Tíminn - 29.07.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.07.1961, Blaðsíða 11
TlMI N N, laugardaginn 29. júlí 1961. 11 Eftir fimm daga á þjóSveg- um Bandaríkjanna, lífæS þjóS- arinnar, finnst mér vera tími til kominn, aS ég skrifi fyrstu grein mína fyrir Tímann. Ég var valinn fyrir skömmu sem þátttakandi í ferSaprógrammi, sem kallaS er Ambassadors for Friendship, og er á vegum tímaritsins Reader's Digest og er til aS kynna ungum námsmönnum bandarísku þjóSina í lífi og starfi. ViS lögSum af staS frá St. Paul í Minnesota 23. júní og ferS- umst í sex vikur um SuSur- og Vesturríkin í stationbíl. Þar sem Tíminn hefur áSur sagt frá þessu, tel ég óþarfa aS endurtaka þaS hér. Með mér era tveir Ameríkanar, Þjóðverji, Svisslendingur og Eþiópíumaður, og ætla ég að kynna þá lítið eitt fyrir lesendum, þar sem þeir koma mikið við ferðasögu mína. Fyrst er að nefna Harry Morgan, sem er far- arstjóri og sá, sem átti hugmynd- ina að þessu prógrammi. Hann er sérstakur fulltrúi frá Reader’s Digest og mun eftij- eitt til tvö ár verða einn af ritstjórum tímarits- ins. Hann var valinn einn af tíu efnilegustu mönnum Bandaríkj- anna 1960 (Ten Outstanding Young Men), og er útskrifaður' þjóðfélagsfræðingur frá Rutgers University. Harry fékk hugmynd-. ina um Ambassadors for Friend- ship, er hann vann sem sjálfboða- liði í Hollandi í flóðunum miklu 1953, og uppgötvaði, hve rangar hugmyndir fólk hefur um Banda- ríkjamenp og þeirra líf. Hann lagði af stað með fyrsta hópinn sumarið 1955 í lánuðum bíl og sama og enga peninga upp á vas- ann, aðeins trú á hugmynd sína og kjark. í ár eru 12 bílar á þjóð- veginum með 60 útlenda náms- menn frá 15 þjóðlöndum. Bílarnir eru allir af 1961 áirgerðinni, gefn- ir af American Motors og benzín er gefið af einu stærsta olíufyrir- tæki heimsins. Peningar koma frá þúsundum landsmanna, sem gefa árlega einn til tíu dollara. Read- er’s Digest skrifaði grein um Harry fyrir fáum árum og sagði frá ferðaprógrammi hans og hvatti fólk um leið til að skrifa honum og aðstoða hann. Árangur- inn varð svo 12 þúsund bréf fra öllum hornum þessa stóra lands, flest bréfin innihéldu 1$, og fólkið sagðist vera fúst til að opna heim- ili sín fyrir útlenzka stúdenta. Hver hópur fer sína leið og gistir hjá fjölskyldum á hverjum stað. Næst kemur kona Harrys, sem er með okkur, Cathrine, sem er út- skrifuð frá Smith College í listum. Þá er Hermann Weber frá Vestur- Berlín, hann kom fyrir ári á námsstyrk frá University of Minnesota og snýr heim aftur að ferðinni lokinni. Hermann nemur klassísk mál og hyggur á kennslu í framtíðinni. Svisslendingurinn heitir Roy Preiswerk og er einnig hér á vegum University of Minne- sota. Hann er lögfræðingur að mennt og hefur lagt stund á þjóð- félagsfræði hér. Hann fer til Frakklanöfe að ferðalaginu loknu • og síðan'eftir eitt ár til Afríku, en þar mun hann starfa fyrir eitt af hinum nýju ríkjum Afríku. Þá er Eyessuswork Zafu frá Eþíópíu, hann er hér með námsstyrk frá Stúdentasamtökum Bandaríkjanna og hefur verið eitt ár á Macalester College í St. Paul. Hann fer einnig heim að ferðinni lokinni og held- ur áfram námi í heimalandi sínu í viðskiptafræði. Síðastur er svo undirritaður, og er ég hér við blaðamennskunám á Macalester College og sá eini, sem verð hér í ár í viðbót a. m. k. .iópurinn viS bíiinn, talið frá hægri: Eyessuswork Zafu frá Eþíópíu, Jón H. Magnússon, Harry Morgan, farar- stjóri og kona hans Cathrlne, þá Hermann Weber frá V-Þýzkalandi og Roy Prelswerk frá Svisslandi. Vináttuför um fiver og endilöng Bandaríkin. - Jón H. Magnússon, blaÖamaÖur: Segðu mér heima hjá 7000 mílur eftir lífæð Bandaríkjanna Við lögðum upp frá St. Paul s.!. föstudagsmorgun, 23. júní, og tók- um stefnuna á Marshalltown, Iowa. Lítið var sagt til að byrja með þar sem við öll vorum að hugsa um alla þá leið, sem framundan var og öll þau andlit, sem við áttum eftir að sjá. Vegurinn var svo til beinn, steyptur og marflatur, ekki ein einasta hæð eða hóll. Við fór- um fram hjá hverjum bóndabæn- um á fætur öðrum og í gegnum þorp eftir þorp. Fljótlega hættu bæirnir og þorpin að vera eitt eða tvö, þau fóru að skipta tugum og svo hundruðum. Nöfnin hættu líka fljótlega að skipta máli, það var hvort sem er engin leið að reyna að muna þau öll. Til Marshalltown var komið skömmu eftir hádegi og á móti okkur tóku ung hjón, sem ætluðu að hýsa okkur um nóttina. Hann var bókhaldari hjá lítilli timbur- verzlun, hafði áður starfað í hern- um sem túlkur í rússnesku. Faðir hans keyrði trukk hjá stóru fyrir- tæki þar í bænum. Við fórum eftir að hafa snætt nokkrar brauðsneið- ar út á búgarð, skammt fyrir utan þorpið, og var bóndinn þar aðeins 25 ára, nýútskrifaður frá bænda- skóla og var landið hans um 150 hektarar. Hann rak þarna fyrir- myndar- gripabú og hugði á stórar og djarfar framkvæmdir á þessu ári. Hann ætlaði að kaupa tvo næstu bæi, svo að land hans stækk ar upp í tæpa 300 hektara. Spurt og spjallað við þorpsbúa Um kvöldið bauð svo bókhaldar- inn og kona hans inn á sitt litla heimili um 40—50 bæjarbúum. Úði þarna og grúði af ólíkasta fólki. Verksmiðjuframleiðandi. bóndi, kennari, trukkbílstjóri, prestur, læknir, verzlunarmaður og svona mætti lengi telja. Fólk spurði mig mikið um ísland og sögu okkar. Flestir höfðu litla hug- mynd um okkur, nema hvað við tilheyrðum Skandinavíu og á eyj unni væri herstöð. Prestur þorps- ins var þó vel að sér í ýmsu og ræddum við lengi saman. Skömmu áður en fólk fór að tínast heim á leið, kom til mín gömul kona og sagði: Eins og Tíminn hefur áður skýrt frá, dvelur Jón H. M3gnús- son, sem var Ijósmyndari og blaðamaður við Tímann, við blaðamennskunám í háskóla í Minnesota. í vor var hann valinn úr hópi erlendra stúdenta ásamt fleiri til þess að fara í boðsferð um þver og endilöng Bandarik- in á vegum tímaritsins Readers Digest. Þessir ferðamenn eru kall aðir „Ambassadors for Friend shlp". Jón er nú í þessu ferða- lagf, og mun segja lesendum Tím- ans lítillega frá því t 3—4 greln- um. Blrtist hér hin fyrsta. rgras r, góði — Hvar er hann hérna, þessi ungi íslendingur? — Ég er hér, svarði ég; og leit hún á mig undrandi og sagði: — Nú, þú lítur þá út alveg eins og við. — Já. — Ég, sem hélt, að það væru Eskimóar á íslandi. Segðu mér þá eitt, er gras heima hjá þér? — Já. — Er það virkilegt? Er það þá grænt? — Já. Virtist þetta vera nóg fyrir hana um sinn til að hugsa um og kvaddi hún mig svo og sagðist ætla að lesa meira um landið mitt í norðri. Um miðnættið fór fólkið að kveðja okkur og halda heim. Við skriðum í svefnpokana okkar á stofugólfinu, því að annað pláss var ekki fyiir hendi. Næsta morg- un kvöddum við svo þetta gest- risna fólk og þökkuðum fyrir skemmtilega samverustund. Bók- haldarinn og faðir hans, trukkbíl- stjórinn, stóðu eftir á gangstétt- inni, er bíllinn rann af stað. Rétt áður en ég yfirgaf Marshall- town, litla þorpið með gestrisnu íbúana, sagði mér einhver, að dýralæknirinn væri íslenzkur og talaði íslenzku og héti Johnson. Ekki hafði ég tíma til að hafa upp á honum og veit því ekki meir um hann. Kóksjálfsali og svitalækir Mílumælirinn taldi hverja míl- una á eftir annarri með ægihraða. Bíllinn þaut eftir brennheitum þjóðveginum á 70—80 mílna hraða og stýrishjólið lék í æfðum hönd- um Harrys, sem er í sinni sjöttu ferð um Bandaríkin með útlend- inga og hefur að baki sér þúsundir mílna. Öðru hvoru þutum við yfir sundurkramin hræ af skógardýr- um, sem hafa hætt sér út á þjóð- brautina og orðið undir vélhesti tuttugustu aldarinnar. Hitinn jókst óðum, eftir því sem sunnar dró og voru allar rúður niður skrúfaðar. Rétt upp úr kaffileytinu komum við til smáborgar í Missouri, sem heitir Bethany og er íbúatalan 30 þúsund eða 30 sinnum meiri held- ur en í Marshalltown. Hér var tek- ið á móti okkur af verzlunarmanni, Harry S. Truman, fyrir utan safnið sem seldi rafmagns- Og útvarps- í Kansas City, kveður útlendlngana. varning. Við hittum hann niður í búð, sem er í hjarta bæjarins. Eyessus og Hermann voru fegnir að ko'mast út og í króksjálfsalann, þar sem hitinn var búinn að sjúga úr þeim allan svita. Verzlunareigandinn fór með okkur heim til sín, en hann átti lítið hús í útjaðri bæjarins. Hann sagðist ætla að hafa fyrir okkur piknik í garðinum hjá sér og hafði boðið nokkrum bæjarbúum til sín og sagði okkur, að allir hefðu vilj- að koma. Sagðist því hafa valið úr nokkrar fjölskyldur af handahófi. Við vorum varla búin að kasta mæðinni, er hann fór með okkur út í garð og heimtaði. að við kenndum sér að spila fótbolta, svo að við spiluðum um klukkustund og hafði hann og yngsti sonur hans mikið gaman af. Sótti hann svo inn Baseball-hanzka og bolta og kenndi okkur nokkur undir- stöðuatriði í þessari þjóðaríþrótt Bandaríkjanna. Gestirnir fóru svo að tínast að um sjöleytið og kom hver með sinn mat, sem var smekklega kom- ið fyrir á einu borðinu. Þarna eins og fyrsta kvöldið var fólk af öllum stéttum. Blönduðumst við útlendingarnir svo fljótlega sam- an við heimamenn og var skipzt á upplýsingum og fróðleik. Er allir höfðu etið á sig gat, hópaðist fólk- ið á grasfletinum, og var nú rætt af kappi um heimsmálin. Á meðan hafði húsbóndinn og Harry laum- ast úr hópnum og farið niður í bæ og náð í ósköpin öll af rakettum, blysum og kínverjum. Var nú skot- ið, brennt og sprengt lengi vel, þar til öll eldfæri voru búin. Fóru nú menn að hugsa til heimferðar og eins og fyrra kvöldið, þá kvöddum við þetta skemmtilega og gestrisna fólk, sem við eflaust eigum aldrei eftir að sjá aftur. Þar sem pláss var lítið í húsi verzlunareigandans, þá fór ég og Eyessus heim með læknishjónun- um, en Roy og Hermann út á bóndabæ, þar skammt frá. Næsta morgun vorum við Eyessus ræstir í morgunverð og síðan reknir út til að aka kappakstursbíl, sem son- ur læknisins átti. Hittist svo hóp- urinn við sundlaug staðarins og skoluðum við af okkur ferðarykið, áður en við héldum af stað. Harry S. Truman sóttur heim i Frá Bethany, Missouri, héldum við „Ambassadorarnir“ til Kansas City og þar var ákveðið að dvelja í tæpa tvo daga, 26. og 27. júní. í Kansas City átti að taka á móti okkur ungur maður, sem átti aug- lýsingafyrirtæki. Við komum þang- að rétt um kvöldmat og komum okkur fyrir í barnaherbergjunum, en börnin fluttu inn til foreldra sinna. Þessi ungu hjón slógu tvær flug- ur í einu höggi og notuðu tæki- færið og buðu öllum nágrönnum sínum yfir í kvöldmat um leið og okkur. Var etið úti eins og hér tíðkast yfir heitustu sumarmánuð- ina. Varla vorum við búin að borða, er hópur ungra manna streymdi inn í garðinn og var hér kominn annar hópur af „Ambassa- dorum“, sem af tilviljun var þarua líka og hafði grafið okkur upp. Skiptumst við þarna á fréttum og bárum saman bækur okkar. Skemmtum við okkur síðan við söng og gítarleik þar til um mið- inætti. Skömmu áður en hinn hóp- 'urinn fór til sinnar fjölskyldu á- [kváðum við, að þeir kæmu með okkur að heimsækja Truman næsta morgun. Við hittumst svo um tíuleytið fyrir utan bókasafn Harry S. Tru- Iman, „Truman Library", sem geymir öll hans skjöl, pappíra og muni frá forsetaárum hans í Hvíta í húsinu. Var mér sögð sú saga, að Truman hafi, eftir að hann yfirgaf Washington, snúið sér til ýmissa manna, sem hann aðstoðaði og gerði greiða á sínu forsetatímabiii og sagt við þá: „Nú hef ég hjálpað ykkur og nú er komið að ykkur að safna peningum og byggja fyrir ií' <uLn„,a a io u.j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.