Tíminn - 29.07.1961, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, laugardaginn 29. júlí 1961.
MINNING:
Valdimar Valvesson Snævarr
Valdimar Valvesson Snævarr
fallinn í valinn. Þannig týnast
jafnaldrarnir úr lestinni smátt og
smátt.
Það var jafnan hressandi og
fróðlegt að hitta hann og bera
saman bækurnar um áratugi. Og
jafnvel síðast er ég sá hann, ein-
mitt daginn, sem hann kom til Ak-
ureyrar til þess að láta rannsaka
hrörnandi heilsu, en þar var ég þá
staddur, var hann hress í máli og
spaugsamur. En þá var útliti hans
brugðið, enda hafði hann þá tekið
sitt dauðamein. Og á sjúkrahúsi
Akureyrar andaðist hann 18. þ. m.
og verður í dag borinn til grafar á
Dalvík.
Valdimar Valvesson Snævarr var
fæddur að Þórustöðum á Sval-
barðsströnd 22. ág. 1883, og varð
því tæplega 78 ára gamall. For-
eldrar hans voru hjónin Valves
skipstjóri Finnbogason og Rósa
Guðrún Sigurðardóttir frá Mógili.
Stóðu að Valdimar traustar ættir
bænda og sjómanna norður þar.
Naut Valves skipstjóri hins mesta
álits og trausts samtímamanna,
sem góður sjómaður og fengsæll
skipstjóri. — En hans naut við
skamma stund. Vorið 1884 gerðist
Valves Finnbogason skipstjóri á
hákarlaskipi nýsmíðuðu sem Úlfur
nefndist, og þótti hið myndarleg-
asta skip, smíðað í Danmörk. Það
skip kom aldrei til lands úr sinni
fyrstu veiðiför. Fórst Valves þar
við 12. mann, og þótti mikill mann-
skaði, enda skipshöfn öll talin ein-
valalið.
Valdimar Valvesson ólst því
upp með móður sinni, og var mjög
kært með þeim alla tíð. Varð hann
að sjálfsögðu snemma að vinna
fyrir sér, eins. og títt var um ung-
linga á þeirri tíð, og þá ekki sízt
þar, sem engin var fyrirvinnan.
En menntaþrá brann Valdimar í
brjósti. Og 17 ára gamall kemur
hann í Möðruvallaskólann og er
þar yngstur nemenda. Þaðan út-
skrifazt hann innan við tvítugt og
er við framhaldsnám næsta vetur.
Mun hann þá mjög hafa þráð að
halda námi áfram og fara hina svo
kölluðu langskólaleið, en til þess
skorti fararefni, ekki þó greind og
gjörvileik, heldur fjármuni. Þess
vegna varð Valdimar V. Snævarr
ekki vígður klerkur eða háskóla-
menntaður eðlisfræðingur, heldur
barnakennari við hin fátæklegu
skilyrði, sem þá voru í boði. Og
gott var það, að barnafræðslan og
kennarastéttin fékk að njóta
ágætra starfskrafta hans. Hitt er
þá líka vafalaust, að Valdimar
hefði hvar í sveit sem var gerzt
merkur og eftirtektarverður starfs-
maður, vcgna fjölþættra hæfi-
leika sinna og traustrar skap-
gerðar.
Um tvítugt gerðist Valdimar
skólastjóri á Húsavík og var það
um áratug. Og snemma á því tíma
bili (1907) hittumst við Valdimar
í fyrsta sinn, ég að búa mig undir
Noregsför, en hann að ná sér í
bækur á Akureyri. Man ég vel
þann samfund, því að mér fannst
Valdimar þá vita svo mikið og
vera víða heima. Og þá m. a. benti
hann mér á bókaforlag eitt ágætt
í Noregi, sem hann stóð í sam-
bandi við og ég átti síðar eftir að
hafa mikið gagn af. Grunar mig,
að Valdemar hefði þá gjarnan vilj-
að slást í för, þótt hann hefði ekki
orð á því beinlínis, en þá var hann
við starf bundinn, sem honum
féll vel, og spáði því að svo myndi
einnig verða um mig. „En kennslu
starf heimtar mann allan“, sagði
hann, og er hverju orði sannara.
Árið 1914 gerist Valdimar V.
Snævarr skólastjóri barnaskólans
í Neskaupstað og heldur því starfi
um 30 ára skieið. Þar gegndi hann
einnig nokkrum trúnaðarstörfum,
var m. a. um tíma símastjóri þar,
enda ekki um annað að gera en
að sinna aukastörfum þá, til þess
að geta framfleytt sér og sínum.
En gott var það ekki og verður
aldrei, að kennari þurfi að slíta
sér út við önnur og annarleg störf.
Sextugur að aldri, árið 1943,
segir Valdimar upp starfi á Norð-
firði og hættir kennslu. Síðan hef-
ur hann átt heimili á Völlum í
Svarfaðardal hjá sr. Stefáni syni
sínum. Þar hefur hann verið sí-
starfandi að hugðarmálum sínum,
lesið mikið, ritað og ort.
Valdimar V. Snævarr var ágæt-
ur skólamatmr. Hann hafði flesta
þá kosti, sem til þess þarf að vera
afburða kennari. Fyrst og fremst
eldlegan áhuga á starfinu og
sterka löngun til þess að koma
hverjum nemanda til nokkurs
þroska, ágæta greind og létta
lund, mikinn og margþættan fróð-
leik og frábæra frásagnargáfu og
skapandi. Og svo átti hann þann
dýrmæta kost, að geta stjórnað
án þess að nokkur tæki eftir því.
Slík list er sannarlega ekki öllum
lagin.
f skólastofunni mun Valdimar,
jafnan hafa verið hinn glaði og
skemmtilegi alvörumaður.
Hið tvíþætta starf, sem skólar,
inna af höndum, að fræða og
mennta (í þess orðs beztu merk-
ingu) er ekki jafnt áhugaefni!
allra skólans manna. Fræðslan sit
ur í fyriri'úmi, sem vera ber. En
hún má ekki taka allt rúmið. Hinn
þátturinn, hin siðlega og andlega
leiðsögn, má ekki sitja á haka og
hefur aldrei mátt það á neinni tíð.
Og einmitt hér var Valdimar V.
Snævarr hinn skilningsríki skóla-
maður. Hann var að vísu ágætur
fræðari. En honum nægði það
ekki. Ræktun hugarfars og hjarta-
lags, hinn andlegi og siðlegi þátt-
ur uppeldisins, var honum mikið
áhugaefni, og því efni mun hann
jafnan hafa sinnt af mikilli kost-
gæfni, bæði í sjálfu skólastarfinu
og einnig utan þess. Hann gekk
snemma Góðtemplarareglunni á
hönd og var bindindismaður alla
ævi. Og hann var leiðtogi og fé-
lagsbróðir skólabarna sinna í
þroskandi félagslífi barnastúkunn-
ar á Norðfirði um fjölda ára,
samdi ljóð og leiki handa börnun-
um og vandi þau við mar'gs konar
viðfangsefni í frjálsu starfi og
leik.
Þótti þessi félagsskapur, undir
stjórn Valdimars ,og störf hans
á Norðfirði, bera af um margt á
þeim árum, og hefur án efa orðið
mörgum að liði, er þar uxu úr
grasi undir handarjaðri hans. Og
það mun jafnan verða mikilsvert
fyrir einstakling og heild, að kenn
arar séu áhugasamir um þann
þátt skólastarfsins, er að uppeld-
inu snýr og séu fúsir til ag leggja
þeim þætti lið, einnig utan skól-
ans.
Valdimar V. Snævarr var prýði-
lega ritfær fróðleiksmaður. Hann
samdi ritlinga og bækur, m.a.
kennslubók í eðlisfræði fyrir börn
og kirkjusöguágrip handa skólum.
Og kverið hans. „Helgist þitt
nafn“, er svo ágætt, að það ætti
að vera til og í notkun á hverju
heimili Auk þess ritaði hann mjög
mikið í blöð og tímarit á langri
ævi. Og segja má ,að allt starf
hans vitnaði um áhuga hans og
löngun til að efla kristna menn-
ingu með þjóðinni. Og mikill
kirkjuvinur var hann alla ævi,
heill og sannur, átti sæti í kirkju
ráði og mætti oft á fundum kirkj-
unnar manna, sífellt jákvæður og
hvetjandi til starfa. — Valdimar
var ágætlega músikalskur, og
hafði mikið yndi af tónlist, lék
á orgel og samdi lög. — En lengst
mun skáldgáfa hans halda naf-ni
hans á lofti. Sú vöggugjöf var hon
um dýrmæt. Hann frumorti og
þýddi fjölda sálma og eru nokkr-
ir þeirra í sálmabókinni, sem nú
er notuð. Og sálmurinn hans: „Þú
Kristur ástvin alls sem lifir“,
mun eflaust verða sunginn meðan
kristni lifir í iandinu og hrelldar
og leitandi sálir þrá hugsvölun og
styrk.
Valdimar V. Snævarr var kvænt
ur ágætri konu, Stefamu Erlends-
dóttur frá Norðfirði, og lifir hún
mann sinn, ásamt þremur sonum
þeirra, þeim Árna verkfræðingi í
Reykjavík; Stefáni presti að .VöH-
um og Ármanni háskólaréktor.
Sendi ég þeim ölium og öllu
skylduliði Valdimars, minar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Og ag lokum, — um leið og ég
kveð þennan starfsbróður minn og
vin hinztu kveðju, með virðingu
og þökk, ætla ég að endurtaka
niðurlag greinarstúfs, er ég ritaði
um hann 75 ára, — þótt hánn sé
nú allur.
Valdimar V. Snævarr hefur ver
ið hamingjunnar barn, þótt örlög-
in léku hann hart í upphafi með
því að svipta hann föðurnum, og
þar með líklega langri skólagöngu
— kjóli og kalli. Hann hlaut í
vöggugjöf góðar gáfur og mikla
starfshæfileika. Hann reyndist
einn hinna fremstu manna sinnar
stéttar um langa starfsævi. Hjú-
skaparlíf hans hefur reynzt giftu-
d-rjúgt og börn hans mannazt ágæt
lega.
En þó er sú hamingja hans
stærst, ag hafa hlotið í vöggugjöf
skáldgáfu og farið með hana svo
sem hann hefur gert, því að söng
sínum hefur hann stefnt til
hæstu hæða — og með honum
veitt mörgum meðbræðrum and-
lega svölun og styrk. Og svo mun
enn verða um langa framtíð. Og
því mun nafn Valdimars V.
Snævarr verða langlíft með þjóð
hans. — Hann mun lifa, þótt hann j
deyi.
Snorri Sigfússon.
•X*"VV-VV«-
í sumarleyfið
Tjöld, 2—5 manna með
föstum og lausum botni.
Verð frá kr. 835.00.
Mataráhöld í töskum.
Svefnpokar
Vindsængur
Gasprímusarnir vinsælu
með hitabrúsalaginu
Pottasett og hnífapör
Plastdiskar og bollar.
Ferðatöskur
Að ógleymdri veiðistöng-
inni sem er ómissandi í
sumarleyfið.
Póstsendum
75 ára:
bóndi í Berjanesi
Guðjón Einarsson, bóndi í
Berjanesi í Vestur-Landeyjum, |
stendur á hálfáttræðu í dag, en1
frú Guðríður Jónsdóttir kona hans;
náði þessu aldursmarki 20. júní í,
sumar, en hún er frá Reynishól-
um í Mýrdal.
Fæddur er Guðjón að Neðra-
Dal undir Eyjafjöllum, en foreldr-
ar hans fluttust snemma að Fornu-
söndum, og þar ólst Guðjón upp.
Allt var þá upp á gamlan móð,
og búin ekki stærri en það, að
mjög var átt undir aflabrögðum
á vertíð, en frá brimströndinni
var enn meir átt undir gæftum
og formennsku en sjálfri fiski-
gengdinni.
Ekki urðu aðrir en fyrirmenn
formenn frá brimströndinnr Og
er mér minnisstætt, þegar ég,
bóndi í Holti undir Eyjafjöllum
1914—’16 var dubbaður upp í ný-j
saumuð sjóklæði úr eltum kálf-j
skinnum, að þá var Guðjón á
Fornusöndum yngstur formanna,
sem þarna sóttu sjó.
Þegar bændur í Rangárþingi
stofnuðu með sér kaupfélag, voru
það Sigurður Ólafsson, hreppstjóri
á Núpi og Guðjón á Fornusönd-
um, sem einkum báru uppi starf-
semina við útibú Kf. Hallgeirseyj-
ar, undir Fjöllunum.
Þegar Guðjón og Guðríður flutt-
Bíla- & búvélasalan
Símar 2-31-36 & 15-0-14
HEFI KAUPENDUR
að Ferguson benzín- og disil
dráttarvélum. emmg að
öðrurn tegundum.
BILA & BÚVÉLASALAN
Lngólfsstræti 11.
ust að Berjanesi, vænkaðist hag-
ur þeirra, enda þau hjón fljót til
að færa sér í nyt véltækni, sem
kiomin er til sögu, bæði til jarða-
bóta og vinnusparnaðar, enda hafa
þau nú stórbætt jörð sína, sam-
hliða því að koma upp mannvæn-
legum barnahóp, sem þegar hefur
fætt þeim fjölda barnabarna.
Guðjón hefur lengi átt sæti í
skattanefnd sveitar sinnar.
G. M.
Sími 13508.
Kjörgarði. Laugavegi 59.
Austurstræti 1.
Sunnlendingar
Tannlækningastofa mín á
Selfossi verður lokuð í
tvær til þrjár vikur, frá 29.
júlí.
Tannlæknirinn.
Málílutningsskrifstofa
Máifluthingsstört. innheimta,
fasteignasala skipasala
Jón Skaftason brL
•Jón Grétar Sigurðsson, lögfr.
Laugavegi 105 (2 bæð).
Sími 11380
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Jóns Þorleifssonar,
listmálara.
Kolbrún Jónsdóttir Gísli Halldórsson
Bergur P. Jónsson Elísabet Pálsdóttir
Jarl Jónsson
Hjartkær eiginmaður mlnn,
Halldór Sigurðsson,
sparisjóðsstjóri, Borgarnesi,
andaðist í Landsspítalanum 27. þ.m.
Slgríður Sigurðardóttir.
■V VNVX' V •'V
X.* X.* 'X.*
ÞAKKARAVÖRP
Hjartanlega þakka ég öllum góðu vinunum mínum,
Sem með gjöfum, skeytum og hlýjum handtökum
'glöddu mig á áttræðisafmæli mínu, þá ekki síður
börnum, tengdabörnum og barnabörnum, sem
gjörðu mér daginn ógleymanlegan.
Gúð blessi ykkur öll, farsæli störf ykkar og áform.
Elín St. Briem,
Oddgeirshólum.
• X • x. • x. • x. •
-x-x-x
•X -X 'X*x*‘