskjótu stúlku hittum við í gærdag fyrir utan Melaskólann, en hún var þar í 50 manna hópi skandinavískra ungmenna. Samnorræni lýðháskólinn í Kungalv heldur einmitt þessa dag- ana í Reykjavík árlegt nemenda- mót sitt. 50 ungmenni á aldrinum 18—25 ára frá Finnlandi, Færeyj- um, Danmörku, Noregi og Svíþjóð komu á miðvikudaginn með Hekl- (FramhaJd á 15. slðu) LIFANDI ALL í FLUGFERÐ Áll veiddur til útflutnings í Skaftafellssýslu í gær flutti Dakota-flugvél frá Flugfélagi íslands talsvert af lifandi ál frá Kirkjubæjar- klaustri til Hornafjarðar, og er þetta fyrsti áfangi þessara fiska á leiðinni á borS vand- fýsinna sælkera á meginlandi Evrópu. Þessa dagana er í Horaafirði hollenzkt flutningaskip, um 100 lestir að stærð, og mun það inn- an skamms sigla til Hollands með fyrsta farminn af lifa-ndi ál, sem, fluttur er á markag frá fslandi. j Loftur Jónsson, framkvæmdastjóri j fyrirtækisins Jón Loftsson h.f. hef • ur forgöngu um þessa markverðu' tilraun, og hefur hann fengið Hollendinga í lið með sér. Lengi í vor hafa tveir Hollend- ingar stundað álaveiði austur í Lóni, en ekki hef.ur blaðinu tek- izt að fá upplýsingar um afla þeirra. Þarna hlýtur þó ag vera um töluvert magn að ræða, úr því að sérstakt skip er fengið til flutn ingana. Álaveiði hefur einnig verið stunduð í vor í Meðallandi í Vest ur-SkaftafellssýsIu. Fer veiðin þar fram í avokölluðu Steinsimýrar- vatni eða Steinsmýrarflóðum í fenjum og dýjum, þar sem mikill gróður er. Hafa þar verið hafðar 29 gildrur af þeirri gerð, sem Hol lendingar komu með hingað til þess að veiða álinn í, enda kom þangað í vor Hollendingur, sem kenndi bændum á Steinsmýri og í Króki meðferð þessara tækja. Veiðisvæðið er töluvert stórt, miklar vilpur og sefgróður. (Framhald á 15. síðu). I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.