Tíminn - 04.10.1961, Page 5

Tíminn - 04.10.1961, Page 5
TÍMINN, miSvikudaginn 4. október 196L 5 Otgetandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri Tómas Arnason Rit stjórar ÞórarmD ÞórarinssoD (áb /, ADdrés KnstjánssoD Iód Heigason RuUtrfu rit stjórnar Tómas Karlsson Auglýsmga stjóri Egili Bjarnason - Skrifstotui ( EdduDúsinu — Simar 18300- 18305 Auglýsmgasimi 19523 Afgreiðsluslmi 12323 — Prentsmiðjan Edda h.í w------------------ Bráðabirgðalögín í læknadeilunni Ríkisstjórnin hefur meS bráðabirgðalögum þeim, sem hún hefur gefið út í sambandi við læknadeiluna, frestað um þriggja mánaða skeið, að sú deila endaði með hruni sjúkratryggingarkerfisins. Sjálfur vandinn er því jafn óleystur sem áður. Ríkisstjórnin hefur hér gripið til hins gamla þrautaráðs síns að sneiða hjá raunhæfri lausn mála með algerum bráðabirgðaráðum. Að jafnaði eykur slíkt vandann en dregur ekki úr honum. Allar líkur benda til, að þessi vandi væri þegar leystur, ef ríkisstjórnin hefði haft frumkvæði um að leysa hann meðan hann var á samningastigi. í stað þess var málið látið dragast, unz allt var komið í óefni. Á seinustu stundu grípur ríkisstjórnin svo til harkalegustu aðgerða, sem vart munu auðvelda lausn málsins. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er málið sett þannig upp, að læknar krefjist 100% kauphækkunar á sama tíma og aðrir hafa fengið 13—27%. Hér er mjög reynt að villa um fyrir fólki. Sjúkrasamlagslæknar eru búnir að búa við óbreyttan taxta í miklu lengri tíma en aðrir og kref j- ast þess vegna tiltölulega meiri beinnar kauphækkunar. Auk þess hefur svo allur námskostnaður og rekstrarkostn- aður í sambandi við læknisstörfin margfaldazt á þessum tíma af völdum „viðreisnarinnar“. Þá hafa læknar óskað eftir að fá breytta starfstilhögun, þar sem vinnutími þeirra sé óhæfilega langur nú, en það er ekki síður hagsmuna- mál sjúklinga en lækna, að læknar séu ekki ofreyndir við störf sín. Þrátt fyrir þetta hefðu læknar vafalaust verið fáanlegir til að draga- verulega úr kröfum sínum, ef sann- gjarnlega hefði verið tekið á þeim. í stað þess lætur fé- lagsmálaráðherra bjóða þeim 13% taxtahækkun á sama tíma og hapn semur við yfirmenn á strandferðaskipum og varðskipum um 27% kauphækkun Engar óskir lækna um bætta starfstilhögun eru teknar til greina. Þetta heilti vitanlega olíu á eldinn og ekki drógu svo bráðabirgðalögin úr því. Af hálfu stjórnarblaðanna er reynt að ráðast gegn Tímanum fyrir það, að hann hefur rætt sanngjarnlega um mál lækna. T. d. er sagt, að Tíminn hafi tekið undir 100% kauphækkunarkröfu þeirra. í Tímanum hefur þvert á móti verið oft sagt, að hér væri of langt gengið. Hins vegar hefur blaðið jafnframt sagt, að ekki hafi verið gengið til móts við lækna eins og sanngjarnt væri, og það hefði orðið til að auka stífni og óbilgirni. Ríkisstjórnin hefur beitt sinnuleysi og þvermóðsku, eins og svo oft áður. Vafalaust á þetta líka eftir að enda hjá henni eins og jafnan áður með verri málalokum en fáanleg hefðu verið, ef strax hefði verið beitt sanngirni og skynsemi. Ríkisstjórnin og tóbakssalarnir Það er eitt af nýjustu afrekum ríkisstjórnarinnar að leyfa smásölum að hækka álagningu á tóbaksvörum úr 16% i 20%. Þessi hækkun mun nema samanlagt um 7—8. millj. kr., ef miðað er við svipaða tóbakssölu og í fyrra. Ríkisstjórnin hefur þannig lagt 7—8 millj. kr. nýiar álögur á landsmenn og stungið þeim þegjandi og hljóða- laust í vasa kaupmanna. Þess má geta. að viðast erlendis mun smásöluálagning á tóbaksvörum vera í kringum 10% Það er með þessum hætti, sem ríkisstjórnin berst raunverulega gegn dýrtíðinni. ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / / / t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) r ) ) ) ) ^ —— — — ERLENT YFIRLIT / Sýrland skilur við Egyptaland i Mikil óvissa ríkir um það, hvað tekur við í Sýrlandi \ DRAUMUR Nassers hins eg- ypzka um stórt arabiskt ríki virðist nú farinn út um þúfur. Fyrir þremur og hálfu ári tókst honum að sameina Egyptaland og Sýrland undir eina stjórn. Nokkru seinna voru horfur á, að írak myndi ganga inn í þessa ríkjasamsteypu. Ríkishug mynd Nassers átti öflugt fylgi þar.fyrst eftir byltinguna. Kass em ákvað hins vegar að fai'a aðra leið, og hefur síðan verið kalt milli þeirra Nassers. Um seinustu helgi gerðu s\ro Sýr- lendingar uppreisn og þeir menn náðu þar yfirtökunum, sem bersýnilega ætla að slíta öll sértengsli við Egyptaland og gera Sýrland að sjálfstæðu ríki að nýju. Þetta er mikið áfall fyrir Nasser, sem hér eftir verður að láta sér nægja að vera einræðisherra í Egypta- landi einu. Þar virðist hann hins vegar svo traustur í sessi, að þetta áfall muni ekki veikja hann neitt að ráði. Utan Eg- yptalands mun þetta hins veg- ar draga úr áhrifum hans. ENN hvílir mikil hula yfir þeim atburðum, sem hafa gerzt í Sýrlandi og enn ekki full- reynt hverjir það eru, sem raun verulega hafa náð völdum. Sennilegt þykir þó, að það séu íhaldssinnaðir fésýslumenn, er á sínum tima studdu Shishakly, er var einræðisherra í Sýrlándi á árunum 1951—’54. Sá maður, sem er forsætisráðherra þeirr- ar stjórnar, sem sett hefur ver- ið á laggirnar, Mamoun al- Kuzbari, er a. m. k. úr hópi fylgismanna Shishakly, en sjálf ur hefur hann dvalið erlendis síðan hann var hrakinn frá völdum. Sá orðrómur hefur ver ið á kreiki undanfarið, að fylg- ismenn Shishakly héldu uppi leynisamtökum í Sýrlandi. Svo virðist sem þeir hafi náð veru- legri fótfestu innan hersins og því getað framkvæmt byltlng- una jafn skyndilega og raun varð á. Sennilega hefur hún verið ákveðin fyriivaralítið, því að talið er fullvíst, að hvorki njósnarar Egypta, Rússa eða Vesturveldanna hafi vitað um hana. Með slíkum hætti fram- kvæmdi Nasser líka byltinguna í Egyptalandi á sínum tíma. ÞAÐ er hins vegar eftir að sjá, að þeim, sem nú hafa náð völdum í Sýrlandi, haldist á þeim til langframa. Óvissan varðandi það er svo mikil, að jafnvel mestu andstæðingar Nassers fagna áfalli hans hóf- lega. Þótt íhaldssamir menn hafi nú náð völdum í Sýrlandi. þykir vafasamt, að íhaldsstjórn geti haldizt þar lengi í sessi Fyrir sameiningu Sýrlands og Egyptalands 1958. var and- kommúnistískur sósíalistaflokk- ur, Baathflokkurinn, einna sterkasti flokkurinn þar, og átti hann mestan þátt í sam- einingunni Kommúnistar voru einnig mjög sterkir. og þótt Nasser væri þá ekki vei látinn af Vesturveldunum. fögnuðu margir vestrænir leiðtogar því. er Sýrland sameinaðist Egypta- landi Þeir óttuðust, að annars gætu kommúnistar náð völdum þar Af tvennu illu voru yfirráð Nassers betri. Það má telja víst. að báðir þessir flokkar, Baathflokkurinn og kommúnistar. muni nú reyna að láta til sín taka að nýju og sennilega eigi þeir báð- ir meira fylgi en hægri menn. Baathflokkurinn stendur hins vegar höllum fæti vegna þess, að hann átti mestan þátt í sam- einingunni við Egyptaland, sem reyndist allt annað en vinsæl. Kommúnistar unnu hins vegar gegn henni og þeir urðu mjög fyrir barðinu á stjórn Nassers. Moskvublöðin hafa í seinni tíð haldið uppi hörðum árásum á Nasser fyrir það, að hann hafi látið banna starfsemi kommú- nista í Sýrlandi og haldið sum um foringjum þeirra í fangelsi, án undangengins dóms. KUZBARI í vestrænum blöðum kemur mjög fram sá ótti, að vel geti svo farið, að kommúnistar eigi eftir að græða mest á bylting- unni í Sýrlandi. Hún auki deil- ur meðal Araba og veiki Nass- er, sem á margan hátt hefði getað veitt traustasta vörn gegn framsókn kommúnista í Aust- urlöndum nær, enda hafa Rúss- ar hert mjög áróður gegn hon- um í seinni tíð. í Sýrlandi geti kommúnistar líka brátt reynzt hættulega sterkir. Athyglisvert er, að Rússar forðast að iáta uppi nokkurt álit á atburðun- um í Sýrlandi, en þó eins og hálfhlakkað yfir ósigri Nassers. AF MÖRGUM ástæðum kem- ur það ekki á óvart, þótt sam- eining Egyptalands og Sýrlands rofnaði Hún var meira byggð á hugsjón en raunveruleika Þeir, sem tóku völdin eftir að brottrekstur Shishaklys 1954 voru flestir þjóðernissinnaðir vinstri menn. sem voru hrifn- ir af hugsjón Nassers um stórt arabískt samveldi. Þeir beittu sér og fyrir sameiningunni í ) þeirri trú, að Sýrlendingar \ myndu verða áhrifameiri en Eg \ yptar í hinu nýja ríki. Þótt Sýr- \ lendingar væru miklu fámenn- \ ari, eða um 4 millj. á móti 25 \ millj. Egypta höfðu þeir ýmis • skilyrði til að verða áhrifa- • meiri. Þeir eru yfirleitt dug- • meiri, eiga miklu athafnameiri ■ og menntaðri millistétt, og land • þeirra er tiltölulega auðugra en ( Egyptaland. Nasser tók sambúð . armálin hins vegar þeim tök- ( um, að öll yfirráð í Sýrlandi ( færðust meira og meira til Ka- ( iro og Egyptar þokuðu Sýrlend ( ingum víða til hliðar í þeirra ( landi. Nýlega var hann búinn ( að gera nýjar, víðtækar ráðstaf ( anir í þessa átt. Frá sjónarmiði ( ríkisheildarinnar voru þær rétt ( mætar, en þær gengu hins veg- ) ar á hlut Sýrléndinga. Sá valda ) maður Sýrlendinga, sem átti ) mestan þátt í sameiningunni ( og fastast hafði fylgt Nasser, ( Seiraj ofursti, lagði því nið- ) ur völd í mótmælaskyni og hélt ( heim til Damaskus. Tveimur ) dögum síðar hófst byltingin ) þar. Margir héldu í fyrstu, að ) hún væri runnin undan rifjum ) Serraj, en svo reyndist ekki. ) Hún var gerð af andstæðingum ) hans, er hafa hann nú í haldi. ) ) HIN nyja stjórn Sýrlands hef ) ur heitið frjálsum kosningum ) innan fjögurra mánaða. Því er ) tæplega trúað, að það loforð ) verði efnt, og því jafnvel enn ) síður, að staifhæf stjórn verði ) mynduð á grundvelli þeirra, ef ) þær færu fram með frjálsum ) hætti. Sýrlendingar hafa löng- ) um verið miklir flokkadráttar- ) menn, enda landið byggt tals- • vert mismunandi ættflokkum ■ og rígur mikiU milli landshluta, • t. d. milli borganna Damaskus • og Apollo. Sýríendingar hafa • um aldaraðir lotið erlendum • valdhöfum. Frakkar tóku þar ( við stjórn eftir fyrri heimsstyrj / öldina, en þá voru Tyrkir lengi • búnir að ráða þar. Frakkar • veittu Sýrlandi sjálfstjórn 1930 • og upp úr seinni heimsstyrjöld- • inni fengu þeir fullt sjálfstæði. • Frá þeim tíma og þangað til • Sýrland sameinaðist Egypta- ( landi í febrúar 1958, urðu þar ( margar stjórnarbyltingar og ( stjórnarskipti, miklir flokka- ( drættir og lélegt stjórnarfar Ef ( aftur sígur í sama horf í Sýr- ( landi, getur vel svo farið, að ( lítii ástæða reynist til að fagna ( þvi. að sameining Sýrlands og ( Egyptalands hafi farið út um ( þúfur. Þ. Þ. ) • «v .N.-v.VN.* ,.v- V- v*v*v*

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.