Tíminn - 19.07.1961, Page 14
14
T í M IN N, miðvikudaginn 19. júlí 1961.
gekk vel með drenginn. Enj
Stína vaknaði þegar telpan
kom til hennar, og varð reið
við og neitaði henni um rúm-
vist: — Hún pissar undir mig,l
kveinaði telpan og barðist
um.
— Hún gerir það ekekrt,
Stína mín. Vertu góð, sagði
Hallfríður. En Stína varö ekki
góð, hún hamaðist, svo að
Hallfrlður varð að láta telp-
una í sitt rúm hjá Jósafat
litla. Sem betur fór var Sæ-
unn litla svo svefnþrungin,
að hún vissi varla af sér.
Ásrún var með háhljóðum
er Hallfríður kom næst til
hennar.
— Eg held, að barnið verði
fætt, áður en pabbi kemur,
hvíslaði Óskar að Hallfríði.
— Guð gefi, að það verði
ekki. Þau hljóta að koma á
hverri stundu, sagði hún.
En Óskar varð sannspár.
Há, skerandi hljóðskorpa
rauf næturkyrrðina. Aldrei
jafn sár óp og nú, svo hlé
litla stund. Þá hljóð að nýju,
varla þó eins sárt og áður,
svo steinhljóð. ,
Hallfríð’i sýndist Ásrún
fölna upp. Hún leit til Ósk-
ars og þau hvort til annars. |
Báðum kom víst hið sama í
hug:
— Er hún dáin?
Hallfríður skalf frá hvirfli
til ilja. Óskar læddist að rúm-
inu, beygði sig yfir móður
sína. Svo kom hann og hvísl-
aði: — Hún sefur.
Þá var kyrrðin rofin að,
nýju. Það var eitthvað' sem
líktist veiku veini. Það var
ekki um það að villast. Nýr
maður var í heiminn borinn.
Ásrún lauk upp augunum.
Hún áttaði sig.
— Hallfríður, hvar ertu,
kallaði hún.
Hallfríður gaf sig fram, en
gat þó varla staðið á fótun-
um.
— Yfirsetukonan er víst
ekki komin.
— Nei, sagði Hallfríður.
— Barnið er fætt, þú verð-
ur að skilja á milli, Hallfríð-
ur.
— Eg get það ekki, kvein-
aði Hallfríður. — Eg kann
það ekki.
— Ekkert bull, sagði Ás-
rún. — Skærin eru í kistlin-
um mínum. Þú finnur þau,
Óskar, og band í handraðan-
um. Náðu því fljótt.
Óskar lét ekki standa á sér.
Svo gengu þessi lítt reyndu
ungmenni að hvílu sængur-
konunnar og flettu sænginnij
upp. Það gerði drengurinn..
Hann var styrkur en Hallfríð|
ur skalf eins og hrísla. Hún1
tók þó barnið. En drengurinn j
batt fyrjr naflastrenginn meö |
tilsögn móðúr sinnar. Nú var(
að klippa sundur strenginnJ
Óskar tók skærin.
Hallfríður tók við skærun-
skilja á milli. Hún er fermd,
kveinaði móðurin. Og nú
fimmtugt. Var hún þá búin
að vera 13 ár í hjónahandi
og hafði á þeim tíma alið 9
börn. Óskar yngri var fædd-
ur áður.
XIII.
Ásrúnu heilsaðist seint eft-
ir þennan barnsburð, hverju
sem um var að kenna. Seinna
taldi hún Hallfriði eiga sök
á þvi. Hún hefði með ístöðu-
leysi sínu, þjáninganóttina
! * 1
BJARNI UR FIRÐI:
ÁST 1 MEINUM
10
heyrðu þau í fyrsta sinn sár-
indi í rödd hennar.
Hallfríður tók vi ðskærun-
um. En höndin varð svo ó-
styrk, að Óskar varð að
hjálpa henni. Greip hann um
fingurgóma hennar og þrýsti
á, svo að skærin bitu. En það
fékk Ásrún aldrei að vita.
Svo bar Óskar litla bróður
sinn yfir í auðu, volgu hvíl-
una í rúminu á móti.
í sama bili lukust dyrnar
upp. Ljósmóðirin sté inn fyrir
þröskuldinn. Börnin urðu
himinlifandi glöð. Nú voru
þau laus við hinn mikla
vanda.
Ljósmóðirin var fljót að
skipta um föt og koma sér
inn í starf sitt. Öllu var borg-
ið.
Áður en Ijósmóðirin fór
frá Sjávarbakka, var prestur
sóttur og drengurinn skírður.
— Hann á að heitá Lýðúr,
sagði móðirin.
— Eg vildi að hann hefði
verið telpa, þá hefði ég látið
hana h$ita Lilju, eftir bless-
aðri kerlingunni minni. Pyrst
hann er strákur, verður. hann
að heita Lýður. Það er líkast
Liljunafninu. Eftir henni
heitir hann.
Og drengurinn hlaut nafn-
ið Lýður,' með blessun heilagr
ar þrenningar. Móðir hans
var þá á fyrsta árinu yfir
miklu, valdið sér svo miklum
harmkvælum, að það hefði
gengið lifi sínu næst. Því
trúðu menn þó ekki almennt,
en töldu að -slit og þreyta
hefðu verið þar að verki, og
eins hefði aldurinn ráðið þar
nokkru um.
Þótt Ásrún kæmist á fætur,
hélt Hallfríður áfram eldhús-
verkunum. Henni leiddist
meira sem á haustið leið. —
Óskar spurði hana eitt sinn
að því, hvort hún fengist ekki
til þess að vera þar næsta ár.
Hún kvaðst ætla að ráðfæra
sig við foreldra sína. Með
sjálfri sér hugði hún á það
eitt að komast burtu. Um það
ætlaði hún að biðja pabba
sinn og mömmu. Hún þoldi
húsmóðurina svo illa. Við
aðra heimilismenn féll henni
vel og unni jafnvel sumum
bömunum, þó að mestar mæt
ur hefði hún á Jósafat litla,
drengnum, sem hjá henni
svaf.
Það var komið fram í nóv-
ember. Þá var það eitt sinn,
að Hallfríður spurði hjónin,
hvort hún mætti ekki heim-
sækj a foreldra sína um næstu
helgi. Fara seinni partinn á
laugardegi og koma aftur
fyrir hádegi á mánudag. —
Óskar var fyrri til svars og
kvað það sjálfsagt frá sinni
hálfu.
— Þetta þykir mér nokkuð,
að segja það sjálfsagt, sem
ekki getur gengið, sagði Ás-
rún með þykkju í röddinni.
— Kannski, Óskar, að þú
teljir það sjálfsagt, að hún
hlaupi úr vistinni, tel/zan.
Nei Hallfríður, þetta er ekki
sjálfsagt. Sérðu það ekki,
barn, að allt er í ólagi fyrir
sumarið. Og vinnukonunefn-
an má alls ekki ætlast til
þess, að hún geti frílistað sig,
meðan svo stendur á. Fyrst
verður að hrinda í horfið áð-
ur en lagt' er í skemmtiferð.
— Þetta er aðeins einn helg
ur dagur sem tapast. Vertu
nú einu sinni saringjörn,
mælti Óskar.
— Vertu sanngjörn. Þetta
getur þú sagt, svaraði Ásrún.
— Já, það er einmitt það sem
ég er. Eg er svo sanngjörn,
eða í það minnsta réttsýn, að
ég met heimilisstörfin meira
en duttlunga einnar stelpu.
Hvað heldur þú, að hefði ver-
ið sagt í mínu ungdæmi, ef
vinnukona hefði farið fram á
að hlaupa frá skyldustörfum
óleystum, þó að rætt hefði
verið aðeins um eina helgi.
Jafnöldrum mínum hefði
ekki komið slíkt til hugar,
hvað þá borið það upp. En
ungdómurinn leyfir sér margt j
nú til dags.
— Ætlarðu að neita um1
þennan eina helgidag? Eg
trúi því ekki, Ásrún. Ætlarðu |
kannski aö neita Hallfríði'
um kirkjuferð á helgum degi, j
þó að eitthvað sé ógert|
heima, sem þarf að gerast? |
Hvað heldur þú, að séra Þórð
ur segði við því? sagði Óskar.
— Það er engin kirkjuferð
að Nesi, sagði Ásrún. — En vel j
á minnst. Úr því þú nefnirj
kirkjuferð. Eg er ekki enn farj
in að láta leiða mig í kkrkju-1
Það má ekki dragast öllu leng j
ur. Eg hefi aldrei dregið það
jafn lengi og nú. Næst er
messað' verður, verð ég að
láta verða af því. En, Hall-
fríður mín. Þetta sem þú
nefndir, getur ekki orðið fyrir
iól, hvað sem Óskar segir. Eg
réð þig hingað, og þessu hlýt
ég að ráða. —
— Eg læt þig vita það, Ás-
rún, að þú skalt ekki fram-
vegis ráða hjú inn á þetta
heimili, ef þú telur það gefa
þér vald til þess að drottna
yfir því með harðýðgi. Þetta
nær engri átt, að Hallfríði sé
bannað að heimsækja for-
eldra sína. Hún hefur unnið
okkur alltaf, síðan hún kom,
og nú er kominn vetur. Eg er
viss um, að þú nýtur betur
þinnar kirkjugöngu næst,
sem verður fyrst eftir hálfan
mánuð, ef þú sýnir þessa til-
litssemi áður.
— Hvað á þessi frekja að
þýða? Það er ég sem ræð inn
anhúsverkunum hér á Sjávar
bakka. Þessu ræð ég, sagði
Ásrún.
— Hættið að rífast, góðu
hjón, sagði Hallfríður. — Eg
ætlaði aldrei að reka þetta
með neinu ofurkappi. Eg er
hætt við ferðina. Og mér þyk
ir slæmt, að leiðindi skyldu
hljótast af beiðni minni.
— Það er ekkert nýtt, að
okkur Óskari beri á milli. Það
hefur ekki alltaf baðað í rós-
um, hjónabandið. Hann hefur
gott af því að vita, að ég læt
hann ekki kássast í minn
Nú var stutt þögn.
verkahring hér á heimilinu.
Óskar svaraði þessu engu,
en brosti napurt.
— Á ekki að messa fyrr en
eftir hálfan mánuð. Það er
líklega rétt, sagði Ásrún. —
En hvað um það. Og það
máttu vita, Óskar, að ég nýt
kirkjugöngunnar, að sama
skapi betur, sem ég hefi kom-
ut rip.
Miðvikudagur 19. júlí:
8.00 Morgunútvarp.
8.30 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
12.55 „Við vinnuna“ tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp
16.30 Veðurfregnir.
18.30 Tónleikar: Óperettulög.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Fjölnismaðurinn Konráð Gísla
son; — dagskrá, sem Aðalgeir
Kris-tjánsson cand. mag. tekur
saman. Flytjendur auk hans:
Sveinn Skorri Höskuldsson og
séra Kristján Róbertsson.
20.50 Frá Musica Sacra-tónleikum í
Laugarneskirkju 11. maí s.l.
Kirkjukór Laugarneskirkju
syngur undir stjórn Kristins
Ingvarssonar, Árni Arinbjarn-
arson leikur einleik á orgel
og Kristinn Hallsson syngur
einsöng.
21,40 Sendibréf frá Eggerti Stefáns
syni: Frá Bonn, fæðingarstað
Beethovens (Andrés Björns-
son flytur).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Ósýnilegi mað-
urinn“ eftir H. G. Wells IV.
(Indriði G. Þorsteinsson rit-
höfundur).
22.30 „Stefnumót í Stokkhólmi":
Norrænir skemmtikraftar
flytja ný og gömul lög.
23.00 Dagskrárlok.
^TRÍKUU
VÍÐFFÖRLl
íívíti
h r a f n i n n
141
— Rottan dó í holu sinni, sagði
Ragnar, og lýsti hinum hræðilega
bardaga, hvernig Morkar hélt
Pjakk framan við spjótsodd sinn,
en samt hefði dvergurinn grátbeð-
ið Ragnar að drepa Morkar. Dverg
urinn hafði reynt að snúa sig laus
an, en spjótið hefði staðið gegnum
hjarta hans. Eiríkur var gráti nær
við tilhugsunina um, hve ákveð-
inn Pjakkur hafði verið\í að sam-
eina prinsessuna og unnusta henn-
ar ,og nú 'fékk hann ekki að sjá
þann draum rætast, sem þó var
svo nærri. Eiríkur klappaði Ragn-
ari á öxlina, um leið og sjóræning-
inn strauk tár úr auga sér. Svo
grófu þeir Pjakk við rætur turns-
ins, þar sem hin dáða prinsessa
hans hafði verið fangi. Það var
sorgarathöfn, en hjarta Pjakks
hefði sprungið af gleði, hefði
hann séð endurfundi Seathwyns
og sonar hans, og ekki síður, þeg-
ar feðgarnir gengu burt í friðsam-
legri samfylgd Althans.