Tíminn - 19.08.1961, Side 1

Tíminn - 19.08.1961, Side 1
REYKJAVÍKURNÁTIÐIN HOFSTI GÆRKVELEH *i lllll Heimsókn forseta Kliíkkan tvö í gær kom forseti ísiands, herra Ás'geir Ásgeirsson, og forsetfrú Dóra Þórhallsdóttir, í f.yrstu opinberu heimsókn sína' til Reykjavíkur. Bæjarstjórn Reykjavíkur tók á móti forseta- hjónunum í þingsai bæjarstjórn- aiinnar, Skúlatúni 2. Geir Hall- grímsson borgarstjóri bajið for- seta og forsetafrú velkomin til Reykjavíkur fyrir hönd bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Þakkaði hann forsetanum heimsóknina og flutti forsetahjónunum beztu framtíðaróskir allra Reykvíkinga. Er borgarstjórmn hafði lokið máli sínu, tók forsetinn til máls Friðrik stöð- í ugt efstur 1 NTB, Marianske Lanzke, 18. ágúst. Eftir þrettándu umferð skák- tnótsins í Marianske-Lazne er Friðrik Ólafsson efstur með 11% vinning. Næstur er dr. Filip frá Tékkóslóvakíu með 10% vinning, og þriðji er Uhlmann frá Austur- Þýzkalandi með 10 vinnínga. Fjórði er Norðmaðurinn Johanne- sen með 8.5 vinninga. Biðskákum úr þrettándu umferð er lokið. Frá setningu afmælishátíðarinnar í gærkveldi. og þakkaði hlýjar móttökur og heimbóð á þessum 175 ára afmæl-. isdegi Reykjavikur. Drap hann stuttlega á þroskasögu Reykjavík! ur og mælti: „Vél gleðjumst öll yfir þroska höfuðborgarinnar, sem er sameign allrar þjóðarinnar“. Lauk fosetinn ræðu sinni með þessum orðum: „Eg árna hinni góðu höfuðborg Ingólfs allrar giftu og blessunar á komandi ár- um.“ ! ! Ráðhústepp- ! ið gefið Við þetta tækifæri afhenti Aðal björg Sigurðardóttir, formaður Bandalags kvenna í Reykjavík, bænum gjöf frá bandalaginu. Var þag ofið veggteppi, er sýnir komu þeirra Ingólfs Arnarsonar og Hall veigar Fróðadóttur til Reykjavík- ur með son þeirra Þorstein. Er myndin þannig „minning hins fyrsta íslenzka heimilis", eins og frú Aðalbjörg komst að orði. Er ætlazt til, að teppið verði í vænt anlegu ráðhúsi Reykjavíkur. Hugmyndina að ráðhússteppinu átti frú Ragnhildur Pétursdóttir, form. Hins íslenzka kvenfélags, en hún er nú látin. Var Jóhanni Briem listmálara falið að gera frumdrátt að teppinu, en frú Vig- dís Kristjánsdóttir óf teppið. Verksmiðjan Álafoss gaf allt band í teppið. Frú Ragnhildur Halldórsdóttir afhjúpaði teppið, en frú Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar. þakkaði gjöfina. Forseti íslands skoðaði í gær Árbæjarsafnið, Hamrahlíðarskól- ann og Heilsuverndars.töðina í boði bæjarstjórnar. Sýningarsvæð- ið opnað í gærkvöldi blöktu fánar hvar ve.tna við hún á hátíðasvæðinu við Hagatorg óg buðu gesti vel- komna á 175 ára afmæli höfuð- borgar fslands, Reykjavíkur. Einn ig í sjálfri Reykjavík blöktu fán-' Rætt um aðild í Vísi í gær er skýrt frá því, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja það fyrir Alþingi í haust, að ísland æski samn- inga við Efnahagsbandalag Evrópu um aðild að bandalag- inu. Vísir tekur fram, að ekki sé afráðið hvort lagt verði til að æskja fullrar aðildar eða auka aðildar. Viðskiptamálaráðherra mun undanfarið hafa rætt um þessi mál við fulltrúa frá ýmsum samtökum og fyrirtækjum. Flestir þeirra munu nú hafa fallist á, að þessarar aðildar verði óskað, en þó með mörg- um fyrirvörum og án skuld- bindingar um þátttoku. ar á öllum stöngum. Veðurguðirn ir voru líka í hátíðaskapi og veðr ið var milt og stillt, en ofurlítil gola. Börnin fyrstu gestirnir Sýningarsvæðið var opnað gest um klukkan hálf átta um kvöldið, og fyrstu gestirnir létu ekki standa á sér. Þeir voru heldur lágir í loftinu fyrstu höfuðborgar- búarnir, sem stigu inn á hátíða- svæðið, en þeir bættu sér upp smæðina með áhuga sínum á öllu því sem fyrir augu bar. Hver sýningarhlutur á svæðinu vakti óskipta athygli þeirra, sérstaklega virtist eimvagninn, hún Bríet gamla, laða að sér drengina, og eimreiðarstjóri hafði þegar tekið sér stöðu inni í henni. í hverjum, glugga hennar sást ósvikið höfuð-! borgarandlit. Flugvélarnar og stór virku tækin voru einnig sjón, sem var sögu ríkari, og börnin gáfu þeim óspart auga. Stöðugt flykkt ust fleiri börn inn á svæðið, og dyravörðurinn hafði ekki við að taka við miðum þeirra. Þau, sem voru undir tíu ára aldri fengu ókeypis inn, og þá voru margir sem vildu vera undir tíu ára aldri, en færri, sem fengu ag vera það. Einn og einn maður reikaði um í barnahjörðinni, eins og vegna misskilnings. Skömmu fyrir átta tók prúðbúið fólk að drífa að úr öllum áttum, gangandi og í bílum. Allt stefndi þetta fólk til sama staðar, Nes- kirkju, sem stóð með báðar dyr opnar, og veitti öllum viðtöku, sem á leituðu. Þarna gat að líta margt þjóðfélagstiginna manna og óbreytta borgara, sem allir voru komnir til þess að hlýða messu. Hver bíllinn af öðrum renndi sér að kirkjunni og fólk steig út o" sameinaðist hópi þeirra, sem voru gangandi. Borgarstjórinn Geir Hallgrímsson og frú hans, stóðu framan við kirkjuna og buðu ýmsa þekkta borgara Reykjavíkur velkomna og erlenda gesti. Að síðustu komu forsetahjónin ak- andi í bíl sínum, og heilsuðu borg (Framhald á 2. síðu.) Hækkanirnar: Nú eru það brauðin Hvað næst? Verðlagsnefnd gaf í gær út tikynningu um hækkað há- marksverð á brauðum. Fransk brauð og heilhveitibrauð hækka um rúm 14%, úr 4.55 kr. í 5.20 kr. Vínarbrauð og tvíbökur hækka enn meira. Vínarbrauðin kosta nú 1.40 stykkið, kflóið af kringlunum 15.50 kr., og af tvíbökum kost ar kflóið 23 krónur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.