Tíminn - 22.09.1961, Page 8

Tíminn - 22.09.1961, Page 8
8 TÍMINN, föstudagínn 22. septembcr 1961. ólafur Jóhannsson frá Svínhóli: Rabb að vestan MMflAWWWM^WAVAW.WAV.V.V.W.V.W.VAV jí GRÓÐUR og GARÐAR !; ÖCru hvoru birtast í dagblöð-’ unum svokölluð fréttabréf utan af landsbyggðinni. Um gildi slíkra bréfa veltur á ýmsu, og skiptir þá mestu, hver á pennanum held- ur. Venjulegast er hér um almennt rabb að ræð'a: tíðarfarið, heilsu far á mönnum og skepnum, af- mælisfagnaðir og aflabrögð o. sv. frv., og eru vel þegin og góðra gjalda verð. En oft eru þau einn ig þannig úr garði gerð, að þau bera þess merki, að' vera fyrir- fram pöntuð, og ætluð til allt annars en að flytja fróðleik og fréttir. Gjarnan segja þau þá aðeins það, er bréfritarinn telur, að komi sér vel fyrir flokkinn hans og hið pólitíska blað. Er þá reynt að láta líta svo út, að bréfið túlki hugarfar fólksins í viðkomandi byggðarlagi. En sannleikurinn er því miður sá, að slík „fréttabréf" eru hvað helzt á ferðinni, þegar hinir póli- tísku valdamenn eru hræddastir við sínar eigin gerðir og fylgið er valt. Nýlega rakst ég á Morgunblað- ið frá því í maí sl., þar sem birt var fréttasnautt „fréttabréf" úr Dalasýslu, eftir einhvern S. S.- skrifara. Enda þótt sumri sé nú tekið að' halla, er mér mjög Jjúft að taka( undir óskir hans um gott sumar! og hlýjar minningar frá gengn- um vetri, þegar ég og aðrir burt-J fartiir, (ekki flúnir) Dalasyniri fylgdumst í anda með vinum og . vandamönnum í heimabyggð okkj ar við síglöð störf, félagshyggju og spilakvöld. En þar sem gætti allverulegs misskilnings hjá þessum fáfróða fréttaritara um flest það, er hann hugðist fræða lesendur sína um, mun nú gerð tilraun til leiðrétt-, ingar, enda er mér Ijóst, að allir! góðir Dalamenn munu vilja hafa það, er sannara reynist. Flótti er sjaldnast ástæðan til þess, að ýmsir „dalasynir“ og dæt- ur flestra íslandsbyggða, hverfa að heiman á ýmsum tímum, þó sjaldnast án blandinna tilfinninga. En þeir Dalamenn, sem okkur þekkja, félagana þrjá, sem lögð- um „úr bænum“ á „herjeppa" sl. vetur, skilja þær ástæður, er réðu burtför okkar úr Dölum. En okkur sendir áðurnefndur S.S. fremur útsynningslega kveðju. En fyrst og fremst munu Dalirn- ir alltaf verða okkar heimabyggð. Þess vegna héldum við heim, til þess að gefa okkar heimafólki kost á því, að taka afstöðu til og þátt í einu mikilsverðasta sjálf- stæðismáli þjóðarinnar — her- stöðvarmálinu. Ég hef mikla tilhneigingu til þess að trúa því, að vanþekking, j frekar en yfirlagt ráð, valdi rang túlkun S.S. á erindi okkar félag-j anna þriggja og störfum Samtaka hernámsandstæðinga. Ef til vill les S.S. helzt Morg- unblaðið, og skal honum því fyrir' gefið, þótt barnalegar séu eftirlík ingar hans frá þynnku reykvískra hemámssinna. Eg fagna því, að S.S. hefur fylgzt með ferðum og velgengni okkar félaganna þar vestra. Ferðin var öll hin ánægjulegasta, þótt um hávetur væri. Jeppinn dugði vel hina löngu leið. þótt stundum brysti í keðjum og brak aði í gír, þegar greitt var haldið undan éli, eða yfir skafl. Það flýtti og för og vakti ánægju. að ár voru nú allar brúaðar, enda hefur hinn trausti fulltrúi Dala- manna á Alþingi, Ásgeir Bjarna son, farið hinar raunhæfustu leiðir, hvað samgöngr.málin snertir. — Okkur félögum var áður ljóst, að Dalamenn láta sig miklu skipta sjálfstæðismál þjóðarinnar. Þannig voru þeir t. d. með eina hæstu prósenttölu atkvæða í lýð- veldisstofnuninni 1944. En stefna Samtaka hernámsand stæðinga miðar m. a. að því að treysta það frelsi, sem vannst, og að halda vörð um það sjálfstæði sem íslenzku þjóðinni hefur hlotn azt. Enda lauk för okkar svo, að á fjórum dögum höfðum við að- stoðað áhugamenn í öllum hrepp um sýslunnar við að stofna hér- aðsnefndir, er' þegar tóku til starfa. Síðan hafa stöðugt borizt bréf ( úr Dalasýslu undirskriftalistar, er sýna mikla og vaxandi þáttöku hernámsandstæðinga heima. Eg minnist þess, er ég vann einnig með öðrum Dalamönnum að svonefndri Finnlandssöfnun og síðar að fjársöfnun til hrjáðra Mið-Evrópubarna eftirstríðsár- anna, hve Dalamönnum var ljúft að sýna viðleitni til hjálpar, en óljúft að verða dregnir inn í póli- tíska dilka, þegar um friðar- og frelsismál var að ræða. Okkur, sem tengdir erum minn ingaböndum liðins tima heiman úr Dölum, er það mikið ánægju- efni, að fleiri og fleiri festa nú augu á þeim möguleikum, sem; byggðin býður, og skilja, að bezt! verða þeir nýttir cneð auknum, félagsmálasamtökum fólksins sem þar dvelur. Um og eftir síðustu aldamót voru Dalir framarlega í ýmsum menningarmálum, s. s. skólamál-. um, verzlunar- og jarðræktarmál- um. Gætti þá enn áhrifa Ólafs- dalsskólans, svo og ýmissa fram- faramanna, sem voru um margt ár undan sinni samtíð, t.d. Torfa í Ólafsdal, Björns sýslumanns á Sauðafelli Magnúsar Friðriks- sonar, Fellsenda o. fl. Þessara bjartsýnu brautryðjenda mun lengi minnzt og störf þeirra aldrei verða til fulls metin! Dalir eru luktir háum fjallgörð um og straumþungu hafi. Voru því um langan aldur samgöngu- ( erfiðleikum háðir. Allt til síðustu aldamóta urðu þeir að sækja verzl unarviðskipti til Borðeyrar, Borg- arness og Stykkishólms, oft til j danskættaðra og dansklundaðra, kaupmanna. En árið 1896 var siglingaleið j um Breiðafjörð og Hvammsfjörð i mæld. Upp úr því fóru skip að j sigla þessa leið. Síðan hófust verzl unarsamtök Dalamanna og stað-J setning verzlana í samvinnuformi, j til mikils liagræðis og hagnaðar. Á fyrstu tugum aldarinnar barst um allt land, einnig vestur í Dali, hugsjónaeldur ungmennafélag- , anna, og síðan samvinnuhreyfing- j arinnar. Gott og friðsamt fólk j komst í snertingu við hið bezta í íslenzku þjóðlífi, undi glatt við sitt, mjög víða á eðlisgóðum kosta jörðum, en við frumstæð skilyrði. Þungt var fyrir fæti, en þörfin brýn fyrir fljótvirkar framfarir. Vegasamgöngur voru næstum engar við Dali allt fram um 1935 til 1940, er vegurinn um Bröttu- j brekku opnaðist. Fyrsta fjárveit- ing til hans var 1927, en fulltrúi Dalamanna á Alþingi var þá Jón Guðnason, þáverandi prestur á Kvennabrekku, síðar á Prests- j bakka og síðan þjóðskjalavörður j í Reykjavík. Aldnir foringjar féllu. eins og gengur. Ólafsdals- skólinn lagðist niður. -Síðan voru engir skólar í Döl-! um um langan tíma, því að ungl- ingaskólar þeir, sem starf/-æktir voru á sínum tíma í Búðardal og, Hjarðarholti, urðu einnig skamml lífir, en höfðu gefið góða raun og eflt námsáhuga. Búnaðarhættir og lífsafkoma var bundin takmörkuðum sauðfjárbú- skap, og olli óumflýjanlegum erf- iðleikum, þar sem einhæfni og einangrun rikti. Sérstaklega varð þetta áberandi, þegar hinn mikli skaðvaldur, mæðiveikin, barst vestur í kjölfarið á kreppuárun- um rétt fyrir 1940. Ræktun var þá enn skammt á veg komin, mjólkurframleiðsla miðuð við heimanotkun, og sölu- möguleikar engir. En vegna dug- mikilla manna var þó hafizt handa um aukna mjólkurframleiðslu. Munu Dalamenn lengi minnast hinnar sigursælu framgöngu braut ryðjendanna, t.d. Þórðar Jónsson- ar, bónda í Hjarðarholti o. fl„ er loks varð komizt inn á mjólkur- sölusvæði Borgfirðinga, og fyrsta mjólkurfarminum var ekið til Borgarness í desember 1945 af okkar ágæta „Dala-Brandi“. En enn voru óráðnir umbrota- tímar. Margvíslegra stríðsáhrifa hafði gætt um allt land. Fólk háfð'i þust til „hernámsvinnu“ — einnig að vestan. Nokkur óvissa ríkti um framtíð héraðsins. En þrátt fyrir mæðiveiki, fólks fæð, einangrun og erfiðleika á nefndum umbrotatímum, verður þá einnig vart nýrrar vakningar: ræktun varð að vaxa, samgöngur að batna. Hinn langþráði Bröttubrekku- vegur er mjög háður snjóalögum og reynist því ekki hin órjúfandi lífæð héraðsins. Þess vegna hafa Dalamenn valið aðra Jeið, b. e. . Stykkishólmsleið, un| Jjlj^Sal, Skógarströnd og Hörðudal, sem aðalsamgönguleið framtíðarinnar. Með tilkomu hinna stórvirku vega- og jarðyrkjuverkfæra, og er jarðræktarsambönd voru stofn uð í sýslunni, komst verulegur skriður á áðurnefnd hugðarefni Dalamanna, Unga fólkið settist að heima, nýbýlin risu, ræktun jókst og búin stækkuðu. Og nú er Ijóst, að ekk ert „viðreisnar“-flan né afturhald fær stöðvað þá vakningaröldu, sem risin er. Ein lengsta landleiðin, Vest- fjarðarleið, gegnum Dali, hefur nú opnazt til Vestfjarðarkjálkans, fögur og sérkennileg. Þar, sem landnámskonan Auður kom fyrst að landi, við Hvammsfjörð á Kambsnesmelum, hefur verið merktur flugvöllur. Búðardalur, hinn 64 ára gamli verzlunarstaður í hjarta Dalanna, mun vaxa og veita meiri þjónustu. Þar hefur Kaupfélag Hvammsfjarðar byggt frystihús, vandað verzlunarhús og hafið undirbúning fleiri bygginga. Þar mun einnig m.a. verða byggt félagsheimili, mjólkurvinnslustöð o. s. frv. — Byggingarmál barna- skólanna eru á undirbúnings- skeiði, samkomuhús eru fábreytt og fá, kirkju og kirkjugarða þarf að lagfæra og fegra. Þannig mætti áfram telja. Dalamenn, og aðrir. sem um þjóðmái hugsa og eiga ófarna leið á slíkri framabraut. skilia, að sú ríkisstjórn. sem truflar og torveld ar þær athafnir. sem hér um ræð ir, er óvinsæl og verður að víkia. Hvert meðalgreint skólabarn get- ur sannað. með einföldu dæmi á spialdið sitt. að gengisfelling, ok- urvextir og verðbóiga er ekki leið til bættra lífskjara. Þeir valdhafar, sem níða fé- lagsmálasamtök fóiksins, smækka krónur þess. flytja með lögvaidi burtu sjóði þess, skerða rétt þess og möguleika, eiga ekki samleið I. l. Ný villiblóm á Seyðisfirði. 30. júlí var ég staddur á Seyðisfirði og leit dálítið eftir jurtum í kaupstaðnum. Sá nokkrar tegundir sem slæðzt hafa þangað með varningi, t.d gulbrá, krossfífill, Noregsmuru o.fl. Hjónin Harald og Gemma Johansen sýndu mér garð sinn Frú Gemma er blóma- kona mikil, ræktar blóm úti og inni og fer út um hlíðar og hjalla í blómaleit. „Villi- blómin eru svo falleg", sagði hún. „ég dáist t. d. enn að breiðu snjóhvítra maríuvanda- blóma, sem ég fann í fyrra við lítinn foss undir Bjólfi, alveg uppi við hamrana. En nú skal ég sýna þér nokkuð, sem grasa fræðingi kemur ef til vill á ' óvart“. Það reyndust orð að sönnu, því að i dálitlu stein- beði í garðinum uxu súrsmæra, bergsteinbrjótur og munka- hetta, sem frú Gemma hafði fundið úti á víðavangi og flutt í garðinn. „Hvar í ósköpunum náðir þú í súrsmæruna?" spurði ég. Hún kvaðst hafa vitað um hana í mörg ár — innan um grjót undir Strandatindi. Vex þessi sérkennilega smájurt þar, a. m. k. á þremur stöðum sunn- an fjarðarins. Frúin sendi mér hana þaðan þurrkaða nýlega og einnig nokkur lifandi ein- tök, sem ég gróðursetti úti í garði í Reykjavík. Jurtin þrífst prýðilega á Seyðisfirði og stóð með fjölda tæmdra hýðisaldina í septemberbyrjun. Súrsmæran er áður fundin í Borgarfirði eystra og í Loðmundarfirði. Vex hún sennilega víðar á laufinu, sauðlaukur, er því rétt nefni. Sigurgeir bóndi á Eyrar landi við Eyjafjörð segir, að á uppvaxtarárum sínum hafi lyfjagrasið verið kallað kross- gras sums staðar 'í Þingeyjar- sýslu, t. d. i Bárðardal og og Reýkjadal. Er mjög líklegt, að þetta nafn hafi verig þekkt í Eyjafirði á dögum Jónasar Hallgrímssonar. En sú jurt, sem nú er kölluð krossgras eða krossfífill, mun ekki hafa vaxið ytra á þeim timum. Hefur síð- ar slæðzt norður og vex í görð um og við bæi sem illgresi. III. í sumar fundu nemendur Húsmæðraskólans óvenju marg ar ofkrýndar brennisóleyjar austur á Laugarvatni. Voru blómin nærri hnöttótt, krónu- blöðin smá, en mörg — 10—15 — eða jafnvel fleiri. Er það Sitthvað að austanl Austfjörðum. Blöð hennar likj ast smárablöðum, blómin hvít, allst.ór (í júni). 2. Kýr geta veikzt af súrsmæru áti og fengið niðurgang. Bæði blöð og blóm súrsmær unnar vaxa upp af skriðulum jarðstöngli. Erlendis vex súr- smæran einkum í skóglendi. — Munkahettuna fann frú Gemma í skurði, spölkorn innan við kaupstaðinn og bergsteinbrjót inn undir Strandatindi. Munka hettan hefur lengi vaxið á Brimnesi við Seyðisfjörð. Aðal heimkynni hennar hér á landi er í Mýrdal og undir Eyjafjöll um. Hefur hún sénnilega bor- izt þaðan austur, eða þá slæðzt með varningi frá útlöndum. II. Á Fljótsdalshéraði fékk ég í sumar nýja staðfestingu á Austurlands-nafngiftunum gömlu á krossgrasi og sauð- lauk. Maður úr Fellum nefndi hiklaust lyfjagrasið krossgras og smjörlaufið sauðlauk. Sauð- lauksdalir eru til á landinu fleiri en einn, og vex þar hvergi smjörsauðlaukur að nokkrum mun, en aftur á móti allmikið af smjörlaufi og það hefur jafnan þótt ágætt til beitar Hið gamla nafn á smjör með frjálshuga íslendingum. Þrátt fyrir blekkingar, barna- legt nöldur og margtuggið japl nokkurra pólitískra skriffinna, um „hernaðarjafnvægi”. ..Rússa- dekur“ og „Moskvuvíxla". munu Dalamenn og aðrir efla trúna á land sitt og þjóð. Þeir munu og treysta þann fremur fátítt. Þarna óx líka bæði bleikt og hvítt blágresi og undarlegt vallarfoxgras meg tvískiptu axi. Enn fremur Baldursbrá með flata stöngla og margar flatar körfur. E.t.v. getur sterkur áburður og ill- gresiseyðingarlyf valdið kynleg um vexti sumra jurta. IV. Nú logar hlíð í haustsins litaljóma, á „Löngumýri" brok ið roða slær. Inn til daga og heiða eru haustlitirnir að færast á holt og hlíðar. En mýrarnar eiga Iíka sína haustfegurð. Þær eru orðnar rauðar og grænflekkótt ar, stráðar snjóhvítum fífukoll- um. Mýrafinnungurinn ber sér kennilegan gulmóleitan blæ, sem fer vel við roða broksins og grámosann í þúfunum. Punt ur er víða orðin hvítur í vega jaðrinum. f lágum heiðum og móum var sums staðar smjör- laufið eitt tekið að bleikfölna 10. september. Mátti þekkja það á litnum langar leiðir. Gangnamenn og aðrir ferða langar ættu að gefa fegurð og fjölbreytni haustlitanna gaum. Þeir sjá landið í nýjum bún- ingi. Ing. Dav. vörð, er bezt hefnr dugað, en það er íslendingsstoltið. — Innan fag urs fjallahrings munu þeir einnig standa vörð u:n réttindi samtaka sinna og gróðursælla, söguríkra byggða Ólafur Jóhannsson frá Svínhóli.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.