Tíminn - 30.07.1961, Blaðsíða 3
T f M IN N, sunnudaginn 30. júlí 1961.
3
Kínverjar stórorð-
ir í garð Kennedys
Kínverskt blaS segir forsetann hafa aukiS
strííshættuna með boðskap sínum um auk-
inn vígbúnatS
fullyrðir, að með því að hafna til-
Ibgum Sovétríkjanna í Bei'línar-
málinu og svara þeim með hótun-
um um að beita hervaldi hafi
Kennedy og Bandaríkin aukið
er
hjá
ICennedy að beita hótunum gegn
Sovétrikjunum, segir blaðið.
Þessi stefna og þær aðgerðir,
sem Kennedy hefur nú boðað, eru
svo fjarri því að vera nokkur á-
vinningur fyrir bandaríska heims-
valdasinna, þvert á móti mun þetta
NTB—Peking, 29. júlí.
Kínverska frétastofan Nýja
Kína segir frá því í dag, aS
Pekingblaðið Ta Kun Pao lýsi
því yfir í forystugrein, að kín- stríðshættuna stórlega. Það
verska þjóðin standi einhuga vafasöm stjórnmálastefna
að baki tillögum Sovétríkj-
anna um friðarsamninga til
þess að leysa Berlínar- og
Þýzkalandsvandamálið.
Kínverska þjóðin er reiðubúin .......
að berjast við hlið Sovétrikjanna; skaða þá. Ummæli Kennedys for- sri °9 tonskald, og sest hann hér úti fyrir svaladyrum
og annarra ríkja í Austur-Evrópu seta sýna einungis betur en ’á þessarl mynd, því að Páll og kona hans voru að legg
fyrir varanlegum friði og bættri nokkru sinni fyrr, að hinir banda- itaðnum. Stokkseyrlngafélagið í Reykjavík og Stokkseyrarhreppur gáfu Páli sumarbústað þennan fyrir nokkr
sambúð ríkja í milli, segir blaðið. r/sku heimsvaldasinnar eru í aug-1 jm árum, í tilefni sextugsafmælis hans, en hann er fæddur og uppalinn á Stokkseyri sem kunnugt er.
Blaðið fordæmir harkalega þann um fólksins lítilfjörlegir stríðsæs-1___________________________________________________________________________________________
aukna vígbúnað, sem Kennedy ingamenn, segir í forustugrein
Bandaríkjaforseti hefur boðað og Ta Kun Pao að lokum.
Nýlega átfu Ijósmyndari og fréttamaður blaðsins leið um Árnessýslu, ásamt fleira fólki. Skammt austan við
Stokkseyri varð þessi skemmtilegi sumarbústaður á vegi þeirra. Eigandi hans er dr. Páll ísólfsson, organleik-
sínum. Ljósmyndarinn mátti ekki seinni vera til að
i af stað til Reykjavíkur eftir hálfs mánaðar dvöl í bú-
Sjór flæddi inn,
tveir drukknnðu
NTB—Bremen, 29. júlí.
Einn verkamaöur drukkn-
aöi og annars er saknað, er
sjór flæddi allt í einu inn um
gat á múrvegg á vitabyggingu
sem þeir voru aö vinna við.
Auk þessara tveggja manna
unnu sex aðrir að vitabygging-
unni, en þeim tókst að bjarga
við illan leik.
Ekki er nákvæmlega vitað,
hvernig þessi sviplegi atburðúr
varð, en mennirnir átta, sem voru
að byggja lítinn vita við þýzku
ána Weser, Viss-u ekki fyrr til en
mikill sjór flæddi inn á þá, þar
sem þeir voru að hlaða vegg. Færð-
ust mennirnir allir í kaf, en þegar
flóðbylgja þessi var farin hjá,
voru tveir mannanna horfnir.
Fjöldi smábáta, sem þarna voru
nærri, fóru á vettvang til hjálpar
mönnunum, sem eftir lifðu, og
tókst að bjarga þeim eftir mikla
erfiðleika. Þyrilvængja hafði fyrst
freistað þess að bjarga mönnun-
um, en ekki tekizt.
Þarna er straumþungi mikill, en
nú var auk þess hvasst og öldu-
gangur mikill. Turninn stóð af sér
ólagið og er talið, að hægt verði
nieð lítilli fyrirhöfn að gera við
skemmdirnar á honum.
Bizerte-málið:
Sovétríkin krefjast að-
gerða S.Þ. gegn Frökkum
Bandaríski fulltrúinn og Hammarskjöld fóru
hins vegar mildari or'ðum um Frakka á fundi
öryggisráftsins
verkfræðingar
byggja Aswanstífluna
Enn sprengju-
tilræði í
Parísarborg
París, 29. júlí.
Sjö plasfsprengjutilræði
voru gerð í nótt í París. Svo
brá nú við, að f jórum þessara
tiiræða var beint gegn hægri-
mönnum í borginni, en til
þessa hafa það verið hægri-
sinnaðir öfgamenn, sem beitt
hafa vopni þessu gegn and-
stæðingum sínum. Nokkrar
skemmdir urðu af tilræðum
þessum, en ekki var vitað um
slys á mönnum.
NTB—Kaíró, 27. júlí.
Kaíró-blaðið Al Ahram segir
frá því í dag, að bráðiega verði
undirritaður samningur milli
Sovétríkjanna og Arabiska
sambandslýðveldisins um, að
402 sovézkir tæknifræðingar
og iðnfræðingar vinni við
byggingu Aswanstíflunnar
miklu.
Hinum sovézku tæknifræðkig-
um munu verða til aðstoðar 124
verkfræðingar af hálfu Arabíska
sambandslýðveldisins. í samning-
unum mun felast, að sovézku verk
fræðingunum verði algerlega falið
a?j sjá um vissa hluta mannvirkis
ins og skila fullbyggðum. Má þar
nefna byggingu stífluveggjanna og
vatnsþróa, en einnig útvegun
túrbína og rafala.
i gær.
New York, 29. júlí.
i Fundur öryggisráðsins um
! Bizerte-deiluna, sem hófst eft-
ir nokkrar vöflur af hálfu
(Frakka klukkan um 8 í gær-
kveldi, stóð til miðnættis, en
var þá frestað til morguns. í
dag hófust svo viðræðurnar að
nýju.
Á fundi ráðsins í gærkveldi
fluttu fulltrúar Araiska sambands-
lýðveldisins, Ceylons og Líberíu
tillögu þess efnis, að báðir deilu-
aðilar í Bizerte flyttu herlið sitt
til þeirra bækistöðva, sem þeir
höfðu áður en til bardaga kom. Er
þetta í annað sinn, sem þessi riki
bera tillöguna fram.
Fréttamaður brezka útvarpsins
hjá Sameinuðu þjóðunum segir, að
vafasamt sé, að þessi tillaga nái
þeim sjö atkvæðum, sem nauðsyn
leg eru ttil þess, að hún nái sam-
þykki. En þótt svo fari, að tillag-
an fengi þessi atkvæði, gætii
Frakkar alltaf beitt neitunarvaldi
sínu.
Til þessa hefur franski fulltrú-
inn neitað að taka þátt í umræð
unirm og heldur því fram, að
þetta mál liggi fyrir utan vald-
svið Sameinuðu þjóðanna og eigi
aðeins að ráða því til lykta með
viðræðum á milli deiluailanna
sjálfra. Hafa Frakkar enn einu
sinni lýst því yfir, a þeir muni
virða að vettugi allar samþykktir
öryggísráðsins, og þess vegna sé
fundur þess raunverulega gagns-
laus.
Halda þeir því fram, að þetta
sé einungis mál, sem varði Frakk-
land og Túnis og komi öðrum ekki
við. Einnig hefur franski stjórnar
fulltrúinn sagt enn einu sinni, að
Túnisbúum muni ekki haldast uppi
að reyna með aðstoð Sameinuðu
þjóðanna, að fá því framgengt,
sem þeim tókst ekki með vopnum.
Fulltrúi Túnis hefur hins vegar
borið Frakka þeim sökum, að
franskir fallhlífahermenn í Túnis
hafi myrt heilar fjölskyldur í Biz-
erte. Á fpndinum í gær tóku full-
trúar flestra ríkja til máls, og
voru skoðanir noklkuð skiptar.
Brezka útvarpið segir, að full-
trúi Bandaríkjanna í ráðinu hafi
farið frekar mildum orðum um
Frakka, en hins vegar hafi full-
trúi Sovétríkjanna verið mjög
harðorður í garð Frakka og kraf
izt aðgerða Sameinuðu þjóðanna
gegn þeim. Þá hefur brezka út-
varpið það og eftir fréttamanni
sinum, að Hammarskjöld hafi ver
ið miklu mildari en menn höfðu
vænzt, er hann flutti skýrslu um
för sína til Túnis.______
Brúarvígslunni
frestað
Vígslu hinnar miklu brúar á
Hornafjarðarfljóti, sem fara átti
fram í gær, var frestað þar til í
dag. — Veður var hið leiðasta
þar eystra í gær, suddi og kalsi.
Vegamálastjóri og samgöngumála
ráðherra höfðu acílað að koma
austur með flugvél Björns Páls-
sonar, cn komust ekki vegna bræl
unnar.
Bindindismannamót
í Húsafellsskógi
Lögregluþjónn
inn látinn
Ásmundur Sigurðsson lögreglu-
þjónn, sem slasaðist mikið fyrir
skömmu í umferðaslysi, lézt í fyrri
nótt. Hann mun hafa verið rænu-
lítill allt frá því, að slysið átti sér
stað og þar til hann iézt. I
Um Verzlunarmannahelgina
verður haldið mót bindindismanna
í Húsafellsskógi. Umdæmisstúkan
nr. 1 í Reykjavík, sem er samband
ailra stúkna á suðvesturlandi hef-
ur haft forgöngu um mótið og kos-
ið nefnd til að annast undirbúning
þess, og hafa stjórn þess á hendi.
Umdæmisstúkan gekkst fyrir móti
bindindismanna um Verzlunar-
mannahelgina á síðast liðnu sumri
1 Húsafellsskógi. Það mót var í
alla staði hið ánægjulegasta. Var
það fjölmennt og þótti fólki
ánægjulegt að dveljast í skóginum,
enda var veður sérstaklega hlýtt
og sólríkt um þá helgi í fyrra.
Mótið verður sett á laugardags-
kvöldið þann 5. ágúst n. k. Verður
; gist í tjaldbúðum á afgirtu svæði
við Selgil. Á mótinu verða nokkur
stutt dagskráratriði til skemmtun-
ar. Á laugardagskvöldið verða
varðeldar og almennur söngur. Á
, sunnudag verður efnt til göngu-
ferða um nágrennið, meðal annars
verður farið að Surtshelli. Á kvöld-
in vejður dansað úti ef veður leyf-
ir. Á mótsstað verður til sölu
mjólk, gosdrykkir og sælgæti.
Mótinu verður slitið fyyir hádegi
a mánudaginn 7. ágúst.
Sætaferðir verða frá Bifreiða-
stöð íslands.