Tíminn - 04.10.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.10.1961, Blaðsíða 9
9 T.ÍMINN, miSvikudaginn 4. október 1961. landbúnaðarmál *• Hin stórvirka sláttu- og þreskivél að uppskerustörfum á Stórólfsvelli á þessu hausti, þar sem 80 ha eru *. undir byggi. Sú kornyrkja, sem lengst hef- ur verið stunduð á norrænum slóðum er vafalaust byggrækt- un. Á sænskri tungu heitir byggið KORN og engin önnur korntegund heitir því nafni þar. Aðrar tegundir, svo sem rúgur' og bókhveiti, hafa þó ■verið ræktaðar um langt skeið í Skandinavíu, en haframir eru ný tegund, samanborið við þær fyrr greindu og hveitið hefur nýlega numið land á svo norð- lægum slóðum. Með landnemunum barst hingað til lands kunnátta í þvi að beita arði og sá korni og uppskera það, en hve umfangs- mildar þær athafnir hafa verið hér eru litlar upplýsingar um. Örnefnin segja okkur þó, að akrar hafi verið hér og þar, því að varla efast nokkur um, að bæjarnöfnin, sem bera ak- urheitið, annaðhvort' heil eða samtengd, hljóti að eiga upp- runa sinn í þeirri staðreynd, að á þeim stöðum hafi akrar verið og þar ræktað korn, eða KORNYRKJA hvað skyldi það hafa verið ann að? Brauðkorn var ein af höfuð- nauðsynjum fólks í fyrri daga. Þá voru ekki til kartöflur, þær fluttust ekki hingað fyrr en eft ir miðja átjándu öld. Hversu m'ikið korn hefur verið upp skorið á íslandi á hverjum tíma, eða hversu víðáttumiklir akrarnir hafa verið á ýmsum öldum, því getur sennilega eng inn svarað. Hitt er víst, sem við þekkjum öll, að á fyrstu tugum þessarar aldar, var ekk ert korn ræktað hér á landi, og svo lítið kvað að kornyrkj- unni frá 1930—1960, utan til- raunastöðvarinnar á Sámsstöð- um, að varla getur búnaðar- saga okkar skráð verið og þessa efnis getið, nema tilraunanna. En um 1960 gerast þáttaskil og vonandi verða þau upphaf þess, að ræktun korns reynist í framtíðinni traustur liður og fastur í íslenzkum búskap. Af- urðagóðar skepnur þurfa gott fóður — þær þurfa kjarnfóður — og sá kjarni verður vonandi íslenzkt bygg, sem í vaxandi mæli verður upp skorið hér ár- lega. Mundi ekki ástæða til að ætla, að kornyrkja geti orðið jafn örugg búgrein og kartöflu ræktin? Við skulum vona, að því megi svara játandi og að reynslan sýni okkur, að þetta muni stand ast. Um undanfarin ár hefur það viljað brenna við í ýmsum ár- um, að víst hefur korn þrosk- azt vel, eða sæmilega að minnsta kosti, en það hefur verið svo seint fyrir, að haust- vindarnir hafa slegið kjamann úr axinu og það af þeirri á- stæðu eigi bjargast, eða haust- rigningarnar hafa gert það ó- kleift að bjarga því fyrr en seint, eða sumu af því aldrei, og hafa þannig orðið tilfinnan- leg afföll enda þótt þroski þess hafi verið viðunandi. Með þeirri tækni nútímans, sem þegar hefur verið reynd hér og virðist hæfa við okkar skilyrði eins og annar's staðar, er staðið við þröskuld nýs tíma bils, það verðum við að vona, þess tímabils, sem hér mætti kalla kornyrkjuskeiðið, þegar haustvindarnir og hreggviðrin hafa lítil eða engin áhrif af því að með nýtízku vélum er hægt að vinna nótt og dag og bjarga á fáum góðum dögum síðla í september því magni korns, sem að áður þekktum leiðum þurfti langan tíma og mikið erf iði til að bjarga, og aldrei varð bjargað ef um nokkurt magn var að ræða. Afköst síórvirkra uppskeruvéla eru geysileg, og þegar uppskerunni er bjargað með þeirra hjálp taka við önn- ur hjálpargögn til þess að gera vöruna geymsluhæfa. Hrað- þurrkun er þá næsti áfanginn, nauðsynlegur og óaðskiljanleg- ur þáttur í vel kerfuðu starfi til þess að ná endanlegu marM. Á stuttum tima má brjóta mikið land þegar traktorinn er hafður sem dráttarafl. Það er hægt hér, eins og meðal ná- grannaþjóða vorra, að plægja og herfa nótt og dag, og það er hægt að dreifa áburði og sá að nóttu sem degi í apríl, rétt eins og hjá frændum vorum austan við Atlantshafið, og þá er hægt að koma útsæðinu í jörð um leið og gróðraveðrin ná til okk- ar, jafnan í byrjun maí. Þessa þarf, vaxtartíminn og hitamagn ið þarf að fást og nást sem fyrst að vori, svo að vaxtarskeiðið þurfi ekki að ná allt of langt fram í september. Þetta læra menn. Þetta hefur m. a. sýnt sig í tilraununum, sem eiga nú um 30 ára sögu hér á landi, og koma nú að góðu gagni þegar loks er haf- izt handa fyrir alvöru. En að svo sé verður maður nú að telja. í fyrr'a voru það Sveinn bóndi á Egilsstöðum, synir hans og fáeinir aðrir, sem rækt uðu nokkra tugi ha lands og uppskáru af þeim bygg á haust nóttum. í ár má telja í hundruð um hektara akra, sem kornupp skera er tekin af. .Og auðvitað koma fleiri í kjölfarið. Árið 1961 verður líklega talið eigi yfir meðallag til vaxtar korns- ins og laklegt til björgunar þess. Þó fæst uppskera, sem telja má vei viðunandi og að magni, ekki minni en gerist sums staðar annars staðar á miklu suðrænna breiddarstigi. Austan Atlantshafsins hefur korn verið ræktað slitlaust um árhundruð. Hjá frændum okkar í Noregi er kornyrkja í örri þróun einmitt þessi árin. Að- eins síðan 1950 hefur kornrækt Norðmanna aukizt svo, að 42% stærra landssvæði var notað til kornræktar 1960 en árið 1950. Fyrrum lögðu Norð- menn kapp á að rækta brauð- korn, en þeir telja nú að sjálf- sagt sé að leggja allt kapp á að rækta fóðurkorn en kaupa held ur brauðkornið, af því að ör- yggi hveitiræktar sé svo lítið á svo norðlægri slóð, og hafrar eru svo lítill liður í manneld- inu. Hér á landi kemur naumast til greina að rækta annað en bygg til fóðurs, ef til vill hafra til gamans eða í tilraunum, en ekki er óhugsandi að kynbóta- stöðvum, hérlendis og erlend- is, takizt að búa til ný afbrigði, sem geta látið sér nægja lægra hitastig og styttra vaxtarskeið en hingað til hefur verið hæfi- legt til fulls þroska þeim af- brigðum, sem í ræktun eru. Annað eins hefur skeð. Suðræn ar jurtir hafa orðið „hagvan- ar“ á norðlægum slóðum, með sæmilegum eða góðum árangri. Má í því sambandi minna á kart öfluna, sem er upp runnin úr Andesfjöllum Suður-Ameríku. Við skulum vona, að á kom- andi árum verði íslenzkir akr- ar þúsundir ha, sem góð og mikil uppskera verður fengin af árlega, og að tilraunastöðv- unum takist að skapa afbrigði byggs og hafra, er gefi örugg- ari eftirtekju í venjulegu ár- ferði. Með því móti fengi bú- skapur okkar traustan hlekk í öryggiskeðju afkomu sinnar og búmenning efldist vonanóji verulega í þessu og öðrum hlutverkum. wv*.*, Flóttamannabúðir í Evrópu eiga að tæmast Felix Sehnyder, sem fer með málefni flóttamanna á vegum S.Þ. fullyrðir, að takast megi að tæma ' P Þetta er teikning af kafbát, ^ sem nú er í siníðum, og á að 0 geta kafað miklu dýpra en fyrri 0 kafbátar, eða allt niður í 15 0 þús. fet. Þó verður kafbátur 0 þessi, sem nú er verið að hefja 0 smíði á hjá Reynolds Metals ^ Company by General Dynamics 0 Corporation Boat Division í 0 Connecticut í Bandaríkjunum, 0 byggður úr aluminium. Talið 0 er að kafbátur þessi muni 0 valda byltingu i neðansjávar- 0 ferðum og opna ótal leiðir til 0 nýrrar könnunar á hafsbotni, 0 bótt sleppt sé gildi hans eða 0 innarra svipaðra sem vopna. 0 flóttamannabúðir í Evrópu á ár- inu 1962. Flestum flóttamannabúð um í Austurríki verður lokað á þessu ári, en þær sem eru á Ítalíu og í Þýzkalandi, eiga að tæmast á næsta ári. í byrjun þessa árs voru enn 13 þúsund flóttamenn í þessum lönd- um, sem bjuggu í sérstökum hverf um, en þar að auki voru 60 þús- und, sem bjuggu í mjög lélegu hús næði utan sjálfra búðanna. Slakað hefur verið á innflytj- endalöggjöf margra landa í sam- bandi við „flóttamannaárið", sem nú er að líða, þ.e. hafinn var áróð ur hvarvetna fyrir því, að leysa vanda þessa flóttafólks til fulln- ustu. Sömu lög um innflutning fólks verða að gilda áfram næsta ár, ef takast á að ná settu marki og skapa öllum þessum mann- fjölda skilyrði til að lifa eðlilegu lífi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.