Tíminn - 30.08.1961, Qupperneq 8
8
T f M IN N, miSvikngaginn 30. ágúst 1961.
Er ég leit yfir það, sem ég
hripaSi niður á blaðamanna-
fundi þeim, sem haldinn var
með erlendu fulltrúunum á
stjórnarfundi Norræna hús-
mæðrasambandsins, sá ég, að
þar hafði verið rætt margt
það sama og fulltrúarnir
drápu á fyrr um daginn í er-
indum, sem ég skýrði frá í
blaðagrein s. I. föstudag og
endurtek ég það ekki hér.
Frú Dahlerup, formaður sam-
bandsins, gat þess, að 500 þúsund
félagsbundnar konur stæðu að hús
mæðrasambandinu. f aðalstjórn
sambandsins eru fulltrúar frá öll-
um Norðurlöndum og hittast þær
árlega, og þó að kvenfélög hvers
lands hefðu ekki alveg sams kon-
ar vinnubrögð, miðaði þó allt
starfið að heill heimilanna. f Dan-
mörku væri t. d. aðaláherzla lögð
á hússtjórnarkennslu, í Noregi á
starf í námskeiðum og í Svíþjóð
á námshringastarf. Öllum væri fé-
lagskonum Ijóst, að nýir tímar
væru framundan með miklum og
óþekktum vandamálum og hefði
Erlendar húsmæður ásamt gestgjöfum sínum hér á norræna húsmæörafundínum.
I
flutti Steinunn Ingimundard. er- Vék Steinunn að því í lok er-
Hálf millj. húsmæðra
í norrænu sambandi
það mikla þýðingu fyrir þjóðirnar,
hvernig konur snerust við hverj-
um vanda. Þær yrðu að auka þekk;
ingu sína til að risa undir ábyrgð
af heimili, uppeldi barna og æsku-
fólks og þá um leið mótun þjóð-
félagsins. Félögin yrðu að skipu- (
leggja starfsskrár sínar þannig, að
ungar konur aðhylltust þau, því
að framtíðarstarfið stæði og félli
með ungu konunum.
Frú Dahlerup kvað það ekkert
vandamál framar vegna fjarlægð-j
ar, að fulltrúar landanna hittust.
Eini vandinn væri að eignast aura
fyrir fargjaldi og það væri ein-
mitt meginnauðsyn að skapa ör-,
uggan fjárhagsgrundvöll, til þess
að norræn samvinna yrði raun-1
veruleg.
Frú Germeten frá Noregi ságði, I
að norsku kvenfélögin legðu meg-'
ináherzlu á sem víðtækasta
fræðslu í öllum greinum. Þau
starfræktu barnadagheimili, efldu
tómstundastarf barna og unglingaj
og styddu að auknu samstarfi |
heimila og skóla. Ráðleggingastarf,
fyrir ungt fólk, sem ætlar að fara
að gifta sig, kvað hún hafa orðið
mjög vinsælt.
Frú Katríne Vedsted-Hansen frá
Danmörku mælti nokkur orð. Hún
er skólastjóri kvennaskóla á Jót-
landi og hefur því náin kynni af
æskulýðnum. Hún kvað dönsku
þjóðina lánssama að því leyti, að
löggjafarþingið væri s-kilningsríkt;
á nauðsyn menntunar og veitti
flestum borgurum landsins mögu-
leika til að fá ókeypis menntun.
Mikið væri skrifað um, hve æsku-
fólkið væri erfitt viðureignar, en
hún áliti, að legðu foreldrar og
yfirvöld sig fram í sameiningu,
væri grundvöllur fyrir hendi til
að leysa vandamálin. Æskan er
framtíðin, sagði hún, og ef heimur
framtíðarinnar á að vera fagur,
verða heimilin og aðrir uppalend-
ur að skilja æskuna og trúa á
hana. Það er skylda heimilanna að
gefa æskufólkinu tækifæri til að
þroskast, og þroskinn fæst aðeins
með því, að ungmennunum séu
fengin verkefni og ábyrgðartil-
finning þeirra vakin. Svo bezt
verða þau sjálfstæð, er fram líða
stundir, að þau hafi vanizt því að
leysa sjálf verkefnin. í Danmörku
eykst nú mjög samstarf heimila,
skóla og kirkjunnar, og ætti það
að verða til að veita hinum beztu
lífsverðmætum brautargengi. Ham-
ingja lífsins felst ekki í því, hvað
maður hlýtur, heldur í því, hvað
maður gefur. Það á að vera sam-
eigirilegt takmark allra kvenfélaga
að rétta þeim ungu hjálparhönd í
hvívetna.
Frú Harward frá Svíþjóð sagði,
að markmið sænskra kvenfélaga
væri m. a. það, að vekja húsmæð-
urnar til vitundar um allt það,
sem í heiminum væri að gerast
og skipuleggja svo þá fræðslu, er
fram fer á vegum félaganna, að
hún geti orðið eins konar hús-
mæðraháskóli. Hún tók í sama
streng og frú Vedsted-Hansen um
það, að mestar væru skyldurnar
við æskuna. Það myndi þykja und-
ur og óeðli, ef fugl hefði ekki
kennt ungum sínum að fljúga, er
tímabært væri, að þeir yfirgæfu
hreiðrið. Konurnar ættu að hafa
sama sjónarmið gagnvart sínum
börnum, að gera þau sjálfbjarga.
Sænsku kvenfélögin láta til sín
taka ýmsa þætti daglegs lífs. Þau
vinna að aukrium og bættum fæð-
ingarheimdum og fylgjast með
skólastarfinu. Sænskt æskufólk
hefur miklar tekjur, og kvenfélög-
in vilja, að skyldusparnaður sé
aukinn, svo að unga fólkið eigi
eitthvað í handraðanum, þegar til
heimilisstofnunar kemur.
Frú Vinquist frá Finnlandi
sagði kvenfélög þar vilja efla
menningarlegan og verklegan
þroska húsmæðra. Það færi eftir
aðstæðum, hve félagsfundir væru
oft haldnir á hverjum stað, en
innan sambandanna gætu stóru og
smáu félögin lært af starfsaðferð-
um og verkefnavali hvers annars.
Eitt af aðalmarkmiðum félaganna
væri að kenna húsmæðrunum sjálf
um að meta gildi heimilisstarf-
anna í þjóðfélaginu. Fjármál, vöru
þekking, garðrækt, heimilismótun
cg félagsfræði væru vinsæl við-
fangsefni á námskeiðum og les-
hringum.
Frú Dahlerup flutti síðar erindi
um alþjóðasamstarf húsmæðra og
mælti mjög með því, að Kvenfé-
lagasamband íslands gerðist aðili
að The Associated Country Women
of the World. í því sambandi eru
félög kvenna í landbúnaðarhéruð-
indi um samnorrænan húsmæðra-
háskóla í búsýslu og skýrði þar frá
undirbúningi þeim, sem þegar
hefur verið' framkvæmdur til að
nema megi ýmsar háskólagreinar,
er tilheyra búsýslu við háskóla
Norðurlandanna, annarra en ís-
lands, og leiði til háskólaprófs
í þessari grein. Við háskólann hér
er engin sú námsgrein kennd, er
falli undir þennan flokk, nema
hluti af læknanámi. Ekki er full-
séð, hvort endanleg niðurstaða
um og smáborgum. Hefur samband þessa máls kunni að verða sú, að
þetta verið í samstarfi við sumar námið verði fremur sameinað á
undirstofnanir Sameinuðu þjóð- einUm stað eða að halda þeirri skip
anna og stutt fræðshrstBpf1 þe»ma'‘,áni sem fyrr er frá sagt. Finnland
í Afríku og Asíu. Saiíitöki,li,; H0IdáTgj. fyrst Norðurlanda til þess að
þing þriðja hvert ár og verður setja við sinn háskóla prófessora
hið næsta í Astralíu að ári. Ekki [ búsýslu. Var það gert 1947, og
hafa íslenzku kvennasamtökin til hafa kandídatar verið útskrifaðir
þessa talið sér fært að^ taka þátt þar sígan. Ákvörðunin um að nema
í þessum samtökum, því að aðeins mætti hinar ýmsu greinar við mis-
það, að senda fulltrúa á þingin, munandi háskóla var tekin á
myndi kosta offjár. menntamðlaráðherrafundi í Osló
Á þingi Kvenfélagasambandsins árið 1959.
indisins, að húsfreyjur fengju
aldrei of mikla menntun til starfa
sinna, svo fjölbreytt sem þau eru
Fullkomin háskólamenntun ætti að
skapa þeim möguleika m. a. til að
endurbæta verktækni og vélar,
vefnaðarvörur o. fl.
Aðalbjörg Sigurðardóttir sagði
frá þingi Húsmæðrasambands
Norðuirlanda, sem haldið var í
Visby í fyrra og rakti efni erinda,
sem þar voru flutt. Umræðuefni
þingsins var: Samskipti manna.
Voru erindin um marga þætti
mannlífsins og flutti Aðalbjörg er-
indi um vandamál ellinnar. Var
óskað eftir, að hún flytti það í
sænska útvarpið. Mun það erindi
birtast í tímaritinu Húsfreyjan,
áður en langt líður.
Að þessu sinni átti að kjósa
eina konu í aðalstjórn Kvenfélaga-
sambandsins og þrjár í varastjórn.
í aðalstjórn var kosin Jónína Guð-
mundsdóttir í stað Aðalbjargar,
(Framhaln a ia síðu >
Tvö skáld og tveir konungar
Vera má, að áhugi á fornum
skáldskap sé nú þverrandi með
þjóði-nni, en þó var það yngri
maður en. ég, sem nýlega sýndi
mér fram á stórlega athyglisverða
likingu með vísum tveggja forn-
skálda, Egils Skallagrímssonar og;
Úlfs Uggasonar. Tilefni samtals
okkar var stutt grein eftir mig í
Tímanum 13. júlí s.l., þar sem ég
talaði um ægigeisla frá augum
Þórs. Hugði ég að lýsingin á þessu
væri fram komin fyrir það, sem
lengi hefur verið kallað vitrun,
en er eftir þeim skilningi sem ég
hef tileinkað mér, hugsamband
vig íbúa annarrar jarðstjörnu,
stundum þangað, sem lífið er á
miklu hærra fullkomnunarstigi en
hér. En ein vísan í lýsingu Úlfs
Uggasonar á viðureign Þórs við
Miðgarðsorm er á þessa leið:
Innmáni skein ennis
öndótts vinar banda
áss skaut ægigeislum
orðsæll á men storðar.
En stirðþinull starði
storðar leggs fyr borði
fróns á folka reyni
fránleitr ok blés eitri.
Öndóttr: harðsriúinn; vinr banda:
Þór: men storðar: Miðgarðsormur
Það sem góðvinur minn benti mér
á, er líkingin við þessa vísu Egils
þar sem hann lýsir vfirbragði
Eiríks konungs í Jórvík. þegar
hann horfði á sonarbana sinn:
Vasa þat tunglskin
tryggt at líta
né ógnlaust
Eiríks bráa„
þás ormfránn
ennimáni
skein allvalds
ægigeislum.
Eigi einungis ægigeislar, heldur
ennimáni (innmáni ennis: auga)
og orðin ormfránn og fránleitur,
segja ótvírætt til um það, að lýs-
ig Úlfs á Þór hefur mótazt mjög
af lýsingu Egils á Eiríki. Er því
ekki nægileg ástæða til þess, sem
ég gerði, að ætla þessa lýsingu
Úlfs Uggasonar á Þór sambæri-
lega við lýsingar Demokrits og
Davíðs Gyðingakonungs á sínum
vitrunum, en engu að síður eru
orð Egils um skin frá augum kon-
ungsins og ægigeisla meðal hins
allra athyglisverðasta í fornbók-
menntum vorum.
Þag gæti annars verið fróðlegt
að bera saman þessa tvo fornkon-
unga. Eiríks Haraldssonar og
Davíð son Ísaís Eiríkur var
bræðramorðingi og hlaut af því
svo miklar óvinsældir í Noregi, að
hann var kallaður blóðöx og
bræðrasökkvi og varð að hrökkl-
ast úr landi litlu síðar og átti
aldrei afturkvæmt Grimmur var
hann kallaður og hefur ekki 'feng
ið góð eftirmæli i Norðurlanda-
sögu, nema hvað hin ísienzka sann
fræði hefur ekki látið fyrnast, að
, það var kvonfang hans, sem gerði
1 hann að verra manni. — Davíð
Gyðingakonungur var einhver
hryllilegasti grimmdarseggur sem
sögur fara af, eins og hver lesandi
maður getur sannfært sjálfan sig
um, og eru aðfarir þær sem verið
er nú að segja frá um nazista.
í einna líkastar því að þær væru
beint teknar eftir þessum fornald-
armanni. En ólíkt betur hefur Gyð
ingum líkað vig þennan forföður
sinn, margra hverra, en Norður-
landabúum við Eirík blóðöx Telja
þeir hann einn sinn mesta mann
og er varla til æðra lof í ritum
þeirra um nokkurn mann, en að
vera „rótarkvistur af kyni Davíðs“
Sá kvittur kom upp fyrir nokkr
um árum ,að maður nokkur vildi
! fá að verða doktor fyrir að segja
j að Egilssaga væri tilbúningur og
j kvæðin ort löngu seinna af öðr-
j um en höfundi þeirra, sem talinn
j hefur verið Þag varð norrænu-
i deildinni til happs, að hún tók
j rögg á sig og neitaði að láta bióða
sér slíkt eða undirtektir hennar
urðu a.m.k. þær. ag þetta datt
niður. Og vitanlega eru nóg rök
til að kveða slíkt niður. En gaman
þykir mér að því að þessi ágæta
j athugun kunningja míns, sem engr
ar æðri skólagöngu hefur notið
, og fárra þeirra þæginda. sem nú-
tíminn býður, skuli vera ný sönn
un þess. að rétt er sagt um aldur
Egilskvæða.
Þorsteinn Guðjónsson.