Tíminn - 22.09.1961, Qupperneq 7
T í M IN N, föstíidaginn 22. september 1961.
VETTVANGUR ÆSKUNNAR
RITSTJÓRI: JÓN ÓSKARSSON
ÚTGEFANDi: SAMBAND UNGRA FRAMSOKNARMANNA
Sovézkir þjálfuðu mig til
byltingarstarfs í Afríku
eftir Anthony G. Okotcha
Frásögn Okotscha bregður skýru Ijósi á hinn óhugn-
anlega leik, er sovézk yfirvöld leika nú gagnvart hin-
um vanþróuðu ríkjum Afríku, er ýmist berjast fyrir
frelsi sínu eða hafa nýlega öðlazt það.
Einnig er hér minnt á þá hættu, er vestrænum
þjóðum er búin á þeim vettvangi, ef þær gefa ekki
gaum þeim viðburðum, sem nú eru að ske á megin-
landinu.
Rauðir draugar
Prófessorinn hélt áfram að sýna
fram á mikilvægi listar sinnar.
Hann setti hauskúpu á borðið og
lét hana gefa skipanir á borð við
þessar: „Það er ég, forfaðir þinn,
sem talar. Eg skipa þér að fara
þegar í nótt og drepa brezka lands
stjórann og færa mér höfuð hans
og hendur. Takist þér þetta ekki,
mun ég tortíma þér og fjölskyldu
þmni.“
„Eg er andi Guðs. Eg skipa ykk
ur að brenna hús Englendings
þessa og nauðga konu hans og
dóttur. Ef þið gerið þetta ekki,
verður enginn meðlimur fjöl-
skyldu ykkar ofar moldu að sjÖ
dögum liðnum."
„Eg er Shango úr djúpu vötn-
unum. Eg mun hremma ykkur ef
þið neitið að ganga í lcommún-
istaflokkinn og gera allt, sem for
ingi hans segir ykkur.
Prófessorinn sýndi okkur hvern
ig slíkar raddir voru framkallað-
ar með hljóðnemum. Hann kenndi
okkur einnig að fá „vofu“ til að
birtast í reykskýi, láta yfirnátt-
úrlegar raddir heyrast úr köss-
iim, koma beinagrind tjl að ganga
um kring í dimmum herbergjum,
sækja að húsum óvina og látast
vera setnir öndum.
Stúlka ein frá Kenýa, er kvaðst
vera frænka Kenýatta, var frá
upphafi trúuð á galdramenn. Er
hún gerði sér grein fyrir því,
'hverju hægt væri að koma til leið-
ar með þessu kukli Rússanna, sór
hún og sárt við lagði að verða
vísindalegur galdramaður, fara
heim og beygja alla Kfkújúa undir
vilja sinn.
Tímanum miðar hægt áfram.
Við sóttum fyrirlestra, skipulögð-
um stúdentafundi, athuguðum
kvartanir frá stúdentum og gáf-
um rektor skýrslur. Eg gleymdi
öllu um alþjóðarétt og gaf jafn-
vel upp á bátinn tilraunir mínar
til að ná valdi á rússnesku.
Eg varð góði strákurinn í skól-
anum og yfirvöld hans litu á mig
sem fyrirmyndarmann af afrí-
könskum stúdent að vera. Ef ein-
hver mótmælti því t.d. að verða
að kúldrast í herbergi við fimmta
mann, setti ég persónulega ofan
Hér birtist síðari hluti gréin
ar A. Okotscha um kynni hans
af starfsaðferðum kommúnista
í hinum nýja „vináttuháskóla"
í Moskvu, en hann stundaði
þar nám um nokkurt skeið og
lét ánetjast af áróðri komm-
únista, en augu hans opnuð-
ust um síðir. Greinin birtist
í Sunday Telegraph fyrir
skömmu. Antony Okotscha er
ungur menntamaður frá Níg-
eríu, mágur dr. Azikiwe, hins
kunna stjórnmálamanns, sem
er nú einn af æðstu valda-
mönnum í hinu nýstofnaða
sjálfstæða Nígeríuríki.
í við hann og sagði honum að
taka öllu rólega.
Þegar hætt var að veita stúd-
entunum skammt þann, er þeir
fyrst höfðu fengið af bjór og
vodka, sagði ég við þá, að þeir
væru í Moskvu til að læra, en
ekki til að liggja í brennivíni. I
Mörgum geðjaðist ekki heldur að
matnum, sem samanstóð nærri
eingöngu af kjúklingum, hrísgrjón
um og baunum.
Konan mín varð ófrisk og þarfn
aðist umönnunar samkvæmt því.
Hún fór á heilsuverndarstöð fyrir
ófrískar konur, en virtist umönn
uni-n þar nokkuð tilviljunarkennd.
A^tur til Lundúna
Þann 15. janúar vorum við köll
uð fyrir rektor. Hann mælti: „Eg
hsf fyrirmæli um að senda mann
til Lundúna til að skrá nýja stúd
enta .frá Asíu og Afríku í Vináttu
háskólann Eg hef veitt því at
hygli að þér eruð áhrifamikili með
al yðar fóiks. Sú er sann/ærtng
Okostie Ebo, fiárrrálsráSherra Níg- -rín óhagganieg, að kommúnist
eríu. Af honum hugðust kommún- ískar skoðanir yðar séu bjargfast-
istar ganga dauðum. 1 ar. í Englandi, þar sem þúsundir
stúdenta frá Afríku og Asíu eru,
er áreiðanlega fyrirtaks stai'fssvið t
fyrir yður.“ i
Daginn eftir var rtiér haldið
kveðjuhóf í háskólanum. Er mik
ið af vodka, bjór og georginísku
víni hafði verið drukkið, flutti ég
ræðu öðrúm 'stúdentum til hvatn-
ingar.
Rektor mælti: „Félagi, ég hef
hið mesta traust á yður og konu
yðar. Á nokkrum mánuðum höf-
um vi.ð gert ykkur að stríða-ndi
kommúnistum. Hsfið það. hugfast,
Okotcha, að óblíð nauðsyn knúði
okkur til þessa. Nú er enginn
tími til drauma, heldur fyrir at-
hafnir. Hugsið ekki neitt Jramar
um elsku eða viðkvæmni. Hvílizt
ekki fyrr en þér hafið greitt vest-
rænni heimsvaldastefnu banahögg
ið.“
Stúdentarnir öskruðu af hrifn
ingu.
Þann 4. febrúar, 1961, lögðum
við hjónin af stað, fórum ,um Var
sjá, Berlín og Harwich. Jafnskjótt
og ég kom til Lundúna, gaf ég
herra Rogoff í sovgzka sendiráð-
inu skýrslu. Hann óskaði mér
gæfu og gengis, afhenti mér fé
noklcurt og bað mig hylja spor
mín sem vandlegast. Ef nauðsyn-
legt reyndist, skOdi ég köma á
fót dálítilli blaðasölu fyrir Vest-
ur-Afríkumenn í Finsbury Park.
Skyldi sú framkvæmd þó vera yfir
skin eitt. Skýrslur mínar til há-|
skólans skyldu afhendast sendi- j
ráðinu og verða sendar þaðan til
Moskvu í diplómatískum pósti:
Kommúnistískur erinclreki
Við fengum húsnæði hjá vin-
um okkar í Clapham, og daginn
eftir hóf ég starfsemi mína í
Lundúnum af fullum krafti. Eg
fór í hvert það hús er ég þekkti
sem bústaði litaðra stúdenta. Þá,
sem reyndust mjög vinveittir vest
rænum þjóðum, lét ég eiga sig.
En ég sleppti aldrei tangarhaldi
á þeim, sem voru heitir andstæð-
ingar nýlendustefnunnar.
Eg heimsótti Miðlönd, Liver-
pool, Manchester, Birmingham og
Dýflinni. Peningum var ausið í
mig eftir þörfum, en jafnframt
var ég varaður við að eyða þeim
á áberandi hátt. Ef svo bar undir,
hélt ég samsæti í íbúð minni eða
annarra stúdenta.
Eg unni mér aldrei hvíldar. Eg
gat átt það til að hringja um miðj
ar nætur til einhvers og ræða við
hann um kommúnismaTin. Þótt
kona mín vænti sín hvern dag,
varði hún nokkrum tíma til starfs
meðal kvenstúdenta. Við háðum
kappræður um rökfræðilega efnis
hyggju eins og um líf og dauða
væri að tefla, en þrátt fyrir alla
þessa fyrirhöfn tókst mér ekki
að fá nema þrjátíu stúdenta til
að sækja um námsstyrk.
Sovézkir erindrekar héldu iá-
fram að sækja mig heim og
styrkja mig í trúnni. Þeir sögðu
mér, að jafnframt því að skrá nýja
stúdenta í Vináttuháskólann, væri
skylda mín að vekja eins mikla
óánægju meðal litaðs fólks og
mögulegt væri. Til dæmis skyldi
ég hvetja það til að taka þátt í
mótmælagöngum gegn kjarnorku-
sprengjum.
Barnið okkar fæddist 19. febr-
úar. Það var drengur, og ég hafði
lofað rektor að skýra hann Marx.
Einhvern veginn gátum við þó
ekki fengið það af okkur og gáf-
um sveininum í þess stað nafnið
Onuora.
Dr. Azikiwe, landsstjóri Nigeríu og
mágur greinarhöfundar, var af
kommúnistum talinn hindrun, er
rySja þyrfti úr vegi.
„Erum við höfð að fíflum?"
Dag einn hitti ég pilt frá Ghana,
er ég þekkti frá fyrri veru minni 1
í Lundúnum. Hann kvaðst ekkert
vilja um kommúnismann heyra.
Eg sneri mér frá honum með
fyrirlitningu, en áður en ég komst
á brott, þrýsti hann bæklingi
nokkrum í hönd mína. Nefndist
hann „Baráttan mikla“ Þegar
heim kom, fékk ég konu minni
hann UI lestrar. Hann hafði furðu
leg áhrif á hana. Skyndilega
Barátluaðferðir kommúnista ættu raunar ekki að
koma rseinum á óvart, en bessi hreinskilna frásögn hins
unga Nígeríumanns ætti að vera holl hugvekja til ís-
lendinga, þar sem þeir eru sina germanska þjóðin,
sem hefur enn látið hjá líða að gera deildir hins aust-
ræna flokks að nokkurs konar pólitískum nátttröllum
í landi sínu.
Benson, upplýsingamálaráðherra Níg
eríu. Einnig hann vildu kommúnlst-
ar hafa að dauðamanni.
spurði húu mig, hvort ég áliti ekki
ag eftir allt saman værum við
að láta hafa okkur að fíflum.
„Þú ert áfturhaldsmaður", æpti
ég. „Farðu úr augsýn minni! Þú
hefur aðeins verið hér fáeina
daga en ert þó orðin gerspillt af
vestrænum sjónarmiðum. Gerirðu
þér ekki ljóst, að þú ert að bregð
ast trausti rektors?"
Eg fór út og tók mér langa
gönguferð. Eg reyndi að gleyma
orðum konu minnar. Næstu tvær
vikurnar var samkomulag okkar
þannig, að hefði ekki komið til
sameiginleg ást okkar á barninu,
hefðum við naumast getað ræðzt
við.
Þá bar svo við, að sovézkur er-
indreki kom til fundar við okkur
með stúdent frá Ljónfjallalandi
(Sierra Leone). Stúdent þessi
hafði meðferðis frá Moskvu skip-
anir þess efnis, að ég yrði hon-
um þegar í stað samferða til Ljón-
fjallalands, hefði ‘með mér ýmsa
þarflega hluti og fjármuni nokkra
til góða APC-flokknum, sem væri
undir kommúnistískum áhrifum.
Þar skyldi ég dvelja um kyrrt til
að leysa af höndum sérstakt verk.
Þar eð kona mín var enn veik-
burða eftir bamsburðinn, sagð'ist
ég ekki geta yfirgefið hana að
svo stöddu. Sovézki erindrekinn
þaut upp.
„Sannur kommúnisti skeytir
ekki um heimilismálefni þegar
skyldan kallar,“ sagði hann.
„Þessi ákvörðun verður stjórn-
málalegum frama yðar til alvar-
legrar hindrunar.“
Ljónfellingurinn varð að fara
einn á báti. Síðar fékk ég bréf
frá honum, þar sem hann kvaðst
vera tekinn til starfa í Angólu.
Eg hélt áróðursathöfnum mín-
um áfram, að vísu með miður
góðri samvizku, hvemig sem á
því stóð. Eg skrifaði rektor Vin-
áttuháskólans og sagði honum
hvers vegna ég hefði ekki farið
til Ljónfjallalands. Jafnframt full
vissaði ég hann um, að ef um
ferg til Nígeríu hefði verið að
ræða, hefði ég athugasemdalausf
lagt af stað.
Til Nígeríu
Skömmu síðar var mér svo skip
að að fara til Nígeríu. Var fyrir
mig lagt að endurskipuleggja
tvenn dulbúin samtök kommún-
ista þar, nígeríska æskulýðsráðið
og vinstri sinnaða verzlunarsam-
bandsráðið.
Sovézki embættismaðurinn, er
flutti mér fyrirmælin, kvað inni
hald þeirra hið mikilvægasta.
fFramhaid á 12. siðu).