Tíminn - 17.08.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, fimmtudaginn 17. ágúst 1961.
7
Hvers konar maður
var F. Buchman?
Frank Buchman er nýleciíi
látinn, og hefur hans verið
minnzt í blöðum um víða ver-
öld. Hreyfing sú, sem hann
var forgöngumaður fyrir, Ox-
fordhreyfingin, sem síðar var
skírð upp og kölluð Siðvæð-
ingarhreyfingin (MRA), hefur
verið ofarlega á baugi hér á
landi að undanförnu, m. a.
vegna heimsóknar boðbera
hennar. Boðskapurinn hefur
verið auglýstur mikið og
mikið um hann deiit. Fráfall
brautryðjandans Buchmans
hefur og orðið til þess, að
stefnumál MRA og aðferðir
eru enn einu sinni til umræðu.
Hinn þekkti, sænski rithöfund
ur, Olof Lagercrantz, sem er
ritstjóri Dagens Nyheter í
Stokkhólmi, birti þar grein
þá eftir sig, sem hér birtist í
þýðingu.
„Frank Buchman var þekktur
um allan neim, fyrst sem stofn-
andi og foringi Oxfordhreyfingar-
innar svokölluðu, síðar sem leið-
togi Siðvæðingarinnar. Hann sagð-
ist berjast fyrir hinum fjórum
„algildu" sannindum: „Heiðar-
leika, hreinleika, óeigingirni og
kærleika". Með hjálp þessara sann
inda átti heimurinn að frelsast
innan frá, ríkir og fátækir, hvítir
og ekki hvítir, nazistar og demó-
kratar, fasistar og friðarsinnar
áttu að sættast og lifa hamingju-
samir hlið við hlið eins og tígris-
dýrin og sauðirnir í Paradís. Þeir
einu, sem skildir voru undan
hinni miklu framsókn Buchmans
til allsherjar sættagerðar, voru
kommúnistar, en þeir voru merkt-
ir sem úrhrök og afsprengi hel-
vitis.
Grein úr sænska stórblafönii Dagens Nyhed-
er í Stokkhólmi, eftir ritstjóra blaísins,
Olaf Lagercrantz.
Frank Buchman gerði sér fram-
ar öllu far um að vinna fræga
menn til fylgis við kenningu sína.
Hann fór til Hollywood og lét!
taka mynd af sér með Mae West.
Gjarna umgekkst hann milljón-
unga, sem áttu það til að gefa
eigur sánar fátækum, eftir að hafa
verið í slíkum félagsskap um
skeið. Tilkynningar um þetta ör-
læti hinna fyrrverandi auðmanna
voru venjulega sendar til blað-
anna, en fyrir lítillætis sakir —!
sem er eðlilegt fyrir fólk, sem
einkennir sig með kristilegri auð-
mýkt — var nöfnum þeirra, sem
snerust á þennan hátt, ætíð haldið
leyndum.
Þeim mun auðveldara var að
komast að, hverjir þeir áhrifa-
miklu stjórnmálamenn voru, sem
orðið höfðu fyrir áhrifum af Buch-
manskenningunum og umsettu
kærleikskenningu hans í daglegt
athæfi sitt. Þannig lýsti til dæmis
Formósueinvaldinn Chiang Kai-
Shek yfir því, að Siðvæðingarheim
sókn til sín hefði verið „bezta út-
lenda aðstoðin, sem Kína hefði
fengið." Á fjórða tug aldarinnar
þakkaði Buchman guði fyrir Hitl-
er og ritaði: „Með slíkan mann
að millilið gæti guð á an‘dartaki
fengið vald yfir heilli þjóð og
leyst sérhvert friðspillandi vanda-
mál.“
Nú er Frank Buchman dáinn.
Gleymska mun brátt falla yfir
nafn hans. Hann lifði í birtu þeirr
ar auglýsingafrægðar. sem hann
skapaði sjálfur. Hann vann sí-
fellda sigra í frægð sinni. Hann
varð tákn blekkingarinnar, hinnar
vélrænu safnhyggju og hinnar ó-
vöndu fjöldasefjunar. Fráleitt
voru allir félagar í hreyfingu hans
lélegt fólk Áróðurinn gegn komm
unistum, ' sem hann rak með
ísmeygilegri sölumannstækni og
frumstæðri hrylliútmálun, var gott
veiðarfæri á hina veiklyndari.
Hið feikilega gort, öll fínu nöfn-
in, uppskálduð útbreiðsla og ár-
angur, allt lokkaði þetta sauð-
frómar sálir. Það er einkennandi,
að nokkrir þriðja flokks rithöf-
undar aðhylltust hreyfinguna og
tókst að ná sér í smáklípu af hinu
flæðandi auglýsingagulli í eigin
vasa.
Það fer ekki milli mála, að sól
Franks Buchmans sem frægðar-
hetju og umferðasala í siðfræði
fór lækkandi. Frá upphafi kvað
hann sig standa á kristnum grunni
í boðskap sínum, og því litu marg-
ir kristnir menn hann samúðar-
auga. En eftir síðari heimsstyrj-
öldina þrengdi til muna að hlut
trúarbragðanna í boðskap hans, en
pólitíkin og siðakenning, sem var
jafn gloppótt og hún var hræsnis-
full, kom i stað hennar. Honum
reyndist æ ábatasamara að slá sér
mynt úr kommúmistahræðslunni.
Jafnframt færðist sjálfshólið í auk
ana og jaðraði að lokum við geð-
veiki. Velgjörðir Siðvæðingarinn-
ar við mannkynið voru básúnaðar
út í auglýsingum, sem dreift var
út um allan heim og voru bein-
línis lygilegar. Hreyfingin fór að
líta grunsamlega út í augum æ
fleiri manna. í röðum kristinna
manna drógu margir sig algerlega
frá, sem áður höfðu hlustað á boð-
skapinn með varfærinni samúð.
Var Frank Buchman óvitandi
um blekkingu sína? Trúði hann
sjálfur á ágæti hreyfingar sinnar
og siðferðilegan styrk meðlima
hennar? Um það er erfitt að
dæma. Það sem hann. sýndi heim-
inum, var auvirðileg skinhelgi.“
Leikur að tindátum
„Engin gengislækkun hefði
orðið, hefði Sambandið ekki
sprengt tilraunina með 6%
strax“, segir Hannes á horninu
í blaði sínu í gær.
Þessi blaðamaður og aðrir
rótgrónir andstæðingar sam-
vinnustefnunnar og kaupfélag-
anna vita vel, að hvorki kaup-
félögin né Sambandið áttu þátt
í að koma á gengisfellingu. Það
var ríkisstjórnin, sem tók á-
kvörðun. Sambandið „sprengdi"
heldur ekki neina „tilraun með
6%“. Sú tilraun var farin út um
þúfur, eins og allar sáttatilraun
ir, sem gerðar voru í kaupdeil-
unni. Samvinnumenn náðu hag
stæðustu samningum, sem hægt
var að ná. Þeir forðuðu frá lög
bindingu kaupgjaldsins, sem
Hannes á horninu vildi fá. Þeir
forðuðu frá stöðvun sfldveið-
anna og annarra atvinnuvega.
Allt var komið í óefni og hvorki
verkainenn né atvinnurekendur
einkaframtaksins gátu leyst'
hnútinn. Það var búið að fella
sáttatillöguna um 6%, þegar
Sambandið samdi.
/
/
/
/
/
/
•V • -V • -V..-
Eftir hverju átti að bíða?
Hungursókn á hendur verka-
mönnum? Hvað hefði tekið lang
an tíma a' neyða þá til að
ganga að 6% hækkun, eftir að
þeir voru áður búnir að fella
hana? Upp á hvað hefði að lok-
um verið samið, sem ekki hefði
gert gengisfellingu nauðsynlega
að dómi hagfræðinga ríkis-
stjórnarinnar?
Samvinnumenn voru á móti
hungursókn. Þeir vildu láta
veiða sild og skipastól lands-
manna sigla. Þeir voru á móti
því, að samningsréttur yrði tek-
inn af fólkinu með lögum. f
slóð þeirra kom lausn allra
verkfalla og kjarasamninga.
Þjóðin öll fann, að þeir höfðu
tekið á málunum af manndómi
og skilningi og sýnt fulla sann
girni við lausn þess óhappaá-
stands, sem var.
Það er sannarlega „leikur að
tindátum", að ásaka Samabnd-
ið og kaupfélögin í þessum efn
um. Þær ásakanir byggjast ekki
á raunveruleika.
PHJ
•VX •'VX- V •
ODÝRAR SAMLAGNINGAVELAR
Við höfum nú fengið enn eina sendingu af
EVEREST samlagningavélum. Þær eru léttar og
liprar í meðförum og sérlega ódýrar. Henta
mjög vel verzlunum og skrifstofum.
Verð:
Handvél 8x9, kr. 4.865,40
Handvél, 10x11, kr. 5.633,60
Rafknúin, 8x9, kr. 7.170,60
Rafknúin, 10x11, kr. 7.938,30
SJÁIÐ GLUGGASÝNINGU
AÐ KLAPPARSTÍG 25—27,
. ^MICHf.
SKRIFSTOFUVÉLAR
/V€k£4t
OfflCE COUIPMtNT
Laugavegi 11. Símar: 18380 og 24202.
Fjölbreyttasta þjónusta í skrifstofuvélatækni.
,*V*V*V*V»V*V^.*V*V»V*V»‘
,»V*V*V*V*V*V»V»V*V»V*V*V*V»V»V‘V
Á víðavangi
Fjármálará'íJherrann vitn-
ar til þess, er Jesús sagíi
viS Júdas, sem ,,hafSi
pyngjuna“.
Þegar Gunnar Thoroddsen,
fjármálaráðherra, reyndi að færa
fram rök fyrir gengislækkunihni
í síðustu grein sinni í Vísi, hóf
hann mál sitt á þessum orðum:
„Þegar vanda ber að höndum,
svo mikinn vanda, að velferð
heillar þjóðar er í veði, — þá
verður sú ríkisstjórn, sem heldur
um stjórnvölinn, að bera gæfu
til að taka ákvörðun, — og það
strax. Það, sem þú gjörir, það
gjörðu fljótt, sagði postullinn
Páll“. —
Þarna varð Gunnari heldur en
ekki á í messunni. Ráðherrann
er að reyna að telja fólki trú um,
að gengislækkunin hafi verið
guði þóknanleg og vitnar því í
biblíuna eins og krossfararnir
forðum, en eins og bent hefur
verið á hér í blaðinu, þá var það
ekki Páll postuli, sem sagði þau
orð, sem ráðherrann vitnaði til,
heldur sjálfur meistarinn Jesús.
Fjármálaráðherrann hitti þó
naglann á höfuðið i þessari til-
yitunu sinni. Þau eiga vel við eft
ir síðustu verk ríkisstjórnarinn-
ar. Jesús mælti þessi orð til „fjár
málaráðherra“ síns og lærisvein-
anna sinna, Júdasar Símonarson-
ar, en hann „hafði pyngjuna“.
Orð þau, er fjármálaráðherra
vitnaði í, eru í Jóhannesar guð-
spjalli og hljóðar kaflinn, sem
þau standa í svo (Jóh. 13. 21—
30):
„En er Jesús hafði þetta mælt,
komst hann mjög við í anda,
vitnaði og sagði: Sannlega, sann-
lega segi ég yður, að einn af
yður mun svíkja mig. Þá litu
lærisveitnarnir hver á annan og
voru í óvissu, um hvern hann
talaði. Þar sat til borðs einn af
lærisveinum hans, og hallaðist
upp að brjósti Jesú, — læri-
sveinninn, sem Jesú elskaði. Hon
um gefur nú Símon Pétur bend-
ingu og segir við hann: Seg þú,
hver sá er, sem hann talar um.
Og er hinn, sem þannig hallaði
sér upp að brjósti Jesú, segir
við hann: Herra, hver er það? Þá
svaraði Jesús: Það er hann sem
ég gef bita þann, sem ég nú dýfi
í. Síðan dýfði hann bitanum í,
tók hann og rétti hann Júdasi
Símonarsyni fskaríot. Og eftir
þann bita fór Satan inn í hann.
Þá segir Jesús við hann: ÞAÐ
SEM ÞÚ GJÖRIR, ÞAÐ GJÖR
ÞÚ SKJÓTT. En enginn þeirra,
sem til borðsins sátu, vissu í
hvaða skyni hann sagði þetta við
hann; því sumir héldu, af þvi að
Júdas hafði pyngjuna, að Jesús
hefði saigt honum: Kaup þú það,
sem vér þurfum til hátíðarinnar.
eða að hann ætti að gefa eittlivað
fátækum. Þegar hann nú hafði
tekið við bitanum, gekk hann
þegar út. En þá var nótt."
Ríksistjórnin dæmir
sig sjálf.
Það hafa verið færð að því
fullgild rök, að kaupgjaldssamn-
ingarnir, sem gerðir voru í sum-
ar. og sem Samvinnusamtökin í
landinu stóðu verulega að, hefðu
átt að geta tryggt jafnvægi og
vinnufrið ef rétt hefði verið á
málum haldið af hálfu valdhaf-
anna. í stað þess að gera það,
hefur ríkisstjórnin nú birt sína
stríðsyfirlýsingu: nýja gengisfell
ingu, sem óhjákvæmilega hlýtur
að hafa í för með sér nýtt dýr-
tíðarflóð. ennþá meiri óvissu,
ennþá ný kaupgjaldsátök og
glundroða i efnahagsmálunura.
Verðlag á útflutningsvörum
hefur yfirleitt farið hækkandi,
(Framhaid a 13. siðu.j