Tíminn - 28.07.1961, Qupperneq 1
169. tbl. — 45. árgangur.
Léttlyndir í gamla
daga — bls. 8
Föstudagur 28. júlí 1961.
Settu virkt tundurdufl
upp á bryggju i Eyjum
Vestmannaeyjum, 27. júlí.
Vélbáturinn ÖSIingur kom í gærmorgun
að bryggju hér í Eyjum með tundurdufl,
sem skipverjar fengu í humartroll hér aust-
ur af Eyjunum í fyrrinótt.
Fenginn var maður frá landhelgisgæzlunni,
Erling Magnússon, og gerði hann duflið óvirkt í
gær, en það reyndist óskemmt, og því að öllum
líkindum virkt.
Skipverjar á Öðlingi tilkynntu að sjálfsögðu um
hinn varasama feng sinn, en er þeir komu að
byggju, hugsuðu þeir ráð sitt ekki lengi heldur
skipuðu duflinu upp á bryggju. Þar setti lögreglan
vakt við það, þar til Erling Magnússon kom á
staðinn o.g rannsakaði gripinn.
(Framhald á 2. síðu.)
Með dragnót
fyrir borð
og drukknaði
Bíldudal, 27. júlí.
ÞaS slys varð á þriðj jdaginn, að mann tók
út af vélbátnum Freyju frá Bíldudal, er hún
var að dragnótaveiðum í mynni Arnarfjarð-
ar og drukknaði hann. Sjómaðurinn hét
Helgi Magnússon, var rúmlega þrítugur að
aldri, ókvæntur, en bjó með roskinni móður
sinni á Bíldudal.
Freyja var að dragnótaveiðum á þriðjudaginn í
blíðskaparveðri. Slysið varð með þeim hætti, að
nótin fór í skrúfu bátsins, og um leið og hún vatt
nótina upp á sig, kippti nótin manninum fyrir
borð.
Skaut upp einu sinni.
Vél bátsins stöðvaðist, þegar nótin fór í skrúf-
una, en báturinn var á ferð og skreið áfram frá
manninum í sjónum, og fengu skipverjar ekki ann-
að að gert en kasta út bjarghring. Helga skaut
up einu sinni, en síðan sást hann ekki framar.
Hann varð þegar laus við nótina, er hann kom í
sjóinn, en skipverjar gátu ekkert gert til bjargar,
þar sem vél bátsins hafð istöðvazt, og þeir voru
of langt í burtu. Helgi var þaulvanur sjómaður
og mjög vel syndur. Sjóprófum vegna slyss þessa
lauk í gær. P.Th.
Ljósmyndari og blaðakona Tímans brugðu sér
í gær i brakandi þerrinum austur í Ölfus til
að hyggja að heyskapnum, og tók Ijósmynd-
arinn þesas mynd við það tækifæri.
Siglt meö austan
síld til Vestm.eyja
í gærkveldi voru væntanleg
til Vestmannaeyja tvö síld-
veiðiskip með dávænan síldar-
afla, sem átti að fara í bræðslu
þar. Er þess ekki fyrr getið,
að siglt hafi verið með síld frá
Austurlandsmiðunum til Eyja.
Þessir bátar eru Ófeigur II og
Bergur, báðir úr Eyjum. Þeir
lögðu af stað af miðunum fyrir
austan á miðvikudagsmorguninn.
Veður var hið hagstæðasta til sigl
ingarinnar, eftir að kom suður að
Gerpi, enda komin noyðaustan átt
fyrir Austurlandi og fyrir norðan.
Var þá ekki víst, að miklu Iengri
iaSjjflj | tíma tæki að sigla til Eyja en Siglu
fjarðar. Fyrir austan var þá ekki
heldur vænlegt að landa. Á Seyðis
firði biðu 25 skip löndunar í fyrra
dag með 17 þúsund mál og var þar
6—7 sólarhringa bið.
Humarleyfi
tekin af 16
Vestmannaeyjum, 27. júlí.
í gær kom hingað til Vest-
mannaeyja tilkynning frá
sjávarútvegsmálaráðuneytinu,
þar sem humarveiðileyfin eru
tekin af 16 bátum. Samtals
munu upp undir 30 hafa feng
ið leyfi þessi í upphafi.
(Framhald á 2. síðu.)
TALIS Á
Rétt eftir hádegið í gær
kom varðskipið Ægir með
norska skipið Talis, sem leigt
hefur verið til síldarflutninga
fyrir norðan og austan, í togi
inn til Vopnafjarðar. Skipinu
hafði hlekkst á út af Digra-
nesi, sent hafði verið út neyð-
arseyti og áhöfnin yfirgefið
skipið, þar sem talln var hætta
á að því myndi hvolfa. Svo illa
fór þó ekki.
Talis, sem er annað noska skip-
ið, sem Éyjafjarðarverksmiðjurn-
| ar hafa á leigu til síldarflutninga,
ivar á norðurjeið með fullfermi, er
það hafði tekið á Seyðisfirði, lið-
lega 4 þúsund mál. Skipið fór frá
* Seyðisfirði síðari hluta dags á mið-
vikudag. Þá fói veður versnandi.
Farmurinn kastaðist til
Fyrri hluta nætur var skipið
statt 18 sjómílur út af Digranesi.
Var þá veðurhæð orðin 6—7 vind-
stig og sjór talsverður. Er hér var
komið, sprungu skilrúm í lest
skipsins og farmurinn kastaðist
fram og út á stjórnborðssiðuna.
Skipið fékk þá mikla slagsíðu, og
klukkan 3.35 sendi það út neyðar
skeyti og' bað um aðstoð, o g var
þá talin hætta á að skipinu hvolfdi.
Síldarbátar í námunda
Varðskipið Ægir, sem var við
síldarleit út af Austfjörðum, lagði
þegar af stað til skipsins, en sendi
um leið út kall til síldarbáta, sem
kynnu að vera staddir nær skipinu,
að þeir færu Talis til hjálpar.
Tveir bátar reyndust vera skammt
(Framhald á 2. síðu.)
11 r þrotabúi
„viðreisnarinnar"
Áður en viðreisnin kom til,
var orðin mjög mikil upbygg-
ing í mörgum sjávarplássum
landsins og fólksfjölgun sýni-
Iega framundan víða, enda mik
ið byggt af íbúðum. Aukin
fiskigengd vegna útfærsiu land
helginnar lofaði góðu um fram
tíðina.
Nú hefur þeim kreppumönn-
urn tekizt að stöðva þessa
hröðu framþróun, þótt enn
njóti þess, sem búið var að
gera. Skipakaup eru nú orðin
fágætur atburður og fram-
kvæmdir í fiskiðnaði sáralitl-
ar. íbúðabyggingar mega heita
stöðvaðar víða — aðeins reynt
að ljúka því, sem byrjað var á,
áður en yfir skall. Og það sem
út yfir tekur þó er, að nú ber-
ast þær fréttir, að togarafloti
Breta sé byrjaður að sikrapa í
landhelginni og drepa ungfisk-
inn eins og áður, áður en land-
helgin var færð út. Enginn
nefnir stefnu þeirra krepu-
manna viðreisn lengur, nema í
beizku háði.