Tíminn - 17.08.1961, Blaðsíða 14
14
T f MIN N, fimmtudaginn 17. ágúst 1961.
hristi haminn skarplegar en
Óskar. í jaun og veru höfðu
örlögin gert hann að hinum
tvíbenta manni, sem lék allt
af sömu snilldinni, hið venju-
lega og hversdagslega sem hið
óvenjulega, sem flestum hefði
orðið hált á. Óskar var eng-
inn miðlungur. Hann var kjör
inn fyrir nýja heiminn, þar
sem allt var í deiglunni. Það
sem hér yrði tekið eftir Ósk-
ari Gunnarssyni.
Þetta var í fáum orðum við
horf hreppstjórans og álit.
Margir urðu til þess að vor-
kenna Ásrúnu, og töldu kjark
hennar mikinn, að leggja í
langa tvísýna för, með manni,
sem búinn væri að' segja skil-
ið við hana. Þótt þau væru
bæði föst fyrir, þóttust allir
þess fullvissir, að Óskar hefði
yfirhöndina i skiptum þeirra.
Ásrún þusaði að sönnu, en
hún hefði engin tök á Óskari.
Hann færi sínu fram, hvað
sem hún segði.. Og það sem
meira var. Hún þyrði heldur
ekki að blaka við Hallfríði,
því að þá hótaði Óskar að af-
rækja hana með öllu. En það
gæti hún ekki þolað. Að vita
af honum í hvílunni gegnt
hennar rúmi, að finna ná-
lægð hans og sjá umgengnis-
hættina, sem voru orðnír sam
grónir eðli hennar sjálfrar,
var hugarsvölun, sem hún gat
ekki án verið. Það kom því
ekki til mála, að hún skildi
við hann. Ef hann stryki, þá
skyldi hún elta hann og finna
hann. En Óskar hafði ekkert
slikt í huga. Er Ásrúnu var
bent á það, að' Óskar hlyti að
þreyta hana með þessari sam
búð og þau hvort annað, þá
vitnaði hún í ritningarorðin,
sem séra Þórður útlistaði í
vígsluræðu þeirra hjóna: —
Það, sem guð hefur saman
tengt, má eigi maður sundur
skilja. — Við erum hjón og
dauðinn einn skal aðskilja
okkur, sagði hún.
Þegar séra Þórður gat engu
um þokað með Óskar, gerði
hann Ásrúnu boð, að fá ábúð
arréttinn á Sjávarbakka, ef
Óskar flytti úr landi, og eins
það að halda jörðinni lausri
fram undir sumarmál, ef hún
sæi sig um hönd, en Ásrún
neitaði afdráttarlaust slíku
boði- Ef prestur gæti ekki tal,
að um fyrir Óskari, vildi hún
ekkert af honum þiggja. Ás-
rún lézt ekki trúa því, að
prestur og hreppstjóri gætu
ekki hjálpað upp á sakirnar.
Og enn misreiknaði hún sig.
Skilyrðislaus krafa frá henn-1
ar hálfu bætti ekki um, held
ur hið gagnstæða. Báðir snerui
við henni bakinu, er sýnt
þótti, að hún gæti ekki geng
ið inn á neina tilhliðrunar-
semi.
Á sumarmálum fór hrepp-
stjórinn við þriðja mann að
Sjávarbakka, tók við búinu og
greiddi um leið umsamda
fjárhæð. Allar voru skepnurn
ar vel fram gengnar. Óskar
tók að sér að hirða þær sem
áður, þar til hann«færi al-
farinn. i
sú kunnátta að ná skammt,
er dvalið var í ókunnu landi,
en engu að síður betri en ekki
neitt. Þetta vor var óvenju-
mikil hrognkelsaveiði. Óskar
stundaði sjóinn af kappi.
Sendi hann óspart veiðina i
nágrennið og reykti mikið af
rauðmaga. Sagði Hallfríður
síðar, að hann hefði ætlað
séra Þórði að miðla fiskinum,
er hann væri farinn. En af
þeirri miðlun varð þó ekki,
1 BJARNl ÚR II! FIRÐI:
ÁST 1 1 í MEINUM
34
Ásrún tók fóstra sínum vel.
Var svo að sjá sem hún væri
búin að sætta sig við orðinn
hlut. — Mennirnir geta ekk-
ert fyrir mig gert, sagði hún
við Ásmund í stuttu samtali
— En mér leggst eitthvað til.
Það finn ég á mér. Öll virt-
ust bömin hlakka til. Hrepp-
stjórinn spurði þau nokkur.
Þau svöruð'u fáu, en á svip
þeirra las hann eftirvæntingu
og tilhlökkun. Ekkert þeirra
virtist kvíða því neitt að vera
mállaus í ókunnri heimsálfu.
Sum þau elztu höfðu lært
nokkur ensk orð og reynt að
mynda stuttar setningar.
Hafði Óskar orðið sér úti um
bækur þær, sem helzt voru
tiltækar á þeim árum, og út-
flytjendur reyndu að átta
sig á.
Þegar séra Þórður sá, að
för Óskars varð ekki heft,
bauð hann honum aðstoð
sina, og gaf honum upp ensk
orð og jafnvel setningar, er
voru algengar í daglegu máli.
Allt slíkt lærðu börnin af
kappi. Nú kom það upp, að
Óskar hafði á uppvaxtarár-
um sínum kynnzt enskum sjó
mönnum við' Jökul, og lært
stöku orð. Og eitt sinn hafði
enskur aðstoðarmaður verið
um tíma í landi vegna
meiðsla, og hafði Óskar oft
verið með honum og lært að
skilja hann. Vitanlega hlaut
eins og sést á því, sem hér
kemur á eftir.
XXXV
Einn dag um vorið, er Ósk
ar kom af sjónum, var að
ganga á með stórviðri. Ærn-
ar voru heima við. Þær voru
hýstar enn. En sauðunum og
og gemlingum hafði verið
sleppt. Sauðirnir voru á víð
og dreif um hálsinn. Flóarnir
nýkomnir undan hjarninu.
Sauðirnir vissu vel, að kólf-
urinn var bragðmikill og nær
ingarríkur, þegar tókst að
draga hann upp úr gljúpum
jarðveginum. Þeir höfðu því
hlaupið á hálsinn eða horfið
til fjörunnar.
Nú hafði Óskar séð það af
sjónum, að gemlingarnir voruj
á tveimur stöðum í fjörunni^
drjúglangan spöl frá bænum
og sinn hvoru megin við:
hann. En svo fáar kindur í(
hvorum hóp, að aðalhópurinn'
hlaut að vera uppi á hálsin-j
um. Óskar hýsti ærnar. Svo
sendi hann tvo sonu sína eftir
fénu í fjörunni. En hann sjálf
ur og Óskar yngri, sem þá var
búinn að ná sér að mestu eft |
ir barnaveikina, lögðu á háls-
inn í leit að þeim sauðum, er,
þar hlutu að vera. Það var
bleytuhríð, þegar kom upp
fyrir brún og veðrið harðn-
andi Nú fór allt saman; Ósk-,
ar var kvefaður, ekki nógu
vel búinn og sauðirnir lengra
burtu en hann bjóst við. Og
loks bættist það við, að þeir
feðgar höfðu skipt sér, og Ósk
ar varði drjúglöngum tíma í
það að ná í sveininn, eftir að
sauðirnir voru fundnir.
Þegar þeir feðgar komu
heim með hópinn, var Óskar
Gunnarsson holdvotur og
kaldur mjög. Er hann hafði
skipt um föt, fékk hann
köldu mikla og upp úr henni
hitasótt með verk fyrir brjóst
inu. Það var ekki um að vill
ast. Hann var kominn með
lungnabólgu.
Nú var ekki Hallfríður til
þess að hlýja honum eins og
hríðamóttina forðum daga.
Hún var ekki heima, hafði
farið að finna foreldra sína
og kveðja þá. Ráðgerði hún
að vera hálfan mánuð í ferð
inni, og var nú farin fyrir
tæpri viku. Óskar þráði hana
ákaft, en reyndi þó að láta;
á engu bera.
Daginn eftir var hann mik-
ið veikur. Bað hann þá Ás-
rúnu að senda eftir Hallfríði,
en hún eyddi því. Ásrún hjúkr j
aði bónda sínum eins vel og
hún gat. Hann var öðru hvoru 1
með óráði, og þrábað þess, að
Hallfríður væri sótt. Loks
sagði Ásrún honum að það
væri verið að ná í Hallfríði,
sem þó ekki var. Róaðist hann
við það.
Ásrún gekk ein um svefn-
herbergi þeirra hjóna og bann
aði börnunum að koma þar(
inn. Hún var ákveðin og ró-
leg og tók óráði manns síns
eins og hetja.
Að morgni hins fjórða dags
reif Óskar sig upp úr rúminu,
komst fram í miðherbergið.
Var hann þá með fullu ráði
og bað Óskar yngri að fara
tafarlaust eftir Hallfríði. —
Þú gerir þetta fyrir mig, Ósk
ar minn. Þetta gæti orðið síð
asta bón mín.
Óskar lofaði ferðinni, klædd
ist í skyndi og bjó sig.
— Mamma þín segir, að hún
treysti sér ekki að koma til
mín. Eg trúi því ekki. Vertu
fljótur, Óskar minn. — Við
nafnar svíkjum aldrei loforð
okkar.
Ásrún var nú komin að. —
Komdu, Óskar, sagði hún. Þú
ferð með þig á þessu brölti.
— Farðu sjálf að sinna hús- j
verkunum, svaraði hann. Ogj
er hún staldraði við engu að^
síður, barði hann saman hnef
unum og skipaði:
— Farðu, farðu, farðu! j
Óskar dreif þá móður sína
út. Svo reyndi hann að róa
föður sinn. Hann var um
stund altekinn ofsa, með æði
í augunum. Svo jafnaði hann
sig, en titraði óskaplega, bað
hann þá drengina að vera ró-
lega.
— Þið eruð englar, en hún
myrkvar allt.
Þeir reyndu að fá hann inn
í rúmið aftur, en hann bað þá
að lofa sér að hvílast þar um
stund. Svo spurði hann um
veðrið, og sagði drengjunum
fyrir verkum. En er hann ætl
aði að hverfa til herbergis
síns, var hann svo máttfar-
inn, að synir hans urðu að
bera hann. Og er hann var
lagstur fyrir, óx vanlíðanin
svo mjög, að hann stundi
veiklega og dró andann slitr-
ótt. Hann var nú kominn með
Fimmtudagur 17. ágúst
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —
8.35 Tónleikar. — 10.10 VeB-
urfregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónl'eikar. —
12.25 Fréttir og tilkynningar).
12.55 „Á frívaktinni", sjómannaþátt
ur (Kristín Anna Þórarinsd.).
15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. —
15.05 Tónleikar. — 16.00
Fréttir og tilkynningar. —
16.05 Tónleika.r. — 16.30 VeS-
urfregnir).
18.30 Tónleikar: Lög úr óperum.
18.55 Tilkynningar. — 19.20 VeSur-
fregnir. — 19.30 Fréttir.
20.00 Tónleika.r: Konsert fyrir fagott
og hljómsveit í F-dúr op. 75
eftir Weber. — Karel Bidlo og
tékkneska fílharmoníuhijóm-
sveitin leika. Kurt Redel stj.
20.20 Ferðaþáttur frá Þýzkalandi:
Kastaiarústir í Moseldal (Ein-
ar M. Jónsson rithöfundur).
20.45 Tónleikar: Kvintett í Es-dúr
op. 44 eftir Schumann. Artur
Rubinstein leikur á píanó á-
samt Paganini-kvartettinum.
21.15 Erlend rödd: „Hvers vegna ég
starfa í l'eikhúsinu" efti.r Al-
bert Camus (Sigurður A. Magn
ússon blaðamaður).
21.35 ísienzk tónlist: Tvö verk eftir
Þórarin Jónsson.
a) Huldur. — Karlakór Reykja-
vikiar syngur. Píanóleikari
Fritz Weisshappel. Stjórn-
andi Sigurður Þórðarson.
b) Forleikur og tvöföid fúga
yfir nafnið BACH fyrir
fiðlu án undírleiks. —
Björn Ólafsson leikur
2200 Fréttir og veðurfregnir
2210 Kvöldsagan: „Ósýnilegi maður-
inn“ eftir H G Wells; XVII
Indriði G Þorsteinsson rithöf.).
22.30 Sinfóníutónleikar:
Sinfónía nr. 1 í c-moll op 68
eftir Brahms. — Concert-gebo-
uw-hljómsveitin í Amsterdam
l'eikur. Eduard van Beinum r
stjórnar.
23.10 Dagsikrárlok
FJRÍKUR
VÍÐFFÖRLI
Úlfurinn og
Fálkinn
21
Loks varð ekki annað séð en
guli úlfurinn hefði gefizt upp á að
elta Eirík. Hann undraðist með
sjálfum sér, að hann skyldi ekki
finna til hins minnsta ótta. Var
ef til vill eitthvað satt í frásögn
bófanna um varúlfinn? Hvers
vegna hafði Úlfur hagað sér svo
undarlega? Var hann einnig flækt-
ur í þennan undar'lega harmleik?
Hvað var það, sem dró hann burt
frá húsbónda hans? Um þetta var
Eiríkur að hugsa, meðan hann
nalgaðist hinn umsamda stefnu-
mótsstað. En hann var ekki lítið
undrandi, þegar hann sá reykský
hefja sig upp yfir trjátoppana fram
undan. Hann flýtti sér nær, og sá
nú, að stór hópur riddara var að
menn Bersa jarls?