Tíminn - 29.07.1961, Blaðsíða 3
T f M I N N, laugardaginn 29. ji'ilí 1961.
3
Flugvélin Sólfaxi
leiðbeinir skipum í ís
Óvenjumikill ís er nú við
Austur-Grænland og hefur
„Sólfaxi" farið margar ískönn
unarferðir norður með strönd
inni. Á miðvikudaginn fór
flugvélin alla leið til Station
Nord, sem er á 82. gráðu
norðlægrar breiddar.
í gærkvöldi leiðbeindi „Sólfaxi"
Grænlandsfarinai ,,Polarbjörnen“
inn til Aputiteq. — Polarbjörnen
var búinn að vera fastur í ísnum
í 10 daga, er „Sólfaxi" kom hon-
um til aðstoðar og fann „rennu“ ]
til lands, sem skipinu var svo leið.
beint eftir.
Flugmenn á „Sólfaxa", þeir Þorj
steinn Jónsson og Ríkarður Jóna-j
tansson, sögðu, að annað skip,!
Frida Dan, hafi verig á leið tilj
Meistarayíkur, en þar er önnurj
flugvél staðsett, sem mun leið-l
beina því til hafnar.
Á miðvikudagskvöldið_ fór
„Gunnfaxi" Flugfélags íslands
með ferðamannahóp til Meistara-.
víkur í Grænlandi ,en sem kunn-
Suðurnesjaíerð
í dag, laugardag, klukkan hálf-j
tvö verður farin skemmtiferð um :
Suðurnes og lagt af stað frá Bif-
reiðastöð íslands við Kalkofnsveg.
Ekið verður fyrst til Keflavíkur,
um Garðskaga og Sandgerði inn á|
Keflavíkurflugvöll. ,Verður fyrst
ekið um völlinn og því næst að (
hótelinu, þar sem fólkinu verður
gefið tækifæri til að fá sér síð-
degiskaffi. Þaðan verður svo farið
um Hafnir suður að Reykjanesvita
og skoðað sig um þar. Næst verð-
ur ekið um hinn nýja Oddsveg
meðfram suðurströndinni til
Grindavíkur og stanzað j>ar. Á
heimleið verður ekið út á Álftanes
um Garðahverfi til Bessastaða og
staðurinn skoðaður. Komið verður'
aftur til Reykjavíkur klukkan hálf
tíu. Leiðsögumaður verður Gísli
Guðmundsson.
ugt er af fréttum hafa Flugfélag
íslands og Ferðaskrifstofa ríkisins
efnt til nokkurra ferða þangað í
sumar.
Þessi ferð til Meistaravíkur var
upphaflega ákveðin 25. júlí, en
vegna óhagstæðra veðurskilyrða
var ferðinni frestað um einn dag.
Ferðafólkið fékk mjög gott veður
í Meistaravík. Glampandi -sólskin
var og gafst þátttakendum í ferð-
inni tækifæri til þess að sjá úr
landi. Enn fremur skoðaði ferða-
sund og sauðnautahjarðir á James
landi. Ennfremur skoðaði ferða-
fólkið blýnámuna í Meistaravík,
en þar er, sem kunnugt er, mikill
námurekstur. Enn er eftir ein
ferð til Meistaravíkur í sumar og
verður hún farin 14. ágúst.
Önnur ferðin til Narssasuaq og
hinna fornu íslendingabyggða verð
ur farin 2. ágúst n.k. Meðal þátt-
takenda í þeirri ferð er hópur
Svisslendinga, sem hér dvelst um
þessar mundir. Ferðin til hinna
fornu fslendingabyggða tekur
þrjá daga, og er dvalist á gistihúsi
í Narssasuaq.
Pétur krefst
hjörgunarlauna
Pétur Hoffmann hefur tilkynnt
sakadómaraembættinu, ag hann
muni gera kröfu til björgunar-
launa vegna afskipta sinna af
rússnesku gullrúblunum. Kröfu
sína byggir hann á j>ví, að hann
hafi fyrstur manna komið málinu
í gang, þar eð Jiann hafi tjáð blöð-
unum alla málavexti, er hann varð
þess áskynja, að farig var áð bjóða
gullpeninga þessa til sölu, þótt all-
ir aðrir þegðu.
„Það er þeim mun réttlátara,'að
ég fái björgunarlaunin“, sagði Pét-
ur, „að ég hef haldig sýningar á
því gulli, sem ég hef fundið á lög-
legan hátt á Gullströndinni svo-
nefndu, svo að hver gæti helgað
sér það, sem hann þekkti sem sína
eign og fengið þag afhent gegn
vægum fundarlaunum".
Útför Jóns
Steingrímsson
ar sýslumanns
Kveíjuathöfn
í Borgarnesskirkju
í gær var kvaddur í Borgamesi'
Jón Steingrímsson sýsilumaður
er andaðist 22. þessa mánaðar. At-
höfnin hófst með húskveðju að
heimili hins látna og síðan kveðju
athöfn í Borgameskirkju, en þang
ag báru kistuna sýslunefndar-
menn og félagar úr Rotaryklúbbi
Borgarness. Minningarræðu flutti
séra Leó Júlíusson, sóknarprestur,
og kirkjukór Borgamess söng.
Fjölmenni var við kveðjuathöfn
ina. Að athöfninni lokinni, og eftir
að þegnar höfðu verið veitingar,
fór fjölmenn fylgd ag sýslumörk-
um Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
við Hvítárbrú, en þar var sunginn
sálmur. Jón Steingrímsson verður
jarðsettur í dag i Fossvogskirkju-
Hérna eru þær, tvíburasysturnar. ViS sjáum því, að þið sjálð það aðeins á j garði. Hans er minnzt á Öðrum
sundbolnum, hvora við völdum á forsíðuna. (Ljósmynd: TÍMINN — IM). | stað í blaðinu í dag.
Bizerte-deílan:
afskiptu
Viðræöur Frakka og
Serkja leysast upp
NTB—Evian, 28. júlí.
í dag héldu fulltrúar serk-
nesku útlagastjórnarinnar og
fulltrúar frönsku stjórnarinn-
ar fund með sér í Lugrin-höll-
inni, skammt fyrir utan Evian.
Var þar Alsírmálið á dagskrá,
en sérstaklega var tekin tii
meðferðar deilan um Sahara.
Eftir fundinn lýsti sendinefnd
Serkja því yfir, að henni væri
ómögulegt að halda áfram við-
ræðunum við Frakka, og er
talið, að deilan um framtíð
Sahara hafi ráðið úrslitum um
þessa ákvörðun Serkja. Engin
ákvörðun hefur verið tekin
um það, hvort viðræður verði
seinna teknar upp að nýju.
í gær og í dag ræddust þeir við.
Louis Joxe, Alsírmálaráðherra
Frakka, Oig Belcacem Krim, og
freistuðu þess að miðla málum,
svo að viðræðurnar gætu haldið
áfram, en allt kom fyrir ekki.
Louise Joxe fór stnax eftir
fundinn i dag til Parísar, þar
sem liann mun ræða við de
Gaulle, forseta.
Haft er eftir frönsku fulltrú-
unum á ráðlstefnunni, að þeir
telji engan möguleika á því, að
viðræður verði teknar upp að
nýju um Alsír.
Loftvarnarlið á verði
Hermenn úr franska loftvarna-
liðinu, vopnaðir vélbyssum, stóðu
á verði umhverfis Lugrin-höllina,
meðan á fundinum í dag stóð.
Er þetta í fyrsta sínn, eftir að
viðræður milli þessara aðila hóf-
ust á nýjan leik, að franska stjórn
in gerir öryggisráðstafanir gegn
hugsanlegri loftárás öfgamanna til
(Framhald á 2. síðu.)
NTB—Túnis og New York,
28. júlí.
Ráðgert hafði verið, að ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna
kæmi saman til fundar klukk-
an 7 í kvöld eftir íslenzkum
tíma til þess að ræða Bizerte-
deiluna að nýju, samkvæmt
ósk Túnisstjórnar. Er klukkan
var orðin hálfátta var fulltrúi
Frakka hjá S.Þ. ekki kominn í
sæti sitt. Rétt um sama leyti
barst forseta ráðsins tilkynn-
ing frá Frökkum, þar sem því
var lýst yfir, að Frakkar sæu
enga ástæðu til þess að full-
trúi þeirra sæti fundinn. Var
;fundinum þá frestað í ráðinu,
jog hefur nýr fundur ekki ver-
: ið boðaður.
i Fyrr um daginn hafði franska
stjórnin gefið út yfirlýsingu, þar
sem hún hafnar öllum afs.kiptum
Sameinuðu þjóðanna að deilunni
um Bizerte.
Óveðursbiikur á lofti
i
; Fréttastofan AFP segir frá þvi
i dag, að tilkynnt hafi verig opin-
berlega í Túnis, að franskar flug-
vélar haldi áfram að fljúga í leyfis
leysi um lofthelgi Túnis. Er því
haldið fram, að franskar herflug-
, vélar hafi verið á svei.mi yfir
Kairouan-svæðinu, sem er innan
t- lofthelginnar.
Frá París berast þær fregnir,1
að á sunnudaginn hefjist flutning-
ar á nálega 10 þús. frönskum borg- j
urum og hermönnum frá Túnis
til Frakklands, og hefur verið kom 1
ið upp sérstakri móttökustög fyrir
þetta fólk í Marseille.
Frakkar hafa í hótunum
Franska stjórnin lýati því yfir
í dag, að hún myndi hér eftir sem
hingað til meta það sjálf, hvað
væri öryggi Frakklands fyrir
beztu, en ekki láta segja sér fyrir
verkum í þeim efnum.
„Deilan verður aðeins leyst meg
viðræðum og samningum milli
Frakka og Túnismanna“, segir í
þessari yfirlýsingu frönsku stjórn-
arinnar. „Með aðstoð S.þ. ætla
afna
S.þ.
Túnismenn að fá fram, sem þeim
tókst ekki með vopnavaldi. Slíkt
mun þeim ekki haldast uppi,“ seg
ir að lokum.
Síðustu fréttir:
Eftir að fundi öryggisráðsins
hafð'i verið frestað í 3 stundar-
fjórðunga, þar eð fastafulltrúi
Frakka hjá S.þ. Arman Berard,
mætti ekki, hófst hann að nýju
og sat varafulltrúi Frakka, Pierre
Millet ,fund ráðsins í stað
Berards.
Hjðiskemma
byggð í snatri
Raufarhöfn, 28. júlí.
Hér er verið að byggja
mjölhús við síldarverksmiðj-
una í mikilli skyndingu, og á
verkinu að Ijúka á 10 dögum.
Unnið þefur verið að þessu í
þrjá daga. og er grindin kom-
in upp. Hér er aðeins um
bráðabirgðahús að ræða.
Hafizt var handa um að snara
framkvæmd húsbyggingar þessar-
ar, er sýnt þótti, að mjölskemman
myndi fyllast á skömmum tíma,
enda er hún nú að verða nærri
full, en hið nýja hús er byggt við
hliðina á henni. Þó er þess að
gæta, að þegar hafa komið tvö
skip og tekið síldarmjöl til út-
fiutnings, samtals um 12 þúsund
sekki.
Bráðabirgðaskemma
Lengi hefur staðið til að byggja
stóra og myndarlega mjölskemmu
við verksmiðjuna á Raufarhöfn, en
féskortur og ýmis vandræði hafa
staðið fyrir framkvæmdum. Á því
þessi skyndiskemma aðeins að
verða bráðabirgðahús. Verksmiðj-
an hefur tram að þessu tekið við
um 150 þúsund málum síldar, og
geta menn gert sér í hugarluna,
hvílík vandræði myndu að geyma
mjölið, ef verulega mikið bærist
á land af síld, úr því að grípa þarf
til svona ráðstafana nú þegar
J.Á.