Tíminn - 22.09.1961, Side 12

Tíminn - 22.09.1961, Side 12
f 12 TIMINN, fgstndaginn 22. september 196L Sovézkir þjálfuðu mig j Framhald aí 7 síðu 1 „Þér munuð þurfa að miðla sam tökum þessum af allri þeirri kunn áttu, er þér öfluðuð yður í Moskvu“, sagði hann. „Þér verð ið að veita þeim leiðsögn í bar- áttuaðferðum og skemmdarverk- um." Til að breiða yfir hið raun- verulega erindi mitt, stakk hann upp á því að ég opnaði ölstofu. Rússinn sagði mér einnig, að áðurnefnd samtök nytu mikils stuðnings frá Sovétríkjunum. Enskt rauðliðakvenndi sæi um að koma peningum til þeirra. Hún væri nýlögg af stað til Madagask- ar, en skyldi síðan halda til Sjad (Chad), að skipuleggja „umferð- ina“ yfir nigerísku landamærin við Nguigmi. Síðar, hélt erindrekinn áfram, þegar sovézka sendiráðið í Lagos hefði fullkomlega komið undir sig fótum, væri hægt að senda níger- ískum kommúnistum og vinum þeirra, hvaðeina, sem þá vanhag- aði um — allt frá vopnum og prentuðum áróðri niður í galdra- tæki til handa skottulæknum — í diplómatískum pósti. Þá yrðu nígerískir stúdentar sendir mér til aðstoðar frá Moskvu, ef ég teldi þess við þurfa. Ógnaröld fyrirhuguð Þrítugasta maí fór ég til sov- ézka sendiráðsins til að afla mér fullkominnar staðfestingar á fyr- irmælum þessum. Þeir Rogoff og Jarotský tóku báðir á móti mér. Síðar bættist við í hópinn herra V. Dosdaléff, einnig starfsmaður sendiráðsins. Rogoff kynnti mér tvo meðlimi dulbúnu kommúnistasamtakanna. Voru þeir báðir á leið til Moskvu. Hvorugan þeirra hafði ég hitt fyrr. Annar þeirra, Olabami að nafni, rúmlega þrítugur að aldri, var mjög skynugur náungi. Þessir menn opnuðu hjörtu sln fyrir mér. Þeir fullyrtu, að þar eð sovézkrar aðstoðar nyti við, hlyti Nígería að verða kommún- istískt ríki fyrr eða síðar. Þeir væntu mikils af mér og konu minni Kona mín, systir sjálfs yfirlandstjórans, hlyti að geta smogið inn í innsta hring stjórn- arvaldanna og kynnzt leyndarmál- um þeirra. Á meðan yrði hlutverk mitt að kenna útvöldum meðlim- um hinna kommúnistísku sam- taka, kúnstir galdramannanna. Heiðursmenn þessir lögðu .síð- an fram áætlanir sínar í vélrit- uðum bæklingi. Eg varð forviða, þegar ég sá, að meðal annars fyr- irhuguðu þeir að koma af stað ógnaröld; beita hótunum, fremja launmorð og íkveikjur og valda ókyrrð með öllum mögulegum ráðum. f bæklingi þessum sá ég fyrir mér, hvernig hinir dulbúnu komm únistar kæmust til valda. Eg sá leiðtoga þeirra lýsa yfir neyðar- ástandi í gervöllu landinu, reka heim þingið, .kveðja rússneskar hersveitir til aðstoðar, ef nauð- synlegt reyndist, steypa höfðingj um og emirum af stóli og nema stjórnarskrána úr gildi. Samkvæmt bæklingnum ’ myndi okkur takast að gera kommúnista að brjóstfylkingu þjóðlegrar hreyf ingar fyrir næstu kosningar, er fram eiga að fara 1964. Flugrit- um, einföldum að efni, þar sem n.arkmiðið og höfuðatriði sósíal ismans væru sett fram á alþýð- legu máli, yrði dreift um gervallt landið. „Líkamleg útrýming" Á meðan, sagði bæklingurinn, gæfist tími til að beita ýmsum kænlegum brögðum í því skyni að ná áhrifum innan ýmissa stjórnmálaflokka. Fyrstan yrði að taka til meðferðar NCNC-flokk- inn, er dr. Azikiwe stofnaði og nú laut stjórn dr. Okpara, forsætis- ráðherra Austurlandsins. Manni; þessum var lýst sem pólitískumi afglapa, vestrænum í skoðunum. I f bæklingnum stóð, að innan flokks þessa yrði fyrst að taka bifreiðareiganda sem hefur tryggt hjú Samvinnutryggingum síðan 1947 Me3 fyrstu nýmœlum Somvinnutryggingo I tryggingamólum hér ð landi vor oð veito alslátt ei bilreið veldur ekki tjóni Alslótturinn nemui nú 30 prósent al iðgjaldi. Með tilkomu þessa olslóttar halo Samvinnutiyggingar sparað bilreiðaeigendum milljónir króna. Auk þess helur tekjualgangur verið endurgrelddur þau 5 ór sem aikomo bilreiðadeildar helur leyh.þoð. Tekjuaigangur og alslóttur nemur samtals kr. 8.131.81 hjó atvinnubilreiðarstjóro l Reykjavlk sl. 14 ór. El bilreið yðar er ekki þegar tryggð hjó Samvinnutiyggingum helðu umboð okkar eðo tryggingamenn ónœgju al að leiðbeina yður um hagkvœmustu bilreiðatryggingu sem völ er ó. SAMVINNUTRYGGINGAR Bifreiðadeild slml 17080 tillit til hins þjóðlega framvarð- arliðs Zikista, er eingöngu saman- stóð af ungum mönnum. Væru þeir að vísu engin gáfnaljós, en hins vegar ofstækisfullir föður- landsvinir. Önnur deild flokksins, svokall aðir NCNC-unglingar, hafði inni að halda menntaða menn, er álitn ir voru góður efniviður fyrir sós- íalismann. Afturhaldsmönnum í þeirra hópi mætti snúa meg dyggi lega fluttum áróðri. Tækist það ekki, væri hægt að einangra þá. Eldri menn flokksins voru tald ir erfiðari viðfangs. Flestir þeirra væru strangtrúaðir á vestrænt lýðræði, enda mataðir á hugmynd um þess frá bernsku. Ef hægt væri að fá samtök yngri manna í flokknum til að fara eitthvað út fyrir sín venjulegu landamæri, myndu eldri menn hans óðara svipta þá öllum fjárhagslegum stuðningi. Meðal eldri manna í NCNC- flokknum var í bæklingnum eink- um getið þriggja, er talið var erf itt að ná samkomulagi við og voru taldir færir um að halda meiri- hlutanum meðal sinna manna. Þeir voru þessir: Chief Okotie Ebo, fjármálaráðherra, Mac Wine, aðalritari flokksins, og T.O.S. Ben son, upplýsingamálaráðherra. Menn þessir voru of vinsælir til að til mála kæmi ag einangra þá og 6f auðugir til að hægt væri að buga þá með venjulegum þving unaraðferðum. Eina aðferðin, sem til greina var talin koma gagn- vart þeim, var „líkamleg útrým- ing“ þeirra. Þegar þeim hafði ver ið rutt úr vegi, væri séð fram á hraða sókn sósíalismans í Níger- íu. Eg lokaði bæklingnum og setti hann á borðið. Bað síðan Nígeríumennina tvo um nánari skýringar. Olabami fullvissaði mig um það, glaður í bragði, að margir myndu Iáta höfuðin fyrir öxi böð ulsins og margir nígerískir stjórn málaleiðtogar myndu verða að þola sitt af hverju fyrir allt sitt athæfi. „Slíkt gæti ef til vill orðið hlut skipti mágs míns, dr. Azikiwe? spurði ég upp á von og óvon. „Svo gæti farið, og hvag með það?“ mælti Olabami. „Eg fæ ekki séð, að það ætti að angra þig neitt. Þú ert kommúnisti, þjálfað ur til neðanjarðarstarfsemi. Nú- verandi stjómskipan verður að eyðileggja, svo að sovétstjarnan megi tróna yfir Afríku.“ Eg gerði mitt bezta til að hafa hemil á svipbrigðum mínum, en hefðu vinir míhir verið góðir sál- fræðingar, hlytu þeir að hafa séð, að mér var meira en lítið brugðið. Eg gat naumast hugsað mér að þeir gætu talið sig sanna Nígeríu menn, og búið yfir jafnhræðileg- um og nú voru komnar fram. Skyndilega varð mér Ijóst, að þótt allt gull Rússlands væri í boði, myndi ég aldrei taka þátt í að gera föðurland mitt að blóð- vellL Ekki allt með felldu Eg stóð upp og gekk til fundar við Rogoff. Eg sagði honum að ég yrði að íhuga rækilega það, sem Nígeríumennirnir tveir höfðu sagt mér. Hann gerði sér ljóst, að ekki var allt með felldu, fylgdi mér út að leigubílnum, sem beið mín, og lét móðan mása á leiðinni. Eg stökk inn í bílinn og lét hann eft ir standandi á götunni. Þegar heim kom, sagði ég konu minni hvað skeð hafði. Eg hafði þegar ákveðið. hvað gera skyldi. Eg myndi slíta öll tengsl mín við kommúnismann Framar vildi ég engin samskipti eiga við Rússa. sem stóðu að svo hræðilegum fyrirætlunum Eg bölvaði þeim degi, er ég fór til Moskva. Eg fastréð að fara til Nígeríu og gera hvað ég gæti til að vaia hinð mína við. Es vissi að foreldr

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.