Tíminn - 04.10.1961, Page 11

Tíminn - 04.10.1961, Page 11
TfMINN, miðvitudaginn 4. október 1961. 11 — Við erum alls ekki neinir siðlausir útlendingar, sagði maðurinn í bláu mandarínkáp- unni ísmeygilega. — Við för- um í einu og öllu eftir lögum og reglum. Mál yðar verður tekið fyrir, uppkveðinn dómur og þér síðan líflátinn! Orð þessi voru töluð árla sunnu dagá í október 1896 við ungan stúd ent sem var fangi í hinu keisara- lega kínverska sendiráði í London. Ungi Kínverjinn óttaðist ekki dauðann. Honum hafði lengi verið það Ijóst, að það var litið á starf hans heima í Kína sem landráð af hálfu stjórnarvaldanna. En að hinu þótti honum öllu meiri skömm, að hafa verið ginntur í gildru og það í stórborg hinum megin hnattar- ins, þar sem hann taldi sig nokk- urn veginn öruggan. Nú stóð hann við rimlagluggann í klefa sínum og hlustaði eftir umferðinni fyrir utan, en var um leið að velta því fyrir sér, hvénær Cantlie vinur hans myndi sakna hans af sjónar- sviðinu og hefja eftirgrennslan. James Cantlie læknir var áður kennari við læknaskólann í Hong Kong, en þar hafði kínverski stúd- entinn ungi stundað nám. Strax og hann kom til London hafði hann upp á vini sínum lækninum. Þeir höfðu margt að minnast. Þegar stúdentinn skýrði afstöðu sína til stjórnarfarsins í heimalandi hans , og hann hefði af þeim sökum orðið að flýja Jand, varð Cantlie hugsi og ótta brá fyrir í augum hans. — Við erum hér í næsta nágrenni við kínverska sendiráðið, sagði hann. — Ég ráðlegg yður að gæta varúð- ar og koma þar ekki of nálægt. Stúdentinn tók ekki að sama skapi aðvörun þessa alvarlega. Að vísu var hann yfirlýstur andstæð- ingur ríkjandi stjórnskipulags í Kína, þ. e. einræði keisarans í land- inu, en hann áleit sig öruggan hér í mannhafi stórborgarinnar. Viku seinna, á laugardegi, var hann á leið heim til vinar síns. Hann var með öllu andvaralaus er Kínverji gekk upp að hlið hans og spurði með breiðu brosi frá hvaða héraði hann sé í Kína. — Canton, svaraði stúdentinn. — Þá erum við sveitungar, segir hinn. — Ég er einnig frá Canton. Þeir ganga nú spölkorn samsíða og rabba saman á Canton mállýzku. Allt í einu birtust tveir Kínverjar, eins og þeim skyti upp úr gang- stéttinni og þar með var þessi yfir- borðsvinátta rofin. Þeir félagar fóru nú með hann á milli sín fyriV næsta húshorn að glæsilegu húsi þar sem lokið var upp fyrir þeim. Nú varð stúdentinum ljós sú ugg- vænlega staðreynd, að hann væri orðinn fangi hins keisaralega kín- verska sendiráðs. Hann var lokaður inni í litlum klefa á anr.arri hæð hússins. Glugg- inn var lítill og ofarlega. Hann sá ekkert annað en reykháfa húsanna er spunnu sig hér og hvar upp úr reykmettuðu, þolcugráu umhverf- inu. Lundúnaþokan var í algleym- ingi. Skömmu síðar var klefahurðinni lokið upp og hár Englendingur. hvítur fyrir hærum, kom inn. Fang- inn komsí brátt að raun um að hér var lögfræðilegur ráðunautur sendiráðsins. — Ungi maður, hóf hann mál sitt. — Þér eruð hér staddur á kín- versku yfirráðasvæði og háður lög- um lands yðar í einu og öllu, al- veg eins og í ættlandi yðar — Hvert er nafn yðar? Fanginn sagði honum nafn sitt. Englendingurinn kímdi. — Við vitum þá hetur — Undir heitinu Sun Wen. hafið þér í heimalandi yðar stofnað til og staðið fyrir árásum á stjórnskipan keisaradæmisins og haft í hótun- um gagngerar breytingar. Þér og éhangendur yðar hafið kunngert þeita keisara <yðar og hafið með því móðgað hann og sýnt stjórn landsins megnustu fyrirlitningu. Vér höfurn fyrirskipun um að hafa Var mannrán framið í kín- verska sendiráðinu í London? yður í haldi og bíðum ákvarðana keisarans. Eftir að lögfræðingurinn var far- inn, var sett öryggislæsing á hurð- ina og tveir varðmenn héldu sig utan dyra. Það virðist í fljðtu bragði vart i hugsanlegt að tveir, þrír menn ; geti um hábjartan dag handtekið ívegfaranda fyrir allra augum á fjölfarinni götu í miðri stór-borg- inni. En þannig var þetta. Næsta morgun kom í heimsókn til hans sá sami, er stóð fyrir hand tökunni daginn áður. Hann kvaðst heita Tang og vera ritari sendiráðs- ins. — Það hafa verið gerðar ráð- stafanir til að senda yður heim til Kína. Hann virtist ekkert hafa á móti því að tjá fanganum fyrirætl- anir þeirra. — Flutningaskip frá félaginu Glen Line er um þessar mundir hér í London. Eftir viku leggur það af stað til Canton. Við höfum einhver ráð með að koma yður — svo að lítiff beri á — á skipsfjöl, þar sem þér verðið hlekkjaður. Þegar til Canton kem- ur bíður yðar höggstokkurinn. — Án dóms og laga? spurði fanginn bitur. Hér hafði ritarinn svar á reiðum höndum. — Mál yðar mun koma fyrir dómstólana, áður en þér verðið — Dagurinn leið. Ungi maðurinn kínverski reyndi í örvæntingu sinni að komast í snertingu við umheim- inn úti fyrir. Hann reyndi að vekja á sér athygli með því að rita orð- sendingu á bréfmiða og kasta þeim Cantlies læknis og beðið hann hjálpar. Cole gat ekkert aðhafzt í næstu tvo daga, en á þriðja degi, sem jafnframt var frídagur hans, kom hann miðanum til skila. Þetta kom sem reiðarslag yfir Cantlie lækni. Hann hafði aldrei haft með höndum neitt vandamál svipað þessu. Hann gerði sér strax ljóst, að hér var alvara á ferð og því brýn nauðsyn á skjótri ákvörð- un. Hann ákvað að snúa sér til Scot- land Yard. Leynilögreglan hlustaði með athygli á frásögn hans, en það inu allan sólarhringinn, enn frem- ur að kynna • sér brottfarartíma allra skipa, sem fara áttu frá Lond- on til Kína á næstunni. Hann lagði nú enn leið sína í ráðuneytið og sagði þar sögu sína í annað sinn. Deildarstjórinn benti honum á, að eina sönnunargagnið væri þessi bréfmiði frá fanganum, þar sem hann skýrði frá því, að honum hafi verið rænt. Ef ráðu- neytið ákvæði að láta málið til sín taka og það reyndist svo eftir á ekki á rökum reist, yrði það alvar- legt fall fyrir utanríkisþjónustuna. Ráðuneytið bað þó Scotland Yard -^V.’AV^A'.SSV/AV.VVAVAV.V.'.V.V.V'.V.V.V.V.V.'.V.V.V.W.’.V.V.V.V.VV.V.V ■I Þessi örlagaríka saga gerist í London um hábjartan dag — og atburÖir I; "■ j H; hennar breyttu sögu hins kínverska nútímaríkis — Or safni Kurt Singer ;■ um njosnir 1 Asíu. .VAV, út um gluggann. Einn þeirra komst í hendur manni frá sendiráðinu, svo þá lokaðist sú leið, enda var þá neglt fyrir gluggann. Nú var eftir að reyna síðasta úr- ræðið, en það var að komast í kynni við einhvern af enska þjón- ustuliðinu, sem tók til hjá honum í klefanum og færði honum mat. Menn þessir yrtu aldrei á hann, enda sjálfsagt lagt bann við slíku. Einn þeirra, Edward Cole hét hann, hafði vingjarnlegt andlit og aðlaðandi framkomu. Hjá þessum manni hugsaði hann að freista gæf- unnar. — Ég er flóttamaður frá Kína, sagði hann eitt sinn við Cole. — Ég er á öndverðum meiði við ríkj- andi stjórnskipulag í Kína. Við ósk- um eftir réttlátu lýðræði, líkt og á sér stað hér í Englandi. Mér er haldið hér innan veggja sem póli- tískum fanga. Viljið þér hjálpa mér? Lif mitt er í yðar hendi. Ef réttir aðilar fá vitneskju um veru- stað minn hér, mun mér verða bjargað, ella verð ég sendur til Kína og líflátinn. Rólegur og án nokkurra sjáan- legra áhrifa af þessari frásögn og fortölum. hélt Cole áfram starfi sínu i klefanum, þar til því var lokið og fór svo Undir kvöld kom hann aftur og hafði þá meðferðis fötu með einhverju af kolum í. Hanh lagði hana frá sér afsíðis í klefann og benti um leið á hana. Eftir að Cole var farinn, fór fang inn að róta til í fötunni og fann þar bréfmiða þar sem á stóð: — Ég er reiðubúinn að koma skila- boðum til vina yðar. Á sama miða gat hann skrifað nokkur orð til var ekki laust við að gætti efa- semda hjá þeim ágætu mönnum, svo furðulegt fannst þeim þetta at- hæfi. Þeir lofuðu að leggja málið fyrir til athugunar, annað gætu þeir ekki aðhafzt í bili. i Cole hafði sagt Cantlie lækni, að það ætti aö flytja fangann burt úr , sendiráðinu næstkomandi þriðju- idag. Þennan dag var sunnudagur ] og því aðeins 48 klukkustundir til | stefnu, svo að nú var hver stundin j dýrmæt. i f örvæntingu sinni för hann rak- leitt til utanríkisráðuneytisins. ^ Eins og fyrr getur var sunnudagur og því ekki hægt um vik að fá á- heyrn á þeim góða stað, en fulltrúi, er hann hitti þar af tilviljun, ikvaðst mundu leggja þetta fyrir yfirmenn sina á morgun, en þetta íværi viðkvæmt milliríkajmál, sem , þyrfti mjög nákvæma athugun. Cantlie leitaðist við að ná sam- bandi við einkalögreglumenn, en skrifstofur þeirra voru allar lok- ' aðar. Hann leitaði aftur á náðir Scotland Yard og lögreglustöðvar í nágrenni við send;ráðið Allt var árangurslaust. — Þá sneri hann sér til ritstjórnar stórblaðsins Times og náði þar tali af einum blaðamanni. sem lét í Ijós mikinn áhuga fyrir málinu. — En, sagði hann, það er ekki tímabært á þessu stigi að fjalla um það opinberlega. Allar þessar tilraunir Cantlies til að koma hinum nauðstadda vini sínum til hjálpar báru enn ekki ár- angur. Næsta morgun, mánudag, fékk hann í þjónustu sína nokkra levnilögreglumenn. Þeir áttu að hafa auga með kínverska sendiráð- j um að athuga, hvort kínverska 1 sendiráðið hefði orðið sér úti um farseðil til Kína hjá einhverju af kaupskipum þeim er lágu í höfn- inni. Nú setti Scotland Yard alla sína miklu samstæðu af stað og árang- urinn lét ekki standa á sér. 4 Skipafélagið Glen Line, — en eitt af skipum þess átti að sigla úr höfn n. k. þriðjudag — hafði í fórum sínum beiðni frá kínverska sendiráðinu um að taka til flutn- ings nokkuð af vörum til Kína og — einn farþega. Þennan sama dag — mánudag — var þess krafizt að þessi dularfulli og óþekkti fangi, ásamt öðrum slík- um, yrðu teknir til yfirheyrslu og um mál þeirra fjallað af enskum dómstólum. Einn borgardómarinn átti að taka mál þeirra til meðferð- ar, en hann neitaði að eiga nokk- urn þátt í því. Þetta varð þó síður en svo til að hindra framgang málsins, því að neitun dómarans og um leið yfirvaldanna, varð til þess að öll ensku stórblöðin létu til sín taka, eftir að Cantlie læknir hafði tjáð þeim aðdragandann og alla mála vöxtu — og þá reið holskeflan yfir. Blaðamennirnir gerðu þegar að súg að sendiráðinu með spurning ar sínar, en áðurnefndur herra Tang fullvissaði þá um. að saga þessi væri uppspuni frá rótum. En þeir tóku hann auðvitað ekki trúanlegan, en sögðu honum skýrt og skorinort, að ef fanginn yrð'i ekki látinn laus innan 12 stunda, myndu þúsundir Lundúnabúa taka hús á sendiráðinu og frelsa fang ann. Mörg blaðanna rituðu hroll- vekjandi greinar um hið keisara lega kínverska sendiráð og lítils- virðingu þess fyrir öllu réttarfari og frelsi einstaklingsins. Daginn eftir, eða 23. október 1896, komst málið á hástig. Salisbury lávarð- ur, utanríkisnáðherra Stóra-Bret lands, lét afhenda kínverska sendi herranum harðorð mótmæli og krafðist þess, að fanginn yrði taf- arlaust látinn laus. Tveim klukkustundum síðar var kínverski stúdentinn sóttur í klefa sinn og farið með hann í móttöku- herbergi á neðri hæð. Þar var fyrir hinn dyggi og duglegi vinur hans Cantlie læknir, sem beið hans í eftirvæntingu, enn frem- ur Jarvis fulltrúi frá Scotland Yard og embættismaður frú utan- ríkisráðuneytinu. Þegar þessir fjórmenningar komu út úr sendiráðinu, reis fagn aðaralda frá manngrúanum, sem beið úti fyrir til að hylla fangann. Eftir stutta heimsókn til Scot- land Yard og smá veizlu heima hjá Cantlie lækni, skrifaði ungi stúd entinn öllum dagblöðum Lundúna og þakkaði þeim af hrærðu hjarta alla hina mikilvægu aðstoð þeirra. Engum ritstjóranna gat Iþá komið til hugar, að bréfin væru frá ein- um og sama manni, er síðar varð fyrsti forseti hins kínverska lýð- veldis, en bréfin voru undirrituð: SUN YAT-SEN.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.