Tíminn - 13.09.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.09.1961, Blaðsíða 2
2 f í MIN N, miðvíkudaginn 13. september 1961. Forsetanum vel fagnaö við komuna til Kanada Quebec, 11. september. Forsetinn og föruneyti hans kom til Quebec klukkustund á eftir áætlun. Landstjórinn I Kanada, Vanier, og forsætis- ráðherra Quebec-fylkis tóku þar á móti. Hermenn stóSu heiðursvörð á flugvellinum og hleypt var af 21 fallbyssuskoti við komu forsetans. Þjóð- söngvar íslands og Kanada voru leiknir, og síðan fór fram liðskönnun. Landstjóri Kanada ávarpaði for setann. Gat hann þess, að sæfarar hefðu bæði fundið fsland og Kan- ada. fslendingar hefðu átt mikinn þátt í sögu og þróun Kanada, og væri framlag þeirra mikið til þjóð lífs þess lands. Forsetinn svaraði á ensku og frönsku: Við hjónin fögnum þvi að stíga á Kanadíska grund, og þökkum innilega hið virðulega heimboð. Við stöndum hér við hlið yðar víðáttumikla lands, og hlökkum til þeirrar langferðar, sem við eigum fyrir höndum. Það er álíka langt héðan til Vancover og til Reykjavíkur, sem við komum frá. Hvílíkt landrýmt. Okkur er nokkuð kunnugt um sögu og menningu Kanadamanna. En sjón verður sögu rfkari. Við þökkutn þetta einstaka tækifæri. Menning, hugsunarháttur og stjórnarskipun yðar fólks er ná- skyld vorri eigin. g þó eigum við að sjálfsögðu skyldast við hina mörgu afkomendur fslendinga, sem nú eru kanadískir þegnar, Auk þess er það sjálft Norður- Alantshafið, sem áður aðskildi, en nú sameinar, og skapar oss vafalaust báðum þjóðunum, áþekk örlög. Oss er einnig kunnugt um hinn ríka þátt, sem frönsk tunga og ætterni hefur átt í sögu Kanda- manna og þeirri menningu, sem hér hefur þróazt og enn er í mót- un og vexti. En það skal hrein- skilnislega játað, að þó ég geti lesið frönsku á bók, þó hef ég ekki vald á talmálinu. í vissum skilningi missum við „málfrelsið" í framandi landi. Eg læt mér nægja, að endur- taka þakklæti okkar fyrir heim- boð hér við hin opnu hlið lands yðar og þjóðar. Forsetahjónin héldu síðan til bústaðar landstjórahjónanna, þar sem þau dveljast meðan þau standa við Quebec, Um kvöldið sátu þau boð land- stjórans. Flutti forsetinn þar ræðu þá, sem hér fer á eftir: Eg þakka yður mjög vel ástúð- legt ávarp, viðurkenningarorð um landa vora og frændur hér vest- an hafs og menningu fslands heima fyrir. Eg veit, að þeir hafa unnið til þess. Það er oss íslend ingum heima jafnan gleðiefni, að heyra þeirra lof og að þeir hafa unnið sér traust hinna beztu manna hér vestra. Þar sem við svo marga byrjunarörðugleika og mörg þjóðerni hefur verið að keppa. Við erum fámenn þjóð, íslendingar, en þar fyrir stolt þjóð með öllum einkennum sjálf- stæðs þjóðemis, og fögnum því, þegar ættmenn vorir afla sér góðs orðstls í framandi landi. Eins og nú er komið samgöng- um og allri tækni, þá erum vér Kanadamenn og íslendingar ná- grannar. Við vorum minntir á það nýlega við hetmsókn kana- dískrar flotadeildar til Reykja- víkur. Yðar hraustu sjómenn voru velkomnir. Við strendur Norður-Atlants- hafsins búa eingöngu þroskaðar lýðræðisþjóðir, og hafi áður, t.d. fyrir hálfri annarri öld, verið ó- friðarhætta þeirra á milli, þá er sú hætta algerlega úr sögunni. Þessi staðreynd er eins og stjarna í rofi á hinum skýjaða himni okk ar brösótta heims. Við lögðum af stað að heiman í morgun um venjulegan fótaferð artíma. Og nú sitjum við kvöldboð yðar. Það hefur ekki alltaf verið svo stutt milli landanna. Hinn fyrsti íslendingur, sem leit strend ur Kanada augum, Leifur heppni, kom hér í hafvillum, og sú til- raun til landnáms, sem síðar var gerð af fslendingum hlaut að mis takast. Og þó var naftiig lokk- andi: Vínland hið góða. Skyldi það eiga nokkuð skylt við hið fyrsta nafn, sem Cartier gaf Ile d.Orleans. Mér er sagt það hafi verið Baccus Island? Vafalaust hafa hin villtu vínber ráðið báð-1 um nöfnunum. Það var langt að bíða næstu til- i raunar til landnáms af hálfu ís- j lendinga, og þeir voru lengi á leið ' inni úr íslenzkum sveitum, alla ieið inn á mitt Manitobafylki. ' Einn af yðar fyrirrennurum, hinn 1 gáfaði, hjartagóði, irski aðalsmað- ur, Dufferin lávarður, hafði verið á íslandi, og var áhugamál að fá íslendinga til að gerast hér land- námsmenn. Hann ber íslendingum vel söguna I „Letters from high Latitudes", og ég næstum vikna, þegar ég minnist þess, að hann iagði á sig ferð til Nýja íslands við Winnipegvatn árið 1877, þegar mest svarf að íslenzku nýlendunni þar, hungur, kuldi og drepsóttir, taldi í þá kjark, lofaði þeirra kyn- stofn og klassisku menningu, og hlúði að þeim, jafnvel fram yfir heimildir. Það var faliega gert. Mér er kunnugt um staðgóða þekk ingu Tweedmuir lávarðar á íslenzk um bókmenntum og vinsamleg af- skipti yðar og góða álits á Kanada mönnum af íslenzkum stofni. Ræða yðar snerti viðkvæma strengi í minu hjarta. Við köllum þá menn af íslenzk- um stofni, sem hér búa, Vestur- fedendinga, Western-Icelanders. Það er gamalt orðalag, sem við höldum fast við. En við vitum vel, að þeir eru kanadiskir þegnar, góð ir þegnar síns nýja fósturlands. Þeim hefur reynzt auðvelt að sam lagast kanadiskum háttum og stjórnarfari, enda er menning vor, ef leitað er nógu langt aftur, að miklu leyti af sömu rót. Milli hins íslenzka og kanadíska er enginn árekstur, og við vonum, að hinn íslenzki arfur megi eiga nokkurn þátt í að móta hina vaxandi menn ingu, frið og farsæld í þessu mikla framtíðarlandi. Konur og karlar! Vér drekkum í sameiningu skál Kanada! Carla dvínandi En vindsveipir í kjöl- farinu auka enn tjónið NTB—Galveston, Texas, 12. sept. Fellibylurinn Carla var í dag að dvina og virtist í dag vera búinn að missa kraftinn að liðnum nokkrum skelfing- ardægrum á ströndum banda- rísku fylkjanna Texas og Lou- j isiana. Miðdepill fellibylsins virtist síðdegis í dag vera í námunda við bæinn Austin, sem er 300 km inn af strönd- inni. f kvöld komu nokkrir heiftar- legir hvirfilbyljlr I kjölfar felli- bylsins, og ollu þeir víða miklu tjóni til viðbótar. f bænum Galv- eston á ströndum Texas féllu fimm menn af þessum sökum, en B0—80 meiddust. Þótt fellibylurinn sjálfur megi nú heita genginn yfir, er ekki bú- izt við, að náttúruhamfarirnar séu þar með á enda. Á eftir honum koma óskaplegar rignlngar inn yfir strondina, sem valda flóðum í ám, svo að viða mun flæða inn i hús. Er því fólk það, sem flutt hefur verið af hættusvæöunum, hvatt til að flytja ekki of snemma heim aftur. Samtals voru þetta nær hálf milljón manna. Slöngur og drepsóttir Auk þess er nú mikil hætta á drepsóttum i mörgum þorpum og |bæjum, og eiturslönguplága geng- ur yfir, Hefur Bandarlkjastjórn 1 gert ráðstafanir til þess að flytja mikið magn af móteitri gegn slöngubiti á vettvang. Vindhraðinn i fellibylnum var i gær orðinn aðeins helmingur þess sem var, þegar verst lét, og var nú um 120 km á klst. Frá bænum Port Arthur bárust þær fréttir I kvöld, að flóðgarðar i nánd við Taylor Bay hefðu brostið og 1000 hús í bænum væru nú undir flóði. Efnalegt tjón af völdum fellibylsins er nú lauslega ántlaS að mlnnsta kostl 200 milljónir dollara. Bertrand Russel Framhald af 3 siðu. veg fyrir að fólk léti i ljós skoðun sína um kjarnorkuvopn. í þeim efnum væri hundrað manna nefnd in á sama máli og verulegur hluti þjóðarinnar. En tilgangurlnn með réttarhaldi þessu væri að koma í veg fyrir, að lögin væru brotin. Hundrað manna nefndin hefði sjálf sagt, að hún vildi brjóta lög- in emð þvi að taka sér stöðu um þver stræti og hindra umferö. Voru lögreglumenn, sem heyrt höfðu einstaka menn úr baráttu- nefnd samtaka kjarnorkuandstæð- inga flytja mál sitt, leiddir sem vitni um þetta. Allir ncma þcir þrír, sem áður eru nefndir, vísuðu tilmælum rétt arins á bug og hlutu dóma eftir því sem rétturínn taldi vitnis- I burði tii scktar. Bertrand Russell sagði fyrir réttinum, að hann hafn aðl að' verða vlð tilmælunum vegna þess, að aðferð sú, sem samtökin beittu, væri áhrlfarfk og þvi nauð ' synleg. Gerhardsen forsætisráí- herra? (Framhald af 3. síðu). með að verða erfið fyrir báða þá aðila, sem fengið hefðif 74 þing- sæti. Fyrir Verkamannaflokkinn yri það mjög erfitt að verða háður flokki (sósíaliska þjóðarflokknum), sem hafði tvo þingmenn og a.m.k. í sumum atriðum sjónarmið,vsem væru mjög frábrugðin skoðunum Verkamannaflokksins. Þó taldi hann, að það hlyti' að verða enn erfiðara fyrir borgaraflokkana fjóra að ráða fram úr þessum að- stæðum á viðunandi hátt. Viðbrögðin I SvíþjóS Norsku kosningaúrslitin komu mjög á óvart i Svíþjóð, þar sem menn höfðu yfirleitt gert ráð fyrir miklu minni breytingum á þing- skipaninni en raun varð á. Bæði stjórnmálamenn og blöð- in gera samt ráð fyrir, að ríkis- stjórn Gerhardsens verði áfram við völd. Ummæli blaða og ein- stakra manna fjalla um veldis- hnignun Verkamannaflokksins og hina glæsilcgu byrjun sósíaliska þjóðarflokksins á vettvangi stjórnmálanna í Noregi. Það er almenn skoðun i Svfþjóð, að Verkamannaflokkurinn verði á- fram f ríkisstjórn, og muni hann styðjast að nokkru leyti við sós- íalíska þjóðarflokkinn og sum- part við borgaraflokkana. Tage Erlander forsætisráðherra telur útilokað, að sósíaliski þjóðar- flokkurinn myndi vllja fella rík- isstjórn Verkamannaflokksins. Aftonblaðið skrifar, að liklega muni Verkamannaflokkurinn stjórna með stuðningi sósíaliska þjóðarflokksins I innanríki'smálum en í utanrikls- og landvarnamálum með stuðningi úr borgaralegri átt. f sama streng tekur hið frjálslynda blað, Expressen, undir fyrirsögn- inni: Gerhardsen situr áfram. Kaupmannahöfn Óháða blaðið Information telur ríkisstjórn án þátttöku Verka- mannaflokksins óhugsandi. Frá dönskum sjónarhóli séð sé sam- steypustjórn eða Verkamanna- flokksstjórn með borgaralegum stuðningi mun æskilegri en sam- vinna Verkamannaflokksins og sósíalíska þjóðarflokksins bæði með tilliti til áframhalds bandalags- stefnunnar og með tilliti til af- stöðu Norðmanna til sameiningar Evrópu á efnahagssviðinu, en nú dregur að því, að Norðmenn taki ókvörðun um stefnu sína á þeim efnum. Blaðið telur mjög athyglis- vert, að sósíalíski þjóðarflokkur- inn skyldi geta háð sér jafn mikið fylgi og raun varð á án þess að eiga forustumann á borð við Aksel Larsen. .Steinninn’ er ekki mannheldur — þrátt fyrir járnið Fyrir skömmu spennti fangi I hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg upp tvær fjalir I loft- inu I annarri álmunni, sem klædd er með bárujárni á þaki. Sennilegt er, að fangar gætu komizt út á þennan hátt, | með því að spenna upp járnið á þakinu. I Af báðum álmunum mun vera hægt að komast yfir fangelsisgarð inn, svo að fjarri fer því, að „steinninn" sé mannheldur, þrátt fyrir járnin, sem fest voru innan | á fangelsisgarðinn. Innréttingin í ' húsinu er úr einhvers konar froðu steypu, drýgð með hálmi, og má róta henni upp með allra lítilfjör- legustu verkfærum. Þrátt fyrir þetta er nú langt síðan fangar hafa sloppið úr hús- inu, en það er fyrst og fremst vegna þess, að órólegustu mennirn . ir eru geymdir ausfur á Litla- Hrauni. Smíðaði 90 báta Akranesi, 12. september. Nú er verið að sjósetja 12 lesta bát, sem er smíðaður hér i Báta- stöðinni fyrir Sigurð Finnboga- son á Raufarhöfn. Eigandi Báta- stöðvarinnar er Ingi Guðmonsson. Hann hefur nú smiðað tæplega níutíu báta, fimm lesta og stærri, síðan hann kom til Akraness og eru 35 þeirra nú i notkun á Faxa- flóa. Ingi er nú að byrja að reisa sér nýja bátasmiðastöð við Skarfs vör, og mun hann þá geta smíðað mun stærri báta. G.B. .WMV.W.V.W/AW.W Plastboltarnir eru komnir. Handbolta- stærð kr. 59,75. Fótbolta- stærð kr. 82,00. Slátrun hefst hjá Kaupfélagi Skag- firðinga Sauðárkróki, 12. sept. Sauðfjárslátrun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga hefst á morgun. Áætlað er# að slátra 38 þúsund fjár, 1400 á dag. Göngur hefjast um næstu helgi. Mikil hey eru úti á flestum bæjum. Vafasamt er, að þeim verði náð inn fyrir göngur, þótt tíðarfar sé nú breytt til batn- aðar. — G.Ó. Þrjú söfn í Skaftholtsrétt Stóra-Hofi, Gnúpverjahreppi, 9 sept. Fjallreiðarmenn leggja upp á þriðjudaginn, þeir sem fara lengst — inn að Arnarfelli við Hofsjökul — fjórir héðan og þrír úr Flóanum. Það er níu daga ferð. Réttað verður í Skaftholtsrétt þann 21. þ.m. og í Skeiðarétt dag- inn eftir. Helmingurinn af Skeiða- safninu kemur í réttina hér og j verður rekið i Skeiðarétt daginn eftir. Flóasafnið kemur hér einn- ig til réttar. Fyrir nokkru var fé sótt inn fyrir afréttargirðinguna, eins og þegar hefur verið getið í fréttum. Var það um fjögur þúsund frá Gnúpverjum og nokkuð úr Flóan- um. Lömbin voru heldur smá, en engrar óhreysti varð vart hjá þess um kindum. Sennilega hefur mik ið af fénu verið við girðinguna eða þar í nánd síðan í vor. Ann- að hefur leitað fljótt fram. Það er mein, hvað kindurnar tolla illa á afréttinum. Þær eru teknar af grænum túnum á vorin, en af- rétturinn er víða lélegur. G.Ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.