Tíminn - 22.09.1961, Page 16
t
í gœr var svo boðað til blaða-
mannafundar með stúlkunum, en
því miður var okkar drottning
teppt annars staðar og gat ekki
verið með, svo að við höfum ekki
myndir af henni með í dag. Stúlk
urnar voru hinar hressustu, þótt
ferðin hefði verið löng — þær
komu ekki til Reykjavíkur fyrr
en klukkan 8 í gærmorgun og
sváfu síðan fram undir hádegi —
og rómuðu mjög allan viðurgern-
ing og þjónustu hjá Loftleiðum,
ekki hvað sízt í Osló, þar sem
þær urðu að bíða í fimm klukku-
tíma vegna smávægilegrar bilun-
ar í vélinni. Finnska fegurðar-
drottningin hafði orðið sér úti
um kvef á ferðalaginu, en var
samt hin kátasta.
Vegna hinnar gifurlegu aðsókn
ar á fegurðarsamkeppnina í gær-
kvöldi er ákveðið að stúlkurnar
komi aftur fram klukkan 7 í
kvöld í Austurbæjarbíói, en síð-
an munu stúlkurnar verða á dans
leik á Hótel Borg. Annað kvöld
verða úrslitin síðan kynnt á Hótel
Borg.
f morgunmálið stóð til, að
stúlkurnar færu í hringferð á
Þingvöll, Sog, Hveragerði og aft-
ur til Reykjavíkur með viðkomu
í skíðaskálanum í Hveradölum,
þar sem þær munu fá sér matar-
tíita. Einnig er áætlað að fara
með þær til Akureyrar, ef veður
leyfir, en það er aðeins til þess
að sýna þeirn, en ekki til þess að
sýna þær.
Einnig munu þær fara víða um
Reykjavík og skoða eitt og ann-
að, sem markvert þykir, svo sem
sföin og annað slíkt. Þá munu
nokkur fyrirtæki í Reykjavík
gefa.þeim ýmiss konar klæðnað:
Belgjagerðin h. f. mun skenkja
forláta úlpur, sem hún hefur
framleitt, og líklegar eru til að
(Frarr.hald a' iS • uðn
Noregur Finnland
Ungfrú Noregur heitir Rigmor
Trengereid og er frá Bergen.
Hún er sú eina af þátttakend-
um, sem er ljóshærð. Hún er 20
ára gömul, varð númer eitt í feg
urðarsamkeppni heima í Noregi,
en hefur síðan verið á fegurðar-
samkeppnum bæði í Beirut og á
Miami, þar sem hún kynntist ís-
lenzku fuUtrúunum, Ijósmynda-
fyrirsæta að atvinnu og ekki
trúlofuð.
Ungfrú Finnland heitir Marga
retha Schauman, til heimilis í
Helsingfors. Hún er með kol-
svaft hár, tvítug að aldri. Hún
liefur lagt gjörva hönd á margt,
rneðal annars unnið við finnska
sjónvarpið. Hún tók þátt í miss
World keppninni í London, og er
þetta þvi önnur keppni hennar
utan síns heimalands. Hún varð
fyrst í samkeppninni heima í
FinnZandi, og er trúlofuð.
................ ........
Tallð frá vinstri: Noregur, Finnland, Svíþjóð, Danmörk. — Ljósm.: Tíminn, GE.
í rabbi, sem stúlkurnar 'áttu
við blaðamenn í gær, bar margt
á góma. Meðal annars kom það
fram, að Bingitte Heiberg hefur
með sér lítinn kettling, sem er
henni mjög ástfólgin. Nokkuo
þóf var við tollverði út af kisu
litlu, sem vildu fá dýralæknis-
úrskurð um að hún bæri engar
skæðar pestir með sér til Iands-
ins. Kötturinn mui) þó hafa fylgt
cigenda sinum og gerir það Iik-
lega enn.
Þá bar hin skandinavisku
tunigumáZ á góma. Kom öllum
saman um, að mjög auðvelt væri
að skilja hvert hinna skandinav
ísku mála, dönsku, sænsku og
norsku, en erfiðara með íslenzk
una og finnsku. f þessu sam-
bandi sagði Margarete Scliau-
i.i ,ldu
Á morgun verður dregið ur:-
/rstu vinningana í happdrætt
-ramsóknarflokksins m.a. ferg
na til Kanaríeyja og Madeira.
Föstudaginn 3. nóvemer verð-
ur dregið i-æst um ferðalög m.a.
fil Mallorca.
Á Þorláksmessudag 23. aes-
mber' verður svo dregið um
ibúðina auk þriggaj ferðalaga.
Sami miðinn giidir í öll skipt-
m og kostar 25 krónur.
Það er því hagkvæmast að
vera með frá byrjun og kaupa
niða strax.
Miðal eru seldir í zit í Austur-
stræti og á skrifstofunni í Fram-
sóknarhúsinu.
Samkeppnin um fegurstu
stúlku Norðurlanda fór fram
fyrir troðfullu húsi í Austur-
bæjarbíói í gær. Fegurðardís-
irnar frá hinum Norðurlönd-
unum komu með Loftleiða-
vél til Keflavíkurflugvallar í
fyrrinótt, þar sem María Guð
mundsdóttir, fegurðardrottn-
ing íslands 1961 og Einar
Jónsson, framkvæmdastjóri
keppninnar, tóku á móti
þeim á flugvellinum.
Auðvelt að tala dönsku
Ungfrú Svíþjóð heitir Inger
Lundquist og á nú heima í Stokk
hólmi. Hún er jarphærð, tuttugu
og eins árs gömul. Hún \ arð önn
ur í fegurðarsamkeppni heima í
Svíþjóð, en hefur ekki tekið þátt
í fegurðarsamkeppnum utan síns
heimalands. Hún er ljósmynda-
fyrirsæta að atvinnu, og hefur
dvalið erlendis vinnu sinnar
vegna, meðal annars hefur hún
setið fyrir hjá franska tímarit-
inu Elle. Hún á sér uhnusta.
Unjgfrú Danmörk heitir Birg-
itte Heiberg og er frá Kaup-
mannahöfn. Hún er með skollit-
að hár. Hún er 17 ára gömuZ,
verður 18 ára í desember. Það
stóð til, að hún færi á fegurðar-
samkeppnina í Miami, en vant-
aði nákvæmlega sex mánuði upp
á tilskilinn aldur, en þátttakend
ur á Miami verða að vera fullra
18 ára hinn 4. júZí það ár, sem
keppnin fer fram. Hún varð önn
ur í fegurðarsamkepphi heima
fyrir, en á sér ekki festarmann.