Tíminn - 19.07.1961, Page 13
13
T f M I N N, miðvikudaginn 19. júlí
Holberg i pakkhúsinu
Framhald al 7 <úðu
hér í pakkhúsum allt fram til
ársins 1926 en þá var fyrst reist
samkomuhús. Það var Ólafur
Norðfjörð Möller, sonur Jó-
hanns kaupmanns sem var
driffjöðrin í þessu. Og leikara-'
þráðurinn slitnaði ekki, því Ól-
afur er föðurbróðir Öldu Möll-
er leikkonu. Ólafur dó ungur,
árið 1908. Hann var sérkenni-
legur maður, lítt mannblend-
inn og fór einförum. En hann
var glaður í sinn hóp og uppi j
á leiksviðinu var hann í essinu
sínu, hreinasti listamaður. Jón
Laxdal tónskáld var hér um
eitt skeið og líka Hallgrímur
Kristinsson. Það bar snemma á
menntaða fólkinu hér og ung-
lingarnir tóku eftir því, þess
vegna varð snemma menningar-
bragur hér á félagslífi. Fleiri
nafnkunnir menn dvöldust hér,
til dæmis séra Jónmundur
heitinn sem prestur varð í
Grunnavík og þjóðkunnur mað-
ur. Hann var þá um tvítugt og
var hér barnakennari hjá kaup-,
mönnum. Hann þótti afarmenni
til burða og gekk við svo sver-
an staf að enginn þóttist hafa
séð annan eins. Laxdal tónskáld
var líka barnakennari hjá Möll-,
er. Kaupmennirnir höfðu sér-:
staka heimiliskennara en hinir
nutu góðs af. Guðrún Guðjóns-'
dóttir kenndi heima hjá sér. J
Annars byrjar skólahald hér
árið 1908.
4t,
Mór við húsvegginn
Hér á Blönduósi má heita að.
allt hafi verið í sömu skorðum,
lengi fram eftir, efnahagur
batnar að vísu eftir fyrra stríð
en engin stórbreyting vei'ður
fyrr en 1940. Þó er það fyrst
árið 1950 sem segja má að(
verði stökkbreyting. Nú er ris-
in upp byggð beggja vegnaj
Blöndu og fólki fjölgar jafnt og
þétt.
Pöntunarfélag er stofnað hér
1896 og mætti það mótspyrnu
kaupmanna. Þá var ekkert hús
en vörunum skipt niður í sandi
þegar skipin komu. Seinna var
byggt lítið hús þar sem hægt
var að vigta kaffi, sykur og
aðra smávöru. Árið 1907 er,
stofnuð söludeild og nú rekurj
kaupfélagið umfangsmikla starf,
semi, hér er sláturhús þar sem
slátrað er um 30 þúsund fjár,
enn fremur stórt mjólkurbú og
bílaverkstæði í nýjum húsa-
kynnum, auk verzlunarinnar.
Það er af sú tíð þegar fólk
skrimti á móvinnunni á Blöndu-
ósi, þá var tekinn mór við hús-
vegginn og konan látin þurrka
móinn meðan hún sinnti hvít- (
voðungnum. Þá var baráttan
örðug fyrir daglegu brauði og
menn urðu að vera harðir af
sér.
I
Ég á þig seinna
Mér verður lengi minnisstæð-
ur einn tómthúsmaðurinn á
Blönduósi Hjörtur Jónasson.
Tilsvör hans og viðbrögð voru
víðfræg. Hann átti son sem
varð helsjúkur af berklum og
hafði haft við orð að fyrirfara
sér. Þessi sonur hans bjó
frammi í sveit, en fór til Sauð-
árkróks að leita sér lækninga.
Þegar komið er frá Sauðár-
króki er um tvær leiðir að fara
og er það kallað að fara fram
hinumegin, þegar farið er
fram í sveit án þess að koma
við á Blönduósi. Hjörtur fór til ■
móts við son sinn er hann tók
að lengja eftir honum. Ekki
hafði hann lengi farið upp með
Blöndu er hann sá lík Ingvars
rekið þar á klöppum. Hleypur,
hann þá semskjótast eftirhjálpi
niður á Blönduós aftur. Þar
stóð kaupmaður á tröppum er
hann hljóp hjá húsi hans. j
„Er Ingvar farinn?" spurði
kaupmaður.
Hjörtur játti því. 1
1961.
„Helvitið lofaði að taka fyi'ir
mig bréf fram í sveit,“ sagði þá
kaupmaður.
„Hann fór fram hinumegin,"
svaraði Hjörtur og hljóp sína
leið.
Hjörtur þessi var eitt sinn
heitbundinn stúlku sem Helga
hét. Hann sleit trúlofuninni og
giftist þá Ástríði, grallarakell-
ingu. Helga bar sig illa sem
von var og rakti Hirti raunir
sínar. Þá sagði Hjörtur: „Gráttu
ekki Helga mín, ég á þ’g
seinna.“ Og það varð orð að
sönnu, að hann skildi samvistir
með Ástríði nokkrum árum
seinna og gekk að eiga Helgu,
fyrr? unnustu sína. Því var við-
brugðið hvað hann var henni
góður, því hún varð seinna
mesti aumingi til heilsunnar og
fór engra sinna ferða. Þá ók
Hjörtur henni um í hjólbörum
til að stytta henni stundir.
J.J.
Viftey
■ Framhaid R 9 síðu >
sannast að segja undarlegt, að
prestastéttin skuli láta viðgang-
ast, að slíkur staður drafni
niður.
Þegar inn í Viðeyjarstofu er
komið, tekur ekki betra við. Úr
hverju horni horfir auðn og
tortíming, krydduð sóðaskap.
Alls konar hlutir, afdankaður
húsbúnaður, drasl og rusl, ryk
og skítur blasir við auganu, allt
frá neðsta gólfi til þess efsta
Óloftið fyllir vit manns, svo að
maður þráir heitast að komast
út undir bert loft.
Eitt sinn voru þessi hús stolt
þessarar eyjar, nú eru þau
smán á ásjónu hennar. Maður
finnur til þessarar smánar,
þegar maður gengur um þau
og verður hugsað til þeiira
manna, sem í þeim hafa lifað
og starfað okkur, eftirkomend-
um þeirra, til gagns. Það er
löngu gróið yfir leiði þeirra, og
allt á þessum stað bendir til
þess, að yfir mniningu þeirra
sé gróið líka. Þeirra er stund-
um getið í skálaræðum eða á
pólitískum samkomum, og í
skólum læra börnin um þá, en
virðingin fyrir minningu þeirra
er ekki svo armlöng, að hún nái
til Viðeyjar. Birgir.
Austurferðir
|
Frá Rvík um Selfoss. Skeið,
Gullioss Geysi, þriðjud. og
föstud. Um Grímsnes, Gullfoss,]
Geysi. fimmtud. Um Selfoss,1
Skeið. Hreppa, Gullfoss, Geysi,1
laugardaga.
Til Laugarvatns, daglega.
Laugardagsferðir um Selfoss
kl. 9 að kveldi. Hefi vatnsheld
tjaldstæði- olíu o. fl. Hópferða-
bifreiðir og matstofu fyrir
nestað fólk.
ÓLAFUR KETILSSON
Bifreiðastöð fslands.
Sími 18911.
V*'V*V*X»V*V‘X*X*V*V*V*A.*X*V*‘
Lögfræðiskrifstofa
Laugavegi 19
SKIPA- OG BÁTASALA
Tómas Árnason hdl.
Vilhjálmur Árnason hdl.
Símar 24635 og 16307.
V. • V* V* V*V* V* V* V* V* V • V* V* V* V
Brotajárn og málma
kaupti hæsta verði
Arinbjörn Jónsson
Sölvhólsgötu 2 — Simi
11360
Mi'ðvikudagsgreinin
I- T a -1 n
hungurvofa grúfði yfir al-
þýðu manna. Þó höfðu þær
kyn.slóðir þrek til að bera
örlög sín. Það er vitanlega
víða hægt að finna mæðu-
tón og harmatölur, andvörp
og stunur, en örvænting og
brjálsemi virðist sízt hafa
verið algengari en nú.
Þetta myndi að verulegu
leyti byggjast á því. að þá
var það almennt að menn
hefðu örugga trú á það, að
líf sé eftir þetta lif. Hugg-
un fólksins og von var sú,
að í öðru lífi héldi ner^ónu-
leg kynning og félagsskapur
áfram. Nú er slík trú ekki
jafn algeng og áður. Allir
vita, að það eru skiotar
skoðanir um framhald lífs-
ins ,svo að enginn trúir nú
og treystir á annað líf af
því einu, að honum virðist
að allir geri það. Þar þarf
meira til. En er það þetta
eitt, sem úrslitum ræður?
Halda menn ekki viti og
andlegri heilbrigði almennt,
án bess að trúa á framhalds
líf?
Fornir spádómar, svo sem
í Opipberunarbók Jóhannes-
ar og Völuspál segja frá þvi,
að jörðin muni farast í eldi.
Miklu sýnast þeir spádómar
eðlilegri nú en fvrir nokkr-
um áratugum. Nú er talið að
það séu skilyrði til þess að
slíkir snádómar fari að ræt-
ast. Fanður hani galar og
Surt''# fer sunnan. En þessir
spádómar hermdu frá því,
að jörð oe mannlíf héldi á-
fram eftir skelfingar elds-
ins, betra og fegurra en áð-
ur.
Vitanlega er hægt að líta
á þessa spádóma sem skáld-
■ skap og líkingamál, hó að
nú virðist sennilegra en
áður, að þeir gætu rætzt
bókstaflega. Hvað sem um
það er, virðast bað vera
mannleg örlög. almenn og
óhiákvæmileg, að lifa í ó-
vissu, svo sem jafnan hefur
verið. Og vandinn, sem mæt
ir okkur hér í þessu lífi. er
sá, að leegia erundvöll að
farsæld og hamingju þar
sem við erum.
Sjónleikurinn Horfðu reið
ur um öxl, fjallar ekkert um
eilifðarmál eða eilífðartrú.
Boðskapur hans er hins veg-
ar árétting hinnar fornu
speki um nauðsvn vináttu
og samúðar fyrir manninn.
Heimilislíf og félagslíf bygg
ist á fornum grunni mann-
legra tilfinninga og gagn-
kvæmrar virðingar fyrir til-
finningum annarra og ein-
staklingseðlinu. Á þeim
grundvelli geta menn mætt
örlögum sínum. Þaðan kem
ur þeim styrkur til að bera
byrði lífsins.
Sá, sem víkur af þeim
vegi, og velur sér aðra leið,
endar með því að engjast
í duftinu. ;
H. Kr. j
Ivers á sauðféð
að gjaSda?
\*V • X. • -
I
Geri við óg stilli olíukvnd-
ingartæki. Viðgerðir á alls
konar heimilistæk.ium Ný-
smíði. Látið fagmann ann-
ast verkið' Sími 24912.
í Tímanum, sem út kom 25. maí
síðastl. er grein eftir Stefán Kr.
Vigfússon, sem hann nefnir: „Er
þetta virkilega svona?“ Þar ræðir
hann um mismun þann, sem kúabú
og sauðfjárbú gefa af sér. Segist
hafa lesið grein eftir Pál Zóphóní-
asson þar sem hann leggur það
niður fyrir ungum hjónum, sem
leita ráða til hans, hvort þau ættu
heldur að búa með sauðfé eða kýr.
Og Páll kemst að þeirri niður-
stöðu, að þegar jörðin, sem ungu
hjónin eiga völ á, er fullsetin, þá
er útkoman þessi: Kúabú gefur af
sér kr. 65.00ff, en fjárbú gefur af
sér kr. 35—36.000 þ. e. a. s. það
munar sem næst helming á brúttó-
tekjum, hvort um kúabú eða fjár-
bú er að ræða. Það má sjá minna
grand í mat sínum. Svona hefur
þetta verið í nokkur ár — án þess
að þeir, sem með þessi mál hafa
farið, virðist hafa vitað, hvað þeir
hafa verið að gera.
Um þetta mál hefur verið undar-
lega hljótt, en nú er að heyra úr
ýmsum áttum, að menn hafi áttað
sig á því misrétti, sem fjárbændur
hafa verið beittir með hinni rang-
látu verðskráningu á kjöti og
mjólk. Það verður að segjast eins
og það er, þetta er engum til
sóma, hvorki þeim, sem að þessu
hafa unnið, né heldur okkur hin-
um, sem yfir þessu höfum þagað
allt til þessa. En betra er þó að
þola óréttinn en gera hann. Það
ætti nú öllum að vera ljóst. að á
þessu er ekki lengur stætt. Þeir
sem skipta þannig á milli manna,
að annar beri helmingi meira úr
býtum en hinn, eru litlir sóma-
menn, eða ekki starfi sínu vaxnir.
Það er sannarlega mesta guðs-
mildi, að þessir menn skuli ekki
vera búnir að leggja alla sauðfjár-
eign í auðn á stórum hluta lands-
ins, þar sem verð á sláturfjár-
afurðum hefur verið þannig und-
anfarin ár, að það liggur ekki
nærri, að meðal dilkur borgi fóð-
ur og annan tilkostnað ærinnar.
Það er elckert annað en gömul
tryggð til þessarar skemmtilegu
skepnu, sauðkindarinnar, sem
mest og bezt hefur fætt og klætt
þjóðina um alda raðir, sem veldur
því, að menn eru enn þá með
kindur.
Nýlega átti ég tal vig tvo bænd-
ur, annan ungan, sem hefur verið
að koma sér upp fé undanfarið.
Hinn aldraðan fjárbónda. Báðir
sögðu þeir það sama, að þeir væru
að gefast upp á fjáreigninni. Ungi
bóndinn sagðist ekki hafa efni á
því að eiga kindur. „Ég farga án-
um í haust. Þetta er beinn skaði,“
sagði hann. Hinum fórust orð eitt-
hvað á þá leið, að hann hefði sig
nú ekki í það að farga ánum, sem
væru á góðum aldri, en sagðist
ekki setja á lömb og þá fækkaði
ánum fljótt af sjálfu sár. „Þetta
þýðir ekkert. Það er ekkert upp
úr þessu að hafa, bara strit og erf-
iði.“ Þannig hugsa og tala bændur
og því skyldu þeir ekki gera það
Kannske að forystumenn þess-
ara mála standi í þeirri meiningu,
að bændur muni til lengdar fram-
leiða dilkakjöt, bezta dilkakjöt í
heimi, þótt þeir fái ekki nema rúm
lega hálft verð fyrir það. svona af
eintómum þegnskap eða stolti.
Heimilishjálp
Tek crordinur oe rioke t
qtrolrW’nern ílnnl^cinfrnr
ma 17045
Þessi orð hafa stundum heyrzt, en
ætli það fari nú ekki að dofna á
þeim mesti glansinn, hvað líður í
eyrum bændanna.
Karakúl drepsóttum tókst ekki
að eyðileggja fjáreign landsmanna,
þó nærri stappaði sökum þess, hve
seint var tekið til hinna réttu ráða
um útrýmingu þeirra. En þá var
líka að þvi unnið með festu og
dugnaði.
Vonandi verður þessari plágu,
sem nú þjakar fjáreigendur út-
rýmt með sömu festu og dugnaði
og karakúlpestinni, verði það
ekki gert og það tafarlaust. verður
þessi síðari plága verri þeirri
fyrri.
Á tímabilinu frá 1936—42 fór
kaupgjald og annað verðlag ört
hækkandi. en landbúnaðarafurðir
stóðu í stað eða sem næst því. Þá
tók Ingólfur Jónsson núverandi
landbúnaðarráðherra við kjötverð-
lagsmálunum og hann var ekkert
að tvínóna við það. Hann hleypti
verðinu upp um 100% og voru
verðlagshlutföllin áreiðanlega,
hvað þetta snerti ekki verri þá en
nú. Og hvað væri verðið nú á
dilkakjöti, ef því hefði ekki verið
kippt svona upp í einu átaki?
Ríkisstjórn Emils Jónssonar. Al-
þýðuflokksstjórnin, tók sér það
fyrir hendur að ráðast að kjötverð-
inu og lækka það stórlega. Sýnir
það manndóm hennar og sanngirni
í garð bænda að ráðast þar á garð-
inn, sem hann er lægstur, enda
var ekki við öðru að búast úr
þeiiTi átt. Þeir vita það jafnaðar-
menn, að þeir eiga ekki atkvæði í
sveitum, sem ekki er von, enda
telja þeir allt eftir, sem þangað
fer og hafa gert lengi.
En hvað þá um hina, sem eiga
að vera og eru forsvarsmenn
bænda. Eru þeir ánægðir með
þetta ástand? Bændum væri greiði
gerður með því að fá að vita það
heldur fyrr en seinna, hvort það
á svo að ganga, að bóndinn tapi
sem næst 100 kr á hverri á. sem
hann hefur á fóðri eins og verið
hefur undanfarin ár. Þet'tp er hægt
að sanna með rökum en þess er
ekki þörf, því þetta hefur allur
þorri bænda gert sér Ijóst. Sömu-
leiðis ættu neytendur einnig að
gera sér það ljóst, að þeir verða að
búa sig undir það að kaupa kjöt
inn í landið frá Bandaríkjunum á
næstu árum, ef svo er fram haldið
og hvar ætla þeir að taka gjald-
eyri til þess og hvað myndi það
kjöt kosta?
Sveitungi minn, Guðbergur á
Jaðri, skrifar grein í Tímann 7
þ m. sem hann nefnir Hvers
vegna flýr fólkið sveitina? Þar
sýnir hann fram á það. að bóndinn
verður að vinna tvöfalt verk á
við verkamanninn. þótt honum sé
ekki ætlað meira kaup en verka-
manninum í verðlagsgrundvellin-
um. Síðan segir hann- „Ofan á
þetta bætist svo það. ag verðiags-
grundvöllurinn er mjög vafasam-
ur að ýmsu öðru leyti.“
Þetta er mjög vægilega til orða
tekið. Verðlagsgrundvöllurinn er
ein endileysa, sem enga stoð á í
veruleikanum og sem ekkert er
hægt að gera með annað en
fleygja.
Nei, það er ekkert undarlegt við
það, þó unga fólkið forði sér frá
þessum kjörum, sem því eru búin
í sveitum og alveg sérstaklega þar
sem aðstaða öli er erfiðust Það
lítur svo út sem unnið sé að því
markvisst að tæma heilar sveitir
af fólki. Þó held ég að það sé ekki
meiningin heldur komi hér til
ókunnugleiki, sem er engan veg-
inn afsakanlegur eða dáðleysi
nema hvort tveggja sé.
Guðmundur Guðmundsson,
Núpstúni.