Tíminn - 08.09.1961, Side 16
Föstudaginn 8. seplember 1961.
204. blað.
Norskur ritdómur um
Stjórnskipun íslands
Fyrir skömmu birtist i
norska blaðinu Nationen löng
grein eftir Helge Refsum,
dómara í Björgvin, um rit Ól-
afs Jóhannessonar prófessors,
Stjórnskipun íslands. Helge
Refsum er mjög kunnur lög-
fræðingur í heimalandi sínu
og meðal annars varamaður í
Ncbelsverðlaunanefnd Stór-
jiingsins norska, og því hlust-
a.o, þegar hann talar.
Þegar Refsum hefur kynnt Ól-
af Jóhannesson fyrir norskum
blaðalesendum og getið um ýms
önnur rit hans, segir hann:
menningarland með háþróaðar, rót
grónar réttarreglur .....
Varla nokkur menningarþjóð í
heiminum hefur hág- harð'ari og
sigursælli baráttu fyrir tilverunni
en íslenzka þjóðin, og þrátt fyrir
hörð kjör hefur henni auðnazt að
valda menningarhlutverki, sem
ekki á sér hliðstæðu í vestrænum
menningarheimi.
Bandaríski sálfræðingurinn Els-
wörth Huntington nefnir í merki-
legu riti sínu, Mainsprings of Civi
lization, að í Encyclopædia Brit-
annica séu æviágrip níu fslend-
inga, sem fæddust eftir 1600. Þar
að auki séu nefndir margir sögu-
aldarmenn. í hlutfalli við fólks-
fjölda síðan 1600 er getið þrisvar
sinnum fleiri ágætra íslendinga
í Enciclopædia Britannica en íra,
Frakka, Svisslendinga og Þjóð-
verja, segir Huntington. Enski
sagnfræðingurinn og stjórnmála-
maðurinn James Bryce getur þess,
að í fjögur hundrað ár var ísland
eina sjálfstæða lýðveldið í Norður
álfu. Stjórnarhættirnir voru eins-
dæmi og þekktust ekki annars
staðar, því að þing og kjörnir
dómarar stýrðu menningarlandi,
sem stóð efnahagslega völtum fót
um, eftir góðum, skýrum og skráð
um lögum. Nú í dag sýnir ísland
okkur, að friður og framfarir eru
bezt tryggðar með þjóðfrelsi og
sjálfsstjórn í litlu landi með gi-
hafnalíf í örum vexti.
Sieipnismenn flutt-
ir
ÓLAFURJÓHANNESSON
prófessor
— Stjórnskipun íslands er efn-
ismikið og traust verk, ekki minna
en 491 blaðsíða. Þar eru marga-r
skírskotanir til laga, dóma og
kennslubóka á hinum Norðurlönd
unum .. Bókin hefst á fróð-
legu og áhugaverðu sögulegu yfir-
liti, sem hefð'i átt að þýða á
norsku. Sú athygli, sem þýðing
Knúts Helles á úrvali úr Lögum og
sögu eftir Ólaf Lárusson hefur
vakið, sannar, að slíkar þýðingar
falla í frjóan farveg.
íslenzkur stjórnarréttur sannar
glögglega, að ísland stendur á
gömlum merg sem vestur-evrópskt
Bændasamkoma
í Dölum
Bændasamkoma fyrir Dalasýslu
var haldin í Miðdölum á sunnu-
daginn var. Hófst hún með guðs-
þjónustu^ ag Kvennabrekku Séra
Eggert Ólafsson prédikaði Kirkj
an var þétt setin.
Eftir guðsþjónustuna hófst svo
samkoma að Nesodda. Setti hana'
og stjórnaði Bjarni Finnbogason
héraðsráðunautur. Þar fluttu
ræður Ásgeir Bjarnason alþingis1
maður og Þorsteinn Sigurðsson |
formaður Búnaðarfél. íslands.
(Framhald á 2. síðu.) !
ÞaS var talsverður velting-
ur, þegar Hekla og herskipiS
Ketchmer, sem hafSi skip-
brotsmennina af Sleipni frá
Keflavík innan borSs, hittust
úti á reginhafi. Margt farþega
á Heklu var sjóveikt, en eigi
aS síSur þyrptust allir upp,
sem meS nokkru móti treystu
sér til þess aS stíga á fæturna,
til þess aS sjá, þegar skip-
brotsmennirnir voru fluttir á
milli skipanna.
Skipin voru stöðvuð, og svo var
hagað' til, ag undan vindi væri frá
Ketschmer að Heklu. Síðan var
gúmmíbátur settur í sjóinn af her-
skipinu og skipbrotsmenn fóru í
hann hver af öðrum. Að því búnu
var bátnum sleppt, og barst hann
nú undan sjó og vindi í átt að
Heklu Síðan var línu skotið yfir
hann og hann dregi.nn að skips
hlið
Einn farþeganna á Heklu, sem
harkaði af sér sjóveikina, Lars
Erik Björk. frá Vík í Mýrdal, tók
myndirnar. sem birtast hér á síð-
unni. Efsta myndin hér til hlið-
ar sýnir, þegar mennirnir eru að
komast í bátinn við hliðina á
Ketschmer. Næsta mynd sýnir bát
inn á leið mijli skipanna — far-
þegar stóðu í röðum við borðstokk
inn og horfðu á.
Báturinn færist smátt og smátt,
eins og neðsta myndin sýnir. Loks
sést á fjórðu myndinni, þegar
skipbrotsmennirnir eru að fara
upp stiga, sem rennt hefur verið
út yfir borðstokkinn.