Tíminn - 23.08.1961, Side 12

Tíminn - 23.08.1961, Side 12
12 T í MIN N, miCvikudaginn 23. ágúst 1961. (Jndirstaðan er að æfa lyftingar — Rætt vi(i Guðmund Hermannsson, fremsta kúluvarpara okkar i dag RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON Vestur á ísafirði ólst upp drengur, sem snemma hafði mikinn áhuga á íþróttum. Tii gamans má geta þess, að með- al drengjanna í neðri bænum fór oft fram keppni í því að „ganga á höndunum". Alltaf var það sami drengurinn, sem sigraði í þessari keppni, Guð- mundur Hermannsson, sem nú í dag er fremsti kúluvarp- ari okkar og fyrirliði lands- liðsins. Við hittum Guðmund ag máli fyrir nokkru og röbbuðum við hann um kúluvarp og íþróttaferil hans. — Þú hefur verið ungur, þegar þú fórst að hafa afskipti af íþrótt- um? — Já, þetta kom snemrna, ég gekk í knattspyrnufélagið Hörð heima á ísafirði árið 1934, þá 9 ára gamall. Fyrst framan af var eingöngu iðkuð knattspyrna og keppti ég í 3. flokk og varð Vest- urlandsmeistari með þeim flokki 1937—40. Svo tók ég í fyrsta sinn þátt í frjálsíþróttamóti árið 1940, það var 17. júní-mót. Ég keppti í stangarstökki og 800 m. hlaupi. Ég man, að ég stökk 2,93 í stöng- inni og varð nr. 2. í 800 m. hlaup inu varð ég líka nr. 2 á 2.20,0 mín. 11 sinnum Vestfjarða- meistari í knattspyrnu — Eins og gengur með stráka, sem hafa áhuga á íþróttum, keppti ég næstu árin jöfnum höndum í knattspyrnu og „frjálsum“ Alls varð ég 11 sinnum Vestfjarða- meistari í knattspyrnu með Herði, og lék ávallt i marki. '— Hvenær byrjaðirðu með kúl- una? — 1943 sigraði ég í fyrsta sinn Thorbj. Svenssen - 99, landsleikurínn í dag . u I dag fjer fram landsleikur í | knattsþýrnu milli Nþregs og § Rússlands. Lcikurinn fer fram á s UllevaMeikvanginum í Osló, og er Rússurn reiknaður sigurinn fyrirfram. — Það márkverða við þennán léik, frá okkar sjónar hóíi séð, , er að góðkunninginn Thorbjörn Svensson, miðfram vörður,' ’íeikur ’sinn 99. lándsleik fyrir Noreg. Thorbjörn mun svo leika 100. landsleikinn í Osló 17. septem ber og verður sá leikur við Dani Að þessum leik loknum er orð ið stutt í met Billy Wrights. sem er 104 landsleikir, og ekki 6 sennilegt að Thorbjörn slái það met á næsta ári. kúluvarpskeppni, varpaði 10.88. Einnig sigraði ég í kringlukasti þá, kastaði 28.02. Þetta má segja, að hafi verið upphafið. Maður keppti í fimm sex greinum á hverj.u móti, án þess að árangur- inn yrði neitt sérstakur í hverri einstakri grein. Þag var ekki fyrr en ég var kominn til Reykjavíkur, að ég lagði eingöngu fyrir mig kúlu og kringlu. Alls varð ég þó 24 sinnum Vestfjarðameistari í frjálsum íþróttum, áður en ég flutti suður. Þetta er nú að vísu hógværð hjá Guðmundi, því að fyrir vestan átti hann ágæt afrek, og fengum við leyfi til að birta þau, þar sem sézt svart á hvítu, að hann var gott efni í fjölþrautarmann: 100 m. hlaup 11,2; langstökk 6,64; kúluvarp 14,75; kringlukast 42,76; spjótkast 42,55; hástökk 1,65. — Þessar tölur tala sínu máli, en það eru 10—12 ár síðan Guðmundur náði þessum árangri. 16,15 í kúluvarpi 1956 — Svo fluttirðu í bæinn? — Já, það var 1952, og gekk ég þá strax í KR og hef keppt fyrir það félag síðan. Ég hef, eins og fyrr segir, eingöngu helgað mig köstunum, þó aðeins kúluvarpinu upp á síðkastið. Og lengst náði ég 1956, þá kom ég henni 16,15. Árið eftir varð ég svo forfallaður vegna veikinda, og var eiginlega frá keppni í tvö ár, byrjaði aftur í fyrra fyrir alvöru og nú fer þetta vonandi bráðum að koma. I Félagslífi óbótavant Það er erfitt að fá Guðmund til að tala mikið um sjálfan sig, en þar sem hann hefur nú upp á síðkastið komig svo mikið við sögu í íþróttunum, ætlum við að sleppa frekari upptalningu meist aratitla og annarra afreka hér fyrir sunnan ,en spyrjum hvað þurfti til þess að koma því-til leið ar, ag við eignumst fleiri „topp- menn“ í „frjálsum“. Guðmundur sagði: — Til þess ag íþróttamenn hljóti ánægju af í- þróttaæfingum sínum, þurfa þeir aðhald — erfiða æfingatöflu og hátt markmið. Þetta aðhald verða forustumenn íþróttamála að skapa og þá sjá þeir fyrst árangur erfiðis síns Einnig tel ég, að félagslífinu sé mjög ábótavant.Forráðamenn íþróttahreyfingarinnar leggja á sig mikla vinnu í sambandi við mót og skipulagningu, en þeir þurfa ag blanda meira geði við íþróttamenn- almennt. Það þarf að boða til rabbfunda, velja landslið' strax í febrúar eða marz og hafa það tvöfalt eða meira. Ég get t.d. nefnt, ag l950 var mér sent bréf vestur á ísafjörð og mér tilkynnt, að ég hefði verið valinn til þess að æfa undir landskeppnina við Dani þá, þó að ég ætti enga mögu- leika á að komast í liðið. Þetta var mér mikil hvöt og uppörvun, ég komst í bréfasamband við góða þjálfara og eins og ég sagði, áhug- 'nn óx. Það er mikið um góða í- bróttamenn úti ,á landi, sem ein- mitt þurfa á svona uppörvun að balda, svo ag þeir séu þess með- ■ itandi. að fylgzt sé með þeim. — ’Eskumönnum er nauðsynlegt að 'tunda einhvers konar íþróttir, -nm fullorðnir geta bezt borið um, ng því vil ég vona, ag íslenzkir frjálsíþróttamenn beri gæfu til ag koma þannig fram, að þeir laði unga menn að þessu ágæta hugðar efni. ' "ffinqar ur»dirsta?S=|ri — Hvað telur þú. að' valdi því. ið vig erum svona langt á eftir. ' d. Bandaríkjamönnum í kúlunni? — Það má hiklaust segja það, að við hér á landi höfum ekki Guðmundur í „hrignum tileinkað okkur nóg, það sem kem! ur erlendis frá. Undirstaðan í köst unum er að æfa nógu mikið lyft- ingar. Þetta gera Bandaríkjamenn irnir og þeir, sem lengst eru komn ir í Evrópu. Þeir eyða mestum hluta æfingatímans í að lyfta til að styrkja líkama og fætur. En það er bara ekki nóg, það verður að nota fæturna í köstunum, eins og þegar um lyftingar er að ræða, það er í útkastinu verður að standa með fæturna sem líkast lyftingastöðunni, til þess að spyrn an verði sem bezt frá báðum fót- um samtímis. — Ertu nokkug að hugsa um aðhætta? — Nei, nú er um að gera að halda áfram og taka upp æfing- ar í lyftingum og reyna að út- færa köstin betur ,og sjá svo til. Við þökkum Guð'mundi fyrir rabbið og vonum ag nú fari að koma sú stund, að kúlan fari al hafna réttu megin við 16 metra strikið hjá honum aftur. h. 60 m - þrisvar á níu dögum í þrjú skipti á 9 dögum skeði það, að kringlunni var kast- að yfir 60 metra strikið. 11. ág. setti Bandarikjamaðurinn Jan Silvester heimsmet, 60,65; 16. ágúst kastaði Pólverjinn Ed- mund Piatkowski 60,47, sem var nýtt Evrópumet og ógnaði heims meti Silvester. Sunnudaginn 20. ágúst svaraði Silvester með því að kasta 60,72 m. oig bætti sitt eigið met. Hvað skeður svo næst? M.mót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum Fyrir helgina fór fram á Mela- vellinum Reykjavíkurmótið í frjáls um íþróttum. Ekki er hægt að segja, að um innbyrðis keppni hafi verið að ræða I neinni grein, því yfirburðir beztu manna voru of miklir til þess. Árangur varð í sumum greinum góður og má þar nefna kúluvarp Guðmundar Hermannssonar, hástökk Jóns Ól- afssonar og yfir 50 m kast Þórðar í sleggjunni. Valbjörn varð fjór- faldur Reykjavíkurmeistari, sigr-* 1 aði í 100 og 200 m, stangarstökk, og spjótkasti. Úrslitin í mótinu urðu annars þessi: 400 m. grindalilaup. Sigurður Björnsson KR 56.3 Helgi Hólm ÍR 59,9 800 m. hlaup. Svavar Markússon KR 1:58.4 Valur Guðmundsson ÍR 2:05J£ Reynir Þorsteinsson KR 2:08,9 (Framhald á 6. siöuy.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.