Tíminn - 04.10.1961, Side 1
255. tbl. — 45. árgangur.
Fréttabréf úr Ólafsvík
bls. 8.
MiðVikudagur 4. október 1961.
Islenzk gerð fjár-
húsa á Irlandi
Síðastliðið sumar kom
hingað hópur skozkra,
enskra og írskra bænda, og
fór Halldór Pálsson sauð-
fjárræktarráðunautur all-
víða um landið með þeim.
Einn í hópnum var James
Kirkpatriek, bóndi frá Bally-
money á Norður-frlandi. Hann
veitti einkum atfaygli hinum
nýju fjárhúsum íslendinga, því
að sjálfur er hann fjárríkur
bóndi. Það voru ekki sízt rimla
gólfin, sem honum varð star-
sýnt á.
Kírkpatrick hafði heim með
sér teikningu af íslenzkum fjár
húsum, og nú fyrir skömmu
fékk Brian D. Holt, sendiráðs-
ritari í brezka sendiráðinu hér,
bréf frá Kirkpatrick, þar sem
segir meðal annars:
„Ég er viss um, að yður þyk
ir gaman að frétta ,að ég er
að byggja fjárhús af þeirri
gerð, sem okkur var sýnd í ís-
landsferðinni. Ég heW, að þau
séu hentug í jafn votri verðrátu
og er hjá okkur. Ferðalag okk
ar var ekki aðeins mjög
skemmtilegt, heldur einnig
fræðandi. Gerið svo vel að
skila kveðju minni til íslenzkra
kunningja."
Fjárhús í Skógarhlíð í Reykjahverfi — rimlar í gólfi, vafnsstokkur í miðju húsi, steyptir garðar. —
Handritamálið á dagskránni
FrumkvæíitJ um löggjafaratnði komiÖ í
hendur kennsIumálaráÖuneytisins — verÖur
Bröndum-Nielsen áfram í stjórn Árna-
stofnunar?
Kaupmannahöfn, 3. október.
— Einkaskeyti.
Kvöldblað Berlings skýrir
kennslumálaráðuneytið skuli fara
með málefni Árnasafns, en mennta
málaráðuneytið hafi með höndum j
málefni þeirra ríkisstofnana, þar
sem íslenzk handrit eru varðveitt.
frá því í dag í forsíðugrein, aS; Er hér átt við konunglegu bók-
ráðið hafi verið til lykta, undir j hlöðu- Menntamálaráðherra er
hvaða ráðuneyti hinnar endur-^®0^011' ont kennslumála-
.. ... ~ _ raðherra Helveg Petersen.
skipulogðu rikisst|ornar Dana Þetta hefur í för með sér, að
íslenzku handritin skuli heyra.
Hafa samningar um þetta átt
kennslumálaráðuneytinu er ætlað
að hafa frumkvæði um löggjafar-
;ér stað milli menntamálaráðu- alriði- sem varða afhendingu h.and
... . . ,, ntanna, og mun menntamalar'aðu-:
neytisins og kennslumalaraðu- neytjg senn afhenda því öll skjöl
neytisins síðustu daga. j og skilríki, sem snerta þetta mál. j
| En það hefur þó ekki enn verið j
Sú ákvörðun var tekin, að1 gert.
Verður frumvarpinu breytt?
Þess er beðið með eftirvænt-
ingu, hvaða leið kennslumálaráðu-
neytið ætlar sér að fara að lokn-
um næstu þjóðþingskosningum.
Það á um tvennt að velja, segir
Berlingur: Það getur borið fram
óbreytt frumvarp það, sem sam-
þykkt var í vor, en ekki staðfest
vegna mótmæla sextíu þingmanna,
og verður staðfestingu þess ekki
lengur frestað, er það hefur verið
samiþykkt í annað sinn. En það
getur einnig gert breytingar á
frumvarpinu, og skoðast það þá
sem nýtt mál, sem fresta verður
á staðfestingu í annað sinn, ef
nógu margir þingmenn krefjast
þess.
Það er því ekki líklegt, að síð-
ari leiðin verði farin, nema svo
mikill meirihluti fáist um frum-
varpið breytt, að ný frestun komi
Framhald á 15. síðu.
Óhapp í Björgvin
Slippslefö fór út af meÖ Vattarnes frá EskifirÖi
Á föstudag vildi það óhapp
til í Björgvin í Noregi, að
slippsleði fór út af sporinu,
þegar verið var að sjósetja ís-
lenzkt skip, Vattarnes frá Eski-
firði.
Vattarnes er byggt í skipasmíða
stöð þessari í Björgvin og var þar
til eftirlits. Engar skemmdir urðu
á skipinu, en fá þurfti skip til að-
stoðar við að koma því af sleð-
anum. Vattarnesinu seinkaði um
þrjá sólarhringa af þessum sök-
um. Skipið er rúmlega ársgamalt,
gert út af Hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar.
Vattarnes er tryggt hjá Trygg
ingamiðstöðinni hér í Reykjavík.
Gísli Ólafsson, forstjóri Tryggmga
miðstöðvarinnar, tjáði blaðkiu í
gær, að fyrirtækið liti svo á, að
skipasmíðastöðin í Björgvin bæri
ábyrgð á óhappinu og þeim kostn
aði, sem af því leiðir.
Stóð í Þverárrétt
Sunnudaginn 24. september var stóS rekiS til réttar í Þverárrétt f
ÞverárhlíS. Var þar bæSi margt manna og hrossa eins og myndin
sýnir. (Ljósmynd: Jóhannes Ólafsson).