Tíminn - 13.09.1961, Síða 14

Tíminn - 13.09.1961, Síða 14
T f MIN N, miðvikudaginn 13. september l'JGL i f* vetW okkar eHki r, þó að þeir komi. Og þeir hljóta að koma, svo fram arlega s«m þeir treysta sér milíi íiúsa og bæjar. Enn leið drykklöng stund. Þá fór Jóakim fram í dyrnar og lauk þeim upp, strokan stóð inn og ljósið slokknaði. Jóakim hleypti hestunum inn. Hann lét aftur húsið og Hallfríður heyrði, eða öllu heldur skynjaði það, að hann fór að húsabaki. Aftur kom hann inn. — Hvað er þetta, drapst á helvítis týrunni? spurði hann, settl loku fyrir hurðina og leitaði að eldspýtunum. Svo tróð hann sér milli hestanna, sem kepptust við að éta, og kveikti á týrunni. — Það er sótsvarta helviti úti, og myrkrið er að detta á, sagði Jóakim. — Þeir treysta sér ekki í húsin. Jó- steinn hefur alltaf mann- leysa verið. En ég hélt, að það væri kjarkur í stráknum. Og það er það. En karlinn þorir ekki að sleppa honum út. Nú er um tvennt að ræða. Annaðhvort verðum við að skella okkur út í sortann og leita bæjar eða hýrast hér í nótt, og er hvort tveggja bölvað. Hvað vilt þú, Hall- fríður? — Eg segi ekki neitt. Þú1 verður að ákveða gerðir okk' ar, sagði hún. — Eg brenn í skinninu að ( sýna þeim í tvo heimana. Það j er aumt að þora ekki milli húsa og bæjar. En þar sem| ég er ekki alveg viss, verður þú hér eftir. Treystir þú þérj ekki til þess? Þú hefur bæði yl og skemmtun af hestun- um. — Ef þú ferð, þá fer ég með þér. Eg gæti verið hér ein með hestunum, ef ég vissi, að þér famaðist vel, en að kveljast í óvissu, það legg ég ekki á mig. Hann er alltaf geigvænlegur hríðarhvinur- inn, þó að maður viti ekki af neinum úti hvað þá, sagði Hallfríður. Jóakim gekk fram að hurð inni og leit til veð'urs. — Andskotans ófögnuður er þetta, sagði hann og dró sig inn aftur. — Ætli maður verði ekki að hýrast hér? Eg á ekki annað á hættu. Færi maður fram hjá bæjarhús-j unum, er ekkert við að styðj- ast. Og þetta eru bölvuð greni, líklega sokkin í fönn.1 Jóakim fór upp á stallinn og gekk til hesta sinna, strauk þeim og sópaði til þeirra leifunum. Svo settist hann’ i garðastokkinn við stoð ina, þar sem týran hékk og fór.að raula fyrir munni sér. Allt í einu sagði hann: — Hallfríður. Þú vildir ekki að ég færi út í hríðina. Þér er þá ekki alveg sama um mig? — Nei, Jóakim, mér er ekki sama um þlg, og þó að svo væri, heldurðu að ég vildi samt verða orsök að dauða þínum eða vita af þér fara Svo settist hann hjá stoð- inni og hóf kveðskapinn. Ekki vissi Hallfríður, hve lengi hún svaf, en kveðskap- inn heyrði hún öðru hverju gegnum svefninn. En er hún vaknaði, var kveðskapnum hætt, og höfuð söngvarans j sigið niður undir hné. Jafn óhugnanlegt hnípur hafði hún ekki séð. I — Jóakim, sagði hún. —j Svona máttu ekki sofa. Legðu1 þig hér, og taktu við frakk- 14 frá mér út í dauðann? Nei, svo illa gerð er ég ekki. Mér er ekki sama um þig, Jóakim, þó að ég vilji ekki giftast þér. Það tvennt er sitt hvað. — Já og nei. Sumir menn þola ekki að fá hryggbrot. Og alla hlýtur það að gera grama. Hvað mig snertir, þá veit ég fyrir víst, að þú verð- ur konan min, en drátturinn er hvalræði og skaðar okkur bæði og skemmir. Nú er hríð úti og veðurhljóð mikil. Ef þú játaðist mér á þessari stundu þá hyrfi veðurgnýrinn. Við yrðum hans ekki vör. Sólskin okkar innra lifs tæki þá allt í sín.ar hendur. — Hættu þessu, Jóakim. Eg þoli það aldrei síður en nú, sagði Hallfríð'ur. Jóakim fór að kveða rím- ur. Hallfríður hallaði sér út af og vildi sofna. Allt í einu spratt Jóakim á fætur, færði sig úr frakk- anum, kom til Hallfriðar og breiddi hann yfir hana. — Gerðu þetta ekki, Jóa- kim, þér veitir ekki af frakk anum, sagði Hallfríður, en þó fann hún þægilega ylinn sem streymdi frá þessari miklu skjólflík. — Mér verður ekki kalt. Eg kveð í mig hita. anum. Eg er búin að sofa nóg. — Jóakim rétti úr sér, og hryllti sig um leið. — Eg hef það gott, sagði hann. — Komdu hingað, bað hún. — Eg get ekki vitað af þér þarna. Jóakim reis á fætur og kom. — Eg vil ekki taka frá þér rúmið. Annars er hér nóg pláss fyrir okkur bæði. Þú þarft ekki að óttast mig. Eg skal vera saklaus eins og barn. Hann lagðist fyrir og hún breiddi frakkann ofan á; hann. — Eg er útsofin, sagðij hún. — Og mér er vel heitt. Eg þarf að hreyfa mig svo- lítið, og hún tók að ganga fram og aftur um stallinn, þó að' lágt væri undir loft. Ekki birti 1 hesthúsinu þó að dagur rynni upp. Svo vel var skeflt fyrir gluggann. Allt í einu var barið harka- lega á útidyrahurðina. Jóa-j kim hrökk upp. — Hver fjandinn gengur á, j öskraði hann og snaraðist fram að dyrum. Bóndinn í Dalkoti var kom inn. Þeir heilsuðust. — Er hríðinni létt? spurði Jóakim. I — Ekki segi ég það, sagöi aðkomumaður. — En þó er hægt að koma út núna, sem ekki var hægt í gær. Hvernig komust þið hingað? — Ríðandi inn hálsagötu, sagði Jóakim. — Þú hefur lengi seigur verið, sagði bóndinn. — En á hvaða ferð varstu í gær. Það var manndrápsútlit undir eins í gærmorgun. — Þú hefur þó látið hest- ana út, sagði Jóakim. — Já, ég gerði það, jllu heilli, svaraði bóndinn. Nú sagði Jóakim frá ferða lagi þeirra og hvar hríðin hefði skollið á. — Og þar sem ofsinn var svona mikill, sá ég mér ekki fært að halda gegn veðrinu heim, og fór því; hingað. Og er maður var einu sinni búinn að fá hér húsa- I skjól, þá hafði maður sig ekki út aftur, enda komin nótt. Bóndinn lét nú sína hesta út, en gaf hestum Jóakims. Svo var haldið heim. Bærinn var lítill. Þarna bjuggu hjónin og fimm börn þeirra. Voru þrjú hin elztu kom- in yfir fermingu. Og son- urinn tvítugur. Dæturnar voru fjórar og sú yngsta á| aldur við Pál litla í Móum. I Hjónin vildu fá þau til að sofa, en það var ekki við það komandi. Þau þágu góðgerðir og bjuggust til heimferðar. Veðurofsann hafði lægt en dró þó við. \ Er þau riðu út dalinn, sagði j Jóakim við Hallfríði: — Hvernig leizt þér á húsfreyj una í Dalkoti? — Vel, sagði Hallfriður. — Þetta var nú fyrsta kær- j astan mín, og byggi ég að henni enn, ef ég hefði ekki verið svo vitlaus að gefa Jó- steini hana eftir. Hann var húsmaður í Móum, en hún vinnukona hjá mér eða okk- ur mömmu. Eg bjó með mömmu minni. Fað'ir minn var dáinn. Efnin voru lítil. Eg var þá rúmlega tvítugur, vildi rétta úr kútnum og bað mér til handa ríkrar, eöa öllu heldur vel efnaðrar heima- sætu. En hún missti fljótt heilsuna og skildi mig eftir með tvö börn í ómegð. Elzta dóttir mín, sem þá var á seytjánda árinu, tók þá við búsforráðum. Meira þarf ég ekki að segja. Þú þekkir fram haldið. — Þú ferð ekki í launkofa með fortíð þína, sagði Hall- fríður. — Nei, Hallfríður. Eg fer ekki í launkofa með neitt. Og þó. Þetta, sem ég sagði, er aðeins yfirborðið. Hræringar undirdjúpanna í lífi manns eru einkaeign hvers og eins. Þær fylgja manni í moldu. Samlíf okkar, Hallfriður, er enn þá yfirborðslíf. En ein hvern tíma merlast undir- djúpinn af sameiginlegum geislabrotum, sameign okkar tveggja og helgiminningum. En þá verðum við orðin hjón. VII. Einhvern tíma um vorið spurði Jóakim Hallfríði: — Hvenær ætlar þú að fara með mér í kaupstaðinn öðru sinni? — Þegar þú ferð með ull- ina, sagð'i hún. — Það verður þá ekki fyrr en seint í ágúst, eða snemma í september. — Hvað er þetta, maður? Miðvikudagur 13. september: 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 • Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veður- fregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 16.00 Fréttir og tilk. — 16.05 ' Tónleikar. — 16.30 Veðurfr.). 18.30 Tónleikar: Óperettulög. 18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veður- fregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 íslenzk tóniist: a) Þjóleikhúskórinn syngur lög eftir Jón Laxdal. Stjórn- andi: Dr. Hallgrimur Helga- son. b) Hljómsveit Rikisútvarpsins leikur forleik op. 9 eftir Sig- urð Þórðarson; Hans Anto- lisch stjórnar. 20.20 Farið í fjárréttir; síðari hluti: Stafnsrétt, — frásöguþáttur eftir Þormóð Sveinsson á Ak- ureyri (Andrés Bjö.rnsson flytur). 20.50 Tónleikar: Strengjakvartett nr. 11 í f-moli op. 95 eftir Beethoven (Schweiger-kvartett inn leikur). 21.10 Upplestur: „Langþráðir endur fundir", smásaga eftir Gilbert Wright (þýðandi, Ingólfur Þor kelsson kennari, les). 21.20 Einsöngur: Rita Streich syng- ur lög eftir Hugo WoH og Richard Strauss. 21.35 Samtalsþáttur: Fjörutiu ár í Fannardal (Ragnar Jóhannes- son cand. mag. ræðir við Ragn hildi Jónasdóttur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" eftir Arthur Omre; VIL (Ing- óHur Krlstjánsson rithðfund- ur). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árna- son). 23.00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFFÖRLI Úlfurinn og Fálkinn 44 Eiríkur, Sveinn og Axi ruddu sér braut í áttina til heimkynnis Tyrf- ings. — Hvað í ósköpunum er þetta!, hrópaði Axi allt í einu þeg- ar hann sá lífvana líkamann, sem reyndist vera Haugur. Eiríkur lok- aði augunum, þegar hann hug- leiddi hvað gerzt hefði með son hans. Svo uppgötvuðu þeir, að ann ar hefði legið i grasinu þar skammt frá. — Ervin, sagði Axi, og lyfti upp rifrildi úr kraga hans. Spölkorn frá lá hvítt gæruskinn. — Varúlfurinn, sagði Sveinn, en Eiríkur hristi höfuðið. — Ef úlf- urinn, sem vældi fyrir utan akst- ala Bersa er hundurinn minn, þá hefur hann reynt að bjarga Ervin. Svo liinn svokallaði varúlfur hef- ur stungið af með drenginn. Sveinn og Axi, farið þið aftur til hinna, en ég ætla að skreppa heim í rústir Vígráms'kastala.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.