Tíminn - 19.08.1961, Side 6

Tíminn - 19.08.1961, Side 6
T í MI ly N, Iaugardaginn 19. ágúst 1961. Sjötugur í dag: Valdimar Eyjólfsson verkstjóri, Akranesi Valdimar EyjólfsSon vegaverk- stjóri er sjötugur í dag. Hann er fæddur á Akranesi 19. ágúst 1891.' Eyjólfur faðir hans var frá Mels- húsum á Seltjarnarnesi, en síðari kona Eyjólfs og móðir Valdimars, var Hallbera Magnúsdóttir frá Efri-Hrepp í Skorradal. Þau hófu búskap á Akranesi og eignuðust 11 börn. Af þeim dóu 4 í æsku, en 7 komust upp — 6 synir og ein dóttir. Stofnuðu 5 systkinanna heimi'li á Akranesi. Ættboginn er því orðinn stór og hinn gjörvi- legasti. Valdimar nam í æsku hjá Gísla Hinrikssyni á Sólmundarhöfða, venjulegt barnaskólanám, jn fór á skútu eftir fermingu og var þarj lengst af fram undir tvítugt, er hann gerðist formaður hjá Þor- steini Jónssyni á Seyðisfirð'i, er þá hafði mikla útgerð' m. a. á Skálum á Langanesi. Hjá honum var hann í 3 ár. Eftir það gerist Valdimar skipstjóri á bátum frá Akranesi og við það er hann næstu 25 árin. Vetrarvertíðina var hann löngum í Sandgerði með bát sinn, sem siður var á Akra- nesi, áður en bygging hafnarinn- ar hófst. Var hann jafnframt eig andi bátsins — einn eða með öðr um. Lengst gerði hann út bát, sem hét Álftin. Valdimar var heppinn og aflasæll formaður. Það var því enginn smáræðis afli er hann dró að landi þann aldar- þriðjung, sem hann stundaði sjó- inn. Árið 1939 verða þáttaskipti í ævi Valdimars. Hann hverfur frá sjónum og gerist verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins. Því starfi hef ur hann gegnt óslitið síðan. Fyrst í nærsveitum Akraness, en síðan smá stækkaði svæðið og nær nú yfir meginhluta Borgarfjarðar- sýslu. í starfi þessu hefur Valdi- Síðari kona Valdimars er Anna Jónsdóttir af Akranesi. Þau eiga 2 syni, sem báðir búa á Akranesi, | en 2 börn þeirra létust á unga aldri. Valdimar er atkvæðamikill fé- lagsmálamaður og hefur þar kom-, ið víða við sögu. Hann var einn af stofnendum UMF Akraness 1909 og tók mikinn þátt í íþrótt- um framan af ævinni, og hesta- mennsku hin síðari ár, enda jafn- an átt góðhesta. Var hann talinn hinn mesti íþróttagarpur. Hann var í mörg ár formaður verkstjóra félagsins á Akranesi. Þá hefur hann ætíð tekið mikinn þátt í störfum Framsóknarfélags Akra- ness. Mest er þó vert um mann- inn sjálfan. Þennan kjarkmikla, hispursláusa og síglaða dreng. — Fróður í sögu og fornum bók- menntum — umfram það, sem al- j gengt er. — Vakandi í starfi sínu og nærgætinn og umhyggjusam-j ur við þá, sem vinna undir stjóm j hans. Og þó stundum hafi syrt í álinn — svo sem oft hendir á langri leið — veit ég Valdimar, telur sig gæfumann. Hann getur með stolti litið yfir farinn veg, eins og svo margir jafnaldrar! hans. Hann á sinn þátt í þvi, að Akranes hefur vaxið úr litlu fá- tæku þorpi — sem það var í ár- dögum ævi hans — í stóran kaup . stað með tífalda íbúatölu. Ég flyt Valdimar innilegar ham ingjuóskir og þakkir á þessum tímamótum í ævi hans og vænti þess, að hann eigi enn langt og starfsamt líf fyrir höndum. Undir þá ósk veit ég, að sá fjölmenni hópur, sem með honum hefur unn ið um ævina, og þeir sem notið hafa starfs hans og samfylgdar á einn eða annan hátt. Dan. Ágústínusson. Auglýsing mar unað vel, enda árvakur og skyldurækinn, og notis tiltrúar verkamanna og húsbænda sinna, sem hann hefur metið mikils. Það hefur verið honum mikil hamingja að sjá mikinn árangur verka sinna.' Sjá vegina lengjast og batna, enda hefur nánast orðið bylting í vega- gerð síðustu 20 árin. Á því tíma- bili hefur véltæknin komið. Fram að stríðsárunum varð hennar lítið vart í vegagerð á fslandi. Valdimar kvæntist 1915 Rann- veigu Þórðardóttur frá Leirá. Hún lézt 1925. Þau eignuðust 3 börn, sem öll eru búsett á Akranesi. Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavík f.h. bæjarsjóðs og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram fyrir ógreiddum leigugjöld- um af lóðum, svo og erfðafestugjöldum, sem féilu í gjalddaga 1. júlí 1961, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Borgarfógetinn í Reykjavík, 16. ágúst 1961. Kr. Kristjánsson Ráðskona eða matsveinn Óskum eftir að ráða ráðskonu eða matsvein að Samvinnuskólanum í Bifröst í Borgarfirði. Upplýsingar verða gefnar í síma 17973, mánu- daginn 21. ágúst. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir og eina jeppabifreið, er verða til sýnis í Rauðarárporti, mánud. 21. þ. m. kl. 1—3 síðd. Tilboð verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna Tilkynning Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks verð á brauðum í smásölu með söluskatti: Franskbrauð, 500 gr.................. kr. 5,20 Heilhveitibrauð, 500 gr................ — 5,20 Vínarbrauð, pr. stk.................... — 1,40 Kringlur, pr. kg....................... — 15,50 Tvíbökur, pr. kg....................... — 23,00 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Heimilt er þó að selja sérbökuð 250 gr. fransk- brauð á kr. 2,65, ef 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starf- andi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Reykjavík, 18. ágúst 1961. Verðlagsstjórinn Ferðafólk á Austurlandi Ef þér leggið leið yðar til Vopnafjarðar munuð Guðbjörg Guðrún Björnsdóttir frá Þorá f Ölfusi lézt að elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 18. þ. m. Fyrir hðnd aðstandenda. Sigurbjörn E. Einarsson. þér fá beztu þjónustuna í hinni nýju og glæsilegu kjörbúð vorri, Komið reynið viðskiptin KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA ÞAKKARÁVÖRP Innilega þakka ég börnum mínum, tengdabörn- um, barnabörnum, systkinum mínum og öðrum ættingjum og vinum, er glöddu og heiðruðu mig á sextugsafmæli mínu, 10. ágúst s. 1. með heim- sóknum, heillaskeytum, rausnarlegum og dýr- mætum gjöfum, og gerðu mér daginn ógleyman- legan. — Lifið heil. Jörundur Þórðarson, Ingjaldshóli.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.