Tíminn - 28.07.1961, Qupperneq 11

Tíminn - 28.07.1961, Qupperneq 11
iT/í M IN N, föstudaginn 61. 11 íslendlngar sóla sig í Suðurlöndum. Hópferðir Sunnu til Suðurlanda FerSaskrifstofan SUNNA gengst í sumar, eins og að undanförnu fyrir utanlands- ferðum með íslenzkum farar- stjórum til margra Evrópu- landa. Auk þess, sem skrif- stofan annast almenna far- seðlasölu, skipuleggur hún ferðir fyrir einstaklinga og hópa. En SUNNA er nú aðili að IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga, sem veitir skrif- stofunni rétt til að 'selja og gefa út farseðla á öllum flug- leiðum. Þessi aðili gerir skrif- stofunni enn fremur mögu- legt að láta hópferðafarþega sína fljúga með öllum erlend- um flugfélögum á svo hag-' stæðum kjörum, að flug með Caravelle-þotum milli borga í Evrópu kosta þátttakendur í sUNNUferðum ekki meira en járnbrautarferð, eða lang ar og þreytandi bílferðir dag eftir dag. Nokkrar almennar hópferð ir SUNNU hafa í vor og sum-1 ar, þegar verið farnar til Spánar, Madeira, Portugals,; Bretlands og Norðurlanda, og 29. júlí verður önnur Norður-; landaferð sumarsins á vegum skrifstofunnar til Noregs, Sví þjóðar og Danmerkur. Er sú ferð þegar fullskipuð, nema einhver forföll verði síðustu dagana fyrir brottför. íslendingum er nú óðum að skiljast, eins og öðrum þjóð- um, að vel skipulögð hópferð er ódýrasti og Þægilegasti ferðamátinn, ekki sízt í ferð um, þar sem ekki er mikið um þreytandi bílferðir, allar lang leiðir flognar og nægur tími gefst til hvíldar og skemmt- unar á eftirsóknarverðustu stöðunum. Ferðaskrifstofan SUNNA hefur náð föstum, hagkvæmum samningum við hótél og flutningatæki, enda þekkja forráðamenn skrifstof unnar af eigin raun og fyrri viðskiptum þá aðila, sem skipt j er við. Hefur þannig tekizt' að halda niðri ferðakostnað- inum, sv oferðir í ár verða1 ekki dýrari en í fyrra. Ein vinsælasta sumarleyfis ferðin 18. ágúst—7. september er til Parísar, Sviss og Rínar- landa, með möguleikum til að framlengja ferðina á heimleið í London, eða Kaupmanna- höfn. Flogið er til Parísar með stuttri viðkomu í London. Gefst fólki tækifæri til að skoða París, sigla á Signu og gera sig heimakomna í „lista- mannahverfunum“. Farið er til Versala og skoðaðar hallir og garðar „Sólkonunganna". Á kvöldin eru svo heimsóttir skemmtistaðir borgarinnar, þar á meðal „Rauða myllan“. Frá París er flogið með Caravelle-þotu Air France til 1 Sviss og ferðast þar og dvalið í heila viku í hjarta Alpa- fjallalandanna. Farið í braut um upp á háfjöllin, siglt á stórvötnum og notið sólar og hvíldar á baðströndum. Frá Sviss liggur leiðin til hinna sögufrægu Rínar- byggða, þar sem dvalið verður og ferðast síðustu viku ferð- arinnar. Uppskeruhátíðirnar standa þá sem hæst í vín- ræktarhéruðunum. Farið er í skipsferðir á Rín, meðál ann- ars framhjá Lorelei-klettin- um, og síðast en ekki sízt má nefna kvöldsiglingar á stór- um, upplýstum skemmtiskip- um, þar sem dansinn dunar. Frá Rínarlöndum liggur leið- in svo heim. Farþegar geta þá orðið eftir á heimleið í London, Hamborg eða Höfn, og notað flugfar sitt heim með hvaða áætlunarflugferð sem er. Fyrsta september hefst svo Ítalíuferð, þar sem góður tími gefst til dvalar á fögrum og frægum stöðum. Flogið er til Milano og þaðan farið með langferðabíl, ítölskum af nýj- ustu gerð, til Feneyja. Þar er dvalið við baðstrendur og lit- ríkt suðrænt borgarlíf. Siglt á „gondólum“ og skoðaðar hallir Feneyjakaupmanna. — Þaðan liggur leiðin svo suður til Rómar, með viðkomu í Florens og fleiri stöðum. í Róm er dvalið í fimm daga, áður en haldið er suður til Napoli og Sorrento og Capri, þar sem enn bíður nokkurra daga dvöl undir suðrænni septembersól. *'r:“Áð;þviToknu hefst svo sér- kennilegasti þáttur ferðarinn ar, þegar siglt er frá Napoli til Miðjarðfrhafsstrandar .Frakklands, með hafskipinu Leonardo Da Vinci, glæsileg- asta hafskipi ítala, 33 þús. smál. að stærð. Er það búið glæsilegum samkvæmissölum, sundlaugum og leikvöllum, að ógleymdum verzlunum með tollfrjálsan varning á leiðum milli landa. Síðustu daga ferðalagsins er svo dvalizt á Bláströnd Frakklands, í Monte Carlo og Nizza. í september verður tveggja vikna ferð til Mallorka, með svipuðu sniði og páskaferðir SUNNU þangað. Dvalizt er þar við sól og strendur og ferð ast um eyjuna í fylgd með ís- lenzkum fararstjóra. í fyrra var efnt til SUNNU ferðar til Skotlands á Edin- borgarhátiðina. Varð þessi píralkjólar og síöari pils að komast í tízku Frá París berast þær fregn- ir að spírallinn sé það form sem koma skal í haust- og vetrar tískunni en sýningar á þeim klæðum eru nú hafnar. Þá er pilssiddin sokkin nið ur í allt að 45 sentimetra á Þessl kápa er víst með því nýjasta frá París. í tilefni af mynd og frétt látum við fyigja vísu, sem fannst skrifuð á miða innan í tízkublaði á læknabiðstofu hér í bæ, en finnandi stakk henni að okkur: Ör er þrá í eðli svelns ástar miðla gæðunum. Þið eruð reyndar allar eins undir tízkuklæðunum. meðalmanneskju. Kjólar eru mittislausir og beltislausir og þann veg undnir utan um konurnar að spíralform mynd ast. Þá eru margs konar dragt-kjólar á döfinni og um fangsmiklir hattar. Skinn eru mikið notuð sem bryddingar og til að mynda nefnd spíral- form eðá gormsnúninga. En það sem mestu .máli skiptir er að sjálfsögðu að pilssíddin tosast niður. Sú staðreynd á eflaust eftir að láta til sín taka í pyngjum manna áður en næsti vetur er á enda liðinn. Spænskur námsstyrkur Spönsk stjórnarvöld hafa boðið fram styrk handa íslenzkum stúd- ent eða kandídat til háskólanáms á Spáni tímabilið 1. október 1961 til 30. júní 1962. Styrkurinn nemur 3000 pesetum á mánuði framangreint tímabil, en auk þess fær styrkþegi greidda 1500 peseta við komuna til Spánar. Innritunargjald þarf ekki að greiða. Sé námið stundað I Madrid, mun styrkþega, ef hann æskir þess í tíma, útveguð vist í stúd- entagarði gegn venjulegu gjaldi. I Umsóknum um styrk þennan i skal komið til menntamálaráðu- neytisins fyrir 25. ágúst n. k. Um- sókn beri með sér, hvers konar | nám umsækjandi hyggst stunda, I og fylgi staðfest afrit af próf- jskírteinum, svo og meðmæli, ef til eru. Umsóknareyðublöð fást í j ráðuneytinu og hjá sendiráðum íslands erlendis. EancJaríkjamenn %ekka vodka Félag barþjóna í Bandaríkj unum hefur tekið saman skýrslu um mest drukknar vlntegundir þar í landi. Það sýnir sig, að vodka er að yfir vinna gin, sem hefur verið drykkja vinsælast, og á síðast liðnu ári drukku Bandaríkja menn 900.000 kassa af vodka. Aðalástæðan er talin sú, að lítill vínþefur er af þeim sem drekka vodkann. Góðir farkostir milli dvalarstaða nýjung vinsæl og komust færri með en vildu. Verður nú efnt til Skotlandsferðar með sama sniði. Farið verður 26. ágúst, og stendur ferðin í 8 daga. Flogið er til Glasgow og farið þaðan með langferða j bíj. um Skotlandsbyggðir til höfuðborgar Skotanna, Edin-j borgar, sem margir íslend-| ingar kannast við að fornu og i nýju. Þar verður dvalizt meðan yfir stendur hin alþjóðlega; listahátíð. Farið verður íj skemmtiferðir um hin skozku Hálönd og enn fremur verzl unarferð til Glasgow og er sá dagur ferðarinnar aðallega ætlaður kvenfólkinu, sem jafnan þykir hagkvæmt að gera einhver fatakaup í Eng- landi Jafnframt því, sem ferða- skrifstofan SUNNA efnir til eigin ferða fyrir íslenzka far þega með íslenzkum farar- stjórum, hefur skrifstofan samvinnu við erlendar skrif- stofur varðandi þátttöku ís- lendinga í þeirra ferðum. — Meðal þeirra eru Jörgensen í Kaupmannahöfn, Linjebuss í Svíþjóð og Global Travel Ser- vice í Englandi. Eru þessar ferðir oft hagkvæmar og þar hægt að finna eitthvað við allra hæfi. Hins vegar er það reynsla skrifstofunnar, að jafnvel þeir fslendingar sem vanir eru ferðalögum og kunna góð skil á málum, njóti bezt ferðalaga með íslenzkum fararstjórum, enda bjóðast þar hagkvæmustu ferðakjör- in, þegar á allt er litið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.