Tíminn - 04.10.1961, Blaðsíða 16
— Nú eru gúmmíbjörg-
unarbátar mikið á dagskrá
eftir þau sjóslys, sem hafa
orðið undanfarið. Heldurðu,
að þú segir mér ekki eitt-
hvað um, hvernig þeir hafa
reynzt hér? Eru þeir að
ryðja skipsbátunum úr
rúmi?
Blaðamaðurinn er í heimsókn
hjá Henry Hálfdánarsyni, frain-
kvæmdastjóra Slysavarnafélags
íslands, í skrifstofu hans á
Granda.
Gúmmíbátar og trébátar
— Athyglin hefur beinzt
miklu meria að gúmmíbátum í
seinni tíð. Þeir eru betri en
trébátarnir undir vissum kring-
umstæðum, en hins vegar eru
trébátarnir ekki eins úr gildi
gengnir og margir útgerðar-
menn vilja vera láta. Þeir eru
ekki eins á valdi strauma og
veðurs og gúmmíbjörgunarbát-
arnar. Hins vegar er mun fljót-
Iegra að koma gúmmíbáti í sjó-
inn. Þeir eru hlýrri, af þvi að
þeir eru yfirbyggðir. Svo eru
engir bátar öruggari í lendingu
en gúmmíbátamir.
Þegar gúmmíbátarnir komu
fyrst fram, vildu margir taka
skipsbátana í land og notast
eingöngu vi8 gúmmíbáta, en við
í Slysavarnafélaginu höfum
alltaf barizt fyrir því, að hvort
tveggja sé fyrir hendi ó skip-
um. Samtök sjómanna hafa
einnig verið á móti því, að
gúmmíbátarnir komi í staðinn
fyrir hina, nema gúmmíbátarn-
ir séu þaö margir á skipinu, að
þeir rúmi tvöfalda skipshöfn-
ina.
Bátur í hvert pláss
— Er ekki vandasamt að nota
gúmmibátana?
— Þótt gúmmíbátarnir séu
hreinustu þing og hverju skipi
bráðnauðsynlegir, þá koma þeir
ekki að neinu gagni, ef menn
kunna ekki að fara með þá, og
þess eru því miður mörg dæmi.
Þegar gúmmíbátur er settur
út, verður að beita vissu lagi
til þess, að allt sé öruggt. Það
má ekki rífa bátinn úr umbúð-
unum og henda honum síðan í
sjóinn. Það verður fyrst að toga
út snúruna, sem hangir út úr
honum og festa hana síðan í
eitthvað fast. Síðan á að henda
bátnum útbyrðis í umbúðunum.
Þá verður hann ekki fyrir neinu
hnjaski, en opnast um leið og
hann kemur í sjóinn. Ef ekki er
rétt að farið, getur báturinn
rifnað, þegar hann slæst í skip-
ið, eða þá að ýmislegt, sem
fylgir honum, losnar frá og glat-
ast, og jafnvel getur farið svo,
að hann blásist ekki út.
Það á ekki að skrásetja neinn
skipverja, sem ekki kann með-
ferð gúmmíbáts. Það verða allir
að kunna að fara með þá. í
hverju plássi á að vera uppblás-
inn bátur til æfinga, og slysa-
varnafélögin geta séð um að
kenna mönnum á bátana.
Guðrúnarslysið markaSi
tímamót
— Hafa margir bjargazt á
gúmmíbjörgunarbátum hér við’.
land?
— Þeir eru um 150. Gúmmí-
bátur var notaður hér í fyrsta
skipti, þegar Guðrún frá Vest-
mannaeyjum fórst út af Land-
eyjasandi 23. febrúar 1953.
Fimm skipverjar fórust með
skipinu, en fjórir komust af.
Þeir fleygðu sér ofan á gúmmí-
bátinn, sem hafði verið settur
út. Báturinn var á hvolfi. Hann
rak strax frá skipinu, þar sem
hinir skipverjarnir voru eftir.
Þeir, sem í gúmmíbátnum voru,
gátu rétt hann við, en síðan
hvolfdi honum margoft.
Þessi björgun vakti mikla at-
hygli á sínum tíma, en stuttu
áður höfðu gúmmíbátar verið
löggiltir. Þeir höfðu talsvert
verið notaðir í Vestmannaeyjum
og víðar áður, og mega Vest-
mannaeyingar því teljast frum-
kvöðlar hér á landi að notkun
þessara báta, þótt Slysavarna-
félagið hefði átt slíkan bát frá
1946.
Eftir slysið komu hingað til
lands sérfræðingar frá verk-
smiðjunum, sem framleiddu bát-
ana, og varð þetta til þess, að
útbúnaður þeirra var bættur
stórlega og bátunum gerbreytt
að ýmsu leyti. Guðrúnarslysið
var talin mesta þolraun, sem
gúmmíbát hafði verið boðin til
þessa tíma, og vakti athygli út
um heim.
148 hefa bjargazt
í gúmmíbát
— Veiztu um einstök slys, þar
sem gúmmíbátar hafa komið við
sögu við björgun.
— Ég á einhvers staðar skrá
yfir þetta.
11. apríl 1954, rúmu ári eftir
Guðrúnarslysið, bjargaðist átta
manna áhöfn á gúmmíbát af
vélbátnum Glað frá Vestmanna
eyjum, sem sökk hjá Elliðaey.
15. september sama ár bjargað-
ist sjö manna áhöfn af vélbátn
um Halkikon frá Vestmanna-
eyjum. Og daginn fyrir Þorláks
messu sama ár bjargaðist á-
höfn og farþegar af vélbátnum
Má frá Vestmannaeyjum, sem
bilaði djúpt út af Selvogi. Þetta
voru sjö manns.
11. október 1956 bjargaðist
20 manna höfn af togaranum
Northern Crown, sem fórst á
blindskeri við Reykjanes. Allir
skipverjar komust í gúmmíbát-
inn. 11. janúar 1958 björguð-
ust þrír menn í land í slíkum
bát, þegar vélbáturinn Búrfell
strandaði austan við Heimaey.
21. febrúar árið eftir bjarg-
aðist sex manna áhöfn af Langa
nesi frá Neskaupstað, sem sökk
við Vestmaiinaeyjar. 23. marz
sama ár björguðust 11 manns
í slíkum bát, þegar vélbáturinn
Fram frá Hafnarfirði strandaði
rétt við innsiglinguna til
.Grindavíkur. 22. nóvember
bjargaðist átta manna áhöfn af
gúmmíbáti af vélbátnum Þór-
kötlu, sem var á leið til Grinda
víkur. 14. des. björguðust skip
verjar af vélbátnum Val frá
Súðavík. Það voru fimm manns
\
10. febrúar í fyrra björguð-
ust sex skipverjar af vélbátn-
um Hafdísi frá ísafirði, en
kviknað hafði í skipinu. 28.
júní björguðust 19 skipverjar,
þegar Drangjökli hvolfdi í
Pentlandsfirði. 16. október
björguðust sjö skipverjar, þeg-
ar Straumey sökk austur af
Vestmannaeyjum. 16. október
björguðust tveir skipverjar af
vélbátnum Hersteini, sem
strandaði við Suðurnes á Sel-
tjarnarnesi. 25. nóv. björguðust
tíu skipverjar af vélskipinu
Helgu frá Reykjavík, þegar
skipig sökk við Reykjanes.
13. febrúar í ár björguðust
sex menn af vélbátnum Geysi
frá Bíldudal, sem rak upp í
Sandvík við Kóp. 4. ágúst björg
uðust 11 menn af Helga Fló-
ventssyni, sem sökk austur af
Langanesi. 5. þessa mánaðar
björguðust sex menn af Sleipni
og nú 15. september tveir menn
af Helga, sem hvolfdi í grennd
við Færeyjar.
Alls eru þag því 148 manns,
sem hafa bjargazt á gúmmíbát
um hér við land síðan -farið
var að nota þá.
Mikill útbúnaður
— Hvemig er reglugerðin
um gúmmíbjörgunarbáta?
— Fyrsta reglugerðiii® var
sett 20. janúar 1953, og voru
íslendingar fyrstir þjóða í
heiminum til að löggilda
gúmmíbáta. Síðan hafa verið
settar nýjar, endurbættar reglu
gerðir og gerðar meiri kröfur
til bátanna.
Ég hef hér á lista það, sem
verður að fylgja þeim. Það
er pakki, sem í á að vera vatn
í dósum, sætindi, matarbirgð-
ir, dósahnífur, sjóveikistöflur.
neyðarmerki, bæði handblys og
fallhlífablys, lyfjakassi, drykkj-
arílát, sjórafhlaða og aukaraf-
hlaða, merkjaspegill, veiðar-
færi og flauta. í poka á að vera
handloftdæla. vasaljós, auka-
tappar í öryggisventil, vara-
rekakkeri. viðgerðabætur, aust-
urtrog, viðgerðatappar og við-
gerðaklemmur.
Þannig eru gúmmíbátarnir
orðnir mjög vel útbúnir. Við
i Slysavarnafélaginu vildum þó
gjama láta bæta við léttum
stjóra, sem hægt væri að leggja
bátnum við, ef hann er á til-
tölulega grunnu vatni. Einnig
væri senditæki, eins og við höf
um hér, mesta þing í slíkum
bát. Þessi senditæki em mjög
fyrirferðarlítil og fljóta þar að
auki í sjó.
— Hvað viltu segja að lok-
um?
— Ég vil endurtaka, ag það
má ekki skrásetja neinn skip-
vc-ja, sem ekki kann að fara
með gúmmíbjörgunarbát. Það
er fljótlegt að læra á þá og
þeim tíma, er ekki illa varið.
þótt menn taki ekki eftir því.
fyrr en þeir standa augliti til
auglitis við hættuna.
Skipbrotsmenn af Sleipni koma i gúmmíbjörgunarbát að skipshlið á Heklu.
„Það á ekki að skrásetja
neinn skipverja, er ekki
kann meðferð gúmmíbáta”