Tíminn - 19.07.1961, Side 16

Tíminn - 19.07.1961, Side 16
Miðvikudaginn 19. júlí 1961. 161. blað. Bourgíba reynir að hrekja Frakka frá flotahöfninni í Bízerta NTB—Túnis, 17. júlí. ÞaS er Ijóst af ræðu Bourg- íba Túnisforseta á þingi lands- ins í dag, að hann er ákveðinn í að gera úrslitatilraun til þess að flæma Frakka burt frá flotastöð þeirra í Bízerta. Tún- isstjórn hefur reynt að fá Frakka til að fara með her- stöð þessa, en hefur litla á- heyrn fengið, enda er ein- hvers konar samningur fyrir hendi um þetta mál. Undaníarið hefur Bourgíba gramizt mjög, að Frakkar hafa unnið að ýmsum framkvæmdum við flotahöfnina, eins og þeir ætli Offramleiðsla á kartöflum? Ef veður verður hagstætt það, sem eftir er af sumri, má gera ráð fyrir afar mikilli kartöfluuppskeru og jafnvel meiri en við getum torgað. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Grænmetisverzlun landbúnað- arins í gær. í vor var yfirleitt sett niður snemma og vel voraði. Var sett niður meira af kartöflum en nokkru sinni áður og má marka það af hinni miklu útsæðissölu. Veðurfar hefur hins vegar verið kalt um land allt í sumar og spretta hæg. Síðustu heitu dagarn- ir hafa bætt þar talsvert úr. Ef framboðið á innlendum kart- öflum fer fram úr eftirspurninni, skapast ýmis vandamál. Hag- kvæmt væri, að kartöfluframleiðsl an sé svipuð og hún var í fyrra- haust, en þá var hún aðeins minni en eftirspurnin. Vantar nú um 1000 tonn af erlendum kartöflum til viðbótar, en það er lítið magn miðað við heildarneyzluna. sér þar langa vist. í ræðu sinni í dag sagði hann, að nú yrði allt gert til þess að flæma Frakka burt. Yrði flotahöfnin einangruð svo kyrfilega sem mögulegt væri. Enginn Frakki fengi að fara út úr herstöðinm, og allt samband inn fyrir girðinguna yrði rofið. „Allt hefur verið gert til þess að við megum ná sigri í þessu máli,“ sagði Bourgíba. Mikilvæg herstöð, segja Frakkar Frakkland hefur haft herstöðina í Bízerta síðan fyrir sjálfstæðis- töku Túnis, og hún hefur lengi verið Túnisbúum þungbær þymir í augum. Franskir herstjórnar- menn telja flotastöð þessa afar mikilvæga frá sínum sjónarhóli, ekki sízt, ef til kjarnorkustríðs kæmi. Vígi verða nú hlaðin á þeim vegum, sem liggja til stöðvarinnar, sagði Bourgíba í dag. „Frakkar héldu, að við hefðum gefizt upp við að reyna að vinna Bizerte aft- ur,“ sagði hann, „en þar hefur þeim illa skjátlazt. Við krefjumst þess að minnsta kosti, að Frakkar viðurkenni það meginatriði, að við höfum rétt til að vísa þeim burt.“ Sjálfboðaliðum hefur verið safnað til þess að vera við einangrunar- virkin í kringum herstöðina, og fullvissaði Bourgíba þessa flokks- menn sína um, að komið yrði í veg fyrir, að Frakkar legðu til at- lögu við þá. Fylgja eftir kröfum um Sahara Bourgíba sagði enn fremur, að sendir yrðu aðrir sjálfboðaliðar til Garet-el-Hamel í þeim hluta Sa- hara, sem Túnis gerir kröfu til gagnvart Frökkum. Hann minntist á, að Túnisbúum værí sagt, að Al- þjóðlegar skuldbindingar neyddu þá til að láta Frakka hafa herstöð- ina í friði. En Túnisar gætu varla talið sig bundna af milliríkjasam- þykktum, sem gerðar hefðu verið án samþykkis þeirra. Einangrun eins og sú, sem Túnisar setja nú á Bízerta hefur einu sinni áður verið beitt gegn Frökkum á þessum stað. Það var eftir hina illræmdu loft- árás þeirra á landamæraþorpið Sakiet-Sidi-Youssef um árið. Fóstbræður boðnir til Sovétríkjanna Karlakórinn Fóstbræður fer í söngför til Sovétríkjanna í septembermánuði n. k. og verSa söngmenn gestir sov- ézka menntamálaráðuneytis- ins meðan dvalið er í landinu. Boð þetta er tilkomið fyrir milligöngu íslenzka mennta- máJaráðuneytisins. Söngstjóri kórsins verður Ragn- ar Björnsson, einsöngvarar Krist- inn Hallsson, óperusöngvari óg Erlingur Vigfússon. Undirleikari verður Carl Billich. Þáttakendur í förinni verða rúih- lega 40. Á leiðinm til Sovétríkjanna er áformað að kórinn haldi sam- I söngva í Finnlandi. Áætlunarflug til Trékyllis- víkur vikulega Frá fréttaritara Tímans í Trékyllisvík, 17. júlí. Hingað kom í gær flugvél frá hinu nýstofnaða félagi, Leiguflug, í Reykjavík. Er þetta fyrsta flugferðin í fyrir- huguðu áætlunarflugi til , Gjögurs, Hólmavtkur og Búð- ardals. Lenti flugvélin á hinni ágætu flugbraut fremst á Reykjanestánni , en hún er um 800 metra löng og j liggur frá norðaustri til suðvest- urs. Er aðflug mjög gott og allar j aðrar aðstæður ágætar. Áður hafði Björn Pálsson flogið til Gjögurs, en þær ferðir voru ekki fastar. Nú hefur Daníel Pétursson, sem rekur fyr’irtækið Leiguflug, hins vegar hafið fastar ferðir, sem áætlaðar eru einu sinni í viku, á mánudögum. Flýgur hann þessa daga fyrst til Búðardals, þaðan til Hólmavíkur og endar á Gjögri. Fargjald til Hólmavfkur kostar 300 krónur, til Búðardals 250 og í Gjögur 400 krónur. Hyggja menn blaSinu í fyrradag. ÞaS hefur þó varla veriS þessi fallegi prófíll, sem hafTkvamÍ^ffþ^’hve laSaSi Hjalta aS hennl forSum daga, því aS þá voru menn ekki farnir aS erfiu hafl V€rfð ag komas(. . þfissa horfa á hana úr lofti. staði og það að vonum. — G.P.V. i „Já, Eldey er bara sæt, ef rétt er á hana litiS". Þannig hófst bréf, sem sko'tiS var inn til Tímans í gær. Því fylgdi Eldeyjarmynd — úrklippa úr Ferðalag í húsvagni — sumarbústað á hjólum Tími sumarleyfa og ferða- laga stendur nú sem hæst og fólk flykkist burt úr bæjunum út um landið. Þeir, sem eru svo heppnir að eiga sumarbú- staði, halda þar gjarnan kyrru fyrir og njóta lífsins, aðrir um fer eftir veðrinu. Vagnar þjóta á bílum sínum um allar þeir, sem á íslenzku hafa verið jarðir eða liggja við í tjöldum. nefndir húsvagnar, eru tals- En sumarbústaðir hafa þann vert notaðir erlendis til slíkra ókost, að þeir eru alltaf á ferðalaga. Eru það nokkurs sama stað, og vistin í tjöldun- konar sumarbústaðir á hjól- —-------------- - - , um, sem hægt er að flytja með Á efri myndinnl sést bíll þeirra Jónínu Helgadóttur og Jóns Gíslasonar me5 tengivagninn aftan f. Á neðri myndinni sitja þau hjónin inni í tengi- vagninum, sem i senn er setustofa þeirra, svefnherbergi og eldhús á ferðalögum. sér, hvert sem fært er á bíl. Ungur Akureyringur, Jón Gísla- son, tók sig til nýlega og smíðaði sér slíkan vagn. Nú í sumar hélt hann í ferðalag um landið, ásamt konu sinni. Ferðast þau í Jeppa, sem þau eiga,_og hafa húsvagninn í eftirdragi. TÍMINN frétti af ferð þeirra, þegar þau voru stödd í Reykjavík, og sendi auðvitað ljós- myndara og blaðamann á staðinn. Jeppinn stóð hjá Langholts- kirkju og húsvagninn þar hjá. Jón og kona hans, Jónína Helgadóttir, buðu okkur að gera svo vel að ganga í bæinn og fá okkur sæti. | Inni í vagninum er heimilislegt ! um að litast og furðu rúmgott. Tvö rúm eru þar sitt hvoru megin og borð á milli, myndir á veggjum, útvarp, fataskápur úr plasti, og auðvitað tjöld fyrir gluggunum. — Það er aldeilis heimilislegt hjá ykkur, verður okkur að orði. ; — Já, já, þetta er alveg ágætt, við erum eins og í sumarbústað, það er bara heldur þrengra. — Smíðaðir þú þetta sjálfur, Jón? — Já, ég gerði það, eiginlega allt nema hjólin. Ég byrjaði á þesáu í páskafríinu og gerði það svona í hjáverkum. — Laukstu kannske við það : páskafríinu líka? — Nei, ég var fram að hvíta- sunnu. Ég hef unnið við bílayfir- byggingar undanfarið hjá Grími , Valdimarssyni á Akureyri. Ég (Framhald á 15. sR!u>

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.