Tíminn - 30.07.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.07.1961, Blaðsíða 8
8 T í MIN N, sunnudaginn 30. júlí 196L U7J7 u#n> Á&éaSna Parþegarnir, sem farið höfðu með næturhraðlestinni frá Rómaborg, urðu að halda kyrru fyrir til dögunar á litlu stöðinni Fabriano til þess að geta haldið áfram ferð sinni með gömlu sveitalestinni við Súlmóna. Við sólarupprás var feitlag in, raunaleg kona studd inn í þröngan klefann, þar sem fyrir voru fimm manneskjur, sem höfðu hafzt þar við um nóttina. Klefinn var fullur af reyk og óloft inni. Spikhlass- inu fylgdi maður hennar, móð ur og másandi, lítill maður og grannholda, ósjálegur, föl- bleikur í andliti með lítil, skær augu, óframfærinn og óttasleginn. Þegar hanri hafði að lokum komið sér fyrir, þakkaði hann farþegunum kurteislega sem höfðu hliðrað til fyrir konu hans; þvínæst sneri hann sér að konunni og reyndi að bretta niður kragann á káp- unni hennar um leið og hann spurði hana háttvíslega: — Fer vel um þig, vina mín? í stað þess að svara bretti konan kraganum upp fyrir augu á ný eins og til að fela á sér andlitið. — Hroðalegi heimur, muldr aði maður hennar með hryggu brosi. Og honum fannst skylda sín að útskýra fyrir samferða mönnum þeirra hjóna, að veslings konan væri aumkun- arverð. því að styrjöldin hefði svipt hana einkasyni, tvítug- um dreng, sem þau bæði höfðu helgað líf sitt allt, leyst upp heimili sitt í Sulmona til þess að fylgja honum til Rómaborgar, þar sem hann átti að ganga menntaveginn og síðan, er þau höfðu leyft honum að ganga í herinn sem sjálfboðaliði, þó með því skil- yrði, að hann yrði ekki sendur á vígstöðvarnar fyrstu sex mánuðina. En nú höfðu þau fengið símskeyti þess efnis, að hann ætti að fara eftir þrjá daga og hafði óskað eftir því að þau kæmu til að kveðja hann. Konan iðaði öll og teygðist í þykkri kápu sinni og æmti stundum eins og sært dýr, þar sem hún þóttist þess fullviss að þessar útskýringar mundu ekki nægja til að vekja minnstu samúð þessa fólks — sem bersýnilega var í sams konar erindum og hún. Einn þeirra, sem hlustað hafði af stakri athygli, sagði: — Þér ættuð að þakka Guði fyrir að sonur yðar skyldi ekki sendur til vígstöðv anna fyrr. Sonur minn var sendur á fyrsta degi stríðsins. Tvisvar hefur hann verið flutt ur særður af vígvellinum, nú hefur hann verið sendur þang að I þriðja sinn. — Hvað má ég segja? Ég á tvo syni og þrjá frændur í víg línunni, sagði annar farþegi. — Það getur verið, en í okk ar tilfelli er um einkason að ræða, sagði maður konunnar. — Hvaða máli skiptir það? | Þér getið spillt einkasyni með | óhóflegu dekri, en þér getið i ekki elskað hann meir en þér munduð elska önnur börn yð- ar, ef þér ættuð. Móðurástin er ekki eins og brauð, sem ! hægt er að deila milli barn- . anna í jafnstóra hluta. Faðir gefur hverju barni sínu alla I ást sína án þess að gera á þeim greinarmun, hvort sem jhann á eitt barn eða tíu. Og j þjáist ég nú fyrir tvo syni mina, þá skiptist þjáning mín ekki til helminga, heldur verð ur hún tvöföld.... — Satt var orðið, já.... 1 satt er það, stundi örvinglaður : eiginmaðurinn, en segjum nú svo — náttúrlega vonum við l að það gerist ekki- í yðar til- fejli — að faðir missi annan son sinn á vígvellinum, þá jhefur hann þó alltaf þann, 1 sem eftir lifir til að hugga sig við.... ur með blóðhlaupin, ljósgrá augu. Hann blés öndinni. Úr framstæðum augum hans mátti lesa ótaminn kraft, sem veiklulegur líkaminn varla þoldi. — Slúður, sagði hann aftur og bar hönd fyrir munninn á sér eins og hann vildi leyna því, að hann vantaði tvær framtennur í efri góm. Slúð- ur. Ölum við börn eingöngu til þess að veita sjálfum okk- ur yndi? Ferðafólkið horfði á hann raunalegu augnaráði. Sá, sem átt hafði son sinn á vígvell- inum frá fyrsta degi stríðsins, stundi og tók til máls: — Þér hafið á réttu að standa. Börnin tilheyra okk- ur ekki, þau tilheyra föður- landinu. — Rugl og þvaður, svaraði feiti farþeginn. Erum við með hugann við föðurlandið, þeg- STRÍÐ Smásaga eftir Luigi Pírandello — Já, sagði hinn maðurinn í hrokafullum tón, hann á einn son eftir til að hugga sig við, en jafnframt son, sem hann verður að lifa fyrir áfram. í því tilfelli að faðir missi einkason sinn, þá get- ur faðirinn þó altént bundið endi á auma tilveru sína. Hver er verr stæður? Getið þér ekki | séð, að ég er verr staddur en þér? — Slúður, sagði annar far- þegi, feitur. rauðbirkinn mað- ar við getum börn okkar? Syn ir okkar fæðast af því....já, af því þeir eiga að fæðast og þegár þeir öðlast líf, þá flytja þeir með sér okkar líf. Þetta er sannleikurinn. Við tilheyr- um þeim, en þeir ekki okkur. Og þegar þeir ná tvítugsaldri, þá eru þeir einmitt það, sem við vorum á þeirra aldri. Við áttum einnig föður og móður, en auk þess eru margir hlutir . . . stúlkur, sígarettur, dfaum ar, ný hálsbindi... .og föður- landið auðvitað, við hefðum svarað því kaili — þegar við vorum tvítugir, þótt mamma og pabbi hefðu sagt nei. Á okkar aldri er föðurlandsást- in vitaskuld sterk, en sterk- ari er þó ástin á börnunum okkar. Er nokkur hér inni, sem ekki mundi vilja fara í stríöið i stað sonar síns. ef ■ hann gæti? | Það var þögn í hópnum, all- ir kinkuðu kolli til samþykkis. — Því skyldum við þá ekki taka tillit til tilfinninga barna okkar, þegar þau eru komin á tvítugsaldur, hélt feit lagni maðurinn áfram, er það ekki eðlilegt, að þau vilji leggja ættjörðinni lið? Ég tala auðvitað um gott, ungt fólk. Er ekki eðlilegt, að unga fólkið taki meira tillit til ætt jjarðarinnar en foreldra sinna? Er ekki eðlilegt að þessu sé svona varið, þegar þeir þurfa þrátt fyrir allt að líta á okkur sem lasburða gamlingja, sem verða að sitj.a heima? Ef föðurlandið verður að vera til, ef föðurlandið er brýn lífsnauðsyn eins og brauð, sem allir verða að borða, ef þeir eiga ekki að deyja úr sulti, þá verður ein- hver að taka sér vopn í hönd og verja það. Og synir okkar taka sér vopn í hönd tvítugir að aldri og þarfnast ekki tára, því ef þeir deyja, þá deyja þeir innblásnir og hamingju- samir — ég tala auðvitað um gott, ungt fólk. En deyi ein- hver ungur án þess að hafa kynnzt skuggahliðum lífsins, ömurleika þess og vonbrigð- um hvers er betra hægt að óska honum? —Allir ættu að hætta að gráta, allir ættu að hlæja, eða í það minnsta þakka Guði eins og ég geri, vegna þess að sonur minn, áð ur en hann dó, sendi mér boð þess efnis. að hann dæi ánægö ur yfir því að ljúka lífi sínu eins og hann sjálfur óskaði. Þess vegna getið þið ekki séð á mér neina sorg. Hann hristi ljósan. frakk- ann sinn til áherzlu; bleikar varir skulfu yfir skörðóttum tanngarði og augu hans voru rök og starandi, litlu seinna ! rak hann upp skrækan hlát- ‘ ur, sem fullt eins vel gat ver- ið grátvæl. | — Einmitt.... einmitt.... i sögðu hin til samþykkis. I Konan, sem hafði hreiðrað um sig úti í einu horninu og kúrði undir kápunni sinni, hafði hlustað af gaumgæfni j og stakri eftirtekt á samræð- ■ ur fólksins og reynt af fremsta megni að finna í orðum þess j eitthvað, er mætti verða !henni til huggunar fyrir það að sjá á bak syni sínum, ef ekki í dauðann, þá að minnsta kosti í bráða lífshættu. En hún hafði ekki fundið neina bót rauna sinna við samræð- ; urnar og sorg hennar varð 1 enn dýpri. j1 Því nú varð hún næstum lömuð og varð alveg frá sér við samræður farþeganna. Hún sá fram á, að hún mundi aldrei geta borið í brjósti sér jþær göfugu tilfinningar, sem | fólkið lýsti, hún sá, að hún , hafði haft rangt fyrir sér, það var ekki að aðrir skildu ekki tilfinningar hennar, held ‘ ur það, að hún gat ekki hafið ‘sínar tilfinningar á jafn hátt svið og annað fólk. Þetta fólk var reiðubúið að fórna sér án þess að gráta og kveina, reiðu búið að sætta sig við aðskiln- að og dauða. Hún lyfti höfði, laut fram úr skotinu sínu og reyndi að fylgjast með hverju orði, sem feiti maðurinn hafði að segja (Framhald á 15 síðu'.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.