Tíminn - 23.08.1961, Qupperneq 9

Tíminn - 23.08.1961, Qupperneq 9
TfMINN, miffvikudaginn 23. ág«st 1961. 9 líka fslendingarnir í kanadíska hernum féllu umvörpum á víg- stöðvunum. — Voru ekki allir hermenn undir sömu sök seldir? — Það var sögð sú gaman- saga um brezku hermennina, að þeir klöppuðu á öxlina á Kanadamönnum og segðu vin- gjarnlega: „You go first, chap, I’ll be right behind you“. — Farðu á undan, kunningi, ég kem rétt á eftir. Víst var það að þeir öttu frekar fram her- deildum úr Samveldislöndun- um út í eldlínuna. — Reyndust fslendingar góð- ir hermenn? — Þeir þóttu skara fram úr að hugrekki og djörfung al- mennt, svarar Karl, — her- menn þarfnast mjög sömu eig- inleika og sjómenn, og því er það ef til vill engin furða, þótt fslendingar hafi staðið sig vel á vígvöllunum. Og þeir hik- uðu aldrei við að fara eftir skipunum yfirboðara sinna, um annað var ekki að tala. Yfir- leitt hafa íslendingar í Canada verið taldir tiltakanlega lög- hlýðnir. Fjölskyldur á vergangi — Og hvernig gekk þér korn raektin? — Á áratugunum 1916—26 ræktaði ég 3600 tonn af bezta hveiti á búgarði mínum í Climax í Sasketchewan. Mér er sagt, að það sé sá hveitiforði, sem íslendingar nota á einu ári og ég hef oft óskað mér þess, að þetta væri allt komið í góða kornhlöðu hér heima. Ég hef því miður svo lítið að gefa íslendingum. — Svo tók ég aftur til við smíðar þegar ég hætti kornræktinni, vann af kappi í góðu gengi fram til 1930, en þá skall kreppan á. Það voru ömurlegir tímar vestra. Þá var ekki hægt að byggja lengur, því hvergi voru til pen ingar að borga kaup, það voru harðir tímar og margir fóru bókstaflega á vergang með fjölskyldur sínar, sníktu og betluðu, fóru þorp úr þorpi, svangir og klæðlitlir. En alls staðar voru hveitibirgðir og matarbirgðir nógar og allir bankar voru fullir af pening- um. Það gerði ástandið enn öm urlegra. Gullgrcftur En þá dugði ekki annað en bjarga sér á einhvem hátt og ég gerðist gullgrafari, ásamt mági mínum Methúsalem Þór- arinssyni. Þá leigði stjórnin út stór landsvæði fyrir lítið og menn fengu að leita þar að gulli og öðluðust námuréttind- in ef gull eða aðrir málmar fundust. Fjöldi manna var þá við gullleit og þeir voru fáir sem urðu heppnir, einn af hverjum fimm hundruð þúsund um varð milljónamæringur. Við eyddum talsverðu fé og mikilli vinnu og fyrirhöfn í gullleitina, höfðum á leigu landsvæði í Sasketchewan-fylki og fórum víða um. Við fundum dálítið af gulli og einnig ýmsa aðra málma, nikkel, króm og fleira, en ekki það mikið magn, að það borgaði sig að vinna það. Við boruðum víða, hjugg- um sundur heilar klappir með sleggju og hamri. En við urð- um ekki feitir á þessari iðju fremur en flestir aðrir. Ekk- ert nema tapið. Sumir höfðu heppnina með sér, en ýmsir þeirra keyptu dýrt. Nú fyrir nokkrum árum fann íslending- ur gifurlega auðugar nikkel- námur um 200 mílur frá Winne peg. Þessi maður var búinn að leita alla sína ævi að málm um í jörðu. nú er hann orðinn gamall maður, kominn að fót- um fram og hrumur af elli, stendur sem sagt á grafarbarm inum meg öll þessi • óhemju auðæfi. En lengst af hefur hann verið fátækur maður. Talar íslenzku viS forsetann — Þegar við hættum gull- greftrinum, tókum við enn til við smíðarnar. Þá var að vísu nokkur óvissa í atvinnumálum og margir óttuðust stríðið. En það voru samt ekki allir sem kviðu því, ef styrjöld brytist út ag nýju. Um þetta leyti, 1938, var Gyðingur einn að láta byggja stórt fjölbýlishús í Winnepeg. Byggingarmeistar- inn spurði hann, hvort hann væri ekki hræddur við að fara á hausinn ef stríð brytist út og öllu yrði umturnað. Þá brosti Gyðingurinn og sagði: „Engar áhyggjur, stríð, það er okkar uppskera!“ Svona litu þeir sumir á málin. Síðasta byggingin, sem ég sá um, var elliheimili íslendinga í Moun- tain, rétt sunnan við banda- rísku landamærin. Það er stórt hús og vandað, reist af stórhug og samhug. — Er yngri kynslóðin í Kanada ekki búinn að glata íslenzku? — Flestir hafa týnt niður málinu sem eðlilegt er, en þó eru til margar undantekningar, svarar Karl, — sonur mágs míns heitir Sigursteinn Alec Thoorarenson, fæddur í Kanada og hefur aldrei komið til fs- lands, þriðja kynslóð frá þeim sem héldu 'að heiman. Hann tal^r betri íslenzku en ég. Og ég er dálítið stoltur af því að hann talar málið að mestu leyti vegna þess að hann hélt þvi við með því að tala við mig. Hann er lögmaður að at- vinnu og í miklum metum vestra, er m.a. í móttökunefnd- inni, sem sér um væntanlega heimsókn forseta íslands til Canada. Og nú getur hann tal- að íslenzku við forsetann. — íslendingseðlið er ein- kennilega sterkt þar vestra, jafnvel þótt börnin læri ekki tunguna. Það hefur mér t. d. alltaf þótt merkilegt, að börn og unglingar af blönduðu þjóð- erni svara því alltaf til, að þau séu íslenzk, ef þau eru spurð um uppruna. Það skiptir engu máli, hvort foreldrið er af ís- lenzku bergi, alltaf svara þau: Icelandic. Þetta er kannski verkefni fyrir sálfræðinga eða þjóðfræðinga? — Og hvernig lízt þér á land- ið eftir hálfrar a-ldar fjarveru? — Ég held að þess séu eng- in dæmi í víðri veröld, að ein lítil þjóð hafi rétt jafn snögg- lega úr kútnum og íslendingar og afrekag jafn mikið á stutt- um tíma. Fólksfjöldinn er ekki nema helmingur íbúatölu við götu í stórborg. Ég þykist hafa dálítið vit á smíðum, hef ferðazt um flestar borgir Bandaríkjanna og Cana- da, en þó vil ég fullyrða, að hvergi sé eins vandaff til húsa og hér. Til dæmis hurðir, þær eru hvergi betur smíðaðar en hér. Og Bandaríkjamenn væru ekki að kaupa húsgögn alla leið norðan af íslandi, ef þau skör uðu ekki fram úr að smíði og lögun. íslendingar hafa verið ótrúlega fljótir að tileinka sér og læra ýmsan iðnað, sem aðr- ar þjóðir hafa lært á mörgum öldum. — Mér þykir vænt um, að hafa fengið tækifæri til þess, eftir hálfrar aldar fjarveru frá ættjörðinni, _að koma hér og ferðast um ísland, sjá þá feg- urð sem blómstrar í sveitum, þann stórhug og þá djörfung, sem 'alls staðar blasir við hjá fólkinu. Ég er á síðasta skeiði ævinnar, og þess vegna þykir mér vænna um þetta en ella. Þú mátt skila frá mér innilegu og djúpu þakklæti til allra, sem hafa lagt sig frarn um að gera mér þetta sumar á íslandi ó- gleymanlegt. Karl Hanson með gullmola, sem hann fann. (Ljósm. GE). r leiðir ekki einu sinni hug- ann að hinum stjórnarfars- • lega aðdraganda eða þeim stjórnmálarefjum, sem áttu sér stað milli hinna stríð- andi aðila. Tolstoj leiðir ekki hugann að stjórnmálunum í þessari bók, heldur að ógæfunni og þjáningunni, sem stríðið veldur fólkinu. Það sker hann í hjartað. Tolstoj hef ur lifað þjáningu mannsins, og hann hefur séð menn beita hver annan illu. Hann birtir hugblæ sinn af skelf- ingunni í ljósri og mynd- rikri frásögn. „Sevastopol" er hrópandi ákall ungs skálds til sam- ferðamanna um það að opna auguh og sjá bölvun stríðs- ins. Hann vill láta okkur launa illt með góðu, og allt fram á þennan dag standa orð hans ófölsuð. Maður þarf ekki annað en leiða hug- ann að Gandhi til þess að skilja það. í öðrum skáldskap Tol- stojs eru þessar sömu hugs- anir ráðandi, og hann var sannfærður um, að mann- fólkið væri fært um að til- einka sér þennan boðskap og útskúfa stríðinu. Að mínu áliti er það mikil hamingja að eiga þá trú, því að trúin á hið góða í samferðafólkinu er fyrsta skrefið á veginum til stað- fasts friðar. Það getur varla gefið til- efni til andmæla, þó að ég fullyrði, að líf Jesú Krists og persónuleiki hans hafi haft ómetanlega þýðingu fyrir margt manna um heim allan. Mér virðist þvi auð- sætt að kalla fæðingu hans og líf hans allt mikinn sögu- legan viðburð. Hugur Dostojevskis snerist jafnan um þennan þjáða mann á krossinum. ov hann túlkaði þær hugsiónir og kenningar. sem Jesú dó fyr- ir. Þessi áhrif frá lífi ok per sónuleika Jesú voru orsök bess, að Dostojevski ritaði bækur eins og „Karamassov- bræður“ og „Fávitinn". í mínum augum er Mysch kin í „Fávitanum" Jesú- mynd fátækrar fegurðar. Hafi maður einnig séð frönsku kvikmyndina af sög unni með Gerard Philipe í aðalhlutverki, gleymir mað- ur varla persónum Dostojev skis. Þessi Myschkin er maður, sem ætíð mælir sannleika, og ætíð grætur yfir óham- ingju mannanna, fyrirvefur ætíð og fórnar sér ætið fyr- ir aðra. Maður hrífst af þess ari fögru mannveru, sem hefur varðveitt barnshuga sinn, jafnframt þvi sem guð borinn hæfileiki til að vilja og segja hið eina sanna og rétta, hefur þroskazt og blómstrað. Við sjáum hvern- ig óviðráðanleg togstreita magnast af hreinlvndi og vöndugleik Myschkins. Nær allar persónur sögunnar bera blæ af Mvsehkin og hyllast að dæmi hans og bess vegna sundrast þær. Vegna mannlegrar náttúru sinnar er þeim með öHu of- raun að feta i fótsoor hans og ná þeirri fullkomnun, sem hann býr yfir. þó að brennandi óskir þeirra standi til þess. Þau ofurseljast örvænt- ingunni öll — Nastasja, Filipovna og kornkaupmað- urinn ,og loks slær kornkaup maðurinn botninn í þetta með því að myrða Nastösju. Við lestur þessarar skáld- sögu getur svo farið, að maður skelfist þessa ofurtrú á það, að góðsemin geti ráð- ið gerðum mannanna, og oft virðast dæmin um það deg- inum Ijósari, að hinn góði vilji sé þess alls ómegnugur að tryggja jafnvægi og frið í samlífi mannanna. Mig skortir enn lífsreynslu til þess að skera úr um þetta, en mér er huga næst að trúa á mátt hins góða vilja. Frá tímum Tolstojs og Dostrojevskis liggur leiðin fram til siðari heimsstyrj- aldarinnar. Þar rekst maður á skáld, sem hefur ógnir stríðsins og eyðileggingn að baktjaldi. Það er Morten Nielsen. Þetta skáld er í senn hafið yfir tímatal og mótað af því að hafa lifað stríðsárin. í ljóðum Mortens Nielsens skýtur upp kjarnahugsjón- um andspyrnuhreyfingarinn ar ,og ef til vill hefur hon- um einu skálda tekizt að lýsa tilfinningum æskunnar á hernámsárunum. Hugsunin er nálægð dauð- ans skírir lífsskyn skáldsins, og hið hlaðna andrúmsloft magnar ljóðin. Lífið verður enn auðugra með dauðann að baktjaldi. Skáldskapur Mortens Niels ens speglar sögulega við- burði — án þess að nefna þá á nafn — með því einu að túlka þann anda og við- horf, sem huga réðu, með- an þessir sögulegu atburð- ir gerðust. Hrifning Dostojevskis á lífsdæmi Jesú skapaði mörg og stór sálfræðileg skáld- verk, og stríðið varð Tolstoj uppspretta fágætlega fag- urs skáldskapar, sem siðar varð háleitur siðgæðisboð- skapur. Að lokum má ef til vill bæta því við, aö þessi þrjú skáld hefðu að líkindum ekki náð svona langt 1 skáld skap sinum, ef þeir sögu- legu atburðir, sem drepið hefur verið á, hefðu aldrei gerzt. Otto Sigvaldi Petersen.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.