Tíminn - 04.10.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.10.1961, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, miðvikudaginn 4. október 1961. KVEÐIUORÐ Stefán Stefánsson bóndi á Hofsstöðum í Skagafirði Stefán á Hofsstöðum er hniginn í valinn. Raunar er mér til efs, að þessum látna vini mínum hefði þótt það sérstaklega eftirsóknar- vert, að um hann birtust minning- argreinar, svo hlédrægur sem hann var. Við Stefán áttum nálega tuttugu ára samleið á Hofsstöðum, þótt aid ursmunur væri um 30 ár. Frá því ég man fyrst eftir mér og þar til faðir minn brá búi á Hofsstöðum, haustið 1932, var Stefán þar lengst um vinnumaður eða í húsmennsku. Hann hóf svo búskap á jörðinni árið 1933, keypti hálflenduna skömmu síðar pg bjó þar til ævi- loka. ' Eg varð ungur hændur að Stef- áni, og hann varð í huga mér eins konar átrúnaðargoð. Mun sumpart hafa valdið þar kumpánleg og nær gætin framkoma hans, en sumpart sameiginlegur áhugi fyrir búfé, einkum sauðfénu. Stefán var fram- úrskarandi fjármaður, fjárglöggur og mikill dýravinur. Og fjárhúsin tóku um árabil hug minn allan, urðu ævintýraheimur, þar sem Stefán kunni ráðningar á öllum gátum, svör við öllum spurningum. Hver fjárskúfur, brúskur og horna lag, svipur og fas hverrar sauð- kindar á Hofsstöðum, ásamt ætt og uppruna, allt þetta hafði sína á- kveðnu og dularfullu merkingu. Og það var jafn heillandi að hrær- ast í þessrum „kindaheimi“ eins^ og hitt var einskis nýtt og vonlítið til árangurs að eyða tima í staf- rófskverið. Á meðan Stefán hafði fulit þrek var hann frábær afreksmaður við öli búverk, mikilvirkur og vand- virkur, og átti sérstaklega í ríkum mæli þá starfshæfni, sem reynzt hefur öðrum mannlegum eigind- um mikilvægari í 1000 ára lífsbar- áttu íslenzka bóndans: hann var sláttu- og heyskaparmaður _svo að af bar. Á öllum öldum fslands- byggðar, að undanskildum síðustu áratugum, hefur fóðurskortur bú- fénaðarins jafnframt orðið vofa harðræðis og hungurs. Sá bóndi, sem gat aflað nægs vetrarfóðurs, átti jafnframt nokkurt afkomuör- yggi. Áður en afl véla kom við sögu heyskapar á íslandi, var vinnuhæfni og afkastageta einstakl inganna þeim mun meira virði, og tók þetta ekki hvað sízt til sláttu- mennsku. Miklir sláttumenn nutu sérstakrar virðingar og voru eftir- sóttir, enda jafnan greitt talsvert hærra kaup en meðalmönnum. Sem sláttumaður mun Stefán á Hofsstöðum hafa átt fáa sína líka í Skagafirði og þótt víðar væri leit- að. Oft voru framúrskarandi dug- legir kaupamenn á Hofsstöðum, og var þá jafnan farið hamförum, þar sem þeir stóðu á teignum með Stef áni! Þótt slík ofurbeiting orku sé nú úr sögunni með tilkomu vél- tækninnar, er hún eigi að síður minnisstæð þeim, sem slíkum vinnubrögðum kynntust. Og það var að sínu leyti jafn ánægjulegt að vinna með Stefáni að heyskap eins og að fylgja honum í fjárhús- in, ganga með honum til lambfjár og fara með honum í göngur. Og þegar ég minnist bernsku- og æsku áranna á Hofsstöðum, þá er Stefán þar að starfi eða á ferð, óaðskiljan legur þessu skagfirzka umhverfi. Árið 1922 kvæntist Stefán eftir- lifandi konu sinni, Ingigerði Guð- mundsdóttur, frábærri dugnaðar og rausnarkonu. Eru handtök hennar orðin mörg á Hofsstöðum og starfið mikið, bæði innan húss og utan. Hún hjúkraði og manni sínum af stakri umhyggju eftir að hann varð rúmfastur. Þau hjón eignuðust fjóra syni, og eru tveir þeirra á lífi, Geirfinnur og Stefán, hinir mannvænlegustu menn. Á meðan Stefán og Ingigerður voru í vinnumennsku eða hús- mennsku á Hofsstöðum, höfðu þau talsverðan bústofn og heyjuðu þá fyiir sig í um þrjár vikur á sumri hverju. Stórefldu þau bú sitt eftir að þau gerðust ábúendur, af mikl- um dugnaði og myndarbrag. Var gestrisni þeirra hjóna og hjálp- semi við brugðið. Vert er og að geta þess og þakka, að ávallt gengu Stefán og Ingigerður með sömu atorku og dyggð að störfum, hvort heldur þau voru annarra þjónar eða eigin húsbændur. Bún aðist þeim ágætlega, meðan Stefán hélt heilsu og starfsþreki. En fyr- ir röskum 15 árum fór hann að kenna þess, að starfsorkan var ekki jafn ótakmörkuð og fyrr, og hann varð að fara að hlífa sér nokkuð. Mun það ekki hafa verið að skapi Stefáns að þurfa þannig að draga af sér. Skarð hans verð- ur ekki auðfyllt, synir hans enda enn í bernsku. En enginn má sköp- um renna, ekki heldur hin mestu hraustmenni. Heilsa og þrek Stef- áns lét smám saman undan síga, og síðustu ár ævinnar lá han nrúm fastur. Stefán á Hofsstöðum var hár maður vexti og samsvaraði sér vel. Hann var skarpleitur, snareygður og glaðlegur í fasi. Ríka og græsku lausa kímnigáfu átti hann til að bera og brá einstaka sinnum fyrir sig stöku. Og þegar ég sá hann síðast, á því sumri, sem hann er að kveðja, hló hann og gerði að gamni sínu, þótt sársjúkur væri, með sama látbragði og ég minnist frá gamalli tíð. Hann var einn þeirra manna, sem eldast ekki í anda, þótt líkamsþróttur þverri. Stefán Stefánsson var fæddur 18. desember 1885 að Svaðastöð- um í Skagafirði. Foreldrar hans voru dugnaðar- og myndarmann- Útför Steindórs Jóns Björnssonar, Stórholtl 24, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 5 okt. kl. 3 e.h. Blóm afþökkuð. Sigríður Steindórsdóttir Guðjón Brynjólfsson og börn Jarðarför mannsins míns Ásgeirs Sigurðssonar, skipstjóra, sem andaðist 22. sept. 1961 fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudag- inn 5. okt. kl. 13.30. Jarðarförinni verður útvarpað. Ása Ásgrímsdóttir og börnin. eskjur, þau Stefán Sigurðsson, síð- ar bóndi að Þverá í Akrahreppi, og Theódóra Guðmundsdóttir. Nokkurra vikna gamall fluttist Stefán í fóstur að Hornbrekku á Höfðaströnd til hjónanna Sölva Kristjánssonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur og dvaldist þar í 10 ár. Þá fluttist hann að Brim- nesi í Viðvíkursveit og var þar hjá hjónunum Einari Jónssyni, hrepp- stjóra, og Margréti Símonardótt- ur fram til tvítugs aldurs. Fáum árum síðar fluttist hann að Hofs- stöðum og dvaldist þar upp frá því nær óslitið til dauðadags. Svo sem títt er um góða bændur, gegndi Stefán ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sína sveit, var m. a. í hreppsnefnd, sóknarnefnd og forðagæzlumaður. Hann lézt að Hofsstöðum þann 25. ágúst s. 1., og var útför hans gerð frá Hofs- staðakirkju þann 4. september. Fjölmargir sveitungar Stefáns og aðrir vinir kvöddu hann þar hinztu kveðju. Björn Jóhannesson. Jeppi til sölu Til sölu Húseign mín, Suðurgata 88, Akranesi, er til sölu nú þeg- ar, ef viðunandi tilboð fæst. Nánari upplýsingar gefur Hannes Jónasson. Sími 292. Bifreiðakennsla Guðjón B. Jónsson Háagerði 47. Sími 35046 Tilboð óskast í jeppabifreið S.N.B. M-329. Jeppinn er til sýnis við Mjólkursamlag Borgfirðinga. Tilboð sendist Sigurði Guðbrandssyni mjólkurbús- stjóra fyrir 10. þ. m. STARFANDI FÓLK velur hinn endingargóða Patket T-Ball Skynsöm stúika Hún notar hinfrábæra Parker' T-Ball- þessa' nýjú' tegund kulupenna sem hefir allTaðJfimnrsímuini meira rit-þol'-! þökk ' sé ' hinni stóru blekfyllingú! Löngu eft- ir að; venjúlégir|[kúlupennar hafa^ þórnað," þáj mún’ hinn'á- reiðanlegi Parkér T-Ball rita mjúkiega, *: jafnt ’og hiklaust. Pourous kúla einkalcyfi PARKERS Blekið streymir um klúúna’óg matar hinar fjölmörgú\ blekliolur*B5^í>éUa tryggir aðíblekið er’alltafaskrifhséft i oddinum. Parker kúiupenm A PRODUCT OF Ý THE PARKER PEN COMPANY »«214 Allt í undirvagninn Fóðringar í Chevrolet 1958—1960 Fóðringar í Ford ’54—’60 Gormar í Ford og Chevrolet Höggdeyfarar í Ford, Chevrolet, Taunus og Fiat Hjóladælur í flesta ameríska bíla Slitboltar í flesta ameríska bíla Spindilboltar í flesta ameríska bíla Spindilkúlur í Ford og Chevrolet Stýrisendar í flesta ameríska bíla Stýrisupphengjur í flesta ameríska bíla Vatnsdælur í Chevrolet ’58—’6(i Vatnsdælusett í Chevrolet ’58—’60 LABÚÐIN Höfðatúni 2. — Sími 24485.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.