Tíminn - 29.07.1961, Blaðsíða 8
8
T í MI N N, laugardaginn 29. júlí 1961,
Vorið 1931 var ég á ferð í Stykk-
ishólmi, er aðalfundur Búnaðar-
sambands Dala- og Snæfellsnes-
sýslu stóð þar' yfir. Mér lék for-
vitni á að hlýða á mál manna og
sjá forustumenn þessara tveggja
sýslna í landbúnaðarmálum.
Fæsta þeirra hafði ég þá séð, þótt
ég kannaðist við suma af afspurn.
Ég notaði tækifærið og leit inn
á fundinn, hlýddi á mál manna og
virti fundarmenn fyrir mér. Um-
ræðuefnið á fundinum, meðan ég
dvaldi þar, var ræktunarmál, og
einnig var rætt um, á hver'n hátt
Búnaðarsambandið gæti unnið að
auknum áhuga fyrir ræktun og
hvernig það gæti aukið fjárhags-
legan stuðning sinn við Wéktunar-
framkvæmdir. Meðal þeirra, er
tóku þátt í umræðum og vakti at-
hygli mína, var ungur maður, fr'íð-
ur sýnum, bjartur á hár og hörund
og drengilegur. Hann var skjótur
í orðurn og hreyfingum. Ekki
leyndi það sér, að ræðumaður
þessi var mikill áhugamaður, og
orka og hraði til framkvæmda
fylgdi með. Þessi ungi maður, er
varð mér svo hugstæður, var Jón
Steingrímsson sýslumaður, er tek-
ið hafði við héraðsstjórn í Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýslu
haustið 1930, en ég hafði eklki átt
þess kost að sjá hann fyrr.
M I N N I N G:
Jón Steingrímsson
sýsiumaður í Borgarnesi
Jón Steingrímsson fæddist á
Húsavík 14. marz árið 1900, sonurj
Steingríms Jónssonar, sýslumanns
þar og síðar bæjarfógeta á Akur-
eyri, og konu hans, Guðnýjar Jóns-
dóttur. Faðir Steingríms var Jón
Sigurðssen, alþingismaður á Gaut-
löndum. Jón Steingrímsson varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1919 og lauk emb-
ættisprófi í lögum 1923 með I.
einkunn. Að lögfræðiprófi loknu
varð Jón fulltrúi hjá föður sínum
við bæjarfógetaembættið á Akui-
eyri, þar til hann var settur sýslu-
maður í Snæfellsness- og Hnappa-
dalssýslu 1. nóvember 1930, en var
skipaður í það embætti 1. apríl
1931. Gegndi hann því embætti til (
1. júní 1937, er hann tók við sýslu-j
mannsembætti í Mýra- og Borgar-j
fjarðarsýslu, sem hann gegndi tilj
æviloka. Jón sýslumaður kvæntist
Karitas Guðmundsdóttur, skipa-
smiðs í Reykjavík, þann 24. júlí
1924. Lifir hún mann sinn. Þau
hjón eignuðust fjögur börn, sem
öll eru uppbomin.
Jón Steingrímsson sýslumaður
lauk miklu og merkilegu ævistarfi,
sem mikið mætti um segja, þótt
hér verði það ekki gert nerna að
litlu leyti.
Svo sem kunnugt er, var Jón
Steingrímsson kominn af miklum
forustumönnum í félagsmálum,
þar sem þeir Gautlandamenn voru.
Það leyndi sér ekki, að þá eigin-
leika hafði hann erft í ríkum mæli.
Á þeim árum, sem hann dvaldi
í Stykkishólmi, tók hann mikinn
þátt í félags- og sveitarstjórnar-
málum þar. Hann átti sæti í hrepps
nefnd, var einn af aðalhvatamönn-
um að stofnun Ræktunarfélags
Stykikishólms og sat í stjórn þess,
þar til hann fluttist þaðan. Félag
þetta átti á sínum tíma mikinn'
þátt í uppbyggingu byggðarlagsins.1
Fleiri framfaramálum Snæfell- j
inga lagði Jón sýslumaður lið, með;
an hans naut þar við.
Þátttaka Jóns sýslumanns í fé-
lags- og framfaramálum í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu er mikil og
merkileg. Hann var mikill umbóta
maður í landbúnaðarmálum og.
undi því vel hag sinum í hinu
fagra og kostamikla Borgarfjarðar-
héraði. Hann lagði fram krafta
sína af al'hug til að auka hagsæld
þess og með miklum árangri. I
því sambandi vil ég minna á þátt-
töku hans í virkjun Andakílsár,
byggingu ms. Akraborgar, Hótels
Borgarness h.f. og fleiri slíkum
málum. Þá vil ég ekki síður geta
þess, að í hans sýslumannstíð var
Húsmæðraskóli Borgfirðinga að
Varmalandi reistur og með hans
samþykiki hafin viðbótarbygging!
við hann nú í vor. Héraðsskólinn
í Reykholti var endurbættur og
fjárframlag veitt til héraðsbóka-
safns. Allar þessar framkvæmdir
bera vott um stórhug og reisn
þeirra, er fyrir þeim stóðu, og á
Jón sýslumaður ekki minnstan
hlut í því vegna þess, hve djarfur
hann var og bjaitsýnn umbótamað-
ur, sem vildi leysa hlutina vel af
hendi. Auk þeirra framfaramála,
sem hér er getið, átti Jón sýslu-
maður sæti í stjórn Kaupfélags
Borgfirðinga, og lét sér mjög annt
um hag þess og vöxt, enda mikill
samvinnumaður. Þá sat hann í
hreppsnefnd Borgarneshrepps óg
var mjög áhugasamur um velferð
kauptúnsins, sérstaklegá var hon-
um hugleikið, að Borgarnes yrði
mikill ferðamannabær, og átti
hann ýmsar hugmyndir um aukna
fyrirgreiðslu vegna ferðamanna.
Hann hafði og mikinn áhuga á
fegrun kauptúnsins.
En Jón Steingrímsson var ekki
einungis afkastamikill umbótamað
ur á sviði félagsmála. Hann var
einnig skemmtilegur félagsmaður.
Þannig tók hann þátt í starfsemi
bridgefélags Borgarness af lífi og
sál og sótti spilakvöld þess til síð-
ustu stundar, og á þorrablóti Rot-
aryklúbbs Borgarness s.l. vetur
dansaði hann sem ungur væri.
Vorið 1957 vorum við Jón sýslu-
maður í hópi þeirra, er boðið var
til Noregs í ferðina „í fótspor Eg-
ils Skallagrímssonar“. Ekki get ég
hugsað mér glaðari og skemmti-
legri ferðafélaga en Jón Stein-
grímsson, brennandi af áhuga fyr-
ir að sjá og heyra það, er okkur
var sýnt og fyrir okkur skýrt.
Hann var boðinn og búinn til að
leysa úr vandamálum annarra, ef
með þurfti og hrókur alls fagnað-
ar. Mér er minnisstætt, hve unga
fólkið, sem í ferðinni var, dáðist
að þessum nærri sextuga sýslu-
manni, sem var fullur af æsku-
þreki og gleði.
Fyrir tveimur eða þremur árum
fór Jón sýslumaður með noklkrum
ungum mönnuni úr Borgarnesi í
fjallaferð að vetiarlagi í miklum
snjó. Þá tókst svo til, að bíll þeirra
bilaði, og urðu ferðamennirnir að
ganga í 6 klst. til bæja í verulegri
ófærð, og höfðu hinir yngri menn
i hópnum orð á þreki og hreysti
sýslumanns, sem lét ekki sinn hlut
eftir liggja í gönguferðinni.
Þátttaka Jóns sýslumanns í fé-
lagsmálastörfum sýnir, hve alhliða
I félagsmálamaður hann var og
hversu eðlilegt honum var sam-
, starf við hinn almenna borgara,
j enda naut hann mikilla vinsælda
; og. álits og trúnaðar almennt og
sérstaklega þó í félögum þeim,
sem hann starfaði í. Hygg ég, að
hann hafi átt sæti í stjórn allra
! þeirra félaga, sem hann starfaði í,
i nema því aðeins, að hann hafi
j sjálfur gert ráðstafanir til að koma
l í veg fyrir það eða leysa sig frá
j störfum. Til dæmis var hann for-
maður i Félagi héraðsdómara frá
1947 og sat 1 stjórn Andakílsár-
i virkjunar, Skallagríms h.f., Bruna-
j bótafélags íslands o. m. fl.
! Einn þáttur í félagsmálastörfum
Jóns sýslumanns var áhugi hans
og þátttaka í stjórnmálum. Hann
var einn af þeim mönnum, sem
jafnan var ánægja af að ræða
stjórnmál við vegna þess, hve
áhuginn var mikill og þátttaka
hans í þeim sem öðru heit og ótví-
ræð. Hann naut þar einnig mikils
álits, sat jafnan á flokksþingum og
oft miðstjórnarfundum Framsókn-
arflokksins og stjórnaði oft fund-
um á flokksþingum af mikilli rögg
semi-og skörungsskap.
Jón Steingrímsson var ekki að-
eins góður félagsmálamaður. Hann
var einnig góður embættismaður.
Hann var reglusamur í starfi,
glöggur á fjármuni og meðferð
þeirra og naut álits fyrir reglu-
semi í öllum fjárreiðum. Hann
hafði fleira til að bera sem góðan
sýslumann mátti prýða. Hann leit
mannlegum augum á hlutina, átti
auðvelt með að átta sig á aðalat-
riðum í hverju máli og elti ekki
ólar við smámuni. Ef setja þurfti
niður deilur manna, vann hann
einatt að sáttum, en ef til þess
þurfti að taka að gera út um mál
með dómi, reyndist hann réttlátur
og glöggur dómari. Enda stóðust
hinir vandasömustu dómar frá
hans hendi fyrir hæstarétti. Má
þar til nefna sem dæmi flókið
landamerkjamál, sem hann þurfti
að fjalla um. Jón sýslumaður kom
upp héraðslögreglu í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu og setti reglur
um framkvæmd á slcmmtisam-
komum í héraðinu. Hygg ég, að
hann hafi verið með þeim fyrstu.
er þeirri skipan komu á um lög-
reglumál úti um landsbyggðina,
en einmæli er, að það var til mik-
ils menningarauka.
Ekki orkar það tvímælis, að Jón
var réttlátur sýslumaður, enda af-
ar vinsæll og vei viitur.
Eg hef hér að framan getið
nokkuð félagsmála og embættis-
starfa Jóns Steingrímssonar. Segir
sú frásögn nokkuð um, hver mað-
urinn var, en minnisstæðastur
mun þó þeim, er kynntust honum
bezt, maðurinn sjálfur. Jón Stein-
grímsson var skarpgáfaður maður,
fljótur að átta si° á málum, og
átti auðvelt með að taka ákvarðan-
ir. Hann var hamhleypa til allrar
vinnu, enda rak hann sitt unifangs
mikla embætti með ótrúlega lít-
illi aðstoð. Minnist ég vinnubragða
hans í þingaferðum, er ég átti kost
á að kynnast. Það var ekki heigl-
um hent að fylgja honum eftir við
afgreiðslu r málum þá, en jafn-
mikið var öiyggið sem hraðinn.
Jón Steingrímsson var ör í lund
og gat verið fljótur að skipta
skapi, svo sem hann var við allt
annað, en jafnfljótur var hann til
sátta, þegar deiluatriði voru upp
gerð. Hæfileikar hans voru miklir,
en mestir voru mannkostir hans,
hinn hlýi, sanni maður, er alltaf
var heill í hverju máli, viðkvæmur
og hjálpfús, vinur vina sinna og
engra óvinur. Þeir, sem áttu því
láni að fagna að kynnast heimili
þeirra sýslumannshjóna, munu
jafnan minnast þess, hve sambúð
þeirra var ástúðleg og hversu Jón
sýslumaður var umhyggjusamur
eiginmaður og faðir og bjó í hag-
inn fyrir börn sín, sem bezt hann
mátti. Hann átti líka því láni að
fagna, að hans mikilhæfa kona bjó
fjölskyldunni sérstaklega fallegt
og aðlaðandi heimili, þar sem
hann naut hvíldar og mikillar um-
hyggju til síðustu stundar. Hefur
frú Karitas sýnt aðdáunarvert þrek
í veikindum manns síns. Fylgdi
hún honum í fjarlægt land, er
hann leitaði þangað til færustu
lækna. Stóð hún jafnan við hlið
hans og fylgdist með líðan hans.
En er vonlaust var um bata, lét
hún flýtja hann heim á heimili
þeirra, svo að hann mætti njóta
umhyggju hennar og heimilisins'
síðustu ævistundirnar.
Jón Steingrímsson hafði yfirleitt
verið heilsuhraustur, þar til síðari
hluta s.l. vetrar, að slappleiki sótti
að honum og þrek til vinnu var
minna en áður. Þó sinnti hann öll-
um störfum þar til síðast í apríl,
að heilsa hans bilaði "að fullu.
Hann andaðist að heimili sínu í
Borgarnesi 22. þ. m.
í upphafi þessarar minningar-
greinar lýsti ég því, hversu minnis
stæður Jón Steingrímsson var mér
frá fyrstu sýn. Kom þar sérstak-
lega til sá kraftur og hraði, sem
fylgdi honurn og hið bjarta svip-
mót. Allt þetta entist honum til
margra farsælla verka.
Mannkostum hans kynntist ég
persónulega síðustu árin. Það var
mikilsvert, að eiga Jón Steingríms-
son að samherja. Mest var þó um
vert að eiga vináttu hans og mega
leita ráða til hans. Hreinskilni
hans og heilindi brugðust mér
aldrei. Fyrir þau flyt ég honum
þökk nú, þegar leiðir skiljast. Bak
við hinn bjarta svip Jóns Stein-
grímssonar, er varð mér sem ungl
ingi svo hugstæður, kom í Ijós við
persónuleg kynni sannur dreng-
skapur, er ég mun jafnan minnast
með mikllu þakklæti.
Ég vil að endingu flytja konu
hans, börnum og tengdabörnum
alúðlegar samúðarkveðjur okkar
hjóna og biðja þeim styrks í sorg
þeirra.
' Halldór E. Sigurðsson.
Frá Kvennabandmu í
V-Húnavatnssýsiu
Aðalfundur Kvennabandsins í Haraldur Björnsson. Leiksýningin
Vestur-Húnavatnssýslu, en að því verður endurtekin tvisvar á sunnu
standa kvenfélög í öllum hreppum daginn. Þá, verða og kvikmyndasýn
sýslunnar, var haldinn að Lækja- ingar. Fjölbréyttar veitingar verða
móti í Víðidal 4. júní s. 1. Fund- á staðnum og að lokum dansað í
urinn hófst með guðsþjónustu og tveim samkomuhúsum. Háppdrætti
prédikaði síra Gísli H. Kolbeins, starfar allan daginn. Verður þar
Melstað. Á s. 1. ári gaf Kvenna- margt góðra muna og flugfar frá
bandið húsgögn og gólfteppi í dag- Reykjavík til Kaupmannahafnar
stofu Dvalarheimilis aldraðs fólks og til baka. Dregið verður á sunnu
á Hvammstanga að verðmæti ná- dagskvöld.
lægt 45 þús. krónum. Áður hafði Hvammstanga, 23. júlí 1961.
Fréttaritari.
Frá hyggtSasafni
Vestfiaría
það lagt fram til byggingar Sjúkra
húss- og dvalarheimilisins um 200
þús. krónur. Á s. 1. vori var dans-
námskeið á Hvammstanga á veg-
um Kvennabandsins. Kennari var
Helga Eiðsdóttir.
Gróa Oddsdóttir, sem verið hef Ragnar Ásgeirsson ráðunautur
ur í stjórn Kvennabandsins nær er um þessar mundir á söfnunar-
40 s. 1. ár, baðst eindregið undan ferð um Vestfirði á vegum safns-
endurkosningu. Voru henni þökk- ins.
uð mikil og góð störf. Stjórn Undanfarið hefur hann unnið
Kvennabandsins skipa nú: Lára að skráningu og flokkun muna,
Inga Lárusdóttir, Skeggjastöðum, sem safnið hefur eignazt s.l. tvö
formaður, Kristín Gunnarsdóttir, ár. Skráðir munir byggðasafnsins
Auðunnarstöðum, gjaldkeri og Ás- efu nú 1550, en enn þá vantar ýmis
dís Magnúsdóttir, Staðarbakka, rit- legt, sérstaklega fatnað og skorna
ari. gripi.
Árshátíð Kvennabandsins verð- Væntir safnsstjórnin þess, að
ur á Hvammstanga 30. þ. m. Kvöld menn taki vel erindi Ragnars.
ið áður v§rður leiksýning, „Kilj- Safnið verður opið almenningi
anskvöld"; leikstjóri Lárus Páls- til sýnis sunnudaginn 30. júlí n.k.
son og aðrir leikendur Helga Val- kl. 2—6 e. h. Aðgangseyrir kr.
týsdóttir, Rúrik Haraldsson - og5,00.