Tíminn - 29.07.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.07.1961, Blaðsíða 16
ÞURRKDAGUR I ÖLFIISI Það er brakandi þurrkur. — Um allt Suðurland er hey á hverju túni, hey í fúlgum og göltum, görðum og flekk, nýslegið hey og þurrt hey. Það er eins og allt snúist um hey, og ekk- ert sé til nema það. Ilmur þess fyllir vitin, Golan feykir stráum í föt manna ag hár. Grænt og angandi hleðst það upp í hlöðum og görðum, hugur bóndans fyllist sigurgleði og þeim friði, sem fylgir vel unnu verki. Geysimikið hey liggur flatt á túninu og þornar óðum í sól- inni. Það hefur verið slegið í gær eða fyrrakvöld og verður orðið þurrt í kvöld, ef það er það ekki nú þegar. Hér er be:p- sýnilega ekki neinn kotbúskap- ur, því að flekkurinn nær yfir 3—4 hektara. Á annaiTi spildu hefur stór Þennan þurrkdag erum við stödd undir Ingólfsfjalli, nánar tiltekið á bænum Nautaflötum í Ölfusi, sem er eitt af 7 nýbýl- um, sem standa þar fram með fjallinu. Hér búa 3 bændur, Pétur Þorbergsson ásamt konu sinni, Vigdísi Eyjólfsd., og synir EFRI MYND: Hér sést hrífan moka upp á vagninn, en annar bræðr- anna tekur á móti og hagræðir hlassinu. NEÐRI MYND: Hús á Nautaflötum eru hin glæsilegustu. Votheys- turn gnæfir þarna yfir fjós og hlöðu, og yit í röðinni er véla- og verkfærageymsla. Hjónin á Nautaffötum, Vigdís Eyjólfsdóttir og Pétur Þorbergsson, með lítinn dótturson sinn, sem var í heimsókn hjá afa og ömmu. múgavél nýlokið við að sópa saman heyinu í garða. Þar eru yngri bændurnir að verki með 2 dráttarvélar. Önnur dregur heyvagn mikinn, en hin er búin tröllaukinni hrífu eða klóru á sterkum kjálkum, sem fest:'ír eiu á vélina og stjórnað þaðan. Hrífan mokar heyinu upp á vagninn í stórum dyngjum og ’fljótt gengur á garðana. Á minna en 10 mínútum eru 15 —20 hestburðir komnir á vagn- inn og vélin leggur af stað heim að hlöðu. — Við erum miklu fljótari að hlaða úr fúlgum, segir Pétur. — Svo tökum við saman og sætum með klórunni líka. Auk þess er hægt að festa ýmis önn- ur verkfæii á kjálkana, t. d. skóflu. Þannig mokum við fjós- hauginn og líka möl og sand, þegar við þurfum á því að halda. „Ryksuga" viS hlöSuna Heima við hlöðuna er tækn- in ekki síðri. All hátt er upp í hlöðuopið, en það kemur ekki að sök. Bændurnir kasta heyinu af vagninum niður á hlaðið, þar sem það sogasrt inn í trekt eina mikla. Liggur hún upp í hlöðuna og þangað er heyið komið á næsta augnabliki. — Þetta er nú ryksuga, segir Pétur. Annars heitir það hey- blásari. Hann er tengdur við sérstakan mótor, en líka er hægt að nota dráttarvél til þess að knýja hann. Það gerum við þegar við flytjum inn í fjárhús- hlöðuna hérna uppi á túninu. Svo látum við hann líka blása votheyinu upp í turninn, lengj- um hann bara svolítið. Vagninn hefur tæmzt á undra skömmum tíma, og fremst í hlöðunni er heyið komið upp (Framhald a 15 siðui.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.