Tíminn - 13.09.1961, Síða 13

Tíminn - 13.09.1961, Síða 13
T f MIN N, miðvikudaginn 13. september 1961. 13 Framh. af 9 síðu | og iþrár, sem óhjákvæmilega rek- ast á óskir annarra. Sú tvídrægni,1 sem eðlilega kemur þannig fram hjá öllum 'börnum, verður á mun! hærra stigi hjá öryggislitlu og kvíðafullu barni, sem fengið hefur. réttmætum þörfum sínum og hvöt um seint og illa eða alls ekki full-1 nægt. Svo virðist sem óeðlilega mikil tvídrægni sé þriðja grund- vailaratriði ofdrykkjunnar. Tví- drægnin eykur togstreitu og þenslu í sálárlífi barnsins og ung- lingsins og af því leiðir, að þol- gæði hans verður minna, svo að hann á erfiðara með að mæta erf- iðleikum og andstreymi lífsins. j Venjulegt andstreymi, sem öðrum vex ekki í augum, getur því. orðið | honum óbærilegt, og þá byrjar Ieitin að undanbrögðum, tyllivörn- um og deyfi- eða nautnalyfjum.1 í flokki þeirra er áfengið nærtæk- ast og handhægast. Margt bendir til þess að áfengi minnki taugaspennu í svipinn. Raunveruleikinn skynjast ekki eins skýrt, og vandamálin minnka eða hverfa í bili. Hugsanaflækjur minnka og ósamrýimanlegar til- finningar og athafnir virðast ekki vera eins andstæðar og áður. Mönnum lík'ar þá betur, hvernig heimurinn er, og jafnframt eykst sjálfstraustið og sjálfsmatið hröð- um skrefum og færist í áttina til| almættiskenndar. Þeim verða þá' allir vegir færir og ástúð þeirra verður öfgakennd og nær til alls og allra: fyrst í stað. Ástandið breytist svo, þegar ölvunin eykst, I á þá fylgir böggull skammrifi.) Blekkingin, að þeir elski allt og alla og allir elski þá, hverfur ogl við tekur vanmat og sjálfshatur,) sem beinist líka út á við til alls og allra. Þeir níða þá sjálfa sig og aðra miskunnarlaust niður. Það er líkast því, að þeir segi við sjálfa sig svo að segja á samri stundu: „Ég er miðdepill alheims- ins, sem allt snýst um“, og „Ég er einsiks virði, ég hata sjálfan mig.“ Svipaðra kennda gætir í fari margra annarra manna en of-j drykkjumanna, en sveiflurnar eru sjaldnast ein miklar og hraðfara.1 Að drykkjunni lokinni koma svo sjálfsásakanir í ýmsum mynd- um sem aftur auka taugaspennuna og leiða síðar meir til þess að leit- azt er við að lækka hana aftur á svipaðan hátt og áður, því að fljótt fyrnist yfir óþægindin sam- fara drykkjunni, en hillingar vel- líðunar-blekkingarinnar, sem þeir finna ekki á ánnan hátt betur, laða þá til sín aftur á nýjan leik og svo koll af kolli. í upphafj myndast því fljót nokkurs konar vélræn dulin innri hvöt, sem knýr framvindu ofdrykkjunnar áfram. í henni eru falin ósjálfstæðiskennd ásamt veikum tyllivörnum. Skyld- ur fullorðinna og óhjákvæmilegt andstreymi lífsins magnar þessaj kennd, og hin óleysta barátta veld ur óþægindum, þennslu, og þolið gagnvart slíkri spennuaukningu minnkar. Þeir hætta að þola hið minnsta andstreymi, því að bráða birgðalausn undan því er svo nær tæk, og þeir flýja æ oftar á náðir áfengisins. Misfljótt bætast svo ofan á þetta, vefrænar skemmdir á miðtaugakerfinu og á heilanum, af völdum eituráhrifa áfengisins. Þó að áfengið sé ekki mjög eitr- að, þá safnast,' þegar saman kem- ur, er mikið og oft er drukkið, meira eða minna samfleytt í 10 ár eða lengur. Þessum vefrænu áhrifum lýsti ég í útvarpsfyrir'- lestri fyrir nær tveimur árum. Síðan hafa nýjar rannsóknir stað-! fest betur það, sem þar var frá' skýrt, og benda þær á, að slíkarj skemmdir eru einnig tíðar hjá óhófsdrykjumönnúm þeim, sem verða ofurölvi aðeins einu sinni til tvisvar í viku, enda verður hart- nær helmingur þeirra ofdrykkju- menn fyrr eða síðar. Staðtölur frá Californíu sýna, að geðsjúklingum af völdum vefrænna áfengis- skemmda hefur fjölgað þar á geð veikrahælum frá 5,9 árið 1940 upp í 7,5 árið 1953 af 100.000 íbúum. Samtímis hefur geðsjúklingum af völdum vefrænna heilaskemmda ve'gna sárasóttar fækkað úr sömu tölu, 7,5 niður í 1,5 af 1000.000 íbúum. Tölur frá öðrum löndum heims' bera mjög að sama brunni. Helgi Ingvarsson, yfirlæknir, taldi líklegt í erindi sínu, sem hann flutti á 50 ára afmælishátíð Vífils- staðahælisins og síðar var útvarp- að, að áfengissjúklingar myndu nú sízt vera færri hér á landi en berklasjúklingar voru, þegar þeir voru fjölmennastir og hafizt var handa um útrýmingu berklaveik- innar með þeim glæsilega árangri sem raun ber vitni um. Þá voru mjög fáir ofdrykkjumenn á land- inu. Áfengisheilaskemmdir eru venjulega flok'kaðar í 2 aðal- flokka: í fyrsta lagi skemmdir, sem ekki eru varanlegar, það er ofurölvun, drykkjuæði og drykkju- ofskynjanir. í öðru lagi langvinn- ar og óafturkræfar breytingar, svo sem rýmun á heilaberki, mið- heilaskemmdir og breytingar, sem svipar til heilaæðaþrengsla eða elliglapa, svonefndir Korsakoffs- og Wernickes-sjúkdómar. Finna má breytingar þessar með heila- ritun, heilablæstri og sálfræðileg- um prófum. Jafnvel í síðari flokkn um geta % sjúklinganna fengið nærri fullk'ominn bata með viðeig- andi mdðferð, ef tekst að stöðva ofdrykkju þeirra. Fleiri stoðir renna nú undir það, að breyting- ar þessar séu að verulegu leyti til orðnar vegna áhrifa áfengisins sjálfs, en ekki eingöngu vegna bæti- og næringarefnaskorts, eins; og talið hefur verið til skamms. tíma. Þriðjungur áfengissjúklinga með vefrænar heilaskemmdir fá litla sem enga bót, hversu lang- vinna og góða læknismeðferð semj þeir fá. Þeir hljóta annað hvort að verða innlyksa á hælum eða flækjast ævilangt sem Hafnar- strætisrónar. Hinum tveimur þriðju hlutum má veita mikinn bata, ef hægt er að halda þeim í þurrkví í a. m. k. 1—2 ár fyrst og fylgjast síðan vel með þeim. Sálarlækningar og sálgreining get- ur ekki orðið þeim að neinu eða mjög litlu liði fyrr en að því tíma- bili liðnu, þegar miðtaugakerfið hefur náð sér að noklcru og þeir eru sjálfir komnir í heldur betra jafnvægi. Ekki leikur samt lengur nokkur vafi á því, að áfengissjúkl- ingar með eða án vefrænna heila- skemmda, þurfi fremur á sálar- lækningum að halda en nokkrum öðrum lækningaaðferðum, þar með töldum hvers konar lyfjagjöf- um og hælisvistum. Hælisvistir og lyfjagjafir eru yfirleitt gagnslaus- ar, ef ekki er fylgzt með sjúkling- unum, þegar út í lífið er komið aftur, og þeir studdir með ráðum og dáð til sjálfsbjargar. Til árang ursríks starfs á þessu sviði þarf þess vegna fyrst og fremst fleiri lækna, hjúk'runarkonur og ár- menn, hverju nafni sem nefnast, en ekki fleiri og stærri hæli eða meiri og betri lyf. Allar lækningaaðferðir, hverju nafni sem nefnast, eru þó gersam lega tilgangslausar og meinþróun- in heldur óslitið áfram, þrátt fyrir þær, þegar á heildina er litið, ef þjóðfélagið sjálft skynjar ekki ábyrgð sína og styður viðleitni þeirra af alefli. Það er of seint að byrgja - áfengisbrunninn, þegar áfengisbörnin eru dottin ofan í hann, og lítið stoðar, þótt nokkrar hendur reyni að slæða þau upp úr honum aftur. Tvískinnungs gagn- vart áfengisofnautn gætir ekki ein ungis hjá áfengissjúklingunum,! heldur meira og minna hjá lang-1 flestum samborgurum þeirra. Auð veldasta lausn þeirrar tvídrægnis togstr'eitu í bráð er sinnuleysið, en sinnuleysið hefur reynzt og mun reynast æ hroðalegri lausn eftir því sem lengra líður. Eins og ég og fleiri hafa áður bent á, vind ur ofdrykkjan upp á sig og eykst sjálfkrafa bæði hjá sjúklingum sjálfum og fjölskyldum þeirra. Rannsók'nir okkar sýna, að um það bil 26 af hundraði ofdrykkjumanna hafa átt feður, sem líka voru of- drykkjumenn, og er það langtum hærri hundraðstala en hjá þjóðunum almennt. Það kemst ekki lengur neinn undan því að gæta bróður síns. Það kemur okk ur öllum sjálfum í koll fyrr eða síðar, ef það er látið ógert af sinnuleysi eða af öðrum orsökum. Ofdrykkjuvandamál íslendinga er ekki verulega frábrugðið sömu vandamálum annarra þjóða og við trúum því ekki, að ekiki takist að leysa það fyrr eða síðar, þótt það hafi fylgt mannkyninu um alda- raðir. Margir aðrir sjúkdómar hafa líka fylgt mannkyninu lengi, sem nú hefur tekizt að ráða að mestu bót á, og í sumum þeirra virðist fullnaðar'sigur vera á næstu grösum. Skjótvirkasta og sjálfsagðasta leiðin er vafalaust algert vínbann, sem vel væri fram- fylgt, en tvískinnungur þjóðarinn- ar er svo mikill, eins og sakir standa, að litlar líkur eru til þess að það fengist samþykkt, og því síður að því yrði vel framfylgt. Um áfengisbann yrði því vart að ræða með öðru móti en nokk- urs konar byltingu eða borgara- styrjöld. Fórnardýr slíkrar bylting ar yrðu varla fleiri en meðbræður þeir, sem þjóðin fórnar nú árlega á altari vínguðsins með slysum og sjálfsmorðum í lengd og bráð, sem af áfenginu hljótast. Lýðræðis- legri og auðveldari leiðir en vín- bann eru samt líka til, þó að þær útheimti lengri tíma, jafnvel tvær til þrjár kynslóðir, áður en tekst að ráða að mestu bót á eða jafnvel sigrast algerlega á ofdrykkjuvanda máli þjóðarinnar í heild. Löggjafarvaldið getur átt virk- an þátt í þeirri framþróun, ef rétt er stefnt og staðfesta fylgir við- leitninni að markmiðinu. Frum- varp það til laga um meðferð ölv- aðra manna og drykkjusjúkra, sem sagt er, að lagt verði fyrir Alþingi íslendinga á þessu hausti, miðar talsvert í þá átt. Frumvarp þetta hefur lengi verið í undirbúningi og hafa margir lagt þar hönd að verki og nú síðast hafa þeir Sigurð ur Sigurðsson, landlæknir, Krist- inn Stefánsson, áfengisvarnarráðu nautur, og Jónas Guðmundsson, skrifstofustjóri og formaður AA- samtakanna, samið það endanlega. Virðist þar með vera fenginn nokk ur grundvöllur til þess að byggja og starfa á, ef frumvarpið nær fram að ganga. Frumvarpið er í 5 köflum og fjalla þeir um með- ferð ölvaðra manna, um meðferð og hælisvist drykkjusjúklinga, um gæzluvistarsjóð, um nautnalyfja- neytendur og loks niðuríags- ákvæði. Ekki er í því rætt um leið ir til þess að fyrirbyggja eða sporna við vaxandi vínnautn og ofdrykkju þjóðarinnar í heild, enda mun ætlunin sú, að það starf sé unnið á öðrum vettvangi, þó að enn skorti lagaákvæði _ um þess háttar áfengisvarnir. Óhjákvæmi- legt virðist, að bæði lækninga- störfin og varnarstörfin > haldist í hendur, þar eð þau hljóti að vera óaðskiljanlega samofin. Frumskil- yrði þess, að hægt sé að bæta slæmt ástand, er það, að menn geri sér ástandið fyllilega Ijóst, án undanbragða og yfirdrepsskap- ar. Á meðan það er falið og hilm- að er yfir það í ræðu og riti. jafnt á æðri sem lægri stöðum, stoðar lítið að fást við það. Þá er aldrei hægt að gera sér Ijóst, hvort nokk uð miðar áfram í viðleitninni til endurbóta f heild. Það skiptir ekki meginmáli, hvort tekst að lækna ofdrykkju þessa eða hins drykkju sjúklingsins, þó að það sé síður en svo lítils virði, heldur hitt, hvort ofdrykkjumönnum fæRkar eða fjölgar hjá þjóðinni í heild. Fjöldi ofdrykkjumanna hjá þjóð- unum hefur verið áætlaður eða metinn á fremur losaralegan hátt og 'hefur aðferð sú, sem kennd er við Jellinek, verið mest notuð til þess. Hann hefur að vísu unnið geysimikið og markvert brautryðj- andastarf, fyrst við Yale-háskól- ann og síðar' sem formaður áfeng- isdeildar alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar. Samt hefur taln- ingaraðferð hans' sætt harðri og réttmætri gagnrýni, og sjálfur hef ur hann nýlega viðurkennt, að hún sé allsendis ófullnægjandi. Eina aðferðin, sem þekkt er og talizt getur heppileg í þessum efnum, er rækileg könnun á sjálfum staðn um. Ársskýrslur lækna eða ann- arra gefa alls ekflci fullnægjandi upplýsingar um ástandið, eins og það er í raun og veru. Vegna smæðar þjóðarinnar standa íslend ingar sérstaklega vel að vígi í þessum efnum. Vel mætti kanna allt landið á þennan hátt, þó að það yrði tímafrekt, vandasamt og erfitt. Að minnsta kosti mætti kanna það stóran hluta þess, að örugg niðurstaða fengist um fjölda ofdrykkjusjúklinga á þeim tíma. Slík könnun þyrfti að fara fram á 5 ára fresti og myndi þá fást úr því skorið með nokkurri vissu, hverju þær aðgerðir til bóta, sem gerðar yrðu á hverjum tíma, hefðu fengið áorkað. Jafnframt mætti styðjast að verulegu leyti við árs- skýrslur lækna og væri sjálfsagt heppilegt, að allir sjúklingarnir væru færðir inn á ofdrykkju- mannaskrá í hverju héraði um sig, svo að hægara yrði um vik að fylgjast með þeim og fá vitneskju um það, hvar smitunarhættan væri mest. Flestar herferðir gegn sjúkdómum hafa mætt ákafri mót spyrnu í fyrstu og nægir að minna á lúsina, taugaveikina og berkla- veikina. Ekki þarf að efa það, enda full reynsla fengin fyrir því, að sama máli gegnir um baráttu ! gegn ofdrykkju. Ýmsar fleiri rannsóknir þarf að gera um leið og rannsakaður er fjöldi ofdrykkjumanna. Meiri þekk ing skortir á orsökum sjúkdóms- ins og framvindu hans, og ekki er ólíklegt, að takast megi að finna betri lyf, sem nota má með góðum árangri, enda ekki vanþörf þess, þar eð þau lyf, sem nú eru notuð, eru tiltölulega haldlítil, þó að tölu verð bót sé að þeim. Um leið og (Framhald á 15 síðu). Ævintýri Framhald af 9. síðu. arnir sér vel og rækilega, sérstak- lega þeir, sem sett höfðu lúsina Góðir gripir úr rostungs- tönnum þarna. Nú, svo voru sumir með tóm- stundavinnu. Eg t. d. skar út alls konar hluti, aðallega úr rostungs- tönnum. — Áttu ekki eitthvað af því, sem þú getur sýnt mér? — Nei, þetta er víst allt saman týnt og gleymt fyrir löngu. Eg kom til gamals skipsfélaga míns í Noregi fyrir skömmu og sá þá alls konar smíðisgripi úr tönn uppi um alla veggi. Þegar ég fór að spyrja hann um þetta, kom upp úr kafinu, að ég hafði tálgað þetta allt saman og gefið honum. Sjálfur var ég búinn að steingleyma því. — Og hvað var það helzt, sem þú bjóst til? — Það voru hnífsköft og slíður, pípur og nælur og sitthvað fleira. Sumt létum við setja silfur á í Tromsö og svo gaf maður þetta í allar áttir. Tönnin 7 kg, húSin 300 — Þær eru stórar rostungstenn- urnar og mikið hægt að gera úr einni tönn. — Já, mikil ósköp, í stærsta rostungnum, sem við fengum, var önnur tönnin 7 kg. Hann var líka alveg lygilega stór, skinnið um 300 kg. Annars var algengast að skinnin væru 160—170 kg. Þessi stóri var greinilega mjög gamall, húðin hárlaus og öll útkrössuð í örum. Sums staðar var jafnvel farin að vaxa á honum skel. Rostungurinn skutlaður — látinn draga bátinn — Hvernig voru rostungarnir veiddir? — Þeir voru veiddir í sjónum, vöðurnar eltar í litlum bátum. og aftasti rostungurinn í vöðunni skutlaður. í skutulinn var fest 10 —12 faðma lína, og hún aftur fest í bátinn. Rostungurinn fylgir alltaf. vöðunni, og ef skutullinn festist íj honum, dregur hann bátinn meðj sér. Þá er byrjað að skjóta hina niður, og þegar komin eru 20—25 dýr, eru bau dregin að ís og upp á hann með blökk. Þar er svo húðin og spikið tekið af sitt í hvoru lagi. — Verða menn ekki þreyttir á vistinni þarna norður frá, þegar til lengdar lætur? Kannaðisf ekki við konuna sína — Ja, það hljómar kannski und- arlega, en sannleikurinn er sá, að þeir sem einu sinni hafa verið þarna, leita þangað alltaf aftur. Margir hafa vetursetu t. d. á Spitz- bergen, veiða þar bjarndýr, tófur og fleira. Þegar þessir menn hafa verið þar 3—4 ár, vilja þeir helzt ekki fara heim aftur. Eg man eftir einum, sem hafði verið á Spitzbergen í 20 ár. Fyrstu árin kom hann alltaf heim annað slagið. en þeim ferðum fækkaði smátt og smátt og loks hætti hann alveg að sjást eða láta frá sér heyra. Konan hans tók sig þá til, fór norður til hans og ætlaði að fá hann með sér heim. En hann vildi þá ekkert við hana kannast og þaðan af síður yfirgefa Spitz- bergen. Hann varð þó að hýsa konuna um veturinn, hvort sem honum líkaði betur eða verr, því engar ferðir eiu þarna norður um vetrar tímann. Það varð úr, að hann út- bjó handa henni sérstakan kofa. Síðan varð hún að vitja um gildr- ur og veiða dýr, en hann forðaðist hana eftir mætti. Enginn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur Þannig gengur, þangað til einn daginn, að hún fer að vitja um gildrur og kemur ekki aftur. Maðurinn verður þá órólegur fer af stað að leita og finnur hana særða. Hún hafði orðið fyrir skoti úr bjarnarbyssu. en þær voru faldar í snjónum, festar við agn. og hljóp úr þeim skot, ef komið var við agnið Nú, maðurinn bar konu sína heim og hjúkraði henni þar, fór þá eitthvað að kannast við hana Og það var ekkert með það. að þegar hún var orðin frísk. voru þau orðin eins og maður og kona aftur. Næsta vor fór hann svo heim með henni. — Þetta er bara alveg eins og i skáldsögu. — Já, betta er eins og skáldsaga en svona var bað samt Oa bann- er lífið þarna norður frá " sagmr af þvi hljóma karnsL n og ýkjur eða skáldsögur. r~ :it er það raunverule ’i. Rún.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.