Tíminn - 23.08.1961, Síða 11
Tji MIN N, migvikudaginn 23. ágúst 1961.
n
Afbrýðisamur eiginmaður múrar konu sína inni í turn-
herbergi og þaðan horfir hún á sína eigin jarðarför
Fyrir fáeinum árum
stóð Hanna Smyrner á leik-
sviSi leikhússins í Árósum
og lék prinsessuna í Alladin.
í dag er hún orSin víðfræg
um alla Evrópu, ekki hvaS
sízt í Þýzkalandi, þar sem
hún leikur jafnt og þétt í
kvikmyndum og sjónvarpi.
En frægðin hefur sína van-
kanta:
Hin síBari ár hefur hún mjög
oft verið á forsíðum blaða og
tímarita, en ekki síður í siúður-
dálkum þeirra. Síðasta hneykslið
í þessa átt er samband hennar
við frænda Hússeins kóngs.
Heimsókn í marz
Það er bara kunningsskapur,
sagði Hanna Smyrner. Og hvers
vegna má maður ekki eiga sína
kunningja og vini í friði? Eg
held, að umheimurinn ímyndi sér
alltof mikið um vináttu okkar.
Við erum góðir vinir, og við
höfum sameiginleg áhugamál.
Og ég hef tekið boði Fares Huss-
eins um að heimsækja hann í
Argentinu í marz næsta ár. Meira
hef ég ekki að segja um þetta
mál.
Múruð inn í turni
Um þessar mandir er Hanna
Smyrner í leyfi og dvelur hjá
foreldrum sínum í Árósum. Hún
nýtur þess að fá að vera í friði
og eyðir tímanum m. a. í að búa
sig undir næsta hlutverk sitt,
sem er í leikriti Francoise Sagan
Höll í Svíþjóð. Hanna á að
leika Ophelíu, stúlkukind, sem
eiginmaður óður af afbrýðisemi
múrar inni í turnklefa, og þaðan
horfir hún á sína eigin jarðar-
för.
hún snúi baki við kvikmyndum.
En hún hefur tekið það greini-
lega fram, að í hennar augum
sé leikhúslífið meira en stundar-
fyrirbrigði:
— Þráít fyrir allt er ég nú
komin á þann aldur, að ég krefst
þess að hafa ánægju af lífinu,
segir hún. — Kvikmyndirnar eru
útslítandi argaþras, sem ekki
verður bætt með fé. Og ég vildi
óska, að ég fengi nokkur hlut-
verk í þýzkum leikhúsum, helzt
í nútímaleikritum.
Velja og hafna
Hún viðurkennir, að hún hafi
úti spjót til þess að reyna að
fá óskir sínar uppfylltar, en viti
ekki enn þá, hvernig þeim mál-
um lyktar. Hún veit aðeins fyrir
víst, að nú, þegar hún getur
leyft sér að velja og hafna, mun
hún ekki líta við öðru en því
bezta. Það eiga að vera hlut-
verk, sem hún getur lagt hjartað
í....
Fer í taugarnar
En svo koma trúlofunarskot-
spænirnir enn til sögunnar: Hún
segir: Þetta hefur valdið mér ó-
þægindum. Vinir mínir hafa
hringt og óskað til hamihgju,
það fer i taugarnar á mér og
ekki síður mömmu. En sam-
bandið milli mín og kóngsfrænd
ans er aðeins góður kunnings-
skapur. En ég get náttúrlega ekki
sagt fyrir um óorðna hluti frem-
ur en aðrir, svo að ég get ekki
svarið fyrir, að við eigum eftir
að trúlofa okkur og gifta einn
góðan veðurdag....
— //. óíÉan —