Tíminn - 19.08.1961, Side 7

Tíminn - 19.08.1961, Side 7
T í MIN N, Iaugardaginn 19. ágúst 1961. Nú snýst ait um manninn, | þræjjjr ver5a a5 ytf frelsi hans og þroskarækt Norræna kennaramótinu er nýlega lokið í Kaupmanna- höfn. Sóttu það allmargir ís- lendingar, og sumir fluttu þar erindi og ávörp. Meðal þeirra, sem sóttu mótið, var Snorri Sigfússon, fyrrverandi náms- stjóri. Þar sem hann mun hafa sótt fleiri norræn kenn- aramót en flestir íslenzkir kennarar, sneri blaðið sér til hans og spurði hann frétta af mótinu. Er raunar gaman til þess að vita, að þessi landskunni skóla maður, sem hættur er störf- um fyrir nokkru, skuli enn hafa svo brennandi áhuga á nýjum straumum uppeldis- og kennslumála, að hann leggur á sig slíka för sem þessa. — Hve langt er á milli norrænu kennaramótanna, Snorri? — Þessi mót hafa ver'ið haldin 5. hvert ár, þegar styrjaldir hafa ekki truflað samgöngur. Síðasta mótið — hið næsta á undan mót- inu í sumar, — var haldið í Hels- ingfors 1958. í Osló var mótið hald ið 1953 og í Stokkhólmi 1948. — En aldrei á fslandi? — Nei, ekki enn, en svo er nú ráð fyrir gert, að næsta mót verði hér 1965 — að fjórum árum liðn- um, og síðan verði mótin haldin til skitpis á Norðurlöndunum á hálfum og heilum tug ára. — Refur þátttaka í þessum mótum verið mikil af íslendinga hálfu? — Framan af mun hún hafa ver ið sáralítil eða engin, en s. 1. hálfa öld eða svo mun þátttaka íslend- inga hafa verið nokkur og vax- andi, og munu jafnan flestir hafa verið úr hópi barnakennara, og svo var einnig á þessu þingi. En á þessum þingum koma þó jafnan fram með erindi ýmsir aðrir en kennarar, þótt margir úrvalsmenn stéttarinnar láti þar Ijós sitt skína. —> Skitpa þátttakendur þessara mót hundruðum eða jafnvel þús- undum? — Á Stokkhólmsmótinu 1948 voru um þrjú þúsund manns, og voru Svíar og Finnar þar fjölmenn astir. Nokkiu færra var á mótinu í Osló 1953, og á þinginu í Kaup- Spjall við Snorra Sigfússon, fyrrv. námsstjóra, um norræSa kennaramótið í Höfn mannahöfn núna um hálft annað þúsund eða svo. Nokkrir tugir ís- lendinga voru þar. — Hvernig var fyrirkomulag mótsins? — Þessi mót standa venjulega 3—4 daga. Má svo heita, að erindi séu flutt um skóla- og uppeldis- mál allan daginn í tveim sölum samtímis. Og stundum fara einnig fram umræður, þótt varla sé hægt að segja, að svo væri nú. Miklar skólasýningar hafa ætíð verið í sambandi við þessi mót, og hafa menn ekki slzt haft gagn af þeim. Svo var t. d. um mótið í Snorri Sigfússon i Stokkhólmi 1948. Þar var sýning í 72 kennslustofum og á göngum skólahúss. Er það stórfenglegasta sýning, sem ég hef séð af þessu tagi. Þar var saman komið geysi- mikið af vinnu barna og unglinga úr flestum skólaflokkum, og var ekki sízt eftirtektarverður þáttur kennaraskólanna, enda hafa Svíar jafnan lagt mikla rækt við mennt- un kennara og launað þeim vel, til þess að fá sem bezta menn í stéttina. Og svo var þarna geysimikið af kennslutækjum og áhöldum. Ég held, að við íslendingarnir, sem þarna vorum, höfum ekki sízt lært af þessari miklu sýningu í Stokk- hólmi 1948. f Osló 1953 var einnig mikil sýn ing á vinnu barna. Minnist ég þess, hve undrandi ég var yfir vinnu- bókum eins skóla, þar sem ísland — náttúrufar þess og saga — var Frá raatsveina og veitingaþjónaskólanum Innritun fyrir skólaárið 1961—1962, fer fram í skrifstofu skólans í Sjómannaskólanum, mánu- daginn 21. ágúst og þriðjudaginn 22. ágúst kl. 2—4 síðdegis. í skólanum verða starfræktar! deildir fyrir matreiðslumenn og framreiðslumenn, til sveinsprófs. Og deild fyrir fiskiskipamatsveina.; Nánari upplýsingar hjá skólastjóra i símum 17489 og 19675. Skólastjóri álveg sérstaklega valið sem við- fangsefni. Mun þessi sýning í Osló hafa verið mörgum lærdómsrík. — En var sýning í sambandi við þetta mót í Kaupmannahöfn? — Nei, þar var engin sýning á vinnu nemenda, og munu ýmsir hafa saknað þess. En eins og áður ségir, voru þar flutt mörg ágæt erindi, eða alls um 20, og voru sum þeirra stórfróðleg. Fyrst og fremst sögðu menn þar hver frá sínu landi, og svo var horft yfir og rætt um hið mikla sameiginlega viðfangsefni allra — mannræktina. — Hvað fannst þér eftirtektar- verðast af viðræðum þínum við norræna skólamenn eða erindum, sem þú heyrðir? — Kennaraekla er áhyggjuefni bæði þar og hér. Starfið þykir erf- itt, miklar kröfur gerðar og starf- ið ærið oft vanþakklátt, og launa- kjör ekki í samræmi við ábyrgð og erfiði. Mér virtist menn yfirleitt á þeirri skoðun, að til þess að úr- valsmenn leituðu þar staifs, þyrfti að bæta stórum launakjörin, og að aðrir en gegnir og góðir menn ættu ekki að taka að sér kennslu. Starfið verður og sífedt vandasam- ara og æ meira komið undir skól- unum, hvernig framtíð manna ræðst. — Hefurðu sótt mörg slík kenn- aiamót? — Ég hef verið á sex norrænum kennaramótum og hafði mikla ánægju af að koma þarna einu sinni enn og hitta þar gamla kunn ingja og heyra mál manna, þótt ég sé nú hættur störfum. Og sannarlega var nú forvitni- legt að hlusta á menn ræða málin og bera saman við fyrri tíð. Greini legt virtist mér, að menn ræddu nú miklu minna en áður um kennsluaðferðir, námstilhögun, tæki og annað það, sem sjálft fræðslustarfið snertir. Nú snerist svo að segja allt um manninn — frelsi hans og þroska í sambúð og samstarfi í lýðfrjálsu þjóðfélagi — ræktun vitsmuna hans, vilja- þreks og hjartalags. Um þá þunga miðju snerist í raun og veru allt þetta mikla þing. Það er ef til vill eðlilegt tímanna tákn. Annars hefur mér jafnan fund- izt einna merkast starf í uppeldi nágrannalanda okkar það, sem hinn frjálsi lýðháskóli vinnur og hefur unnið í heila öld. Hefur hann mjög fært út kvíar síðustu áratugi, er menn tóku að sjá kosti hans og lærðu að meta hann æ betur. Höfuðþættir í starfi lýðhá- skólanna eru saga þjóðar og bók- menntir, en kristileg viðhorf og kristinn andi móta þar allt starf. Auk hinna frjálsu lýðháskóla er svo öll fræðslu- og menningarstarf- semi hinna margþættu félagssam- taka um öll Norðurlönd. Má t. d. nefna hið víðtæka fræðslustarf samvinnumanna og verkamanna, sem þó er sennilega víðtækast meðal Svía. Má svo að orði kveða, að þar sé nálega hver maður að einhverju námi og starfi í leshring um og fræðsluklúbbum hinna ein- stöku starfsgreina. Ég hygg, að þjóðmenning Norð- urlanda hvíli eigi sízt á hinum sterku stoðum þessarar frjálsu fræðslu- og menningarstarfsemi og hjálpi mest til að halda huganum vakandi og opnum fyrir hvers kon ar menningarlegum umbótum, persónufrelsi og þegnskap. Og all- Mikillar vankunnáttu gætir oft í ræðu og riti, þegar kaup- félögin og Sambandið eiga í hlut. Nú fyrir skemmstu hefur S.f.S. verið nefnt í öðru orð- inu „auðhringur", í hinu „skuld ugasta fyrirtæki landsins" og nú allra síðast „fátækrahring- ur“. Engin þessi nafngift er rétt. Sambandið er félag 57 lm kaupfélaga um allt land. í kaup *I félögunum eru 30 þús. og 900 ■| félagsmenn. Samtök þeirra eru ;> byggð á hinu fullkomnasta lýð- ■I ræði og frelsi. Með því að nota sér yfirburði samvinnustefnunn ;. ar um skipulag og starfshætti |I hefur þeim tekizt að gera Sam- ■| bandið að traustu fyrirtæki, ;. sem í sívaxandi mæli hefur orð- ■I ið til þjónustu fyrir atvinnulíf- •; ið í Iandinu. En það á ekki hið !■ minnsta skylt við „auðhring" ■I og hlutdeild þessara meir en !■ 30 þús. félagsmanna í lánsfé |! þjóðarimiar er heldur ekki svo •! mikil, að SÍS eigi neitt skylt við !■ „skuldugasta fyrirtæki Iands- j! ins“. Eitt af mörgu, sem samvinnu- !■ menn hafa ástæðu til að gleðj- •! ast yfir, er hinn mjög vel rekni, I; myndarlegi og fjölbreytti iðnað ;! ur SÍS. Alls á Sambandið 10 «! verksmiðjur, sem flestar eru !■ staðsettar á Akureyri. Á síð- ;! asta ári greiddu verksmiðjurn- .; ar 23 millj. og 950 þús. kr. í ;■ vinnulaun. Heildarsala verk- •I! smiðjanna nam á árinu 1960 .; rúmlega 118 millj. króna. Iðn- ;. aðarvarningurinn er í fremstu >; röð og óðum verið að vinna !* fyrir hann markað erlendis. ;. Gefjun á Akureyri er sambæri- .; leg við það bezta, sem til er á ;• Norðurlöndum í þeirri iðn- *! grein. Samvinnumenn hafa gert .; Akureyri að iðnaðarbæ, og er ;. vandséð, hvar atvinnulíf þess •; bæjar hefði verið statt, ef fram I; sýni þeirra og úrræði hefðu *. ekki komið til. I næstu viku er hin árlega iðnstefna samvinnumanna á Ak- ureyri. Iðnstefnan er stórvið- burður hvert ár og ber iðnaðar- deild SÍS glæsilegt vitni. Mega þeir dagar, sem iðnstefnan stendur, vera samvinnumönn- um ríkt fagnaðarefni, svo miklu, sem þeir hafa komið til Ieiðar i þeirri merku atvinnu- grein, sem iðnaðurinn er orð- inn. En um leið og sjálfsagt er að fagna unnum sigri er einn- ig viðeigandi að minnast þeirra rnanna, sem ruddu leiðina og vörðuðu veginn. Árið 1883 vann ungur bóndi, Magnús Þórarins- son á Halldórsstöðum, það af- reksverk, að koma upp vísi að ullarverksmiðju á heimili sínu. Naut hann til þess styrks úr sýslusjóði Þingeyjarsýslu. Hann notaði bæjarlækinn til þess að knýja vélarnar. Héraðsbúar fluttu til hans ull sína og fengu hana kembda í lopa og heim- ilisiðnaðurinn tók stórstígum framförum. Magnús flutti fyrstu spuna- vélina til Iandsins. Sú vél hefur nú verið sett upp í byggðasafn- inu á Grenjaðarstað til vitnis- burðar og minningar um merk- an mann og merkan viðburð. Gefjun á Akureyri, sem sam- vinnumenn síðan keyptu 1930, var stofnuð vegna fordæmis hans. Þræðirnir frá spunavél Magn úsar á Halldórsstöðum liggja nú vítt um landið, falla í skil og verða að vígindum á töfra- klæði, sem nútíma tækni og þekking lyftir sífellt á hærra stig. Hann var hugvitssamur hug- sjónamaður. í slóð slíkra manna grær. Enn í dag svífur andi þeirra yfir iðnaðarframkvæmd- um samvinnumanna og mun setja svip sinn á iðnstefnuna á Akureyri. — PHJ. ...V.’.’.’.V.V.’.V.'.’.V.V.’.’.VAW.V.’.V/.’.’.V.V.’.’.V.’.’.Vi ur námskeiðafjöldinn þar er sann arlega eftirtektarverður fyrir okk- ur. Það er löngu vitað og stutt reynslu, að námskeið — þótt stutt séu — eru miklir aflgjafar til hvers konar átaka, samtaka og framfara. Þeim á að fjölga. — Et til vill væri gaman að heyra nöfn á einhverjum þeim er- indum, sem flutt voru á þinginu núna, til þess að fá hugmynd um viðfangsefnin, Snorri. — Já, nöfn erindánna benda auð vitað svolítið í áttina. Ég skal nefna nokkur, en mér finnst ekki taka því að þýða nöfnin, því að þau skilja allir: Skolans roll i samhállet. Skolans idé og málsetning. Almendanning i vor tids skole. Fra vuggestue til skoleplikt. Skolan och den estetiska fostran. Höjskolen og dens fremtidige arbejde. „Lærerpersonligheden“ Lárarutbildingens organisation Þetta læt ég nægja sem sýnis- horn. Af þessum erindum hygg ég, að annað erindið, sem nefnt er, flutt af hinum danska statskon- sulent, Hetveg Petersen, hafi bor- ið af. Þag bar vott um hámennt- aðan gáfumann og ágætlega máli farinn. Sagt var líka, að hann þætti líklegur í sæti Jörgensens menntamálaráðherra. Og svo var það síðasta erind- ið, sem ég gæti trúað, að flestum verði minnisstætt. Það flutti dansk ur magister. gamall óg nafnkunn- ur, Jens Rosenkjær og fjallaði mál hans um manninn á kjarnorku öld og var mjög merkilegt, enda vel flutt af mikUli mælsku og krafti. Eg hlakka tU, ef ég lifi, að fá að lesa þessi erindi öll að ári og yfirvega betur, því ag von- andi verða þau prentuð í bók um þingið, svo sem jafnan áður. — En fluttu íslendingar ekki ávörp eða erindi á þinginu? — Jú, og þeir stóðu sig allir vel, sem þar komu fram fyrir okk ar hönd. Menntamálaráðherra j flutti prýðilega ræðu við opnun þingsins og hyllti Jörgensen menntamálaráðherra Dana. Fræðslumálastjóri og fræðslu- stjóri Reykjavíkur fluttu þar mál sitt af röggsemi, svo og Sveinbjörn Sigurjónsson skólastjóri, Magnús Gíslason, námsstjóri og dr. Broddi Jóhannesson. Þinginu var svo slitið í ráðhúsi Kaupmannahafnar með mikilli við höfn og rausnarlegum veitingum. En það er eitt, sem mig lang- ar til að minnast á að lokum, sagði Snorri. Því hef ég raunar hreyft fyrir 30 árum. Við eigum | að taka upp nýjan þjóðsöng. sem léttara er með að fara en hátíða- sönginn okkar. Hann er hátíða- og helgiþjóðsöngur og hann á að nota á stórum stundum. Þjóðsöngur, notaður sí og æ utan lands og innan, á og þarf að vera léttari og meðfærilegri. Vig eigum t.d. „Þið þekkið fold með blíðri brá“. „fsland ögrum skorið“ o.s.frv., og mun þó hið fyrra fleirum að skapi. En nýtt !ag við ljóðið þarf þá að verða til. Eg held, að flestir séu að verða sammála um það, að þetta verði að gerast, og því þá ekki að gera það strax. Vill ekki Alþingi eiga hér að frumkvæði? Eða .... ?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.