Tíminn - 08.09.1961, Síða 8

Tíminn - 08.09.1961, Síða 8
8 1?í%TN>N, föstudagimi 8. september 1961. — Þú verður að fyrirgefa, ég kann ekki að þéra, sagði Valdimar Lárusson og rétti mér höndina, það þekkist ekki með Vestur-íslendingum. Þar þúast allir. Ég hef líka heyrt að þéringar séu að leggjast niður hér á íslandi. Valdimar Lárusson er borinn og bamfæddur vestanhafs, hefur að- eins einu sinni áður komið til ís- lands til stuttrar dvalar. Níu systkin Samt sem áður talar hann svo vandað og fagurt mál að margur innborinn Vesturbæingur mætti öfunda hann. Ef hreimurinn kæmi ekki upp um Valdimar, gæti hann vel hafa alið aldur sinn í íslenzkri sveit. En Valdimar á ekki langt að sækja orðfærið, því langafi hans var enginn annar en Bólu-Hjálmar. Valdimar muai vera nanasti af- komandi Bólu-Hjálmars sem nú er á lífi. — Sigríður dóttir Bólu-Hjálmars giftist Lárusi Erlendssyni og þau settu bú saman í Holtastaðakoti, sagði Valdimar í rabbi við blaða- mann Tímans um daginn, þau áttu mörg börn og eitt þeirra var Pálmi faðir minn. Hann fluttist vestur um haf, ungur að aldri, þó kvænt- ur og átti tvö börn. Móðir mín hét Guðrún Steinsdóttir, þau bjuggu á Hryggjum í Gönguskörðum áður en þau fluttu vestur. Báðir þessir bæir eru nú í eyði. Við vorum níu systkinin, ég er yngstur, einn á lífi, fæddur árið 1912 á Gimli við Winnipeg-vatn en þar settust for- eldrar mínir að. Og þar er ég almn upp. Pikkur og hvítfiskur — Hvernig voru kjör landnema á þeim timum?. — Fátækt var mikil framan af, svaraði Valdimar, en fólk fann ekki eins fyrir fátæktinni og ætla mætti, því greiðvikni og hjálpsemi var mikil að sama skapi, hver reyndi að hjálpa öðrum eftir beztu getu. Fólki leið yfirleitt vel þó peningaráð væru af skornum skammti. — Hver var helzta björg manna? — Fiskveiðar í Winnipeg-vatni. Ég man eftir seglbátunum sem voru notaðir fyrstu áratugina áður en vélbátar komu til sögunnár. Ég man hvað mér þótti höfnin í Gimli skemmtileg þegar allir seglbátarn- ir lágu inni. Það var fiskað í net. Og karlarnir hertu aflann að ís- lenzkum hætti, einnig var mikið reykt. Einkum var það pikkur og hvítfiskur sem veiddist en frægasti fiskurinn var gullauga. Hann var reyktur og var heldrimannaréttur um alla álfu. Hann jafngildir lax- inum hér,. var þó ekki eins al- mennur. Karlarnir fluttu aflann stundum ísaðan á uxakerrum lang- ar leiðir til að selja hann, þá urðu dagleiðir yfirleitt ekki lengri en 30 mílur. Á árunum 1920—25 fóru menn að fiska á vélbátum, þá breyttist þetta. íslendingar voru í meiri- hluta í Gimli lengi framan af, en nú orðið hefur mikið flutzt þangað af Mið-Evrópufólki. Mörg þorp og bæir í Manitóba-fylki bera íslenzk nöfn, þar er Húsavík, Hnausar, Baldur og þar er smáþorp sem ber nafnið Reykjavik. Samhjálp — Hvernig voru húsakynni fólks? — íslendingar bjuggu eins og margir aðrir landnemar í bjálka- kofum frumbýlingsárin, sagði Valdimar, þeir voru þó löngu liðn- ir undir lok þegar ég var að alast upp. Þá voru menn farnir að byggja úr hefluðum viði. Allir höfðu skepnur til að framfleyta1 sér, tvær þrjár kýr, hænsni og þess háttar. Þeir sem bjuggu inni í landi fjarri vatninu lifðu á korn- ’rækt og kúarækt. Þrátt fyrtr fá- tæktina, sagði mér móðir mín að skemmtilegustu árin hefðu verið frumbýlingsárin í bjálkakofanum. Hún hafði lítið handa á milli en fólk gerði sér gott af öllu. Allir voru eins settir og öllum leið vel. Mamma var ung og hraust og létt- lynd eins og fólkið flest. íslend- ingar hjálpuðu hver öðium eftir því sem á þurfti að halda, oft var ég sendur með egg og smjör og annað matarkyns til þurfandi manna og fleiri voru þær húsmæð- ur í grenndinni sem létu sér annt um þá sem voru þurfandi. Og aldrei var fátækasta fólkið látið finna til þess að það væri þurfandi. Hreinir og óhreinir Indíánar — Varstu lengi í heimahúsum? — Ég fór að heiman 18 ára gam- all og gekk á kennaraskóla, svaraði Valdimar, þar var ég eitt ár. Síðan lagði ég land undir fót, fór langt norður í öræfi þar sem Indíánar höfðust við 'í smáþorpum. Þar gerðist ég kennari. Ég dvaldi þarna heilt ár meðal Cree-indíána en þeir voru forðum taldir með grimmustu og herskáustu ættbálk- um Indíána. Þorpið þar sem skól- i inn var hét Kississing, það er mál 'lndíána og merkir „kalt vatn“. Þarna bjoggu Indíánar í bjálka- kofum á vetrum en tóku sig upp á sumrin, fóru í veiðiferðir og hírðust þá í tjöldum. — Hvernig féll þér við Indíána? — Indíánar eru bezta fólk sem ég hef kynnzt, þó eru viðhorf jþeirra til lífsins ólík okkar. Ég j kom þarna hálf-gerður stráklingur : og átti að kenna börnunum ensku. Indíánar voru í miklum meirihluta, þó voru hvít börn á strjálingi inn- an um í bekknum. Hvítu börnin voru hrein og þrifaleg en Indíánabörnin átakan- lega óhrein, sá varla í andlitið á þeim fyrir skít. Og fötin þeirra voru engu hreinni. Ég tók þau á eintal og sagði þeim að þau yrðu að þvo sér rækilega áður en þau kæmu í skólann. Þetta hreif. Næsta dag komu þau í skólann uppstrokin og snurfusuð, þvegin og fægð, og í góðum fötum. Öðru hvoru þuííti ég þó að áminna þau um vetunnn. Oft mætti ég mæðrunum á götu, það voru raunar ekki gö.tur, held- ur moldarstígir, og þær viku sér þá að mér hróðugar og upp með Valdimar Lárusson. Valdimar Lárusson er Vestur1. íslendingur, 49 ára að aldri.I* Hann er kennari í ensku við'* kennaraháskólann í Winnipeg,*J fæddur vestra. Hann hefur að-I* cins einu sinni áður komið til“Z landsins, en talar gott og>J faliegt, íslenzkt mál. .■.V.V.V.V.V.V.WWVWW, IncLíárLÍrm beit nefih af kellingunni SLnm - og var komið í gæzluvarðhald til afkomanda Bólu-Hjálmars sem las fyrir hann eldhúsrómana sér og sögðu: „Nú þvoði ég strákn- um vandlega í morgun.“ Og ég svaraði: „Það var mikið indælt, frú mín góð.“ Og þær urðu voða montnar. En árangurinn af þessu varð sá að ég held að hvergi á landinu hafi verið hreinni Indíán- ar en í Kississing. Aldrei iæst dyrum Indíánarnir voru merkilegir. Oft- lega bárust mér bréf með börnun- um í skólanum. Það voru mæðurn- ar að skrifa mér og biðja mig að lána sér fáeina aura til að kaupa hitt og þetta sem tiltekið var. Ég hafði dálítij peningaráð þarna og varð alltaf við bón þeirra. Og heldur græddi ég en tapaði á þess- ari lánastarfsemi. Indíánarnir borg- uðu hvern'eyri skilvíslega og ekki nóg með það, heldur sendu mér aukalegan steiktan fugl eða kan- ínu fyrir vikið." Stundum kom ég heim í bjálkakofann minn eftir kennslu og þá var búið að þrífa þar í hólf og gólf, allt fægt og strokið. Aldrei vissi ég hver hafði gert mér þessa greiða. Aldrei var læst dyrum þarna í þorpinu og mér var óhætt að skilja eftir pen- inga á glámbekk, þeir voru aldrei snertir. Indíánar stela ekki. Mér féll svo vel við Indíánana að mér meir en datt í hug að gera það að sérgrein minni að kennaj þeim. Af því varð þó ekki og hef ég alltaf iðrazt þess. Þó voru Indí- anabörnin ekki beinlínis auðveldir nemendur. Það vantaði ekki greindina og næmið, en lífsvið- horf þeirra var gerólíkt. Þau skildu aldrei nauðsyn skólagöng- unnar, þeim þótti óþarfi að vita skil á landafræði og sögu. Hins vegar lögðu þau sig fram um að læra að skjóta af boga og leggja snörur fyrir dýr. Það var einhver tilgangur i því. Oft fór ég með Indíánum í veiðiferðir og fiskitúra í skógum og vötnum, við veiddum bjóra, otur tófur og úlfa. Þar vantaði ekki gáfurnar hjá Indíán- um. Og índíánar gátu lært. Ég þekkti einn Indína, við töluðum saman íslenzku. Hann hafði aldrei kynnzt öðrum hvítum mönnum en fslendingum og lært af þeim málið. Það var gott að skilja hann, hins vegar notaði hann aldrei beygingar. Einu sinni komst ég þó í hann krappan í viðskiptum við Indíána. Indíánar eru að dagfari prúðir og stilltir en mega ekki smakka áfengi. Þá umhverfast þeir og tryllast og geta þá unnið hin hrylli- legustu óhæfuverk. Þarna í þorp- inu vildi svo til að Indíáni einn, kraftajötunn, fékk sér neðan í því og sinnaðist við konu sina. Ilann beit af henni nefið. Konan var flutt flugleiðis á spítala nær dauða en lífi. í þorpinu var einn lög- regluþjónn úr kanadísku riddara- lögreglunni, hann tók manngarm- inn fastan og fer með hann beint til mín. Bað hann mig geyma manninn nokkurn tíma, því sjálf- ur þurfti hann að sinna öðrum störfum fjarri þorpinu. Þar logaði allt í illdeilum og áflogum. Mér leizt nú ekki á blikuna að hafa manninn í gæzlu, þetta var rumur mikill, hár vexti og herðibreiður og tveggja manna maki að burð- um. En hér var ekki undankomu auðið og Indíáninn varð eftir hjá mér. Ég hafði ofan af fyrir honum í tómstundum mínum með því að lesa upphátt fyrir hann þess konar bókmenntir sem þið kallið eldhús- rómana. Sjálfur var hann ólæs. Hann var ákaflega hrifinn af þess- um sögum og beið í spenningi eftir næsta lestri. Þqrna svaf hann hjá mér í kofanum í sex nætur og all- an tímann var ég á nálum og kom varla dúr á auga. Hann hefði get- að snúið mig úr hálsliðnum á einu augabragði og lagt á flótta óhindr- aður. En ótti minn var ástæðulaus, hann var ljúfur sem lamb og prúð- ur. Loks fékk ég skeyti um að fæia hann á járnbrautarstöð, sem var 20—30 mílur frá heimili mínu. Hann fylgdi mér mótþróalaust á stöðina og meðan við biðum eftir lestinni vildi hann ólmur gefa mér dollar. Ég vildi ekki með nokkru móti taka við honum, en hann grátbað mig að þiggja dollarann, því aldrei hefði hann átt jafn góða daga og hjá mér í kofanum. Og hann varð ósköp feginn þegar ég loksins tók við dollarnum. — En aldrei fann ég á honum að hann iðraðist þess að hafa bitið nefið af konunni sinni. Heimþrá og vonbrigði — Ert þú ekki skáld, Valdimar, kominn af Hjálmari í Bólu? — Nei, því er verr og miður, en pabbi var vel hagorður. Hann orti stökur og tækifærisvísur og urðu margar þeirra fleygar. Þegar ég fór fyrst að heiman, gaf hann mér vasabók og ritaði í hana þessa visu: Heims á stræti hált er svell, með hreysti mætum trega. Á ferð um nætur fá menn skell, farðu gætilega. — Og hefurðu farið eftir þessum heilræðum? — Um það segi ég ekki blaða- manni. — Var aldrei heimþrá í þeim ís- lendingum sem fluttu vestur? — Blessaður vertu. Pabbi t. d. saknaði alltaf íslands og iðraðist þess að hafa flutt. Hann fór til Islands á Alþingishátíðina 1930 og hafði hlakkað mikið til fararinnar. En hann varð fyrir sárum von- brigðum, sem voru af tvennum toga spunnar. Honum þótti það ísland horfið sjónum, sem hann hafði þekkt. Á hinn bóginn þótti honum framfarir hafa orðið litlar. — Hvenær komst þú fyrst til íslands? — Það var fyrir tíu árum. Þá tívaldist ég hér sumarlangt Strax fyrstu dagana fannst mér ég vera heima hjá mér. íslenzk gestrisni er merkilegt fyrirbrigði. íslend- ingar virðast hafa einstakt lag á því að láta manni líða vel í návist sinni. Þó maður komi bláókunn- ugur á bæ, er manni tekið eins og aldavini. Og íslendingar taka manninn eins og hann kemur fyrir, þeir gera sér enga rellu þótt ein- hver sé öðruvísi í háttum en ann- að fólk. Það er einkum þetta at- riði sem mér fellur í fari íslend- inga.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.