Tíminn - 29.08.1961, Side 1
195. tbl. — 45. árgangur.
Þriðjudagur 29. ágúst 1961.
Kastaðist út af og
fór þrjár veltur
Hrafn ásækir börn
í Mosfellssveit
Kirkjubæjarklaustri, 28. ág.
Fólksbíll var klukkan fjögur
aöfaranótt sunnudagsins á
ferð hjá Kúðafljóti í Vestur-
Skaftafellssýslu. Bíllinn lenti
í lausri möl á beinum vegi.
Kastaðist hann fyrst út í ann-
an kantinn og síðan, er reynt
var að rétta hann af, út í hinn
kantinn. Fleygðist bíllinn þar
út af veginum og fór þrjár
veltur.
bílnum skriðu þrír menn,
Þórólfur Vilhjálmsson frá Herj-
ólfsstöðum, nú búsettur í Reykja-
vík, sem var eigandi bílsins og
ökumaður, og þeir bræður Gestur
og Jafet í Skálmarbæ í Álftaveri.
Voru þeir að koma frá héraðsmóti
á Klaustri. Voru þeir Þórólfur og
Jafet viðbeinsbrotnir hægra meg-
in, en Gestur var óskaddaður.
Læknir kom á vettvang nokkru
síðar og gerði að meiðslunum og
eru hinir slösuðu nú vel hressir.
Bíllinn er Chevrolet, árgerð
1948. Var hann afar illa leikinn
eftir slysið, húsið allt saman
klesst og vélin hálflaus úr bílnum.
Feður teknir að vígbúast gegn krumma
Mosfellssveit, 28. ágúst. —
Hér í Reykjahverfinu í Mos-
fellssveit vígbúast menn nú
af kappi og viða að sér skot-
færum. Er nú upp risið hið
vígalegasta heimavarnarlið.
Ástæðan er sú, að undanfarna
daga hefur hrafn, eða hrafns-
ungi síðan í vor, gerf árásir
á börn á tveim eða þrem stöð-
um og telja menn hrafninn
ekki hættulausan.
Fyrir nokkrum dögum
börn mjög, jafnvel höggvið í augu
I þeirra. Hafa mæður því góðar
kom gætur á börnum sínum, og heim-
hrafninn að Ásgarði og steypti
sér yfir barnsyöggu, sem var þar
úti á svölum. í vöggunni var korn
barn, og réðst hrafninn að and-
liti þess og hjó í það, en þó varð
ekki teljandi mein að sem betur
fór, því að barnfóstran kom að
og hrakti krumma brott áður en
hann skaðaði barnið.
En áður en krummi yfirgaf i
þennan stað, hnuplaði hann vindl- j
ingakveikjara, Sem einhver hafð'i
misst þarna. Hrafnar eru sem
kunnugt er, glysgjarnir og þjóf-
gefnir og stela gjarnan smáhlut-
um, sem glampar á.
Felldi drenginn
Á öðrum stað, .Eyrarhvammi,
réðst hrafninn að tveim börnum,
sem þar voru úti að leik, og sló
til jarðar með vængnum dreng,
hálfs annars árs að aldri og tók
að kroppa í húfu hans, áður en
hann yrði flæmdur brott. Litla
drengnum varð að vonum mikið
við þetta, og fékk hann taugaáfall.
Frétzt hefur um athafnir hrafns
þessa á ýmsum stöðum öðrum í
sveitinni. Hefur haiin bæði komið
að Hafravatni og Reykjalundi.
Fólki stendur að vonum nokk-
ur stuggur af krumma og þykir
illt, ef börn þurfa að vera í hættu.
Gæti hann hæglega skaðað lítil
ilisfeður eru viðbúnir með byssur
sínar, ef krummi kemur í heim-
sókn. Hánn heldur sig hins vegar
ekki við ákveðna bæi, heldur fer
um sveitina, og veit því enginn,
hvar hann ber niður næst.
Ef til vill er þetta hrafnsungi,
sem tekinn hefur verið úr hreiðri
og alinn upp einhvers staðar
heima við, en farið svo á flakk,
þegar hann var orðinn vel fleygur.
Villtir hrafnar munu varla gerast
svona nærgöngulir.
Óðinn tekur
Hrezkan togara
Frá Landhelgisgæzlunni:
Varðskipið Óðinn stóð brezka
togarann Prince Philip, Grimsby
218, að meintum ólöglegum veið-
um á Grímseyjarsundi kl. 17 í
gær, um 1,5 sjómílur innan fisk-
veiðitakmarkanna. Varðskipið
fór með togarann inn til Akur-
eyrar til rannsóknar. Ekki var
kunnugt um brezk herskip i
nánd, þar sem togarinn var
tekinn.
200 þátttakendur
ú raunvísindaþingj
Þjófurinn fannst
að drykkju
meö Mannlífið undir hendinni
Rannsóknir eiga að vera óháðar ríkisvaldinu
Um tvö hundruð vísinda-
menn og framámenn í atvinnu
lífinu voru viðstaddir, þegar
raunvísindaráðstefnan var sett
í gærmorgun í hátíðasal há-
skólans.
Gylfi Gíslason menntamálaráð-
herra setti ráðstefnuna. Skýrði
hann frá því, að fyrir næsta al-
þingPmyndu- verða lögð fram
frumvörp um nýtt skipulag ís-
lenzkra vísindarannsókna, byggð á
tillögum og frumdráttum þeim,
sem liggja frammi á ráðstefnunni.
Þar er um.a5 ræða tillögur Há-
skóla íslands um skipulág og efl-
ingu undirstöðurannsókna við
stofnunina, álit Atvinnumálanefnd
ar ríkisis um almennar náttúru-
rannsóknir og Náttúrustofnun ís-
lands, álit meirihluta sömu nefnd 1
ar um skipulag rannsókna í þágu
atvinnuveganna og tillögur Ás- '
geirs Þorsteinssonar, formanns j
Rannsóknarráðs ríkisins. Hefur I
Tíminn áður skýrt frá meginat-l
riðum þessara tillagna.
Dr Alexander King flutti fyrstj
erindi um þjóðhagslegt gildi raun
vísindarannsókna í nútíma þjóð-;
félagi. Var erindi hans hið gagn-
orðasta. Lagði hann áherzlu á mi.k 1
ilvægi þess, að rannsóknirnar j
væru sem óháðastar ríkisvaldinu, j
rannsóknarráðin hefðu sem rýmst
svigrúm. Benti hann á skipulag
Norðmanna, sem væri á margan
hátt til fyrirmyndar.
Robert Major flutti erindi og!
lýsti skipulagi og þróun rann-
sóknastarfseminnar í Noregi. Kom
hann mjög víða við í erindi sínu.
Skýrði hann ítariega frá rann-
sóknastarfsemi norsku háskólanna,.
ríkisrannsóknastofnana og annarra
slíkra, en fyrirkomulag rannsókna
í Noregi er af mörgum talið mjög
athyglisvert og til fyrirmyndar.
Þar er til dæmis lögð sérstök á-
herzla á samvinnu rikisvaldsins,
vísindanna og atvinnuveganna.
Rannsóknaráðin eru mjög óháð af-
skiptum ríkisvaldsins.
Eftir erindi Majors var gert há-
degishlé.
Eftir hádegishlé var gerg grein
fyrir tillögum þeim og álitum, sem
lágu fyrir ráðstefnunni og minnst
er á hér að framan. Síðan tóku
umræðuhópar til starfa um hverja
tillögu, en þátttakendur höfðu
skipt sér í hópa eftir áhugamálum.
Stóðu umræðurnar hjá sumum
(Framhald á 2. síðu.)
I
Um hádegisbilið á laugar-
daginn hittust tveir kunningj-J
ar hér í bæ, æskumaður og
aldurhniginn.
Ungi maðurinn bað þá hinn að,
gefa sér að borða, en gamli mað- j
urinn tók hann heim með sér og i
gaf honum af mat sínum. Eftir
matinn gaf hann honum í staup-1
inu, og síðan fóru þeir báðir á
Reykjavíkursýninguna.
Þeir urðu viðskila á sýningunni,
en gamla manninum dvaldist þar
til klukkan að ganga níu um
kvöldið. Þá fór hann heim. Að-
koman þar var heldur óhrjáleg.
Einhver hafði riðið húsum og um-
snúið hliitum gamla mannsins,
stolið kuldaúlpunmi hans, skíða-
skóm og hrem bindum af íslenzku
mannlífi úr bókaskápnum.
Húsráðanda grunaði þegar, að
gesturinn, sem át og drakk þar
fyrr um daginn, hefði komið þarna
við. Hann hélt svo mður í bæ til
að svipast um eftir kauða og hafðí
ckki lengi farið, þegar hann fann
hann þéttfullan á veitingastofu
með íslenzkt mannlíí undir hend-
inni. Hann hringdi þá á lögregl-
una. Þeir fóru saman á stöðina,
og þar viðurkenndi sá yngri að
hafa farið heim til gamla manns-
ins til að leita að áfengi. Úlpuna
hafði hann selt fyrir 240 krónur
og keypt brennivín fyrir, en það
var hann að drekka, haldandi á
Mannlífinu, þegar gamli maður-
inn fann hann. Skóna hafði hann
skilið eftir hjá þeim, sem keypti
úlpuna.
Telpur undir
fermingaraldri
í heimsókn í er-
lendum togara
Rétt fyrir klukkan 10 á laugar-
dagskvöldið gekk lögregla um borð
í rússneskan togara, sem fyrir
nokkru var tekinn í slipp hér
vegna véiarbilunar. Erindi lög-
reglunnar var að sækja þangað
tvær telpur, aðra tólf og hina
þrettán ára. Varðmaður við slipp-
inn hafði séð til ferða þeirra og
gerði lögreglunni viðvaxt.. Telp-
urnar munu hafa verið sagnafáar
um erindi síh í þettá skip.