Tíminn - 17.08.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.08.1961, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, fjjmmtudagiiim 17.„ágúst 1961, Sunnudaginn 30. júlí fór franij prestskosning í Miklaholtspresta-' kalli. Kosinn var prestur í stað sr. Þorsteins L. Jónssonar, sem þjón- að hefur prestakallinu í 27 ár, en nú hefur fengið veitingu fyrir Of- anleitis-prestakalli í Vestmanna- ( eyjum. Einn prestur var í kjöri, cand. theol. Árni Pálsson. Kjör- sókn var góð í öllum sóknum, að meðaltali rúmlega 70%. Var kosn- ingin lögmaet. Þann sama dag og kosið var, messaði sr. Þorsteinn L. Jónsson bæði á Fáskrúðarbakka og Rauða- mel, og þá um kvöldið höfðu þær sóknir kveðjuhóf fyrir prestshjón- in að félagsheimilinu í Dalsmynni. Þriðjudaginn 1. ágúst messaði svo sr. Þorsteinn kveðjumessu að Kolbeinsstöðum kl. 4 e. h. Var við- staddur við messugjörðina sr. Þor- grímur Sigurðsson á Staðastað, sem nú þjónar Miklaholtspresta- kalli, þar til nýi presturinn tekur við. Báðir prestarnir þjónuðu fyrir altari, en sr. Þorsteinn flutti stól- ræðuna. Margir kirkjugestir gengu Teiti Bogasyni, gott samstarf. Sér- stakt þakklæti færði sr. Þorsteinn Kolbeinsstaðahjónunum, Bimi Kristjánssyni og Sigurrósu Guð- mundsdóttur fyrir frábæra gest- risni og ágæta fyrirgreiðslu á kirkjustað. Að lokum sagði sr. Þorsteinn. að prestsþjónustutími sinn hér hefði verið sér dýrmætur fræðslu- og þroskatími í prestsstarfinu. Hann kvað þau hjónin minnast; lengi þeirrar hlýju, sem þau hefðu notið hér. Stefán Jónsson, námsstjóri, sem hér var staddur, flutti sr. Þor- steini sérstakar þakkir fyrir sam- starf við hann í sambandi við kennslustörf og allt það góða lið, sem hann hefði lagt skólamálum. Einnig tóku til máls sr. Þorgrlmur og cand. theol. Ámi Pálsson og mæltist þeim vel. Aðrir sem til máls tóku, voru: Gísli Þórðarson, hreppstjóri, Mýr-, dal, Gunnar Ólafsson, Jónas Ólafs-' son, Guðbjörg Hannesdóttir, Björn Kristjánsson, Guðbrandur Magn- MINNING: Halldór Sigurðsson, sparisj óðsstj óri, Borgarnesi Prestaskipti í Mikla- holsprestakalli til altaris, og þar á meðal prest- arnir' og hinn væntanlegi prestur Árni Pálsson cand. theol., er var einn kirkjugesta. Var messugerðin öll mjög hátíð leg og ræða sr. Þorsteina góð og sniðin sem kveðjuræða. Kirkjan var þéttsetin. Að messugjörð lokinni tilkynnti safnaðarfulltrúi kirkjugestum, að öllum værl' boðið til kaffidrykkju í félagsheimili Kolbeinsstaða- hrepps. Hann þakkaði prestunum messuna og alveg sérstaklega sr. Þorsteini fyrir ræðuna, sem og öll hans prestsverk í söfnuðinum á undanförnum árum. Þegar í félagsheimilið kom, var kaffi tilbúið og borð hlaðin góðum vistum, sem frú Guðrún Guðjóns- dóttir í Mýrdal hafði séð um fyrir söfnuðinn. Samkvæminu stjórnaði sóknarnefndin, en í henni eiga sæti Guðmundur Guðbrandsson, Tröð, Kjartan Ólafsson, Hauka- tungu og Sveinbjörn Jónsson, Snorrastöðum, sem einnig er safn- aðarfulltrúi. Sveinbjöm Jónsson bauð kirkju- gesti velkomna til borðs og sér- staklega heiðursgestina, sr. Þor-, stein L. Jónsson og frú hans, Júlíuj Matthíasdóttur. Einnig bauð hann velkomna þá sr. Þorgrím Sigurðs- son á Staðastað og cand. theol. Áma Pálsson. Þá minntist hann einnig og bauð velkominn Guð- brand Magnússon frá Tröð og frú hans Bjargeyju Guðmundsdóttur, sem nýlega eru flutt úr sókninni, en Guðbrandur var um áratugi for maður sóknarnefndar og meðhjálp ari í Kolbeinsstaðakirkju. Þá flutti Sveinbjörn ræðu fyrir minni prestshjónanna, og þakkaði þeim nær þriggja áratuga sam- vem. Að lokum minnti hann fólk á, að vera glatt, þótt þetta væri kveðjustund, því að gleðin væri lífdögg andlegrar fegurðar, en — „Andleg fegurð og frelsisþrá, er forði til næsta Iífs“ — segir þjóð- skáldið Davíð Stefánsson. Var þá tekið til við kaffidrykkj- una og fluttar ræður og sungið milli ræðuhaldanna. Söngnum stjórnaði Guðmundur Guðbrands- son .Ríkti glaðvæið og eining í samkvæminu. Tóku margir til máls og var mörg setningin vel sögð. Mátti heyra það á ræðum manna, hve ástsæl prestshjónin hafa verið í sókninni alla tíð. Bæði prestshjónin fluttu ræðu og létu í ljós þakklæti sitt til safnaðarins fyrir góða kynningu og gott sam starf. Sr. Þorsteinn þakikaði sókn arnefndum, sem hann hefur starf- að með, og organleikaranum, ússon, Guðmundur Benjamínsson, Guðmundur Guðbrandsson og Kristján Jónsson, Snorrastöðum, sem flutti prestshjónunum kveðju í bundnu máli. Var kveðjan svohljóðandi: „Ljóðagyðjan laus við tál lyft mér hátt frá skvaldri og hjálpi mér að hefja unál með heitum hvítagaldri. Á bannfæringa. og brennu-öld, bjó hinn dökki seiður sem átti og mátti eiga kvöld, því ill var rót og meiður. Æxlaðist hvort af öðru þar, afbrotin og dómar, og oft er vizkan barr sitt bar, blikuðu logans skjómar. Og upp á við fyrir andans gamm oft var þungt við fótinn. Því hafa margir haldið fram, að hegningin sé rótin. En hvort sem er, þá er það vist, að afbrotunum fækkar, ef friðarhvelið fram það snýst að fyrirgefning stækkar. Þvi er þa'ð á Ijóssins leið, er leiðast tvö að verki og tengdum höndum hefja eið að halda upp kærleiksmerki. Og til þess gel ég galdur minn að göfug hugsjón rætist. Að vindar strjúki varmt am kinn, von og framkvæmd mætist. En nú eru þau að búast braut, sem birtu oss ljóssins hljóma. Kveðjan verður vinum þraut, er vefst þó minja-ljóma. Þau aka um land og líða um haf á ljósu vonarklæði. Gríp ég því minn galdrastaf og gel þeim heillakvæði. Ég óska ykkur gæfu og gengis í guðlegu starfi, ótaldra ánægjustunda í umhverfi nýju. Farsæld, eining og friður séu fargestir ykkar. Sérhver draumur um dáðir dagsljósið sjái. Þangað sem afrek andans og óskirnar mætast flytji ykkur vonirnar fleygu og fái að rætast. Allir ræðumenn árnuðu prests- hjónunum heilla í nýjum stað með nýju fólki. Samkvæmi þetta sátu yfir 80 manns, og var langt liðið á kvöld, er hófinu var slitið. Borgarfjörður er fagur. Vestan fjarðarins er Borgames, hreinlegt þorp og snoturt. Hvort sem komið er til Borgarness af hafi eða á landi, rís Borgarneskirkja yfir bæ- inn, fögur og tignarleg, svo sem hæfir köllun hennar og umhveifi. Sá maður, sem mestan þunga bar, er kirkjan var að rísa af grunni, var formaður byggingar- nefndar kirkjunnar, Halldór Sig- urðsson, sparisjóðsstjóri. Þann 4. ágúst s. 1. var Halldór Sigurðsson kvaddur síðustu kveðju í Borgarneskirkju. Fór sú athöfn virðulega fram og með innileik. Kirkjukór Borgarness söng svo sem venja er, en nú naut hann ei söngstjórans, sem stjórnað hafði honum frá upphafi, Halldórs Sig- urðssonar. Ámi Jónsson, óperasöngvari, söng einsöng. Minningarræðu flutti prófessor Björn Magnússon, fyrrverandi sóknarprestur að Borg. Sr. Guðmundur Sveinsson flutti og kveðjuorð frá Rótary- hreyfingunni. Tveir ungir menn stóðu heiðursvörð við kistuna und- ir þjóðfánanum og fána Ung- mennasambands Borgarfjarðar. Um allan bæinn blöktu fánar í hálfa stöng. Sólin skein og „þerrði tregenda tárin“, er þessi góði drengur var kvaddur hinztu kveðju. Halldór starfaði í flestum þeim félögum í héraðinu, sem að menn- ingar- og mannúðarmálum vinna. fíann stárfaði og í K.B i 23 ár sem gjaldkeri og fulltrúi. Hann hlaut því að vinna mikið með starfsfólki K.B. og hafa samskipti við fjölmarga viðskiptavini þess. Komu honum þar að liði góðar gáfur, smekkvísi og drengskapur. 'V-X*V‘-V*X.«N.*X«'V •■Vt'VV x N Bíla- & búvélasalan Simar 2-31-36 & 15-0-14 HEFI KAUPFNDUR að Ferguson benzín og dísil dráttarvélum einnig að öðrurr tegundum. BlLA & BOVÉLASALAN lngólfsstræti 11. Halldór var hlýr í viðmóti, glaður í umgengni og prúður í framkomu. Hann unni allri fegarð, hvort sem hún birtist í tónum, litum eða Ijóðum. Ef til vill má ætla, að hinir fjölþættu hæfileikar Halldórs hafi ekki notið sín til fulls við hans daglegu störf. Þó sá ég varla hans fögru rithönd, svo hún minnti mig ekki á yfirburði hans og hvetti mig til að reyna að „gera , betur“. j Meðan Halldór vann í K.B. , gekkst hann fyrir stofnun Starfs- ! mannafélags K.B. og var formaður : þess um nokkurra ára skeið. Stóð félagið þá fyrir árshátíðum, sem þóttu vel takast. Þegar Halldór lét , af störfum í K.B. og tók við stjórn jSparisjóðs Mýrasýslu, var honum i og fjöiskyldu hans boðið til kaffi- drykkju og við það tækifæri færði þáverandi formaður starfsmanna- félags K. B., Halldóri vandaða skjalatösku að gjöf frá félögun- um með þakkarorðum og árnaðar- óskum. Sýnir þetta meðal annars hug starfsfólks K.B. til Halldórs. Væri ævisaga Halldórs skráð, ætla ég, að hún myndi góð lesn- ing ungum og öldum. Á yngri árum stundaði Halldór íþróttir og æfði m. a. knattspyrnu. Var hann þar sem annars staðar öruggur, háttvís og leiðandi. Mér er enn í minni, er Halldór kom með flokk ungra manna frá Hvammstanga að Reykjaskóla til að þreyta knaUspyrnu við okkur Hrútfirðinga. í fylgd með honum var ungmær, litfrið og ljóshærð. Var það unnusta Halldórs, er síð- ar varð eiginkona hans, Sigríður Sigurðardóttir kaupmanns Pálma- sonar á Hvammstanga. Þau hjón fluttust síðar til Borg- arness og hafa búið hér hátt á þriðja tug ára. Hér eignuðust þau fagurt heimili, sem gott var að sækja heim og njóta gestrisni og alúðar þeirra hjóna. Margar góðar stundir átti ég og fjölskylda mín á heimili þeirra, og frá þeim fund- um geymum við margar Ijúfar minningar. Ekki held ég, að ofmælt sé, að Halldór hafi öllu góðu og fögru unnað og lagt lið eftir megni. En þrátt fyrir margþætt störf, var hann heimili sínu forsjá og burð- arás, er aldrei brást. Jafnvel í hinni þungu legu reyndi hann til síðustu s'tundar að létta sorginni af ástvinum sínum og vekja bros. Konan, börnin og tengdasonurinn hjúkruðu honum heima af nær- gætni og ástúð. Halldór var trú- maður og bar þrautir sínar með hugarró og undraverðu þreki, þar til yfir lauk. Borgarnes hefur mikils misst við fráfall Halldórs Sigurðssonar. Slíkt verður ekki metið eða mælt. Sárastur mun þó harmur eftirlif- andi konu, börnum, tengdabörn- um og öldruðum tengdaforeldrum. En huggun er það harmi gegn að geyma fagrar minningar um sam- verustundir á liðnum dögum. Eg kveð þig, vinur, Halldór Sig- urðsson, og þakka samstaif á liðn- um árum. Hittumst heilir. Konu þinni, börnum og vanda- fólki tjái ég innilega samúð mína og fjölskyldu minnar. Minnumst þess, að „anda sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið.“ Hermann Búason Húseigendur Geri við og stilli olíukynd- ingartæki. Viðgerðir á alls konar heimilistækjum. Ný- smíði. Látið fagmann ann- ast verkið. Sími 24912 og 34449 eftir kl. 5 síðd. Auglýsingasími TÍMANS er 195 23 ÞAKKARAVÖRP Innilegar þakkir færi ég öllum börnum mínum, vinum og vandamönnum, nær og fjær, sem glöddu mig á 85 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Jónsdóttir, frá Ey. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlár og jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, fósturmóður og ommu. Sigríðar Halldórsdóttur, Aðalstræti 34, Akureyri. Higinmaður, börn, tengdabörn, fósturbörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og jarðar- farar Hildigunnar Magnúsdóttur, Grettisgötu 51. Arnþrúður Þ. Eiríksdóttir, Rannveig Eiríksdóttir, Erlingur Ólafsson, Einar Bárðarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.