Tíminn - 30.07.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.07.1961, Blaðsíða 7
T í MIN N, sunnudaginn 30. júli 1961. 7 — SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ — Bezta síldarsumar í áratug - Ríkisstjómin tvístígur yfir metaflanum og hótar nýjum álög- um - Gripið til skreytni til að reyna að réttlæta gengisíellingu - Mbl. kveður upp þung- an áfellisdóm um „viðreisnma“ - Flóttamannastraumurinn úr „sæluríki kommiinismansu Sildveiði var enn góð fyrir Austurlandi þessa viku. Er á leið - vikuna brá til norðan- áttar með úrkomugarra, brældi á miðunum og vax j veiði því minni seinni hlutaj vikunnar. Heyskapur hefur, gsngið fremur erfiðlega norð j anlands og austan ,en norðani áttin kom með langþráðan j þurrk til bænda á Suð'urlandi, sem áttu orðið mikið hey úti. | Hnfa bændur á Suðurlandij komið drjúgum heyfeng í' hlöður þessa síðustu daga. Á Siglufirði bar það til tíð- lnda í vikunni, að 40 þúsund málum síldar var landað þar á einum sólarhring, en það. er löndunarmet í allri sögu s'idarverksmiðjanna. Óhemju verðmæti hafa borizt á land á bessu sumri og þrátt fyrir fyrirhyggju- og xáðleysi ríkis stiórnarinnar í síldarmálun- um, sem þegar hefur valdið, bmðinni milljóna tjóni, er allt útlit fyrir, að þetta verði eitt allra bezta síldarsumar, sem komið hefur í áratugi. Betri söltunarsíld hefur ekki sézt i áraraðir, en rikisstjórn in hefur stöðvað söltun og söltunarstúlkur hafa verið sendar heim. Samningar um sölu til Rússlands voru dregn ir þar til allt var komið í ó- efrii og markaðixnir í Austur- Þýzkalr/ndi og Póllandi voru ekki einu sinni kannaðir hvað bá meira! Er ríkisstjórnin að m«ssa glæpinn? Það er eins og rikisstjórn- in sé beinlínis farin að kT,°inka sér undan hinni miklu síldveiði. í fyrra kendi r’-Rstjómin aflabrestinum um allan ófarnaðinn af „við- r'isninni" — nú tvístígur hún pino og hún sé að missa glæp inn. Daginn eftir að löndunar metið var sett á Siglufirði. fagnaði Morgunblaðið því með rosafregn yfir þvera út-, s’ðu blaðsins, um að ,,/ioí- inn yr'ði að fá 2 millj. mál og, tunnur til að bera sig“. — Hefur Mbl. bessa fregn eftir talsmanni LÍÚ, sem segir, að betta hafi verið reiknað út. Skip á síldveiðum nú eru rúm lega 200, og þyrfti meðálafli þá að vera um 10 þús. mál og| tunnur á bát — eða sem svar aði- afla metskips í fyrra. —. Þnð er ekki ólíklegt að þarnal sé reiknaö djarflega fyrir út j gerðina — en hins vegari möguieiki, að þetta geti verið nærri sanni En sé svo, er bað Þ'ótur vitnisburður um ,.við- r°isnarráðstafanir“ rlkisstj. og hvernig þær hafa leit-ið höfuðatvinnuveg lands- manna. 100% „viðreisn” Árin 1955—59 þurfti síldar- Frá flóttamannabúðunum i Marianefelde í V-Berlín. Þar hópast Austur-Þjóðverjar, Tékkar og Pólverjar saman hundruðum saman hvern dag og leita landvistar sem pólitískir flóttamenn. Berlín er nú eina hliðið, sem oplð er á járntjaldinu, og óttinn um það, að það kunni að lokast hefur hleypt af stað nýjum straumi flóttamanna síðustu vikur. í vor var talan 5—700 manns á dag, en síðustu vikurnar hefur hún orðið 11—1200 og jafnvel hærri suma daga. Það er því þröngt á þingi i Marianefelde, þar sem skýrslur eru teknar af fólkinu og fyrsta hjálp veitt, áður en það er sent með flugvélum og bifreiðum vestur á bóginn í flóttamannabúðir fyrst, eigi það ekki ættingja eða kunningja til stuðnings, en síðan er því komið í atvinnu i V Þýzkalandi eða til annarra landa. bátur ekki nema 4—5 þúsund mál og tunnur til að bera sig sómasamlega — eða um helm ingi minna en Mbl. telur nú þurfa. Orsökin hlýtur að vera sú, að útgerðarkostnaðúrinn hefur vaxið svona geigvæn- lega og kreppt að útgerðinni á allar lundir með vaxtaokr- inu, lá'i-.kreppu, gengislækk- un og nýjum skattaálögum. Þegar verið var að lögfesta „viðreisnina" var hún sögð fyrst og fremst við það miðuð að tryggja áfkomu höfuðat- vinnuveganna. Það kom hins vegar svp til strax í ljós, að þetta var hrein skipbrots- stefna, því að eftir örfáa mánuði neyddist stjórnin til að gera sérstakar skuldaskila ráðstafanir til að bjarga út- gerðinni frá gjaldþroti. Það væri hörmulegt, ef gera þyrfti svipaðar kreppuráð- stafanir að nýju, eftir eitt bezta síldarsumar, sem komið hefur. — Ef svo er, sem ekki verður trúað. fyrr en á verð- ur tekið, hlýtur öllum að vera bað lióst, að ríkisstjórnin hef ur blátt áfram stefnt báta- fiota landsmanna út í von- ’onca s'fldan'ertfð Hún hafði pkki trygat sölu fyrir nema lítið brot af þeirri síld, sem ’nálpraerr’ hennar segjr nú, að þurfi til þess að útgerðin beri sig. Hún hafði enga fyrir- hyggju um nauðsynlega vinns’u V’nnnr. flutninga eða annað, sem nauðsynlegt var, til að nýta þann afla, sem varð að fást, ætti ekki allt að fara um, eftir því sem Mbl. segir nú. Undirbúningur að álögum? Það er hins vegar von ýmissa, að hér sé skrökvað dá lítið i útreikningunum af á- settu ráði. Ríkisstjórnin sé ákveðin í því að skella á nýrri gengisfellingu, nýjum álög- um og dýrtíð, til þess að hafa launahækkanirnar af almenn ingi og til að geta þannig haldið kreppu- og samdrátt- j arstefnunni áfram. Stjórn-I inni sé þvi — svo ótrúlega sem það hljómar — í raun bölvanlega við þenrian mikla síldarafla og hina miklu hækkun á útflutningsafurð-. um. Síldarmjölið hefur t. d. hækkað um allt að 50%. Þetta gerir stri.k í hómópataútreikn ingana um nýja planið.' sem l;á tilbúið í skrifstofuskúff- unni í verkföllunum og Gunn ar Thoroddsen ljóstraði upp um í æsingagreinum sínum. Kannski er þessu svo farið. i Við slíkar aðstæður er gengislækkun ekki með nokkru móti réttlætanleg og bví kann að vera, að ríkis- stjórnin grípi til þeirra bragða, að láta hómópatana enn reikna út hag útgerðar- innar — núna á hinn veginn — öfugt við „viðreisnarút- reikningana“ frægu. Út úr því hyggst hún fá eins konar „öfugt afbrigði af viðreisn“. Til hvaða bragða skyldi stjórnin grípa, ef sildaraflinn yrði nú meiri en 2 milljónir mál og tunnur? Áfellisdómur Mbl. um viðreisnina Það sem bítur höfuðið af skömminni hjá Mórgunblað- inu í sambandi við þessa út- reikninga er þó, að blaðið kennir hlutaskiptafyrirkomu- laginu, og of háum launum sjómanna um. Hlutaskipta- fyrirkomulagið hefur verið ó- breytt um áraraðir, en það er líkt Mbl., að kenna sjómönn- um, sem draga milljónir i þjóðarbúið um skuld „við- reisnarinnar“. — Sé það hins vegar rétt, sem málgagn ríkis stjórnarinnar heldur fram, að nú þurfi helmingi meira afla masn síldar en síðustu sumur til þess að útgerðin beri sig, þá hefur Morgunblaðið sjálft kveðið upp þyngri áfellisdóm um „viðreisnarstefnuna" en nokkur annar og sýnt hana í svo glöggu ljósi,- að allir hljóta að sjá og skilja. Ef nú þarf helmingi meira afla- magn, — þrátt fyrir að verð á síldarmjöli hefur hækkað um allt að 50% og saltsíld veru- lega — til þess að útgerðin beri sig, sjá allir að búið er að keyra höfuðatvinnuveg þjóð- arinnar gjörsamlega í kút. Móðúharðindi náttúrunnar skerða aflafeng manna um helming eða meira, þegar þau láta að sér kveða. Þegar ríkis stjórn gerir hið sama með því að búa til kreppu, heita það móðuharðindi af manna völdum. Árangur jákvæðrar stjórnarandstöðu Það hefur sýnt sig áþreif- anlega, að Framsóknarmenn hafa rekið heilbrigða og já- kvæða stjórnarandstöðu. Skel egg barátta þeirra fyrir leið- réttingum á hinni ranglátu og afturhaldssömu stjórnar- stefnu hefur borið árangur. Kröfur Framsóknarmanna hafa fundið svo sterkan hljómgrunn meðal þjóðarinn- ar, að kreppumenn hafa ekki getað eða treyst sér til að daufheyrast við þeim. Þannig var það með afurðasölulögin. „Viðreisnin“ hófst með út- gáfu bráðabirgðalaga um að lækka afurðaverðið haustið 1959. Það var fyrir harða bar- áttu Framsóknarmanna og Stéttarsambands bænda, að rikisstjórnin neyddist til að (Framhald á 13 síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.